Flugvellir

271_v_reykjav_flugvollurÉg hef verið nokkuð virkur þátttakandi í umræðunni um framtíð Reykjavíkurflugvallar.  Ég hef fram til þessa ekki legið á þeirri skoðun minni að æskilegt sé að finna flugvellinum annað stæði í Reykjavík en í Vatnsmýrinni, enda er Vatnsmýrin gósenland fyrir íbúabyggð í miðborginni.

Ég var staddur í grillveislu á dögunum þar sem flugvallarmálið kom til umræðu.  Ágætur maður sem staddur var í þessum selskap spurði mig hvort ég væri þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður eða suður.  Ég tjáði honum að ég væri þingmaður norðurkjördæmisins.

Þá benti hann mér vinsamlega á að mitt kjördæmi væri það eina á landinu sem ekki hefði flugvöll innan sinna marka.  Slíkt ástand væri íbúum kjördæmisins auðvitað ekki bjóðandi.  Vildi ég berjast fyrir hagsmunum míns kjördæmis og íbúa þess ætti ég að sjálfsögðu að hefja baráttu fyrir því að flugvöllur yrði byggður í kjördæminu svo íbúar þess yrðu jafnsettir íbúum annarra kjördæma.

Þetta fannst mér athyglisverður vinkill í umræðunni um flugvelli á Íslandi.  Ég er hins vegar ekki viss um að ég taki hann á orðinu og geri þetta mál að baráttumáli mínu í stjórnmálum.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þar er ég fyllilega sammála þér, flugvöllurinn verður að fara úr miðborginni. Mín skoðun er sú að æskilegra sé að flytja miðstöð innlandsflugs til keflavíkur, þar sem flugrekstar aðstaða þar er öll hin besta. Byggja svo einn á suðurlandi, kannski í grennt við Þorlákshöfn, sem yrði varaflugvöllur, æfingavöllur, fiskútflutningsvöllur og jafnvel aðsetur fyrir lágfargjalda flugfélög. Yrði þá samkeppni við Leifsvöll, um flugvélar og ferðamannastraum. Myndi hugsanlega einnig koma á móts við samgöngu vanda vestmannaeyinga..

 En hvað er málið með þessa bensínstöð við brautarenda flugvallarins í Vatnsmýrinni. Það hlítur að vera eins dæmi. 

Ingi Björn Sigurðsson, 13.8.2007 kl. 19:34

2 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Leggja báða vellina niður ( keflavík og reykjavík) og búa til einn innanlands og utanlandsvöll á hólmsheiðinni

Halldór Sigurðsson, 13.8.2007 kl. 20:57

3 identicon

Enn og aftur er sorglegt að horfa upp á umræðuna um Reykjavíkurflugvöll og í hverslags holtaþoku sú umræða virðist sífellt rata (nema ef vera skyldi í þokuna á Hólmsheiði).  Það er öllum ljóst sem siglt hafa, að samkeppnishæfi borga felst fyrst og fremst í aðgangi til og frá þeim, m.ö.o samgöngum.   Borgir úti í heimi keppa sín á milli um að draga ti sín fólk, fyrirtæki og fjármagn.  Til að koma þessu öllu á milli staða þarf flugvelli, og þá ekki úti í ystu myrkrum, heldur í miðju borga (sbr. London City, Berlin Tempelhof & Schönefeld, Orlando International etc etc.).   Það dylst engum að litlu er varið til almanna-samgangna á höfuðborgarsvæðinu, sé horft í það að ekki sé eytt í dýrt samgöngukerfi sporvagna, lesta eða enn fleirri mislægra gatnamóta.  Þetta sífellda væl um dýrmætt byggingarland er betur varið í uppbyggilega umræðu um framtíð Viðeyjar, Laugardalsins eða Örfiriseyjar.  Látið völlinn vera!  Hann er stóriðja og hreyfiafl, samkeppnistól í smækkuðum heimi, útvörður alþjóðaviðskipta, og síðast en ekki síst heldur hann landinu öllu í byggð.     

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 21:28

4 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Svo lengi sem að við förum ekki að gera flugvöll rétt útfrá Árbæ þá er þetta í lagi, man ekki hvort þetta heiti Hólmsheiði. En til hvers, það er þá orðið næstum jafn langt í miðbæinn og frá Keflavík, af hverju í ósköpunum er Keflavík ekki okkar innanlandflugvöllur líka, tala nú ekki um þegar við ætlum að bæta samgöngur þangað, það er hreinlega ok að þurfa hálftíma í samgöngur í miðbæinn frá innanlandsflugvelli, ekki verra en annars staðar á norðurlöndum. Að búa til nýjan flugvöll rétt við nýa byggð Reykjavíkur væri eiginlega bara skondin skammsýni, breytir engu þó að það sé enginn flugvöllur í Rvík norður, það eru órök

Pétur Björn Jónsson, 14.8.2007 kl. 02:14

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Svo er, að flugvallarómyndin er, líkt og flest verkfræ'ðiklúður Breta, til mikils vansa fyrir framtíð Rvíkur.  Samkeppnishæfni okkar mun byggjast á Háskóal ,,forum" en hvergi er ákjósanlegri staður fyrir einmitt það en Vatnsmýrin.

Ungmenni framtíðar, okkar nýja Aldamótakynslóð, þarf öflugt Háskólasamfélag, hvar allar greinar Akademíunnar koma saman og deigla hugmynda getur orðið til.  Ég hef svosem lýst þeirri skoðun minni áður, að við séum helst til fámenn, að dreyfa mjög kröftum okkar með þreyfiskipulagi á ,,æðri" menntun.

Þá aura sem spara má, með því að hýsa innanlandsflug á Keflavíkurvelli, hvar öll aðstaða er fyrir hendi, bæði í núverandi flugstöð og raunar líka í gömlu flugstöðinni sem áður var brúkuð undir millilandaflugið, gæti hæglega notast til hagfelldari hluta.  Algerlega er óþarft, að leggja annann völl í  eða við Rvík.  ÞEtta er nánast sama veðursvæði og því bull og áróður, að ,,varaflugvöllur" þurfi að vera innan 40km radíus frá Keflavík.  Hér nægir að opna aftur Austur Vestur brautina í Keflavík. 

Við höfum því miður ekki átt Samgönguráðherra LENGI og núverandi ráðherra er frekar´líkelgur til að setja fé í ruglframkvæmdir á borð við Héðinsfjarðagöng en hyggja ða þörfum okkar dýrmætu Aldamáotkynslóðar.

Með kveðjum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.8.2007 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband