Glöggt er gests augað

Það er ljóst að fólki lýst misjafnlega á minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem nú er í fæðingu.

Margir óttast að þessi vinstristjórn velja að láta til skarar skríða gegn fólki og fyrirtækjum í landinu með umfangsmiklum skattahækkunum í stað þess að ráðast í niðurskurð ríkisútgjalda.  Viðbúið sé að fyrir kosningar verði tekjuskattur einstaklinga hækkaður verulega, fjármagnstekjuskattur líka.  Hátekjuskatturinn verður væntanlega endurvakinn eins og eignaskatturinn.  Þá eru verulegar líkur á því að fyrirtækjaskattar sem við sjálfstæðismenn lækkuðum úr 50% niður í 18% verði hækkaður aftur og jafnvel einnig virðisaukaskattur, þar með matarskatturinn.

Verði sú raunin er ljóst að heimilin í landinu verða fyrir enn meiri kjaraskerðingu en orðið er.

Eins er sú stofnun sem virðist hafa ákaflega litla trú á minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.  Það er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.

Í dag var tilkynnt að stýrivextir Seðlabanka Íslands myndu haldast óbreyttir í 18 prósentustigum.

Það eru afleitar fréttir.

Fyrir liggur að bankastjórn Seðlabankans vildi lækka vexti, en að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi verið því mótfallinn.  Í nýútkomnum Peningamálum Seðlabanka Íslands eru færð rök fyrir því hvers vegna Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setti sig upp á móti stýrivaxtalækkun, en þar segir m.a.:

,,Af framantöldum ástæðum taldi bankastjórn Seðlabankans nú tímabært að hefja lækkun vaxta og var sú afstaða kynnt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Framkvæmdastjórn hans hvatti hins vegar til þess að vöxtum yrði haldið óbreyttum að sinni, m.a. vegna tímabundinnar óvissu í íslenskum stjórnmálum.  Bankastjórn þykir rétt að taka mið af þessum tilmælum."

Það má segja að í þessari ákvörðun krystallist vantrú Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þá þróun sem nú er að eiga sér stað í íslenskum stjórnmálum og hún er til marks um að minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sé ekki til þess fallin að skapa tiltrú og traust á alþjóðavettvangi, því miður.

Að mínu mati er gríðarlega mikilvægt við núverandi aðstæður í efnahagslífinu að vextir verði lækkaðir myndarlega og án tafar til þess að verja heimilin og atvinnustarfsemi í landinu.  Á þeirri skoðun minni hef ég ekki legið og haldið henni fram í langan tíma.  Verði vextir ekki lækkaðir er viðbúið að fleiri fyrirtæki muni leggja upp laupana þar sem þau standa ekki undir svo miklum fjármagnskostnaði og viðbúið að atvinnuleysi muni aukast.

Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu sem þekkjast eða 18%  Á sama tíma eru stýrivextir í Evrópu um 3% en nálægt 0% í Bandaríkjunum.  Heimilin í landinu þola ekki þessi vaxtakjör.  Það gera fyrirtækin ekki heldur.  Með þeim gjaldeyrishöftum sem sett voru í kjölfar hruns fjármálakerfisins voru gríðarlegar hömlur settar á flutning fjarmagns úr landi.  Að sama skapi var þeim sem afla sér tekna erlendis gert skylt að flytja fjármuni sína til Íslands að viðlagðri refsiábyrgð.  Við slíkar aðstæður er allt að því ómögulegt að rökstyðja hvers vegna stýrivextir eru svona háir.  Rökréttara væri að þeir væru afar lágir.

En nú liggur rökstuðningur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir.

Sá rökstuðningur er ekki gæfulegt veganesti fyrir þá minnihlutastjórn sem nú er í fæðingu.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

"Margir óttast að þessi vinstristjórn velja að láta til skarar skríða gegn fólki og fyrirtækjum í landinu með umfangsmiklum skattahækkunum í stað þess að ráðast í niðurskurð ríkisútgjalda." segir þú.

Má ég þá frekar biðja um slíkar almennar skattahækkanir en "planið" hjá Guðlaugi Þór og Þorgerði Katrínu sem sáu þá einu leið færa í heilbrigðiskerfinu að fara í "flatan niðurskurð eða hækka gjöld á sjúklinga" eins og þau hafa sagt svo oft síðustu vikur.

Ef það þarf vegna sérstakra aðstæðna að auka tekjur ríkisins tímabundið með skattahækkunum þá á ekki að gera það með því að hækka skatta á sjúklinga.

Ég vil borga mína skatta þegar ég er frískur og í fullu starfi, ekki þegar ég er veikur og þarf að leggjast inn á spítala.

Ég mun aldrei geta stutt stjórnmálaflokk sem hefur slíkar áherslur í skatta- og velferðarmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn verður að losa sig við þetta fólk sem hugsar með þessum hætti og breyta áherslum sínum ef ég á að styðja hann áfram.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 17:45

2 identicon

Ertu að skrifa fyrir lesendur framtíðarinnar? Einsog Björn Bjarnason? Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar fara að skoða þetta tímabil á bloggsíðum sjá þeir hér mikla skynsemi. En í ljósi aðstæðna og þessa tíma núna og nýliðins Davíðs-hruns samfélagsins er hjákátlegt að lesa textana ykkar.

Sjálfstæðisflokkurinn er sekur um spillingu, með frjálshyggju-dóna sína á launum hjá hinu opinbera við að passa uppá að engar reglur verði nú settar svo fjármagnið fái að flæða frjálst.

Og fleiri fjölskyldur hrynja í fátæktina, það verður hungur á Íslandi í fyrsta skipti í langan tíma. Þökk sé ykkur Sjálfstæðisflokksmönnum.

Erla (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 17:50

3 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Jæja nafni, ekki dettur mér neitt í hug eftir lestur þessa pistils þíns en eitt orð; "kræst".

Kunnið þið ekki að skammast ykkar?

Efnahagsstjórn og -stefna Sjálfstæðisflokksins hefur komið Íslandi á hausinn. Við erum alþjóðlegir niðursetningar.

Þið voruð að samþykkja fjárlög með vaxtagreiðslur upp á tæpa 90 milljarða króna, sem er  245% hækkun frá því í fyrra. Inni í þessari tölu er ekki vaxtabyrði af Icesave ruglinu, sem líka er í boði regluverks og eftirlitsstofnana Sjálfstæðisflokksins.

Næsta ár verður mun verra, því þá fyrst þarf að fara að skera niður. og allt hjal um að verðbólga og hagvöxtur verði komið á beinu brautina eftir rúmt ár er lýðskrum. Næsta ár verður alger hörmung.

Nú er kominn tími á að segja satt frá og viðurkenna þvæluna. Þá mega nokkrir innvígðir og innmúraðir efnahagslegir hryðjuverkamenn sýna vott af siðferðisvitund og manndóm með því að segja af sér stöðu sinni í bankastjórn og -ráði seðlabankans og afsala sér biðlaunum.

Nú þarf að skrifa nýja bók; Nokkur góð kjörtímabil án siðblindu.

Sigurður Ingi Jónsson, 29.1.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ég virði þig fyrir að halda "kommentum" opnum!...það er í sjálfu sér stórmannlegt!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 29.1.2009 kl. 19:27

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sæll.  Af hverju lætur fólk svona? Ekki varst þú ókurteis. Kjósum Álversflokkinn og þá þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu framar.   

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 29.1.2009 kl. 21:49

6 Smámynd: Grétar Magnússon

Það er auðvelt fyrir fólk að tengja saman ástandið á Íslandi í dag við stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins undanfarin 18 ár.  Það er hinsvegar ekki samasemmerki þarna á milli og þetta er mikil einföldun.  Ef fólk er reitt yfir ástandinu núna þá langar mig að vita hvort að reiðin verður eitthvað minni þegar búið er að hækka tekjuskattinn á fyrirtæki og einstaklinga, setja eignaskattinn á aftur og sömuleiðis hátekjuskattinn. Í þokkabót verður örugglega búið að finna upp nýja tegund af skattheimtu, svona til þess að blóðmjólka örugglega meira fé útúr almenningi.

Ég virði þig líka fyrir að hafa commentakerfið opið, það er svo annar handleggur hvort þú leggir það á þig að lesa það sem fólk skrifar hér...

Grétar Magnússon, 29.1.2009 kl. 23:25

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ég get upplýst þig um það Grétar að reiði mín verður síst minni þegar búið er að hækka skatta og skera niður þjónustu, en það mun ekki breyta því hvert hún beinist.

Það er deginum ljósara að næstu þrjár til fjórar ríkisstjórnir verða með okkur almúganum á fjórum fótum að skúra flórinn eftir "efnahagsundur" í boði Sjálfstæðisflokksins, B og D deildar.

Sigurður Ingi Jónsson, 30.1.2009 kl. 00:34

8 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mér rennur tilrifjar, hvað, annars greindir menn eru langt frá skilningi á ástæðum þessarar stöðu, sem við nú erum í.

Við Sjálfstæðisflokkinn er ekkert að sakast , nema ef vera kann, að hafa látið teyma sig inn í EES eða öllu heldur, farið út þagar Svissararnir fóru.

ÞAð var þá þegar auðsætt, að við höndluðum ekki regluverk EES og hvað þá hið rómaða ,,Fjórfrelsi"  til þess voru íslenskir bankamenn,--afsakið, fjárflettar, of lítt þróaðir og varfærnir.  Gengu um líkt og ölvaðir menn í Klondike í Gulll og eiturvímu.

Ef sjtjórnvöld hugðust grípa inní sterymi fjár, voru þau óðar kærð af þessu liði, sem hafði haldlagt kerfið með öllu.

Hér má færa til hækkanir stýrivaxta á millifærslur, tilkynningaskyldu um fjárfestingar og millifærslur milli fjármálastofnana innanlands og til ESB ríkja.   Að ógleymdum íbúðalanum Íbúðalánasjóðs, hvar gengið var  hart fram við stórhættulega eftir gjöf.

Kærur vegna eignarhalds á orkulindum og reksturs orkuvera/dreyfifyrirtækja.

Allt þetta vildu Svisslendingar ekki  og margt annað og því yfirgáfu þeir EES og hafa stórgrætt á því og margir fjárplógsmenn þar ekki getað athafnað sig án eftirlits.

Samt fór einn banki hætt vegna kaupa í stórum ,,bönkum" í BNA

 Fjármálaeftirlitið var vanmegna að reisa þarna við rönd, því að Fjölmiðlar höfðu gelt allt dóms og ákærukerfi okkar með dyggri hjálp sumra stjórnmálamanna, svo em Borgarnesræðumönnum, lukkuriddurum Samfó af báðum kynjum og fl. 

Baugsmálið og allur sorinn sem ausin var á alla starfsmenn ákæruvalds og rannsóknaraðila, varð auðvitað til þess, að menn gegnu ekki fetinu framar, þó vantaði upp á spjótslengdina.

Því er ástæðna að leita í flóknari ferlum en þeim, að helvítið hann Davíð og aðrir Sjálfstæðismenn hafi nær óstuddir LEYFT  sukkið.

Menn ættu að rabba við liðið sem lagði í eyði dómskerfið með árásum persónulegum að kerfunum.  ÞAð eru ekki alir sem hafa þor og dug til að láta dóma sína vera vísað ítrekað frá Hæstarétti eða málum sínum frá dómi í héraði.

Bið menn þv

Bjarni Kjartansson, 30.1.2009 kl. 08:42

9 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Mér finnst nú röksemdafærsla alþjóðagjaldeyrissjóðsins undarleg. Fyrst lýsa þeir yfir að póltísk staða skipti engu en nú hafa þeir áhyggjur af henni til að réttlæta seinkun á vaxtalækkunum.

Sigurður Sveinsson, 30.1.2009 kl. 11:57

10 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

HÉRNA er aðeins rennt yfir hverkonar batterí IMF er orðið.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.1.2009 kl. 14:30

11 identicon

..Sigurður Kári þú ert velkominn til okkar vinstri manna þegar þú hefur fullorðnast......

Res (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband