Svarbréf ríkisstjórnar Íslands til ESA

Árni Páll Árnason, efnahags- og viđskiptaráđherra, ţarf ađ útskýra hvers vegna ríkisstjórn Íslands ákvađ ađ tefla ekki fram ýtrustu vörnum íslenska ríkisins í svarbréfi sínu til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), vegna Icesave-málsins sem kynnt var í Ţjóđmenningarhúsinu á mánudaginn.

Ástćđan er sú ađ í svarbréfinu til ESA er ekki ađ finna veigamikla málsástćđu sem íslenska ríkiđ hefđi getađ byggt vörn sína á.

Til ađ útskýra ţessa fullyrđingu mína nánar er rétt ađ rifja eftirfarandi upp.

Ummćli forseta Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)

Ţann 26. maí 2010 sendi ESA íslenskum stjórnvöldum áminningarbréf vegna Icesave-málsins. Í áminningarbréfinu kemst stofnunin ađ ţeirri niđurstöđu ađ íslenska ríkiđ sé skuldbundiđ samkvćmt tilskipun ESB um innstćđutryggingar til ţess ađ tryggja greiđslu á lágmarkstryggingu, 20.887 evrum, til breskra og hollenskra sparifjáreigenda.

Skömmu eftir ađ ESA hafđi sent íslenskum stjórnvöldum ţetta áminningarbréf fagnađi EFTA 50 ára afmćli sínu.

Í tilefni af ţví var blásiđ til fundahalda í Reykjavík ţar sem Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), lýsti međal annars afstöđu sinni til Icesave-málsins međ mjög afdráttarlausum hćtti.

Hvarvetna kom fram í máli hans ađ hann teldi ađ málstađur íslenska ríkisins vćri međ ţeim hćtti ađ ekkert fengi breytt ţeirri niđurstöđu ESA sem lýst var í áminningarbréfinu.

Forseti eftirlitsstofnunarinnar lýsti ţessari eindregnu afstöđu sinni opinberlega í Fréttablađinu hinn 25. júní 2010, en ţar sagđi hann:

„Ţađ er ljóst ađ allt veltur á ţví hvort Íslendingar endurgreiđi ţessar 20.000 evrur á hvern innlánsreikning. Fari svo erum viđ reiđubúin ađ láta máliđ niđur falla.“ Jafnframt sagđi Per Sanderud í viđtalinu:

„Fari ţetta fyrir dómstólinn mun hann stađfesta ađ Íslendingum beri ađ borga ţessar 20.000 evrur og dómstóllinn mun fylgja ţví eftir.“

Fyrirfram uppkveđinn dómur

Öllum sem lesa ţessi ummćli forseta Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) má vera ljóst ađ í ţeim felst mjög ákveđin og eindregin afstađa hans, og eftir atvikum ţeirrar stofnunar sem hann er í forsvari fyrir, gegn hagsmunum og málstađ Íslendinga í Icesave-málinu.

Ummćlin eru í ţađ minnsta svo gildishlađin ađ draga verđur í efa ađ sá sem ţau lét falla geti međ óhlutdrćgum hćtti tekiđ afstöđu til ţess deilumáls sem hann sjálfur hefur nú til međferđar.

Ađ mínu mati gerđist forseti eftirlitsstofnunarinnar međ orđum sínum sekur um ađ kveđa upp dóm í Icesave-málinu fyrirfram og án ţess ađ hafa kynnt sér málstađ annars málsađilans, sem í ţessu tilviki er íslenska ríkiđ.

Réttlát málsmeđferđ

Sú grundvallarregla er í hávegum höfđ í öllum réttarríkjum hins vestrćna heims ađ ţeir sem ađild eiga ađ réttarágreiningi fyrir dómstólum eđa eftirlitsstofnunum skuli eiga skilyrđislausan rétt til réttlátrar málsmeđferđar. Skiptir ţar ekki mál hvort einstaklingur á í hlut, lögađili eđa ríki.

Í meginreglunni um réttláta málsmeđferđ felst ekki síst ađ ađilar máls eigi ekki ađ ţurfa ađ sćta ţví ađ dómari komist ađ niđurstöđu sinni fyrirfram, heldur beri honum ađ kynna sér málsástćđur beggja málsađilanna áđur en hann úrskurđar eđa dćmir um ţann ágreining sem honum hefur veriđ treyst til ađ leysa.

Ekki verđur annađ séđ en ađ ţessa grundvallarreglu hafi Per Sanderud, forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), brotiđ međ ţeim ummćlum sem hér hafa veriđ eftir honum höfđ.

Í ljósi ţeirra blasir viđ ađ hann er vanhćfur til ţess ađ skera úr ţeim ágreiningi í Icesave-málinu sem nú er til međferđar hjá ţeirri eftirlitsstofnun sem hann er forseti fyrir enda má međ réttu efast stórlega um óhlutdrćgni hans í málinu.

Dómarinn víki sćti

En á ţessu er ekki byggt í ţeirri vörn íslenska ríkisins sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viđskiptaráđherra, kynnti í Ţjóđmenningarhúsinu.

Ţar er ţess af einhverjum ástćđum ekki krafist ađ forseti eftirlitsstofnunarinnar víki sćti og ađ ađrir óhlutdrćgir úrskurđarađilar verđi fengnir til ţess ađ skera úr ágreiningnum.

Hér skal ekki lítiđ úr ţví gert ađ í svarbréfi sínu til ESA eru röksemdir Íslendinga í Icesave-málinu ađ mörgu leyti skilmerkilega reifađar. Og ţađ er sérstakt fagnađarefni ađ ţar geri nú íslenska ríkisstjórnin röksemdir okkar sem börđumst gegn samţykkt Icesave-laganna ađ sínum.

En sú ákvörđun íslenskra stjórnvalda ađ láta ţađ yfir sig ganga ađ núverandi forseti Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) skuli úrskurđa í svo gríđarlegu hagsmunamáli, ţrátt fyrir ađ hafa komst ađ niđurstöđu fyrirfram og lýst henni opinberlega yfir, er ađ mínu mati óskiljanleg.

Nú stendur upp á Árna Pál Árnason og ríkisstjórn Íslands ađ útskýra hvers vegna ţess var ekki krafist af hálfu íslenska ríkisins ađ dómarinn viki sćti.

Ţćr útskýringar verđa íslensk stjórnvöld ađ fćra fram.

Höfundur er lögfrćđingur og ţingmađur Sjálfstćđisflokksins.

Greinin birtist í Morgunblađinu í dag.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband