Munu Vinstri grænir leggjast flatir?

Fram til þessa hef ég ekki átt mikla samleið í stjórnmálum með Steingrími J. Sigfússyni, Ögmundi Jónassyni og félögum þeirra í Vinstri grænum.

Þó hafa leiðir okkar legið saman í afstöðunni til aðildar Íslands að Evrópusambandinu.  Við höfum með öðrum orðum verið sammála um að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið.

En nú virðist ætla að verða breyting þar á.

Í viðtali sem birtist í gær í vefsjónvarpi Morgunblaðsins við Jóhönnu Sigurðardóttir, verkstjóraefni, Samfylkingarinnar, kom fram að hún teldi að í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem Samfylkingin og Vinstri grænir eiga nú í værum við Íslendingar að færast nær Evrópusambandsaðild en Samfylkingunni tókst að ná fram í samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn.

Í ljósi þessa viðtals verður fróðlegt að sjá hvað mun standa í stjórnarsáttmála nýju minnihlutastjórnarinnar.

Ég óttast að mínir gömlu vopnabræður, Steingrímur J., Ögmundur og Vinstri grænir muni leggjast flatir fyrir kröfum Samfylkingarinnar í Evrópumálum og jafnvel taka upp stefnu samstarfsflokksins.

Það verður ekki síður fróðlegt að sjá hvort Framsóknarflokkurinn muni fylgja í kjölfarið og láta Samfylkinguna kengbeygja sig í leiðinni.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Já það verður gaman að fylgjast með.

Ragnar Gunnlaugsson, 29.1.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Benedikta E

Annað hvort - er blessuð Jóhanna svifin til " Skýjaborga " Eða Vinstri grænum hafa verið byrlaðir sveppir !!!

Benedikta E, 29.1.2009 kl. 10:44

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Í stjórnmálum fá menn  oft "óvænta rekkjunauta"*, eins og sjá má af því að ekki gengur hnífurinn á milli Steingríms Sigfússonar og Davíðs Oddssonar, þegar kemur til afstöðunnar til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og afgreiðslu á syndum útrásarvíkinganna.

* The idiomatic English expression strange bedfellows is used in reference to situations wherein political or other mutual interests can bring together people who otherwise have little in common. This saying is taken from a line in The Tempest by William Shakespeare, spoken by a shipwrecked man who finds himself seeking shelter beside a sleeping monster:

“Misery acquaints a man with strange bedfellows.”

Flosi Kristjánsson, 29.1.2009 kl. 11:14

4 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þú þekkir smithættuna en Sjálfstæðisflokkurinn tók sóttina en hvað er að frétta af Evrópunefndinni sem átti að skila nú um helgina?

Sigurjón Þórðarson, 29.1.2009 kl. 11:52

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég var afar framá um, á sínum tíma og það er þe´r afar vel kunnugt um, að við færum í stjórna með VG og mynduðum nokkurskonar Nýsköpunarstjórn, með áeherslu á að undirbúa óafstýranlegu uppgjöri við ofurríka og yfirskulduga menn.

 Öfl innan okkar Flokks komu í veg fyrir það og varnaðarorð manna um innræti sumra, gengu ekki eða dugðu tilað afstýra þessari ógæfu.

Nú súpa afkomendur okkar seyðið af því með upplognum sögubókum um að allt hafi verið Davið að kenna og felsisunnendum í Sjálfstæðisflokknum --allt vegna tengsla gróðapunga inn í Samfylkingu (andstaðan við fjölmiðlafrumvarp Borgarnesræður og fl) og svikum örfárra Folkksmanna við þjóð sína með því að setja kíkinn fyrir blinda augað.

Nú er að leita róta okkar kæra Flokks og hefja endurreisn í anda þessa vísu manna sem á undan fóru.

Með kveðjum

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 29.1.2009 kl. 11:54

6 identicon

Ég hef hingað til litið á Sigurð Kára, Davíð O, Ögmund, Steingrím J sem nokkursskonar skoðanabræður. Áherslurnar eru keimlíkar. Sigurður Kári hefur alltaf stutt ríkisstjórn sem blásið hefur út hið opinbera hraðar en nokkuð annað ríki innan OECD. Hann hefur stutt ríkisstjórn sem hefur aukið skattbyrði sem hlutfall af landsframleiðslu hraðar en önnur ríki innan OECD og ekki koma með þetta kjaftæði um "kökuna sem væri stærri". Það skiptir engu máli þar sem þessum skatttekjum var sóað af ríkisstjórnum sem þú hefur stutt. Í stað þess að leggja þetta fé til hliðar þá hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um ca 30.000 síðustu 10-15 árin.
Sem sagt Sjálfstæðismenn eins og Sigurður Kári eru blautur draumur Ögmundar og félaga þar sem undir stjórn þeirra hefur hið ástkæra félag hans BSRB stækkað sem aldrei fyrr.
Þess vegna segi ég hér hefur ekki verið rekið nein frjálshyggja. Íslendinga hefur gjörsamlega skort alla vörn frá hægri. Sigurður Kári og félagar í Sjálfstæðisflokknum hafa breyst úr því að vera "Báknið burt" flokkur í að vera spilltur kerfisflokkur af verstu gerð sem hefur það eina markmið að halda völdum og blása út hið opinbera. Skelfilegt og sorglegt. 

Putz (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 11:59

7 identicon

Eru vinstri græn ekki bara að fara fallast á það að þjóðin fái að kjósa um aðild. Held samt að þetta mál reki engan fleyg í þetta stjórnarsamstarf sem verið er að semja um þessa dagana. Hún mun bara takast á við afar afmörkuð verkefni, þ.e. að reyna gera það besta úr þessari stöðu sem þið komuð okkur í.

Ibba Sig. (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:00

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég óttast að staðfestan verði töluð út af borðinu. Stólarnir eru mjúkir og þegar fólk er búið að sitja lengi út í sal í Alþingi og horfa til þeirra, vex löngunin mikið :-)

Haraldur Baldursson, 29.1.2009 kl. 12:07

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

VG er á móti inngöngu í ESB en er tilbúinn til að láta þjóðina ráða.

Héðinn Björnsson, 29.1.2009 kl. 12:35

10 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Er ekki þjóðin á móti ESB? En ef Samfylkingin setur það á oddinn í kosningunum þá tekur hún sennilega til sín þá Sjálfstæðisflokksmenn sem það vilja. Ef þið setjið það ESB á oddinn þá sýnist mér að þú, Sigurður Kári, verðir bara að kjósa VG!

María Kristjánsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:45

11 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það er einu þaði ofaukið í síðustu setningunni, afsakaðu það.

María Kristjánsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:46

12 identicon

Ég segi það nú bara Sigðurður Kári að ef þetta er það helst sem þú óttast þá sýnir það bara í hvaða heimi þú lifir. 

Hvernig stóð á því að þú bloggaðir aldrei um það að þú "óttaðist að peningastefnan væri kolröng" eða að "þensla bankana á erlendum vettvangi gæti skapað hættu fyrir íslenska þjóð"

Hvað höfum við skattgreiðendur verið að greiða þér laun fyrir á undanförnum árum?

Baldur (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:35

13 identicon

Ég held að það sé enginn hætta á því að VG fari að breyta um stefnu í ESB málunum þó svo að þeir fari í tímabundið stjórnarsamstarf við Samfylkinguna.

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru yfir 70% stuðningsfólks VG algerlega andvígit því að hefja svo mikið sem aðildarviðræður við ESB.

Ég held að Samfylkingin muni fljótlega einangrast í Íslenskum stjórnmálum með þessum ESB trúarbrögðum sínum.

Enda flokkurinn tæpast stjórntækur þar sem aldrei er hægt að ræða af alvöru nein framfaramál þar sem þetta ESB trúboð þvælist alltaf fyrir þeim.

Vonandi berið þið Sjálfstæðismenn gæfu til þess á ykkar landsfundi að vera og heita áfram Sjálfstæðisflokkurinn og kveða þennan árans ESB dragbít niður í eitt skipti fyrir öll, innan ykkar raða.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:46

14 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þú óttast að láta þjóðina kjósa? Þar mætast margir VG og Sjálfstæðismenn - í forsjárhyggjunni!

Sigurður Hrellir, 29.1.2009 kl. 14:43

15 identicon

Svo finnst mér myndin af þér hérna í hausnum vera alltof stór.  Minnir á leiðtoga kommúnistaríkjana sem héldu að sólin snérist í kringum þá.  Litla myndin af þér er hæfileg og kannski meira í takti við árangur Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum.

Baldur (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:40

16 Smámynd: Elfur Logadóttir

Áttarðu þig á því Sigurður Kári, hversu hjákátlegur ótti þinn er, sérstaklega ef litið er til síðastliðins hausts, þegar þinn foringi boðaði til landsfundar til þess að breyta stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum - jú einmitt, til þess að þóknast Samfylkingunni í þeim efnum.

Kallaðist það líka að leggjast flatur?

Elfur Logadóttir, 29.1.2009 kl. 17:05

17 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sigurður K það verður að vera afstaða allra að Evrópumál séu sett í þann farveg að þau komi fljótlega til kosninga hjá þjóðinni. Sammála Sigurði H að þeir leiðast stundum Sjallar og VGrænir undir þeim merkjum að vera handhafar hins eina rétta sannleika og að óæskilegt sé að krydda og bæta lýðræðið.

Gunnlaugur B Ólafsson, 29.1.2009 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband