Skynsamleg ákvörðun

172300_63_previewBorgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað í dag að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjavik Energy Invest yrði seldur.

Sú ákvörðun er skynsamleg.  Hún er líka í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Það er ekki hlutverk hins opinbera, og skiptir þar engu hvort um er að ræða ríki eða sveitarfélög eða fyrirtæki í þeirra eigu, að stunda áhættufjárfestingar eða samkeppnisrekstur.  Um þetta sjónarmið hefur veri ð sátt innan Sjálfstæðisflokksins sem kristallaðist í andstöðu borgarfulltrúa flokksins á síðustu kjörtímabilum gegn áformum  Alfreðs Þorsteinssonar og vinstrimeirihlutans í borgarstjórn á vettvangi risarækjueldis og gagnaflutninga.

Áhættufjárfestingar og samkeppnisrekstur er á verksviði einkaaðila.  Hið opinbera á einungis að einbeita sér að því að sinna þeirri almannaþjónustu sem þeim er falið að sinna og láta þar við sitja.  Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að spila með peninga og eigur umbjóðenda sinna, jafnvel þó gróðavon sé talin mikil.  Við slíkar aðstæður verða stjórnmálamenn að standast freistingarnar, enda getur brugðið til beggja vona þegar ráðist er í slíkar fjárfestingar.  Þegar fjárfestingarævintýri stjórnmálamanna fara í vaskinn þá tapa þeir fjármunum annarra.  Einkaaðilar tapa sínum eigin.  Á þessu tvennu er reginmunur.

Ég tók eftir því að ekki eru stjórnmálamenn allra flokka í borgarstjórn sammála þessum sjónarmiðum.   Einn þeirra er Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sem telur raunar ákvörðun borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins ,,fráleita".  Í frétt á vef Morgunblaðsins í dag er haft eftir Degi að sala Orkuveitu Reykjavíkur á hlut sínum í REI feli ,,í sér að borgarbúar og eigendur Orkuveitunnar verði af þeirri margföldun í verðgildi fyrirtækisins sem spáð hefur verið á næstu árum."

Það er erfitt að skilja ummæli Dags B. Eggertssonar örðuvísi en svo að hann telji eðlilegt að hann og aðrir kjörnir fulltrúar hafi með höndum það hlutverk að stunda spákaupmennsku og áhættufjárfestingar á hlutabréfamarkaði fyrir hönd borgarbúa, a.m.k. ef gróðavon er mikil.

Það er ekki hægt að túlka orð Dags á annan veg en þann að hann líti svo á að eðlilegt sé að hið opinbera hasli sér frekar völl á hlutabréfamarkaði og fjárfesti á öllum þeim sviðum þar sem gróðavon finnst, hugsanlega í fjármálafyrirtækjum, í sjávarútvegi, í hátækniiðnaði eða á hvaða sviði sem er.

Í ljósi yfirlýsingar Dags B. Eggertssonar mega borgarbúar þakka fyrir að hann hafi ekki haldið um tékkhefti Reykjavíkurborgar þegar gengi hlutabréfa í ýmsum framsæknum netfyrirtækjum var sem hæst fyrir nokkrum misserum síðan.  Ef svo hefði verið eru líkur á því að Dagur og félagar hefðu skilið við borgarsjóð enn skuldugri en þeir gerðu.  Og finnst mörgum nóg um samt.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Hallsson

Er spilling í samræmi við stefnu Sjálfstæðisflokksins? Tekur þú þátt í því að sópa yfir klúðrið hjá Binga og Villa? Styður þú þessa menn Sigurður Kári? Kveðjur,

Hlynur Hallsson, 9.10.2007 kl. 00:49

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kæri vinur.

Nú er svo, að upplýsingar í þessu skrítna máli, eru að koma upp á yfirborðið hægt og hægt.

Ef tekið er mið af forsögunni og hvernig til þessa alls var stofnað, er ekki nema eitt og aðeins eitt að gera í stöðunni,--hér eru engir MILLILEIKIR.

Ef þær upplýsingar eru réttar og sannar, að fulltrúar okkar í borgarstjórn var ekki tjáð, að forkaupsréttarákvæði væru virk og að Bjarni hafi fengið að kaupa hlutinn í nafni HLUTAFÉLAGS, er ekkert sem stendt í þessum gerningi.  ÞV´ÆI BER AÐ RIFTA ÞESSU ÖLLU, LEGGJA NIÐUR REI  OG SKOÐA Í ALVÖRU, HVERJIR FÓRU Í BÁGA VIÐ HAGSMUNI BORGARBÚA og stórsköðuðu orðspor Flokksins útávið meðal venjulegra brauðstritara.

Mér virðist sem svo, að menn séu að grafa enn dýpra en eins og vinur okkar Davíð sagði, þá ættu menn að hætta að grafa.

þinn vinur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.10.2007 kl. 10:39

3 Smámynd: Sævar Helgason

Eru þið Sjálfstæðismenn í borgarstjórn og fyrrum ríkisstjórn  ekki potturinn og pannan í öllu þessu ævintýri ? Þið komu á einkasölu á hlut HS og þið stofnuð Rei . Síðan gleymir borgarstjóri að tala við " krakkana" í borgarstjórnarflokknum, en býður þeim samt á upplýsingafundinn vegna þessarar sameiningar á GGE og Rei ..og "krakkarnir" fara í hina mestu fýlu og klaga borgarstjórann fyrir "pabba og mömmu" Það væri gaman að þessu leikriti ef alvaran að baki þess væri ekki svona mikil. Og nú leggið þið til að úr því sem komið er sé besta að hætta þessum leik að mestu og selja hluta af Rei og þar með einkavæða Hitaveitu Suðurnesja með manni og mús, virkjunum, dreifikerfi og það sem alvarlegast er ... orkuauðlindum Reykjanesskagans, varanlega...var ekki alltaf stefnt að þessari niðurstöði ?

Sævar Helgason, 9.10.2007 kl. 19:14

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst ekki glóra í því, úr því sem komið er að selja hlutann núna og láta þá hagnast sem eiga nóg af veraldlegum auði.

Liggjum á og ungum góðum hagnaði út og greiðum skuldir okkar niður; mínar Sigurður Kári og þínar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.10.2007 kl. 20:09

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er sammála sölunni en finnst þetta mál allt hið vandræðalegasta

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 10.10.2007 kl. 00:34

6 identicon

Er með ólíkindum hvað við ætlum að láta Binga og co vaða uppi í borgarstjórn. Gerir ekkert nema að skaða flokkinn.

Þorsteinn Hauksson (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:49

7 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

 Sigurður Kári, þar sem þú ert fyrsti flutningsmaður frumvarps sem heimilar á sölu léttvíns í matvöruverslunum og lagt var fram  í dag, langar mig að spyrja þig einnar spurningar: Værir þú  Sigurður jafn ákafur stuðningsmaður á framgangi þessa frumvarps, ef þú ættir nákominn ættingja son eða dóttir, sem haldin væru sjúkdóm sem í dag nefnist alkóhólismi?

Þorkell Sigurjónsson, 10.10.2007 kl. 17:58

8 identicon

Sæll Sigurður ég sá að hann Þorkell var að láta ljós sitt skýna varðandi Áfengis lögin. Þetta stöðuga(afsakið orðavalið) væl í fólki sem á  ættingja eða er sjálft með áfengis vanda er farið að fara virkilega mikið í taugarnar á mér. Ef við eigum að stoppa fólk sem ekki hefur stjórn á kaup gleði sinni varðandi áfengi sökum þess að það kann ekki að fara með áfengi eigum við þá ekki líka að banna sölu á majonesi, kokteilsósu og sykri svo fólk sem á við offitu vandamál að stríða villist ekki til þess að kaupa þessa hluti þegar þau ganga inn í bónus eða hagkaup? Eigum við kannski að hætta að selja gos til barna undir 18 ára aldri þar sem að það er vísindalega sannað að gos og sykur ýtir undir ofvirkni í börnum.

Ef við ætlum alltaf að hugsa um lítinn part af þjóðinni en ekki heildar myndina skulum við bara leggja niður alþingi, loka orkuveitunni og bíða þangað til allt frís í hel því að það er til fólk sem er á móti alþingi og sumu fólki er alltaf heitt.....áfram með minnihlutan er ekki alltaf réttur hugsunarháttur.

Vilhjálmur Árni Sveinsson (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband