Dagur B. Eggertsson á hálum ís

dagur_b Eins og fram hefur komið telur Dagur B. Eggertsson, leiðtogi Samfylkingarinnar, í borgarstjórn Reykjavíkur ekkert athugavert við það að borgarfulltrúar stundi spákaupmennsku og áhættufjárfestingar á hlutabréfamarkaði fyrir reikning borgarbúa.

Samkvæmur þeirri skoðun sinni lýsti Dagur því yfir í gær að hann teldi þá ákvörðun borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur í Reykjavik Energy Invest ,,fráleita".  Rökin sem Dagur færði fyrir þessari skoðun sinni voru þau að með sala OR á hlut sínum í REI feli ,,í sér að borgarbúar og eigendur Orkuveitunnar verði af þeirri margföldun í verðgildi fyrirtækisins sem spáð hefur verið á næstu árum."  Er í Morgunblaðinu haft eftir Degi að upphæðin sem borgarbúar verði af geti numið allt að 50 milljörðum króna.

Það er nefnilega það!  Er borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins virkilega að hafa 50 milljarða af borgarbúum?  Eða er Dagur B. Eggertsson kominn svolítið fram úr sjálfum sér í viðleitni sinni til þess að afla sjálfum sér og flokki sínum vinsælda?

Yfirlýsing Dags B. Eggertssonar hlýtur að gefa tilefni til þess að til hans sé varpað fram nokkrum spurningum, sem vonandi fást einhver svör við í komandi framtíð.

Ég leyfi mér til dæmis að spyrja hvaðan sú tala sem Dagur nefnir, 50 milljarðar, er komin?  Með hvaða rökum getur Dagur B. Eggertsson stutt þá fullyrðingu sína að hugsanlega verði borgarbúar af 50 milljarða króna hagnaði með sölu hlutabréfa OR í REI eða er hér einungis um spádóm hans sjálfs að ræða?

Ef eitthvað mark er takandi á þessari yfirlýsingu Dags B. Eggertssonar er spurning hvort hann lumi ekki á fleiri fjárfestingarhugmyndum fyrir Reykjavíkurborg fyrst hann er svona naskur við verðmat á Reykjavik Energy Invest.  Það væri auðvitað synd ef borgarbúar myndu verða af enn fleiri tugum milljarða af því að borgarfulltrúum Reykjavíkur skorti framsýni Dags til þess að fara út á markaðinn og fjárfesta í samræmi við ráðleggingar hans!

Þeir eru ekki á hverju strái fjárfestingarráðgjafarnir sem sjá fyrir um 300% verðhækkun á hlutabréfum einstakra fyrirtækja.  En Dagur er auðvitað einstakur og sér slíkar hækkanir fyrir.

Maður skyldi ætla að bankarnir myndu slást um menn sem sjá slíka þróun fyrir, enda sitja þeir venjulega um slíka menn, enda eru þeir afar verðmætir.

Hins vegar er ólíklegt að Dagur B. Eggertsson verði tekinn trúanlegur á þessum vettvangi.  Á vefsvæði Morgunblaðsins er haft eftir Degi að þjóðin ,,hafi horf upp á bankana, sem seldir voru á 12 milljarða, 50-100 faldast í verði fyrir augunum á sér."

Miðað við það sem Dagur B. Eggertsson hefur áður sagt er ekki hægt að draga aðra ályktun en að hann telji að býða hefði átt með sölu bankana til þess að hagnaðurinn yrði meiri.

En vegna þessarar yfirlýsingar Dags er rétt að taka fram þá staðreynd að þegar Landsbankinn var seldur, þá fóru þau viðskipti fram á genginu 3,91.  Í dag er gengi Landsbankans ekki á bilinu 200 til 400, eins og Dagur virðist halda, heldur í kringum 43.

Það er ríflega tíföldun á gengi bankans, sem er í sjálfu sér góð ávöxtun.  En verðum við ekki að gefa nýjum eigendum bankans, stjórnendum og starfsfólki einhvern heiður af því hversu vel hefur gengið við að styrkja og efla fyrirtækið og auka verðmæti þess?

Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að stjórnmálamönnum í andstöðu hlaupi kapp í kinn þegar þeir telja að andstæðingar sínir hafi gefið á sér höggstað.  Hitt er annað mál að stjórnmálamenn geta ekki ætlast til þess að þeir komist upp með að geta sagt hvað sem er án þess að fullyrðingar þeirra standist skoðun.  Hvað þá ætlast til þess að þeir sem á þá hlusta trúi öllu sem þeir segja eins og nýju neti.

Við hljótum að gera þá kröfu til stjórnmálamanna, og þar er Dagur B. Eggertsson ekki undanskilinn, að þeir vandi málflutning sinn og haldi ekki fram einhverjum staðlausum stöfum sem ekki eru í nokkru samræmi við raunveruleikann í von um stundarvinsældir.  Slíkar yfirlýsingar eru ósanngjarnar gagnvart almenningi.

Því miður hefur Dagur gerst sekur um slíkan málflutning að þessu sinni og verður ekki annað sagt en að hann sé á hálum ís.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

"""Við hljótum að gera þá kröfu til stjórnmálamanna, og þar er Dagur B. Eggertsson ekki undanskilinn, að þeir vandi málflutning sinn og haldi ekki fram einhverjum staðlausum stöfum sem ekki eru í nokkru samræmi við raunveruleikann í von um stundarvinsældir.  Slíkar yfirlýsingar eru ósanngjarnar gagnvart almenningi."""


Baldur Fjölnisson, 10.10.2007 kl. 19:56

2 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Sigurður Kári. Þar sem þú ert fyrsti flutningsmaður frumvarps sem þú lagðir fram í dag, að heimila sölu léttvíns í matvöruverslunum langar mig að spyrja þig einnar spurningar.  Værir þú Sigurður jafn ákafur og áhugasamur um framgang þessa frumvarps, ef þú ættir nákominn ættingja son eða dóttir sem haldin væru sjúkdómi,  sem í dag er nefndur alkóhólismi?

Þorkell Sigurjónsson, 10.10.2007 kl. 20:20

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er náttúrlega ekki pólitískt korrekt að benda á endalausan og trylllinngslegan ríkisþenslu stefnu sem hefur verið gúmmístimpluð af kommúnistum á borð við Sigurð Kára - en sjáum til.

Baldur Fjölnisson, 11.10.2007 kl. 00:10

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir mjög góðan pistil Sgurður Kári.

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.10.2007 kl. 03:50

5 Smámynd: Halla Rut

Þorkell með fullri samúð ef einhver nákomin þér er haldin alkóhólisma. En heldur þú að það breyti einhverju um hans stöðu þótt vín verði selt í matvörubúðum? Eða snýst þetta um það, að þér finnst tilhugsunin um að þurfa hafa vínið fyrir þínum augum þegar þú ferð a versla, óþægileg?

Halla Rut , 11.10.2007 kl. 12:20

6 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Halla Rut. Ég  vonaðist til að afstaða Sigurðar Kára breyttist til sölu léttvíns í matvöruverslunum, með því að íhuga alvarleika og afleiðinga að meira og betra aðgengi að áfengi(eiturefnum). Þess vegna lagði ég einfalda spurningu fyrir Sigurð til að vekja athygli hans á mistökum hans að vera einn af þeim sem ætlar að greiða frumvarpinu atkvæði sitt. Málið snýst ekki um hvað mér finnst óþægilegt, heldur það, að Sigurður Kári kynni sér og setji sig í þau erfiðu spor fyrir alltof marga, sem hlýst af aukinni áfengisnotkun.. 

Þorkell Sigurjónsson, 11.10.2007 kl. 13:32

7 Smámynd: Pétur Björn Jónsson

Við verðum bara að vona að nýjasta ævintýri R-listans, rei.net verði ekki jafn kostnaðarsamt og síðasta .net hugmynd þeirra. Reykvíkingar hafa eiginlega ekki á því.

Pétur Björn Jónsson, 11.10.2007 kl. 20:03

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég sjálf er alkóhólisti og ekki bíst ég við að sala á léttvíni eða bjor eigi eitthvað eftir að bögga mig, en mér finnst það ekki rétt að selja það þar, þar sem að börn munu sjá það þá jafnvel á hverjum degi, börn fara inn í búðir stundum og taka það sem þau ekki eiga og annað slíkt og......... ég veit ekki, ég hef ekki góða tilfinningu fyrir þessu og mæli ekki með þessu, þó það sé nú undantekning að ég sé ekki hrifin af því sem þú Sigurður Kári segir, en þetta er ekki hugsað út í gegn að ég held.

En með þá sem eru smeikir útaf okkur ölkunum, hvað með matarfíkla ? ætti ekki að leggja niður þá allar nammihillur í stórverslunum ? fólk er nú  líka í meðferðum við því og eru haldnir alvarlegum sjúkdómi þar líka ?

Kveðja til þín Sigurður Kári,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 11.10.2007 kl. 22:39

9 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Þorkell ég átti náin ættingja sem var haldin alkahólisma, ég á ættingja sem berjast við alkahólisma.  Þrátt fyrir það er ég 100% sammála Sigga í þessu.  Ég nota ekki mínar eigin tilfinningar sem rök í málinu.

Það eru til aðrar fíknir en áfengisfíkn.  Hvað með tölvufíkn?  Eigum við að hætta að selja tölvur eða takmarka aðgengi að þeim því það er til fólk sem þjáist af tölvufíkn?  Hvað með spilafíkla.  Eigum við að takamarka aðgengi að lottói, 1x2, spilakössum?  Ég gæti haldið svona endalaust áfram.  Spurningin er hvar ætlar þú að draga mörkin.

Hvað fær þig Þorkell til að halda að áfengisneysla muni aukast í kjölfar þess að leyft verði að selja´léttvín í búðum?  Ef svo reynist er þá endilega samasem merki milli þess að það verði aukin áfengisvandamál?  Ef svo væri ættu þá ekki Frakkar heimsmet í alkahólistum?

Hver er afstaða þín til þessara þátta?

Hafrún Kristjánsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:36

10 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Þrátt fyrir að Dagur sé að kveldi kominn, vil ég spyrja Hafrúni aðeins um það, hvað er einlægara en að nota sínar eigin tilfinningar til að fá niðurstöðu í málum. Allavega læt ég ekki aðra segja mér hvaða skoðun ég á að hafa í áfengismálum. Allavega veit ég það eitt um Frakka, háum aldri ná þeir ekki. Áfengi drepur fleiri en öll önnur eiturefni til samans í dag.

Þorkell Sigurjónsson, 11.10.2007 kl. 23:58

11 identicon

(afsaka vontun a islenskum stofum)

Thorkell: Tad hefur nu venjulega thott edilegt ad stjornmalamenn og adrir teir sem taka akvardanir i nafni almennings (og yfir hofud ef teir taka akvardanir fyrir adra) noti almenna skynsemi og skynsemisrok i stad tess ad nota eigin tilfinningarok.

Mer er allavega personulega illa vid ad teir sem stjorni taki handahofskenndar akvardanir byggdar a tilfinningum akvedins timapunktar frekar en ad nota skynsemina.

Thorsteinn Asgrimsson (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 05:30

12 identicon

Mér finnst voðalega mikil einföldun í því eins og Sigurður Kári bendir á að segja að Íslendingar hafi orðið af tekjum þegar þeir seldu bankanna.

Enda var salan á þeim tímapunkti rétt og verðið rétt á þeim tímapunkti. Svo er allt annað mál hvers virði bankarnir eru í dag enda var þá ný bankastjórn sem tók við, nýjir starfsmenn og klárlega nýjar áherslur sem skiluðu sér í aukinni veltu og hagnaði.

Ef bankarnir hefðu verið vel reknir fyrir söluna hefðu ekki orðið þessi margföldunaráhrif... það er staðreynd. Betri stjórnendur tóku hreinlega við sem eiga hrós skilið  fyrir að standa sig vel!

Unnur B. Johnsen (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 12:38

13 Smámynd: Jón Ingvar Bragason

Svolítið sérkennileg umræða sem fer fram hér. Fyrst og fremst ætlaði ég að segja að þessi grein er góð samantekt á vankunnáttu Dags á þessum málum og að því miður mun hann leiða nýjan meirihluta í borginni sem ég tel að verði mikið óheilla skref.

Áfengi í verslanir hefur verið mikið kappsmál hjá mér. Það er mjög erfitt að ræða þessi mál af heilindum á íslandi því að fólk er með allskonar sleggjudóma og fullyrðirngar sem standast ekki. Það sama var víst uppá teningnum þegar bjórinn var leyfður en það reyndist nú ekki svo slæmt eftir allt saman. Málið snýst um viðskiptafrelsi með löglega vöru. Það eru engin rök sem leiða að því að ríkið eigi að standa eitt að sölu á áfengi, að mínu viti er það ekki tilgangur ríkissjóðs.

Ég styð þig heilshugar í þessu máli Sigurður Kári!!!

Jón Ingvar Bragason, 13.10.2007 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband