ESB mun taka Svarfjallalandi opnum örmum þrátt fyrir allt!

Þeir sem hingað til hafa líst sig andsnúna einhliða upptöku evru á Íslandi eða hafa líst yfir efasemdum um að slík upptaka sé framkvæmanleg halda því gjarnan fram að einhliða upptaka sé óframkvæmanleg af þeirri ástæðu að Evrópusambandið muni ekki sætta sig við að það verði gert og að Íslendingar muni falla í ónáð hjá Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess tækju þeir upp evru einhliða.

Því hefur gjarnan verið haldið fram að einhliða upptaka evru muni kalla á hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu Evrópusambandinu gagnvart Íslandi og að hugsanlegt sé að Evrópusambandið setji EES-samninginn í uppnám grípi íslensk stjórnvöld til slíkra aðgerða.

Þessum sjónarmiðum vísaði Bretinn Michael Emerson á bug í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið, og ég birti hér á síðunni, þann 4. desember sl., en Emerson er fyrrverandi yfirmaður efnahags- og fjármálasviðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu.

Slíkur maður ætti að vera öllum hnútum kunnugur innan Evrópusambandsins.

Um áramótin 1999/2000 tóku Svartfellingar einhliða upp evru sem gjaldmiðil.  Því hefur gjarnan verið haldið fram að vegna einhliða upptöku þeirra á evru hafi þeir fallið í ónáð hjá Evrópusambandinu og muni því í náinni framtíð mæta andúð Evrópusambandsins vilji þeir ganga í sambandið.

Í dag birtist hins vegar frétt á vefsíðu Morgunblaðsins:

"Tékkar, sem taka við forsæti yfir Evrópusambandinu þann 1. janúar næstkomandi, hafa lýst því yfir að aðildarumsókn frá Svartfjallalandi yrði tekið opnum örmum. Yfirvöld í Svartfjallalandi sögðust í dag stefna að því að sækja um aðild nú eftir helgi.

Svartfjallaland fékk sjálfstæði árið 2006 og fullnægði í fyrra kröfum ESB um stöðugleika og vöxt, sem er fyrsta skrefið í átt að aðild. 

Yfirvöld í Tékklandi hafa sagst munu setja það í forgang á næsta ári að vinna að inngöngu landanna af vestanverðum Balkanskaga í ESB."

Af fréttinni að dæma virðist einhliða upptaka Svartfellinga á evru fyrir um átta árum ekki hafa aflað þeim meiri óvinsælda en svo að þeim verði tekið opnum örmum af Evrópusambandinu vilji þeir sækja um aðild að sambandinu.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Það er ekki hægt að tala um einhliða upptöku evru í Svartfjallalandi, ekki eins og hugmyndir eru um hér á landi.

Þeir voru með þýskt mark, sem þeir tóku upp í sátt og með aðstoð landa í V-Evrópu, eftir stríðið í gömlu Júgóslavíu. Þegar Þjóðverjar neyddust til að taka upp evru fylgdu Svartfellingar með.

Þó ESB hafi samþykkt þessa ráðstöfun með semingi, er einhliða upptaka í andstöðu við ESB ekki sambærilegt dæmi.

Haraldur Hansson, 12.12.2008 kl. 20:51

2 identicon

Ég vil taka upp einhliða niðurfellingu íslenskra ráðherra og þingmanna.

Mér þykir auðveldara að sjá mistök manna í Brussel fremur en einskærar heimsku ráðamanna þjóðar minnar.

Með inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru þá losnum við við þá hneisu er þingmenn og ráðherrar hafa gert okkur.

Hættið að láta eins og þið vitið betur en aðrir.

Sameinað fólk og þjóðir hverjar sem þær eru, munu einfaldlega ganga betur í lífsbaráttu sinni.

Kveðja Rúnar Hart.

Hart (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:16

3 identicon

Já Milosavich bannaði víst viðskipti við Svartfjallalandi í þeirra gjaldmiðil og þeir þurftu að skipta um gjaldmiðil. Annars þá veit ég ekki alveg hvort það sé rétt að segja að Þjóðverjar hafi neyðst til að taka upp evru. Þeir höfðu nú eitthvað að segja um það.

Egill (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Haraldur Hansson

Annað sem kann að skipta máli varðandi þessa frétt, en það er að stuðningurinn kemur frá Tékkum. Eru þetta e.t.v. pólitísk viðbrögð frá Václav Klaus eftir ósvífnina og yfirganginn af hálfu ESB manna um daginn. Hann er jú að taka við formennsku í ESB eftir 3 vikur og hlýtur að vilja svara fyrir sig eftir þá skammarlegu uppákomu.

Sé það rétt að einhverjir innan ESB séu á móti Svartfellingum, vegna notkunar þeirra á evrunni, er þetta kjörið tækifræri fyrir Václav Klaus til að stugga aðeins við þeim.

Haraldur Hansson, 12.12.2008 kl. 21:35

5 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Við losnum ekki við að bera ábyrgð á okkur sjálfum þó að við förum í ESB. Störf stjórnmálmanna breytast þannig að þeir verða að kunna vinnuna sína. Þeir verða kunna reglur og lög bandalagsins og hvernig rekstur þjóðfélagsins getur aðlagast því.

Þeir fá líka tækifæri til að móta löggjöf sambandssins og taka þátt í umræðunni sem þar fer fram. Evran verður bara gjaldmiðill og það verður að gæta sín fjarskalega vel í allri hagstjórn ef það á að ganga vel enda engir aðrir en við sjálf sem berum ábyrgð á henni.

Með fyrirhyggju og aðgæslu munum við geta komist vel af. Glæframennska í peningamálum yrði ekki vel séð innan bandalagsins frekar en utan. Þetta eru ekki góðgerðasamtök fyrir aumingja einsog margir virðast halda. Þetta er í fúlustu alvöru.

Ef við förum í ESB verðum við að meina það. Ekkert fökkings kák.

En ég hef enga trú á því að íslensk stjórnmál ætli að fara að snúast um eitthvað sem máli skiftir. Við kunnum ekki stjórnmál og okkur farnast betur að vera "litlu börnin" á efnahagssvæðinu sem fá að versla í búðinni en vaxa aldrei uppí að verða meðeigendur.

Gísli Ingvarsson, 12.12.2008 kl. 23:19

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það náttúrulega voru sérstakar aðstæður er Svartfellingar tóku upp evruna og ákaflega erfitt um vik í sjálfu sér.  Þýska markið var "de faktó" gjaldmiðill þeirra og er þýskarar hættu með það þá gátu þeir eiginlega ekkert annað gert en taka evruna.

Það verður líka að hafa í huga að á þeim tíma var það ekkert stórmál fyrir ESB þó þeir gerðu slíkt.  Skipti voða litlu þannig séð.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.  Þetta hefur orðið vaxandi vandamál er ríkjum fjölgaði á síðari árum í sambandinuog þau  fá ekki einu sinni að taka upp evruna nema að uppfylltum hinum ýmsu skilyrðum.  Þar með hafa Svartfellingar orðið fordæmi sem ESB vill ekki láta líta til o.s.frv.

Tékkar hafa áður líst yfir að þeir muni styðja balkanlöndin sérstaklega þegar þeir eru komnir í forsetaembættið á árinu. 

Olli vinur okkar var þó gætinn í orðum viðvíkjandi Svartfellinga: "Olli Rehn said in an Oslo speech on Wednesday Montenegro had made progress on reforms but still had further to go before it would qualify.

'Much more work is needed, including on the rule of law and institution building. But we may still see an EU membership application from Montenegro soon,' said Rehn."  http://www.balkaninsight.com/en/main/news/15497/

Talið er að ef Svartfellingar sæki um, muni Serbía og Albanía fylgja á eftir.

(Eg sagði einhverntíman í gríni við félaga inn um 1995:  "Það er ég viss um að Albanía verður komin í ESB á undan Íslandi.")

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.12.2008 kl. 00:31

7 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég styð mál Kristins hér að ofan.  Einhliða upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils fyrir lok febrúar 2009.  Það er vel framkvæmanlegt.  Nýlegar kannanir aðila innan atvinnusambandsins sýna fram á að þar er meira að segja ekki eins mikil samstaða um ESB og sumir héldu. LÍÚ er alfarið á móti ESB og stór hluti landsmanna vilja ekki láta selja landið í þetta sambandsveldi.

Rödd fólksins er skýrmæltari en svo að hægt sé að loka eyrum fyrir henni lengur.  Upptaka alþjóðlegs gjaldmiðils styrkir stöðu okkar og dregur strax úr verðbólgunni sem er að éta upp eigur landsmanna og hækka skuldir þeirra.  Úrræði ríkisstjórnarinnar til að minnka fjárlagahalla vegna krafa IMF eykur enn þessa vísitölu.  Rúmlega 900 manns skráðu sig atvinnulausa bara í síðustu viku.

Mér virðast öll rök vera með aðgerðum sem þessum og er að furða þó fólk skilji ekki aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í þessum málum. 

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 13.12.2008 kl. 14:18

8 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Sammála um einhliða upptöku á Evru en hvernig á að kom a því í verk þegar Samfylkingin hefur marglýst því yfir að ekki sé hægt að taka upp Evru nema ganga í Evrópusambandið þ.e. að nota upptöku Evru = afnám verðtryggingar í skiptum fyrir atkvæði um inngöngu í ESB. LÍÚ skiptir engu máli varðandi ESB hvaða máli skiptir hvort kvótakóngar eða evrópusambandið mjólki þennan auð.Breytir hinn venjulega borgara ekki miklu.

Það er búið að koma fram svo ótalmörgum sinnum að þetta sé hægt.

En ef við tölum í alvöru Sigurður, hvernig í ósköpunum ætlar þú að koma þessu máli áleiðis innan stjórnarflokkana ?

Ragnar Þór Ingólfsson, 13.12.2008 kl. 15:03

9 Smámynd: Gunnlaugur Jónsson

Við vorum með tvo sjávarútvegi í landinu: Sjávarútvegin og bankana. Bankarnir þurftu á lánveitanda til þrautavara í ESB og sjávarútvegurinn var á móti því.

Í dag erum við bara með einn sjávarútveg.

Einhliða upptaka dollars myndi ekki bjóða upp á almennilegan lánveitanda til þrautavara, þrátt fyrir stóran sjóð í stað lánveitanda.

Gunnlaugur Jónsson, 13.12.2008 kl. 15:03

10 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Seðlabanki ESB neitaði að koma til aðstoðar

Þrátt fyrir óskhyggju margra íslenzkra Evrópusambandssinna er Seðlabanki Evrópusambandsins ekki svokallaður lánveitandi til þrautavara eins og hefðbundnir seðlabankar. Þ.e. hann getur ekki komið bönkum á evrusvæðinu til aðstoðar sem lánveitandi ef þeir lenda í öngstræti með að fjármagna sig til lengri tíma. Til þess hefur hann hvorki nægjanlegt fjármagn né heimildir í lögum og sáttmálum Evrópusambandsins. Hlutverk hans er það eitt að stjórna peningaflæði innan evrusvæðisins. Seðlabankar aðildarríkja svæðins eru þess í stað áfram lánveitendur til þrautavara eins og áður.

Á þetta hefur reynt nokkrum sinnum að undanförnu og mun vafalítið sýna sig oftar á næstu vikum og mánuðum enda alþjóðlega fjármálakreppan einungis rétt að byrja innan Evrópusambandsins. Nýjasta dæmið um þetta getuleysi Seðlabanka Evrópusambandsins átti sér stað nýverið þegar bankinn neitaði að koma Seðlabanka Luxemburg til hjálpar við að aðstoða Landsbankann í Luxemburg sem er þarlendur banki. Þetta varð til þess að Landsbankinn í Luxemburg varð að leita eftir gjaldþrotaskiptum.

Svo fullyrða íslenzkir Evrópusambandssinnar að Seðlabanki Evrópusambandsins hefði komið íslenzku bönkunum til hjálpar ef Ísland hefði verið aðili að sambandinu. Je ræt!

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband