Hótun?

Af virðingu við núverandi stjórnarsamstarf og  þann flokk sem Sjálfstæðisflokkurinn er í samstarfi við um þessar mundir í ríkisstjórn hef ég hingað til reynt að forðast að gagnrýna samstarfsflokkinn, þingmenn hans og ráðherra opinberlega.  Ég hef reynt að vinna eftir þeirri reglu að skynsamlegra sé að leysa ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna annarsstaðar en í fjölmiðlum.

Ég er þeirrar skoðunar að slík vinnubrögð séu bæði árangursríkari og heiðarlegri gagnvart samstarfsfólki mínu en sú leið að menn belgi sig út í fjölmiðlum í hvert skipti sem þeim mislíkar eitthvað eða vilja aðrar áherslur eða aðrar leiðir en samstarfsaðilinn.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Hallgríms Thorsteinssonar í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun.  Þar var meðal annars rætt um stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og niðurstöðu landsfundar flokksins sem haldinn verður í janúarlok.

Viðtalið við formann Samfylkingarinnar var fréttnæmt og á fréttavef Ríkisútvarpsins eru ummælum hennar gerð skil en þar segir:

,, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnarsamstarfinu sé sjálfhætt ákveði landsfundur sjálfstæðisflokksins að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu."

Í ljósi þessa hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort formaður Samfylkingarinnar sé raunverulega að hóta Sjálfstæðisflokknum stjórnarslitum eða setja honum afarkosti taki Sjálfstæðisflokkurinn ekki upp stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum!

Getur það verið?

Getur það verið að formanni Samfylkingarinnar þyki eðlilegt og málefnalegt að sjálfstæðismenn taki afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu undir þeirri hótun að komist þeir ekki að niðurstöðu sem er öðrum stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sem ekkert hafa með málefni Sjálfstæðisflokksins að gera ekki þóknanleg þá sé ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sjálfhætt?

Ég vona að formaður Samfylkingarinnar hafi sagt meira en hún ætlaði sér í viðtalinu í morgun.

Ég vona líka að forysta Sjálfstæðisflokksins og fulltrúar flokksins á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins láti ekki stilla sér upp við vegg með þessum hætti þegar þeir taka afstöðu til spurningarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Afstaða okkar sem sækjum landsfund Sjálfstæðisflokksins hlýtur að eiga að byggja á málefnalegum forsendum sem taki mið af hagsmunum þjóðar okkar og pólitískri sannfæringu okkar sjálfra.

Ekki þrýstingi frá forystu annarra stjórnmálaflokka.

Sé sá þrýstingur raunverulegur og ætli formaður Samfylkingarinnar að reyna að stilla sjálfstæðismönnum upp við vegg með þessum hætti, hlýtur slíkt að kveikja á viðvörunarljósum innan annarra stjórnmálaflokka sem ganga með þann draum í maganum að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni.

Myndu þeir láta slíka afarkosti yfir sig ganga?

Þeir verða að svara því sjálfir.

Ég er í það minnsta fullviss um að formaður Samfylkingarinnar kæri sig ekkert sérstaklega um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins reyni með slíkum hætti að hafa áhrif á stefnu Samfylkingarinnar.

Að lokum þetta:

Þeir sem vilja hafa áhrif á innri málefni eða stefnu Sjálfstæðisflokksins er frjálst að gera það með því að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, mæta á landsfund og berjast þar fyrir stefnumálum sínum og sannfæringu.  Það höfum við sem tekið höfum þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins þurft að gera og það sama gildir um aðra.

Þar eru allir velkomnir.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Jónsson

Við vorum með tvo sjávarútvegi í landinu: Sjávarútvegin og bankana. Bankarnir þurftu á lánveitanda til þrautavara í ESB og sjávarútvegurinn var á móti því.

Í dag erum við bara með einn sjávarútveg.

Það gengur ekki að gera ekki neitt. Við fórum ekki í ESB og afleiðingarnar voru hörmulegar. Nú er kominn tíma til að hætta þessu rugli og ná okkur í almennilegan gjalmiðil og þrautavaralánveitanda.

Gunnlaugur Jónsson, 13.12.2008 kl. 15:08

2 identicon

Það væri óskandi að þetta væri hótun og hún stæði þá við það

ÞA (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Haraldur Hansson

"Í ljósi þessa hlýtur maður að velta því fyrir sér ..."

Nei, Sigurður Kári, þú þarft ekkert að velta þessu fyrir þér. Þetta er hótun. Punktur.

Haraldur Hansson, 13.12.2008 kl. 16:32

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nokkuð augljóst að Ingibjörg er bara raunsæ. Hún veit að þjóðin vill að ríkisstjórnin komi með einhverja framtíðarsýn. Framtíð sem gerir fólki mögulegt að gera framtíðaráætlanir t.d. í fjármálum. Ef að Sjálfstæðismenn eru fastir í óbreyttu ástandi er þessu samstarfi sjálfhætt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 13.12.2008 kl. 16:38

5 identicon

Kæri Sigurður Kári. Einu sinni var þessi samsteypustjórn kölluð:"...öflugasti kosturinn í stöðunni..." Þú andmæltir því ekki þá enda sannfæring þín söm og þeirra sem harðast vildu vinna með brotasilfrinu sem kallast Samfylking. Kynni allra ærlegra Sjálfstæðismanna af Samfylkingunni undir forsæti Ingibjargar Sólrúnar eru slitin af sennum og sáttum sem ekki er nokkur ástæða að breiða yfir. Það sem best fer í samskiptum við Samfylkingunna er fremur Sjálfstæðisflokknum að þakka.Nú er þykkjuþung Ingibjörg Sólrún að hóta því að fara. Hún sem er "einangruð á veginum" er að fara. Ég spyr:"Og hvert í andskotanum eruð þér svo sem að fara væna mína?"

Róbert Trausti Árnason (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 16:43

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nú er þessi landsfundur eingöngu til málamynda. Sjálfstæðisflokknum er nauðugur  einn kostur þ.e. að ganga að skylyrðum Ingibjargar.

Sigurður Þórðarson, 13.12.2008 kl. 17:05

7 identicon

Ha ha ha!!!

Þar hitti skratttinn ömmu sína!

Krissi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 17:26

8 Smámynd: Björn Leví Gunnarsson

Kominn tími til þess að kveikja á perunni ... núverandi stjórnarsáttmáli er ómerkur eftir þessa atburði, ekki séns að hægt sé að framfylgja þeim málum sem þar eru með 45 milljarða niðurskurði.

Þetta þýðir að það verður að breyta efnisatriðum sáttmálans og nú hefur formaður Samfylkingarinnar ákveðið eitt atriði sem þau telja nauðsynlegt... eðlilegt þykir að koma nú að samningaborði um það atriði og komast að einhverri niðurstöðu um málið. 

Þannig að "hótun" .. alveg eins. Ég sé þetta frekar sem tilkynningu.

Þess má einnig geta að það er langt síðan almenningur áttaði sig á að stjórnarsáttmálinn og allt sem allir stjórnmálaflokkar börðust fyrir í síðustu kosningum er úrelt ... því hefur krafan um endurskoðun á þeim málum með því að boða til kosninga verið svona hávær.

Björn Leví Gunnarsson, 13.12.2008 kl. 17:34

9 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ingibjörg Sólrún breytist alltaf í nærveru fjölmiðla. Skýringin á þessum fullyrðingum hennar er því sennilega athyglisþörf. Það væri alla vega fallega skýringin...hin er sennilega sannari að hún er að hóta Sjálfstæðisflokknum.

Næsta spurning er þá; hvað telur hún sig ná fram með því að hóta þessu ?
-að Sjálfstæðismenn beygi sig undir hennar vilja...nei svo vitlaus er hún ekki
-að Sjálfstæðismenn skyrrist við og geri allt til að virðast ekki hlaupa eftir hennar flautu...með þeim árangri þá að niðurstaðan yrði ESB höfnun á Landsfundi. ISG rýfur stjórnina til að tefla djarft með ESB spilinu til að ná ?? meirihluta Samfylkingar einnar ??...það væri þokkalega djarft.
-að vagga og velta svo ríkistjórninni með þessum yfirlýsingum að Sjálfstæðimenn rjúfi stjórnarsamstarfið ?...Samfylkingin væri þá þessi ábyrgðarfulli stjórnmálaflokkur að þeim hafi aldrei dottið í hug á þessum erfiða tíma að hlaupa frá borði...rétt svona til að standa í góðu ljósi ? Kannski.

Haraldur Baldursson, 13.12.2008 kl. 17:36

10 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Ég held það sé löngu kominn tími til að hætta rósamáli og blekkingum.

Það er kristaltært að ISG er að taka á sig og Samfylkinguna ábyrgðina sem Sjálfstæðisflokkur ber á þróun og svo hruni undangenginna ára með því að sitja sem fastast í stað þess að verða við afar skýrri kröfu flokksmanna studd af þjóðinni að skilja Sjálfstæðisflokk nú eftir og annaðhvort að boða til kosninga eða mynda nýja stjórn ef ekki hvort tveggja.

Ef SJS hefði gefið skýran ávæning um opnun fyrir aðildarviðræður að ESB áður en Sjálfstæðisflokkur lofaði því þá réði ISG því ekki að nú sæti vart lengur stjórn með Sjálfstæðisflokki. 

Hún og flokkurinn sér það gerast fyrir framan sig hvernig Samfylkingin er að taka á sig sök Sjálfstæðisflokks samkvæmt skoðanakönnunum.

Ef það leiðir ekki til alvöru tilraunar til að fylgja öðrum lýðræðisþjóðum Evrópu, kanna af þungri alvöru hverra samninga er von með aðildarumsókn og taka upp evru þá er ISG og ráðherrum flokksins ekki verjandi að hafa lengt líf Sjálfstæðisflokksins og tekið á sig sök hans og ábyrgð.

Það er einfaldlega afar þungt í Samfylkingarfólki og allri þjóðinni - þið hafið kannski ekki takið eftir því?

Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 18:20

11 Smámynd: Skaz

ég er hræddur um að öll mótmæli sem Sjálfstæðismenn geti haft við þessum orðum Ingibjargar muni fyrir fólk hljóma sem þessi orð hér http://www.youtube.com/watch?v=YPKP86P8Fwc

Skaz, 13.12.2008 kl. 18:32

12 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Seðlabanki ESB neitaði að koma til aðstoðar

Þrátt fyrir óskhyggju margra íslenzkra Evrópusambandssinna er Seðlabanki Evrópusambandsins ekki svokallaður lánveitandi til þrautavara eins og hefðbundnir seðlabankar. Þ.e. hann getur ekki komið bönkum á evrusvæðinu til aðstoðar sem lánveitandi ef þeir lenda í öngstræti með að fjármagna sig til lengri tíma. Til þess hefur hann hvorki nægjanlegt fjármagn né heimildir í lögum og sáttmálum Evrópusambandsins. Hlutverk hans er það eitt að stjórna peningaflæði innan evrusvæðisins. Seðlabankar aðildarríkja svæðins eru þess í stað áfram lánveitendur til þrautavara eins og áður.

Á þetta hefur reynt nokkrum sinnum að undanförnu og mun vafalítið sýna sig oftar á næstu vikum og mánuðum enda alþjóðlega fjármálakreppan einungis rétt að byrja innan Evrópusambandsins. Nýjasta dæmið um þetta getuleysi Seðlabanka Evrópusambandsins átti sér stað nýverið þegar bankinn neitaði að koma Seðlabanka Luxemburg til hjálpar við að aðstoða Landsbankann í Luxemburg sem er þarlendur banki. Þetta varð til þess að Landsbankinn í Luxemburg varð að leita eftir gjaldþrotaskiptum.

Svo fullyrða íslenzkir Evrópusambandssinnar að Seðlabanki Evrópusambandsins hefði komið íslenzku bönkunum til hjálpar ef Ísland hefði verið aðili að sambandinu. Je ræt!

Hjörtur J. Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 19:00

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

2 þingmenn Sjálfst.fl. segja að jafvel þó landsfundur hafni aðildarviðræðum eigi samt að fara í viðræður.  Ná samningi.  Og láta þjóðina kjósa.

Þetta finnst mér alveg jafn merkilegt (ef ekki merkilegra) og ummæli ISG.

Það ætti ekkert að þurfa að ræða eitthvað sérstaklega í flokknum núna hvort.  Nei.  Það ætti að ræða hvað og hvernig.  Hvað á að setja á oddinn og hvernig á að skipuleggja sókn og vörn o.s.frv. 

Td. ætti strax að fara í að ræða hvernig á að höndla fiskidæmið.  Ætla menn að fara fram á að Ísl. lögsagan verði sérstskt stjórnsýslusvæði eða á að fram fram með grundvallarregluna um hlutfallslegann stöðugleika.

Fara bara vinna í því sem á að leggja upp með.  Einnig verður að vinna sérstaklega í Landbúnaðinum.   Soldið hræddur um að menn gleymi honum.  Þar er nefnilega hægt að ná þokkalegri lendingu ef rétt er á haldið (að mínu mati)

Koma sér saman um samningsmarkmið.  Fara í viðræður.  Ná samningi.  Samninginn uppá borð.  Þjóðin kýs.  Innganga í ESB. 

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.12.2008 kl. 19:32

14 identicon

Hjörtur-
 Það er munur á því að banki sé í lausafjárvanda og í eiginfjárvanda. Seðlabankar hjálpa þeim sem eru í lausafjárvanda en ekki þeim sem eru gjaldþrota. Ef banki er gjaldþrota þarf fjárfestingu í bankanum til að halda honum gangandi og er það pólitísk ákvörðun. Því er þetta einfaldlega rangt hjá þér. Glitnir var í lausafjárvanda og seðlabanki Evrópu hefði leyst það ef við hefðum verið í ESB. Aftur á móti ef bankinn hefði verið gjaldþrota sbr. í eiginfjárvandræðum hefði það þurft að vera pólitísk ákvörðun Íslands að bjarga honum. Glitnir var ekki í eiginfjárvanda.

Seðlabanki Evrópu hefur verið á fullu að pumpa pening inn í bankakerfið í formi REPO lána. Þ.e. skammtímafjármögnun eða eins og kallast lender of last resort. Takið eftir því að enginn evrópskur banki hefur farið á hausinn út af lausafjárvanda en aðeins út af eiginfjárvanda, þ.e. að bankarnir hafi fjárfest í eigin sem eru nú verðlausar. Bankakerfið á Íslandi hrundi vegn lausafjárvanda sem hefði aldrei komið til ef við hefðum verið í Evrópusambandinu, enda leysir ECB lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda.

Egill (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 19:38

15 Smámynd: Gunnar Þór Ólafsson

Henni ISG  hefur kannski þrátt fyrir allt lánast að hlusta betur á kjósendur þessa lands og áttað sig á að þeir geta skipt máli.

Jú þetta var sko hótun og þið hrukkuð við

Það mættu mínir fyrrum félagar í Sjálfstæðisflokknum læra af henni,og svona til að gera þetta enn asnalegra þá af ISG af öllum,ja hérna.

Og það er sko ekki sjálfgefið að landsmenn samþykki aðildarumsókn í þjóðaratkvæða greiðslu svo hvað er að óttast?

Gunnar Þór Ólafsson, 13.12.2008 kl. 20:37

16 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Evran er grunnur til að standa á  en við verðum sjálf að byggja á honum og sjálf að ganga um þær dyr sem ESB opnar.

Hér ætti hinsvegar IMF og risa gjaldeyrislánið þaðan ekkert erindi ef engin væri krónan og við værum ekki nú að fullnýta lánamöguleika okkar og bjargir bar til þess eins að fleyta krónunni ef engin væri krónan, þó allt annað væri eins, heldur hefðum við getað snúið okkur beint að uppbyggingunni.

Hjörtur, þú hefur rétt fyrir þér um það að umfang ESB er miklu minna en fólk vill vera láta (sérstaklega Heimssýn og félagar). T.d. fer ESB ekki með nema um 1% af landsframleiðslu ríkjanna eða 235 evrur á mann á ári. Af þeim fara 8/10 beint til baka í niðurgreiðslur landbúnaðarvara (5/10) og svo (3/10) í hverskyns þróunar- og byggðastyrki beint til þegnanna.

Þegar 1% fer um ESB fer hið opinbera hjá ríkjunum sjálfum hinsvegar með 40-55% af VLF (landsframleiðslu) og ræður því í raun öllu um atvinnuuppbyggingu og efnahagsmál með sínum fjárlögum og áherslum. 

Evran er grunnur til að byggja á og ESB opnar dyr til að ganga um en við verðum  sjálf að byggja upp og ganga um dyrnar.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.12.2008 kl. 20:45

17 identicon

Hóta? Væri nær að stilla ykkur upp við vegg og flengja. Löngu tímabært að IGS og Co láti til sín taka og standi i lappirnar. Standi á eigin stefnu. Stefna ykkar hefur fært þjóðina í glötun. Wake-up!

Björn Guðbrands (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:19

18 identicon

Er ekki í lagi með Björn?

Don´t wake a sleeping bear segi ég. Flengja hvern? Flengjum landráðamennina sem vilja gefa landið úrkynjuðu evrópusambandi. Það er tímabært að Ingibjörg Sólandus fari inní málverkið sem blasir við bakvið hana á öllum fréttamannafundum áður en hún tekur okkur með sér. Og hananú.

Dagga (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:34

19 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ragnar thorarensen og Gunnlaugur Jónsson m.a. hafa he´rna sagt eiginlega flest sem segja þarf og því bæti ég ekki miklu við, nema hvað varðar upphafsorðin þín um sjálfan þig gagnvart samstarfsmönnum. Þau eru nefnilega þannig, að halda mætti að þú værir viss um að engin myndi neitt eða fylgdist yfir höfuð með þér!?

Ég nefnilega dreg það stórlega í efa að alveg öfugt við það sem þú segir, hafi NOKKUR ANNAR þingmaður verið eins duglegur við að GAGNRÝNA samstarfsmenn, en EINMITT ÞÚ!

Hvaða þingmaður var það annars sem hreinlega umhverfðist í gagnrýni sinni og hneykslun á heilbrigðisráðherra í sl. ríkisstjórn er sá vildi banna reykingar á börum og skemmtistöðum og kallaði það ekkert annað en tækifærismennsku, lýðskrum!?

Eða hvaða þingmaður hafði hæst og mætti í þátt og annan til að lýsa yfirmáta hneykslun sinni á skrifum eins ráðherra í núverandi stjórn um nótt eina, svo halda mætti að fjandin væri laus!?

Mörg fleiri dæmi væri hægt að rifja upp, þannig að þessi sjálfslýsing hljómar nú satt best að segja sem slappur brandari, en samt að ekki er hægt annað en að hlægja að!

Magnús Geir Guðmundsson, 13.12.2008 kl. 21:47

20 identicon

Sæll Magnús Geir.

Ert þú ekki annars leikhúsGeir, sá eini sanni. Langræknari en fíllinn, að því er mér skilst. Hvaða bull er þetta? Hvað ertu að reyna að segja? Gjörsamlega óskiljanleg athugasemd sem þú kemur með. Rifjaðu þá upp einhver dæmi!!

Dagga (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 21:52

21 identicon

Samfylkingarmenn hafa nú gengið of langt og er það með ólíkindum að enn skuli fyrirfynnast fólk sem stendur í þeirri trú að Seðlabanki Evrópu sé þrautavarasjóður.

ESB aðild hefði því engu breytt með bankahrunið.

Til þess að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið þá ætti Ísland að vera með sterka efnahagsstjórn þar sem að ESB er engin góðgerðastofnun.

Ingibjörg hefur alltaf haft gaman af því að vera stóryrt, svona lítill Fidel Castro wannabe .

Varðandi reykingar á börum og skemmtistöðum þá átti bara aldrei að banna þær, algjört rugl. Sjálfstæðismenn hafa gaman að því að skemmta sér.

Að fá sér kúbanskan vindil og tvöfaldan romm, það er bara fínt mál þykir mér. Sigurður Kári er bara vonandi ekki hættur að tala fyrir því frelsi.

Næst vilja menn banna kynlíf og nautakjöt. Sumir vilja bara banna allt. Hallærislegt bara. Skál!! 

sandkassi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 22:03

22 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sjálfstæðisflokkurinn þarf strax að fara að huga að samstarfi um nýja ríkisstjórn. Samfylkingin er ekki á vetur setjandi, eftir útspil Ingibjargar. Spurning er, hvort allt lið Samfylkingar er reiðubúið að fylgja henni í eyðimerkur-gönguna. Ekki segist Össur vilja kyssa á vondinn. Ekki þarf þó að spyrja um hug Eyðimerkur-Þórunnar.

Þetta er annars ljótur leikur hjá Ingibjörgu, að nota efnahags-erfiðleika líðandi stundar, til að þvinga fram breytingu á stjórnar-sáttmálanum. Nú vitum við af hvaða manni Ingibjörg er gerð. Þegar núgildandi stjórnarsamningur var gerður, var sátt á milli flokkanna um að halda Evrópu-vitleysunni utan ákvarðana. Að öðru leyti hefur Ríkisstjórnin alla möguleika til að fást við efnahagsmálin, enda hefur ESB-aðild ekkert með þau að gera.

Um þessa fyrirætlan Samfylkingarinnar, að slíta ríkisstjórnar-samstarfinu, segi ég bara: verði þeim að góðu. Sjálfstæðisflokkur getur til dæmis myndað meirihluta með VG (34 þingmenn), eða Framsókn og Frjálslyndum (36 þingmenn). Við þurfum ekkert á Samfylkingunni að halda.

Það verkefni sem nú blasir við stjórnvöldum, er að taka upp stöðugan gjaldmiðil og skapa þannig undirstöðu fyrir stöðugt efnahagslíf, með lágum vöxtum og afnámi vísitölutryggingar á lánum. Þetta verður bezt gert með festingu við USD og stofnunar Myntráðs Íslands. Seðlabankinn verður lagður niður, enda hefur hann einungis verið til óþurftar.

Ef þjóðin vill einhvertíma ganga til liðs við ESB, sem verður vonandi aldreigi, er nauðsynlegt að mæta til leiks með fullskipað lið. Þeir sem vilja fara á hnjánum til viðræðna um aðild, eru ekki með hagsmuni okkar þjóðar í huga. Getur verið að Samfylkingar-fólk vilji fremur vera feit svín í ESB, en frjálsir Íslendingar ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.12.2008 kl. 22:41

23 Smámynd: Eyjólfur Sturlaugsson

Mér sýnist þingflokkur sjálfstæðismanna vera nokkuð sundurlaus og ósamhæfur í afstöðu til mála eins ESB og seðlabankastjórans.  Er farið að minna óþægilega á rugið í borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í RVK á þessu kjörtímabili.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf sárlega að endurnýja forystu sína. Vonandi fær yngra fólkið tækifæri til að láta að sér kveða á næstunni.  Hann þarf einnig að ná sameiginlegri lendingu í ESB málinu.  Á meðan af hvorugu verður heldur flokkurinn áfram að vera ótrúverðugur og tapar fylgi. 

Besta kveðja

Eyjólfur

Eyjólfur Sturlaugsson, 13.12.2008 kl. 23:32

24 identicon

Er eitthvað fleira sem menn vilja koma í verk í Sjálfstæðisflokknum. Mönnum er bara velkomið að ganga í flokkinn til þess. En undarleg árátta Samfylkingarfólks að vilja gera breytingar á öðrum flokkum.

Mér sýnist þetta fólk eiga nóg með að stjórna sjálfu sér. Það er augljóst að Samfylkingarfólk virðist hafa veðjað rassinum upp á stefnubreytingu innan Sjálfstæðisflokksins. Kolrangt hugsað og ekki eitthvað sem á upp á pallborðið hjá Sjálfstæðismönnum.

Einhver djúpstæð þörf til þess að koma einhverju í verk öðruvísi en í skugga X-D kannski? 

Samfylkingarfólk virðist ekki hafa eða vilja hafa hinn minnsta skilning á því hvaða þýðingu það hefur að ganga í ESB. Jú jú þið getið gengið í ESB á nokkrum mánuðum. 

Hvaða gengi ætlið þið síðan að semja um við inngöngu í ERMll?

Ég fullyrði að hér á þessum þræði er ekki einn ESBsinni sem hefur svarið við þessari spurningu.  

Hvað ætlið þið að vera lengi í ERMll?

Ekkert ykkar hefur svarið við þessari spurningu heldur.

Hvað ætlið þið síðan að hafa út úr ESB aðild annað en að ykkur verði bannað að hækka gengið hér?

Ég get getið mér strax til um svarið við 3. spurningunni þar sem að ekkert ykkar verður með svar við 1 og 2.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 23:52

25 Smámynd: Jón Á Grétarsson

Hvaða væl og gauf er þetta Sigurður? Auðvitað er Sólrún að hóta þessu! 

Hún segir þetta beint út. 

Það þarf ekkert að velta þessu fyrir sér.  Púnktur.

Jón Á Grétarsson, 13.12.2008 kl. 23:55

26 identicon

Gunnar-

"Samfylkingarmenn hafa nú gengið of langt og er það með ólíkindum að enn skuli fyrirfynnast fólk sem stendur í þeirri trú að Seðlabanki Evrópu sé þrautavarasjóður.

ESB aðild hefði því engu breytt með bankahrunið."

 Þetta er einfaldlega lýgi hjá þér. Íslensku bankarnir fóru á hausinn vegna lausafjárvanda. Enginn banki í Evrópu eða Ameríku hafa farið á hausinn bara út af lausafjárvanda og það er ekki óvart. Það er einfaldlega vegna þess að fed og ECB leysa lausafjárvanda ef hann er til staðar.

Egill (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:03

27 identicon

Hvernig lýst þér á að svara spurningum mínum Egill;

Hvaða gengi ætlið þið síðan að semja um við inngöngu í ERMll?

Hvað ætlið þið að vera lengi í ERMll?

Hvað ætlið þið síðan að hafa út úr ESB aðild annað en að ykkur verði bannað að hækka gengið hér?

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:12

28 identicon

er ég að "ljúga"?

Seðlabanki Evrópu er ekki þrautavarasjóður. Ég bíð þér að svara þessum spurningum hér að ofan.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:20

29 identicon

"Hvaða gengi ætlið þið síðan að semja um við inngöngu í ERMll?"

Heldurðu að ESB sé eitthvað sérstaklega illa við okkur? Það eru ákveðin kerfi sem öll evru ríkin hafa farið í gegnum og skráð gengið sitt á. 

Gengið myndi miðast við að framleiðsla í sambærilegum löndum við okkur sé samkeppnishæf við hérna. Hvernig sem gengið er skráð munu laun alltaf leita að jafnvægi.  Annars ef gengið er skráð og hátt þá fáum við fín laun en það leitar samt í jafnvægi og ef gengið er skráð of lágt þá munu launin leita upp á við en einnig myndu skuldirnar vera skráðar á mjög hagstæðu gengi.

Annars þá er þetta bara hræðsluáróður hjá þér.

Egill (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:31

30 identicon

nei þú hefur ekki svarað. ERMll bindur krónu á umsömdu gengi gagnvart Evru ótímabundið. Þá má króna ekki flökta 15% frá gengi Evru. Við munum semja um það gengi sem hér ríkir.

Hvaða gengi ætlar þú að semja um? Munu laun alltaf leyta að jafnvægi burtséð frá gengi? Þú bullar.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:37

31 identicon

Það hljóta að vera metnaðarfyllri svör úr hópnum hérna.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:40

32 identicon

"Seðlabanki Evrópu er ekki þrautavarasjóður."

 Hérna er úr "mission statement" ECB fjallað um svokölluð REPO lán:

Article 18
Open market and credit operations
18.1. In order to achieve the objectives of the ESCB and to carry out its tasks,
the ECB and the national central banks may:
– operate in the financial markets by buying and selling outright (spot and
forward) or under repurchase agreement and by lending or borrowing claims
and marketable instruments, whether in Community or in non-Community
currencies, as well as precious metals;
– conduct credit operations with credit institutions and other market participants,
with lending being based on adequate collateral.

Repo lán eru þrautavaralán sem ECB veitir til að koma í veg fyrir  lausafjárskort.

Egill (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:42

33 identicon

já, ég legg til að þú bendir okkur á fordæmi fyrir því að REPO lán hafi verið veitt til þrautavara.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:49

34 identicon

af ECB

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 00:49

35 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það hefur verið margsagt að ekki ætti að láta efnahagsástandið þvinga landsmenn í ESB.  Þjóðir hafa hlaupið til og flanað inn í Evrópusambandið til þess að fá evru - með allt niður um sig efnahagslega.  Missáttar á eftir þó.

Afhverju er Sviss ekki í ESB? 

Það er enn hópur fólks sem heldur að Evra = ESB = hagsæld og blóm í haga.

Má ég þá benda á:  Það má taka upp Evru án ESB og hugsa málið ögn lengur.  Það má taka upp Dollar og hugsa málið ögn lengur.  Breytingar á efnahagslíf okkar mundu þó vera stórum til bóta og ekki samanburðarhæft við ERMII ferlið sem mundi væntanlega drepa það sem ekki væri dautt hér í efnahagsmálum.

Er Evra sterkari til framtíðar en Dollar?  Er ekki Evrópa að sigla inn í fjármálalegt svartnætti?  Ef maður skoðar mannskynssöguna svona 60 ár aftur í tímann - hvar hafa verið slæmar kreppur, styrjaldir og annað í þeim dúr.  Er betra að tengjast mynt margra mismunandi ríkja eða einu stórveldi sem hingað til hefur alltaf rétt úr kútnum?

Þetta eru bara vangaveltur gott fólk - sem vert er að skoða í alvöru.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 14.12.2008 kl. 00:53

36 identicon

"já, ég legg til að þú bendir okkur á fordæmi fyrir því að REPO lán hafi verið veitt til þrautavara."

Þú vilt fá dæmi. Hér er eitt dæmi þar sem fjallað er um repo lán sem spánskir bankar hafa fengið frá ECB. REPO lán eru leið til að komast ekki í lausafjárvanda sem íslensku bankarnir höfðu ekki.

http://www.euromoney.com/Article/1884656/BackIssue/65736/ABS-Spanish-banks-take-ECB-repo-with-both-hands.html

Egill (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:05

37 identicon

Þrautavarasjóður þarf að gegna víðara hlutverki en að lána gegn veði. Sjóðurinn þarf að gera ráð fyrir alls kyns áföllum sem geta dunið yfir þjóðfélagið.

Hvað varðar Glitni og Landsbankann þá hefði hvorugur bankinn getað fengið þessi lán.

Það er því rangt að bankahrunið hefði ekki átt sér stað ef við hefðum verið í ESB.

Þarna hrúga spánskir bankar veðum inn í ECB, er það þín hugmynd að þrautavarasjóði?

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:21

38 identicon

Seðlabanki sem er lánveitandi til þrautavara getur til dæmis brugðist við kerfisbundnum lausafjárvandræðum með því að prenta peninga.

Ég geri ekki ráð fyrir að ECB myndu láta okkur fá prentvél svona bara fyrir okkur (hush).

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:36

39 identicon

Svona virka REPO lán. Glitnir kom í seðlabankann til að biðja um REPO lán.

Það sem þú ert að tala um er aðstoð við rekstur bankans vegna eiginfjársvanda og enginn seðlabanki gerir það. Það er pólitísk ákvörðun að styrkja eigið fé banka, oft gegn hlutafjáraukningu. Þetta er ákvörðun sem ríki verða að ákveða sjálf enda er verið að fjárfesta alemenningsfé.

Glitnir var í lausafjárvanda og þeir hefðu getað fengið REPO hjá ECB,ef við hefðum verið í ESB, lán nákvæmlega  eins og þessir Spánsku bankar.

Egill (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:38

40 identicon

"Seðlabanki sem er lánveitandi til þrautavara getur til dæmis brugðist við kerfisbundnum lausafjárvandræðum með því að prenta peninga.

Ég geri ekki ráð fyrir að ECB myndu láta okkur fá prentvél svona bara fyrir okkur (hush)."

Hvað ertu að tala um. Að sjálfsögðu hefðum við aðgang að ECB lánveitingum til þrautavara eins og allir aðrir, og þar með talið spánverjar.

Egill (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:41

41 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Ömurlegt frá "Sjálfstæðismanni"! að kalla svona "HÓTUN"?

Hvað með hinar dularfullu yfirlýsingar embættismanns Seðlabankans sem var formaður Sjálfstæðisflokksins í mörg þúsund ár (fyrir okkur mörg)?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2008 kl. 01:44

42 identicon

Nei bankarnir hér hefðu ekki haft aðgang að þessum lánum þar sem þeir voru ekki með veðin. Hér var vissulega á ferðinni "eiginfjárvandi" tilkomin af eignarýrnun á eignum bankanna. Hér er reginskekkja í þínum málflutningi.

Á hvaða plánetu ertu staddur?

Seðlabankinn hér hefði getað prentað peninga til þess að koma í veg fyrir vandræði bankanna en þetta voru miklu stórkostlegri vandræði en svo að það hefði gengið upp.

ECB hefði ekki komið með neina sérstaka ráðstöfun á fé til handa bönkunum hér án þess að fá sterk veð á móti.

Mál þitt stenst því engan vegin, hættu þessu gelti.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 01:52

43 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

http://kreppan.blog.is/blog/kreppan/entry/743243/#comment2016383

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.12.2008 kl. 01:59

44 identicon

Ingibjörg Sólrún er og verður alltaf populisti.  Hún hefur alltaf sveiflast með því sem hún heldur að gefi henni mest fylgi hverju sinni.

Hún treystir ekki varaformanni sínum.  Honum er haldið úti í kuldanum.  

Hún hefur talað í allar áttir undan farnar vikur, skammað samráðherra sína fyrir að segja sínar skoðanir um að kjósa eigi og síðan kemur hún nú og ætlað að stilla Sjálfstæðisflokknum upp við vegg.  Ég átta mig ekki á hvað hún er að fara, en það er svo sem ekkert nýtt að maður átti sig ekki á henni.  Hún segir eitt í dag og annað á morgun eins og fræga ræðan hennar í Borgarfirði sýndi fram á á sínum tíma.

Mér finst verst að varaformaður Sjálfstæðisflokksins er sínt og heilagt að halda vernarskildi yfir ummælum hennar og túlkar þau á allt annan hátt en flestir landsmenn.

Guðrún Jónsdóttir 

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:18

45 identicon

Ég vil benda á færslu frá Hjörtur J. Guðmundsson hér fyrir ofan

"Þrátt fyrir óskhyggju margra íslenzkra Evrópusambandssinna er Seðlabanki Evrópusambandsins ekki svokallaður lánveitandi til þrautavara eins og hefðbundnir seðlabankar. Þ.e. hann getur ekki komið bönkum á evrusvæðinu til aðstoðar sem lánveitandi ef þeir lenda í öngstræti með að fjármagna sig til lengri tíma. Til þess hefur hann hvorki nægjanlegt fjármagn né heimildir í lögum og sáttmálum Evrópusambandsins. Hlutverk hans er það eitt að stjórna peningaflæði innan evrusvæðisins. Seðlabankar aðildarríkja svæðins eru þess í stað áfram lánveitendur til þrautavara eins og áður.

Á þetta hefur reynt nokkrum sinnum að undanförnu og mun vafalítið sýna sig oftar á næstu vikum og mánuðum enda alþjóðlega fjármálakreppan einungis rétt að byrja innan Evrópusambandsins. Nýjasta dæmið um þetta getuleysi Seðlabanka Evrópusambandsins átti sér stað nýverið þegar bankinn neitaði að koma Seðlabanka Luxemburg til hjálpar við að aðstoða Landsbankann í Luxemburg sem er þarlendur banki. Þetta varð til þess að Landsbankinn í Luxemburg varð að leita eftir gjaldþrotaskiptum.

Svo fullyrða íslenzkir Evrópusambandssinnar að Seðlabanki Evrópusambandsins hefði komið íslenzku bönkunum til hjálpar ef Ísland hefði verið aðili að sambandinu. Je ræt!"

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:26

46 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill hjá þér, Sigurður Kári! Sannarlega verðugur málflutningur og tímabær í alla staði.

Sneggri flestum varstu líka að koma með raunhæfar, góðar tillögur um niðurskurð og fleiri úrræði vegna bankakreppunnar, m.a. þá tillögu að slátra strax þeirri ákvörðun, að sérhver þingmaður fái aðstoðarmann sér við hlið. (Svo minni ég á, að það má ekki dragast deginum lengur að Sjálfstæðismenn leggi fram frumvarp um að afturkalla eftirlaunalögin um sérréttindi ráðherra, þingmanna og sendiherra; og eins þarf að leggja á hátekjuskatt án tafar! Stétt með stétt – ekki stétt gegn stétt!)

Linda B. átti mjög gott innlegg hér ofar, nr. 39.

Gunnar Waage er öflugur í góðum ábendingum.

Sigurður Þórðarson, vinur minn, er eitthvað að ruglast í 7. innleggi.

Einna alvarlegasti ruglukollurinn sýnist mér þó Gunnlaugur Jónsson í 1. innleggi. Lítið á þessi orð hans:

"Það gengur ekki að gera ekki neitt. Við fórum ekki í ESB og afleiðingarnar voru hörmulegar. Nú er kominn tíma til að hætta þessu rugli og ná okkur í almennilegan gjalmiðil og þrautavaralánveitanda."

Gunnar Waage er nú búinn að svara þessu afgerandi með ábendingum sínum um getuleysi Seðlabanka Evrópu til að hjálpa okkur í þessu efni, en nú langar mig til að snúa hluta af orðum Gunnlaugs gegn honum sjálfum og öðrum jafn-illa áttuðum:

Við fórum inn á EES-svæðið, og afleiðingarnar voru hörmulegar. Nú er kominn tími til að hætta þessu rugli og segja upp EES-samningnum, sem var sú hengingaról, sem krafði þjóðina ábyrgðar á því, sem ævintýramennirnir í bönkunum voru að gera. Við græddum seint og illa á EES-samningnum, en í nánast einu vetfangi var allur sá gróði þurrkaður upp og margfaldlega margföldu tapi skellt á okkur síðan – tap sem er svo gígantískt, að Ingibjörg og Geir þorðu ekki einu sinni að hafa endurgreiðslusamninginn (sem þau áttu raunar ekki að samþykkja) með neinum vaxtagreiðslum á þeim árum, sem eftir væru af stjórnartímanum, heldur bjuggu í haginn (með frestun vaxtagreiðslna) til að eiga aðeins meiri líkur á því að vinna varnarsigur í næstu kosningum!

Burt með EES-samninginn, burt með EB-málsvarana af landinu. Einhver hefði eftir á viljað segja eitthvað áþekkt um handgengna menn og skutilsveina Noregskonungs hér á landi á síðustu áratugum þjóðveldisins. Segjum það þá í þetta sinn í tæka tíð! Látum þetta fólk finna fyrir fordæmingu okkar á ótryggð þess við fullveldi okkar og lýðveldið sem foreldrar okkar, afar og ömmur hafa fært okkur í hendur og hefðu seint viljað trúa því, að við myndum svíkja það – og það fyrir svikulan baunadisk Brusselvaldsins!

Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 02:28

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, fyrirgefðu, Hjörtur, það varst reyndar þú, sem einna snarpast leiðréttir spunaskrif þessa Gunnlaugs um hlutverk og getu(=vangetu) Seðlabanka Evrópu!

Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 02:34

48 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Sigurður, það skiptir sjálfstæðismenn bara ekki nokkru máli hvort þetta var hótun eða ekki.  Þeir vinna sína innanflokksvinnu eins og þeim hentar og Ingibjörg annað hvort fer eða fer ekki.  Svo einfalt er það.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 14.12.2008 kl. 02:35

49 identicon

Hvað varðar Glitni þá kom í ljós við eftirgrennslan að stórar upphæðir eignamegin voru fremur loftkenndar.

Það er því ekki hægt endalaust að kenna Seðlabankanum um hvernig fór.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:36

50 identicon

Sammála Sigurður, skiptir ekki máli.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:40

51 identicon

"Einhver hefði eftir á viljað segja eitthvað áþekkt um handgengna menn og skutilsveina Noregskonungs hér á landi á síðustu áratugum þjóðveldisins."

góður þarna Jón Valur!

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 02:44

52 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er eins og hvert annað spunarugl ykkar Jón og Hjörtur að kenna EES um hvert Sjálfstæðisflokkurinn leiddi okkur. Fyrir fáum dögum voru settar á strangar gjaldeyrishömlur á grundvelli 43 greinar samningsins um EES sem heimilar aðildarríkjunum að grípa til nauðsynlegra aðgerða á fjármálasviði til að forða ríkinu alvarlegum afleiðingum. Um það sem þegar hefur gerst er þetta hvað merkilegast sem staðfesting á að Ísland hefði getað gripið til margvíslegra varúðarráðstafanna til að forða því að bankarnir veltu þjóðinni á hausinn.  Fyrir utan breytingar sem seðlabanki gerði á bindiskyldu erlendis. Aflétti henni í stað þess að þyngja hana umtalsvert.

Í ofanálag er ljóst að hluti viðskipta ICESAVE var vegna þess að Bretar sem eru jú með okkur í EES banna sínum bönkum að opna reikninga fyrir fólk heimilisfast annarsstaðar en í Bretlandi. Þess vegna voru fjölmargir Bretar sem eru búsettir utan Bretlands með innlánsreikninga hjá ICESAVE.

Rök Breta fyrir því banna sínum bönkum að reka slíka reikninga fyrir útlendinga eru að Bretar hafi ekki fjárhagslega burði til að ábyrgjast innlán fólks búsett í öðrum löndum.

- Ef Bretar gátu sett slíkar reglur gátum við það líka - hér var það hinsvegar stefna Sjálfstæðisflokksins að banna engin fjármálaviðskipti sem aðrir heimiluðu okkur, og að því er virðist að setja engar reglur sem við vorum ekki neydd til.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.12.2008 kl. 03:27

53 identicon

Ég tek nú bara undir orð þín að mörgu leyti Helgi Jóhann, nema hvað að þú snýrð þessu öllu upp á flokki. Voru þínir menn að benda á þennan vanda áður en útí hann var komið?

Við fylgdum lögum EES eins og mörg önnur lönd þótt ég reyndar líti ekki það sem afsökun. Það er ekkert bannað að stúta efnahag heillar þjóðar, en það er ekki sérlega gáfulegt eða fallega gert, menn sváfu á verðinum í öllum flokkum.

Við upptöku nýs gjaldmiðils einhliða þá færist ábyrgðin af rekstri bankana yfir á þá sjálfa og ríkissjóður er ekki notaður sem öryggisnet / pabbi og mamma.

Þá fara þessir aðilar varlegar í sínum rekstri og ef þeir fara á hausinn þá kemur það okkur ekki við.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 03:39

54 Smámynd: Jón Valur Jensson

Með því að vera í EES tókum við þessa áhættu. Þar að auki tókum við þá enn meiri gengisáhættu en án þessa vafsturs, sem engu hefur skilað miðað við kostnaðinn. Annars hefur Gunnar svarað þessu frá Helga Jóhanni ágætlega, þetta nægir mér fyrir svefninn!

Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 04:13

55 identicon

Sæll Sigurður Kári, mér þykir tvennt bera af í þessari umræðu, í fyrsta lagi að ISG hótar stjórnarslitum og hinsvegar viðbrögð xD fólks líkt og þín.

Það gleðilega er að gerast, stjórnin er fallin, loksins loksins !

Nú, viðbrögð við því af þinni hálfu er, höngum í jobbinu ... sitjum sem fastast, ekki segja af okkur !  Þetta, þessi viðbrögð þín, Sigurður Kári, gera þig ónýtan þingmann.  Þú ert aðeins í þessum bardaga á þínum eigin forsendum, fyrir þig og þína kostendur.  Þú minnir sumpart á mafíósa í lélegri bíómynd, spurning hvort þú sért spilltur og þurfir að vernda einhverja á þessum tímum á meðan verið er að hreinsa upp skít ?

Mér finnst að þú eigir að segja af þér starfi þingmanns eigi síðar en núna. 

Einnig vill ég að allir þingmenn segi af sér störfum nú þegar, þið hafið öll misst traust landsins, öll með tölu !

Nýjar kosningar !

Árni Haraldsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 04:48

56 identicon

Gunar- Það er líka áriðandi að sofa á nóttinni... Ertu að segja að Gltinir hafi verið í eiginfjárvanda. Þu hefur enga sönnun fyrir því. Þegar Glitnir fór í seðlabankann að biðja um REPO lán var hann "solvent but illiquid" þ.e. í lausafjáravanda. Ég veit ekki af hverju ECB er ekki að veita REPO Landsbankanum í Lúx REPO lán, kannski vegna þess þó að hann er partur af gjaldþrota fyrirtæki eða hafa ekki trú á veðinu.

Þetta er þó mesa rugl í þér að halda því fram að ECB láni ekki REPO lán enda hef ég sýnt fordæmi fyrir því en líklega besti stuðningspunkturinn við því að ECB hafi verið að veita þessi lán á fullu er sá að íslensku bankarnir eru einu bankarnir í Evrópu eða BNA sem hafa farið á hausinn vegna lausafjárskorts.

Egill (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 10:46

57 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vinna ötullega, að myndun nýrrar ríkisstjórnar fram að landsfundinum. Ef ekki teksta að mynda stjórn fyrir fundinn, sem gerir fullveldi landsins að megin-markmiði, er nokkuð víst að flokkurinn mun klofna.

Mögulegir kostir til myndunar Fullveldisstjórnar eru:

  • Stjórn með Vinstri Grænum (34 þingmenn).
  • Stjórn með Framsókn og Frjálslyndum (36 þingmenn).
  • Stjórn með VG, Framsókn og Frjálslyndum (45 þingmenn).

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 11:03

58 identicon

Þetta er bara innantóm hótun hjá henni, er bara að róa liðið í flokknum sínum

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 12:58

59 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek heils hugar undir þetta innlegg þitt (nr. 61), Loftur!

Jón Valur Jensson, 14.12.2008 kl. 13:27

60 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú hníga rök til þess að stærsti þröskuldur stjórnvalda okkar við að hindra ofurstækkun bankanna hafi verið regluverk EES samningsins. Reyndar hef ég enga trú á að vitsmunir umræddra stjórnvalda hefðu svo sem nægt þó sú hindrun hefði ekki verið til staðar. Svör þeirra við aðvörunum sýndu vitsmunaþroskann svo að ekki varð nú um hann villst að ráði.

En grátbroslegt er nú að standa frammi fyrir því að fyrir lok næsta mánaðar mun þjóðin komast að því að Ingibjörg Sólrún situr með Valhallarakademíuna í kjöltu sinni og syngur henni tvíræð vögguljóð! 

Árni Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 14:53

61 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er dapurlegt hlutskipti Samfylkingar og forvera hennar Alþýðuflokks, að vera ávallt fremst í flokki þegar landráð eru unnin gegn Íslandi. Má ég minna á:

  • Landráðasamningurinn um Evrópska Efnahagssvæðið (EES): 12.janúar 1993.
  • Smánarsamningurinn við ESB um Icesave: 08.desember 2008.

Jón Baldvin og Alþýðuflokkurinn hömuðust á þeirri fullyrðingu 1993, að aðild að EES fæli ekki í sér framsal fullveldis. Þess vegna þyrfti ekki að spyrja þjóðina álits. Ekkert væri að óttast "vini okkar og bandamenn" í ESB. Hvað hefur komið á daginn ?

  • Búið er að neyða okkur til að undirrita Smánarsamninginn frá 08.desember 2008, sem leggur líklega fjárhags-byrðar á þjóðina sem nemur meira en 1000 milljörðum Króna. Þessi samningur er bein afleiðing Landráðasamningsins frá 1993.
  • Á tímabilinu frá 1993, erum við búin að lögleiða um 75% af öllum tilskipunum ESB, án þess að þjóðin hafi verið spurð álits á einu atriði. Nú notar Samfylkingnin þessa staðreynd sem rökstuðning fyrir fullri aðild að ESB. Er enginn endir á óhæfu þessa fólks ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.12.2008 kl. 14:59

62 identicon

Egill,

Ástandið á Glitni var ekki til þess fallið að hægt væri að bjarga honum, rekstrarvandi þeirra var of stór og margþættur. Við athugun á bankanum kom í ljós að bankin myndi ekki geta staðið við sínar skuldbindingar þótt leyst yrði ú lausafjárstöðunni.

Vandamálið með Landsbankann var Icesave. Seðlabankinn átti að slaka út nokkur hundruð milljörðum til þess að blíðka Breta um óákveðin tíma.

Í því tilfelli brugðust menn reyðir við að fá ekki að þurka upp gjaldeyrisvarasjóðinn.

REPO lán gegna bara ekki hlutverki lána til þrautavara. Þetta eru bara lán til fjármögnunar sem ECB veitir.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:49

63 identicon

Já og þau koma í veg fyrir að bankar lenda í svona vandræðum. Enn og aftur þá hefurðu enga sönnun fyir því að Glitnir hafi verið í eiginfjárvanda. Þetta er bara einhver draumur til að rökstyðja að Davíð hafi haft rétt fyrir sér og allir aðrir rangt fyrir sér.

Egill (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:50

64 identicon

Nei engan vegin, það er nú bara einfaldlega ekkert að marka bækur Glitnis góði minn. Eigendur bankans eiga að vera bakvið lás og slá.

REPO lánin sem þú vísar í eru afgreidd með þeim hætti sem þú heldur fram.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:55

65 identicon

Þessi REPO lán eru ekki lán til þrautavara, þau eru kannski kostur þegar að aðrar leiðir bregðast en þú getur ekki kallað þetta þrautavaralán.

Bankarnir hérna Glitnir og Landsbankinn hefðu ekki fengið þessi lán.

Ég held að þetta sé komið ágætt og nenni ég ekki að ræða þetta við þig frekar. Þau gögn sem þú vísaðir í hér að ofan tala sínu máli og styðja einfaldlega ekki þitt mál.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 16:59

66 identicon

Annars mæli ég með fyrir fólk sem vill sjá umræðurnar í samhengi að fara hér upp í View - Source og virða fyrir sér html kóðan.

Ég ætla að hafa þetta svona gestaþraut.

bkv.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:50

67 identicon

"Nei engan vegin, það er nú bara einfaldlega ekkert að marka bækur Glitnis góði minn. Eigendur bankans eiga að vera bakvið lás og slá.

REPO lánin sem þú vísar í eru afgreidd með þeim hætti sem þú heldur fram."

 Þetta er þín skoðun en þú hefur enga sönnun fyrir þessu og er því bara útúrsnúningur.

Íslensku bankarnir voru einu bankarnir á vesturlöndum sem féllu vegna lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda.

"Þessi REPO lán eru ekki lán til þrautavara, þau eru kannski kostur þegar að aðrar leiðir bregðast en þú getur ekki kallað þetta þrautavaralán.

Bankarnir hérna Glitnir og Landsbankinn hefðu ekki fengið þessi lán."

Kallaðu þetta það sem þú vilt en þau eru til þess að aðstoða banka sem eru í lausafjárvanda.

Þú hefur ekki sýnt fram á að þessir bankar hafi verið í eiginfjárvanda né að veðin hafi verið léleg og því hefurðu engan grunn fyrir seinni fullyrðingunni.

Egill (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 22:57

68 identicon

Umræðuefnið var hvort taka ætti ummælum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem "hótun?". Ég geri það og lít á þau sem ósk Samfylkingarmanna eftir stjórnarslitum.

Ég persónulega held að Sjálfstæðismenn geti fundið sér traustverðugri samstarfsflokk í ríkisstjórn.

Hér hefur SF lofað fólkinu Evru og þannig kveikt von með fólki um að missa ekki húsin sín.

Þetta er ljótur leikur og svona pólitík á ekki heima í samstarfi við Sjálfstæðismenn.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 00:36

69 identicon

Það eru augljóslega komnir brestir í stjórnarsamstarfið. Sú staða er okkur ekki hagstæð. Ætlum við að láta efta kljúfa þjóðina? Ég er ekki hlyntur aðild en mun sætta mig við aðild ef það er vilji þjóðarinnar.  Ég veit ekki hvort evrópusambandið vill fá okkur núna en ég alla vega efast um að við séum í góðri samningarstöðu í dag.

Mér fannst Ingibjörg standa sig vel í þessu stjórnarsamstarfi þegar lýðræðið krafðist kosninga en er hún núna að hlaupa undan merkjum? Breyttar að stæður er grundvöllur fyrir breytingu á stjórnarsáttmálanum en að krefjast þess að heill flokkur breyti hug sínum gagnvart sjálfstæði landsins finnst mér vera hótun um stjórnarslit.

 Sjálfstæðisflokkurinn á líka að fara eftir köllun lýðræðisins og nú virðast flestir halda að Efta sé eitthvað meðal við blekkingarstarfsemi bankana svo ég tel að betra sé að skoða hvað pakkinn inniheldur áður en við segjum nei takk. Menn þurfa ekki að vera hlyntir aðild þótt þeir samþykki að skoða innihaldið. Heldur muni þeir fara eftir vilja þjóðarinnar um það hvort hún vilji ekki lengur vera sjálfstæð þjóð.

Offari (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:35

70 identicon

Rökin á móti því að fara í þessar viðræður við ESB eru að kostnaður er gríðarlegur og hleypur á milljörðum.

Eigum við þá til?

sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:56

71 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, Gunnar, Samfylkingin hefur verið að lofa fólkinu evru og þannig tendrað með því von um að halda kjörum sínum og missa ekki hús sín, en þetta er jafnframt ljótur leikur, því að upptaka evru hefði í 1. lagi í för með sér afar óhentugar aðstæður fyrir verðlag útflutningsvara okkar og tæki af okkur peninga- og gengisstjórn; og í 2. lagi yrði Evrópubandalags-innlimunar-viðhengið hreinn hryllingur fyrir sjálfstæði Íslands og fullveldismál, sem og bæði landbúnaðinn (myndi leika hann miklu grár en finnska bændur, hverra tekjur hafa minnkað um 40% frá inngöngu í EB) og sér í lagi sjávarútveginn, okkar undirstöðuatvinnuveg, þann sem einna mest tekjuaukningarvon er í fólgin (þ.e.a.s. án EB) og þann sem aflar okkur mests gjaldeyris. Sjá þessa aths. mína í annarri umræðu, og set ég hana að stórum hluta hér neðanmáls.*

En þessu öllu til viðbótar kemur svo sú staðreynd til, að evran er einungis með um 25% af alþjóðaviðskiptunum, en dollarinn með yfir 60%. Jafnvel Bretar og Danir, miklar viðskiptaþjóðir okkar, eru ekki með evruna og heldur ekki Svíar. Evran gæti jafnvel verið hverfandi gjaldmiðill (sjá nánar t.d. á Heimssýnarbloggi) vegna innri mótsagna og árekstra þjóðarhagsmuna á evrusvæðinu, en ef við gengjum í EB til að "fá" evru, væri það sama sem óafturkallanleg ákvörðun, og í samanburði við það væri upptaka dollarans margfalt skynsamlegri, yki hér mjög viðskipti (eins og ég á eftir að fjalla um síðar á eigin vefsíðu), gerði okkur það sáraauðvelt í einstökum banka- og rafrænum viðskiptum að býtta á dollurum og evrum, og alltaf ættum við líka möguleikann á því síðar að skipta um opinberan gjaldmiðil, frá dollar yfir í evru, ef einhverjir skyldu vilja það (en hitt ómögulegt fyrir einstök EB-lönd á evrusvæði að skipta yfir í dollar). Þannig að Gunnar Waage, Loftur verkfræðingur o.fl. dollars-menn hafa mjög mikið til síns máls. Sjálfur bendi ég þó á vankantana líka þar að ráða ekki gengi gjaldmiðils okkar, til að hafa sveigjanleika sem hentar ástandi okkar hagkerfis hverju sinni, og þykir full ástæða til að gefa krónunni 2–3 mánuði til að sanna gildi sitt og hæfni til að rétta sinn hlut eftir þá áraun, sem hún á nú og enn um stund við að glíma.

Kær kveðja til Sigurðar Kára, með smá-afsökunarbeiðni vegna lengdar þessa innleggs! 

  • * "Fiskveiðar eru á undanhaldi og er ekki óendanleg auðlind til framtíðar," segir [einn andmælandi minn]. Þetta á sér enga réttlætingu. Jafnvel Hafrómenn halda því ekki fram, að fiskurinn sé að deyja út. Ef lífríki sjávar fær að haldast í góðu jafnvægi, ættu t.d. bolfiskstofnar að geta þrifizt vel og veiðin orðið á ný þreföld og fjórföld á við það sem nú er leyft í þorskinum (130.000 t árlega). En ef gengið er á fæðistegundir þorsks, ýsu, ufsa, karfa o.s.frv., samtímis því sem selur og hvalur fær að fjölga sér óstjórnlega hér við land, þá er ekki á góðu von. Eins og í efnahagsmálunum þarf að koma til styrk stjórn hafrannsókna, sjávarútvegs- og fiskveiðimála.
  • En forsenda [nefnds andmælanda] er sem sé röng, og málflutningur hans [og margra annarra] virðist jafnframt bera því vitni, að [þeir] geri sér enga grein fyrir þeim miklu verðmætum sem sjávarútvegurinn skilar til þjóðarbúsins og í vasa alls almennings.
  • Sumir hafa reyndar talið þessar tekjur skila sér illa, útgerðir skili litlum arði og tekjuskattur þeirra því lítill. En sjómenn íslenzkir eru með margfaldan afla á við starfsbræður þeirra erlendis (Ragnar Árnason, 1995): meðalafli á hvern ísl. sjómann er þrefalt meiri en í Noregi, Bretlandi og EB og sjö sinnumm meiri en sjómanna í Kanada og Bandaríkjunum (Ragnar Arnalds: Sjálfstæðið er sívirk auðlind, 1998, s. 15). Tekjur sjómanna hér eru líka með því bezta á landinu, og af þeim greiðast miklir skattar og útsvar. Afleidd störf eru líka mörg, iðnaðarmanna og starfsmanna við hafnir og uppskipun, auk fiskiðnaðarins og margfeldisáhrifa af honum og þessu öllu.
  • "Ragnar Árnason heldur því reyndar fram í fyrrnefndri bók um ísl. sjávarútveg að raungengi íslensku krónunnar hafi löngum verið mjög hátt og afkoma sjávarútvegs hafi því verið rétt við núllið áratugum saman. [...] Hátt raungengi íslensku krónunnar hafi stuðlað að ódýrum innflutningi og þar með góðum lífskjörum almennings og orðið eins konar auðlindaskattur til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild (The North Atlantic Fisheries, bls. 262)" (Ragnar Arnalds: op.cit., s. 23, feitletrun hans, en undirstrikun mín, jvj).
  • Yfirburðir sjávarútvegsins hafa sýnt sig einna bezt í gjaldeyrisöflun hans. Töflurnar á vefsíðu Fannars frá Rifi, í vefgrein hans: Hagsmunir Íslands liggja í sjávarútvegi, sýna þetta með hvað ljósustum hætti. Þar kemur fram, að útflutningsverðmæti á hvern starfsmann í sjávarútvegi og landbúnaði var árið 2007 rúmlega 18,2 millj. kr., en útflutningsverðmæti annarra atvinnugreina á hvern starfsmann einungis rúmlega 1,7 millj. kr. Þarna sést í hnotskurn, hve gífurlegt framlag sjávarútvegs er til þess að afla okkur erlends gjaldeyris, sem er hrein lífsnauðsyn, ef við ætlum að geta keypt vörur erlendis frá. (Hlutur landbúnaðar er þarna með, en hann er afar lítill í raun, um 36 sinnum minni í útflutningsverðmætum en hlutur sjávarútvegs.)

Sbr. og þetta þar:  

  • Ég get enga kosti séð við það að missa fullveldi þjóðarinnar úr landi, það er ekkert það til sem bætir það, EB hefur ekkert tryggt í hendi til að bjóða sem sárabót fyrir að missa þau réttindi okkar sem og einokun okkar yfir 200 mílna fiskveiðilögsögunni. Betri er ein kráka í hendi en tvær í skógi, en EB býður reyndar ekki tvöfalt á við það, sem við höfum, heldur myndi heimta nál. 25 morðkrónur (milljarða króna) í árgjald og "gefa" einungis hluta af því til baka í styrkjum og uppbótum. Mér og flestum Íslendingum lízt illa á að verða bónbjargarmaður eða eilífur styrkþegi, en þar að auki er styrkjakerfi EB að skreppa saman, bandalagið hefur ekki lengur efni á því að styrkja austur-meðlimaþjóðirnar jafnvel til hálfs á við það, sem upphaflegu vesturþjóðirnar fengu (einkum í landbúnaðarstyrki), og Þjóðverjar eru farnir að segja stopp á sífelldar greiðslur. Mannfjölda- eða öllu heldur -fækkunarþróunin mun ennfremur setja bandalaginu stólinn fyrir dyrnar (vinnuaflskynslóðin skreppur saman, meðan öldruðum fjölgar ótrúlega hratt); þá verða skattar enn hækkaðir og sennilega komið á gegnumstreymis-lífeyrissjóðakerfi fyrir allar þjóðirnar (sem kæmi sér afar illa fyrir okkur). Við vitum hvað við höfum og ættum ekki að gína við einhverju, sem er ekki einu sinni hægt að lofa okkur. Fullveldi EB í lagagerð tryggir bandalaginu það: að geta alltaf breytt reglunum eftir á, og við þær ákvarðanir réðu stærstu þjóðirnar mestu, þær minnstu engu og hefðu ekkert neitunarvald. Þannig að þetta er afleitur kjostur fyrir sjálfstæða þjóð eins og okkar, sérstaklega fyrir sjávarútvegsþjóð vegna auðlindastefnu EB og vegna fyrri og ennþá viðvarandi græðgi Breta o.fl. þjóða í fiskveiðar hér, sbr. og atvinnuleysi tugþúsunda franskra og spænskra fiskimanna vegna varanlegs aflabrests í Miðjarðarhafi.

Jón Valur Jensson, 15.12.2008 kl. 01:56

72 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Sæll Egill

Það eru heitar umræður hér um Glitni sé ég.  Gaman að því.  Ég horfði á Silfur Egils í dag.  Þar var maður að nafni Indriði H. Þorláksson sem hefur verið að skoða efnahagsmálin útfrá skattalegum heimildum.  Hann benti m.a. á að einungis Seðlabankinn gæti veitt ákveðnar upplýsingar þegar stórar fjárhæðir eiga í hlut.  Ég er nú ekkert að hæla Davíð á neinn hátt, en ég er þess viss um að hann býr yfir upplýsingum og fólk og fyrirtæki sem fáir aðrir láta sig dreyma um.

Nú hef ég ekki séð ársreikninginn hjá Glitni áður en allt fór á verri veg.  Ríkið ætlaði jú að hjálpa til með lausafjárvandann og setja í hann 84 miljarða gegn 75% hlut. 

Hver var stærsti hluthafi Glitnis?  Jú félög og fyrirtæki í eigu Jóns Ásgeirs.  Hvað kom á daginn með t.d. Stím?  Bankinn lánaði til hlutafjárkaupa í sjálfum sér.  Hvernig færist það?  d/viðskiptakröfur og k/ eigið fé.  Þarna hækkar eigið fé og eignastaða banka.  Allt brask innanhúss og bara loft á bakvið.  Hvernig hafa viðskipti bankans verið við t.d. Stoðir og fleiri félög í eign Jón Ásgeirs?  Svipað?  Allt þetta hlutafé styrkir eiginfjárstöðuna og þar sem um lán er að ræða á móti - kröfur - líka eignahliðina.  En hvað er að marka þessar tölur?  Hvað skyldi bankinn hafa haft stórt hlutfall eignamegin á fyrirtæki Jóns Ásgeirs og co?  Voru þau kannski svo ekki borguð til baka?  Ef greitt er af kröfum til banka ætti ekki að vera til staðar lausafjárvandi?

Hver skyldi vita betur af svona hlutum en Seðlabanki?  Hann lánar jú hinum bönkunum.  Getur verið að Davíð hafi haft eitthvað fyrir sér?

Ef stór hluti eignanna er loftbóla - en skuldirnar eru concret - erum við þá ekki að tala um annað og meira en lausafjárvanda?

Nei - ég bara spyr.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.12.2008 kl. 02:10

73 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Og já - bara svona til frekari íhugunar.  Viðurkenndi ekki Jón Ásgeir að skulda nærri 1000 miljörðum (þó líklega sé það meira).  Hvar skyldu þær viðskiptakröfur liggja sem eignir?  Getur verið að búið hafi verið að mergsjúga Glitni?

Tja - þetta vissi Davíð allveg.....

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.12.2008 kl. 02:21

74 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Og svo eitt lítið innlegg um ESB fyrir svefninn.

Ísland er örþjóð, sterk lítil víkingaþjóð með gnægtir auðlynda.  Í ESB eru risaþjóðir og báknið á við heimsveldi.  Lagaverkið er gífulegt.  Ég spái því að innan 20 ára væri búið að "gleypa" Ísland með húð og hári.  Og lagalega séð gætum við ekki veitt mótspyrnu.

Bjartur í Sumarhúsum var nú einum of.  En það var ýmislegt í boðskap hans sem við ættum ekki að grafa í sandinn.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.12.2008 kl. 02:25

75 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heyr fyrir því, Lísa!

Jón Valur Jensson, 15.12.2008 kl. 02:57

76 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Valur kemur hér með sterk rök fyrir Dollaravæðingu og gegn Evru. Menn eru með réttu hræddir við að flækjast í svikavef ESB ef við tökum upp Evru. Slíkt er ekki fyrir hendi með Dollar og augljóslega alls ekki ef um Íslendskan Dollar er að ræða.

Raunar getum við nefnt nýja gjaldmiðilinn Krónu eða Mörk, ef okkur er það tilfinningamál. Hins vegar er þénugra fyrir viðskipti almennings, að nefna nýjan gjaldmiðil Dollar eða Dal. US Dalur yrði þá auðveldlega notaður innanlands, ásamt þeim Íslendska.

Myntráð Íslands mun einungis hafa það viðfangsefni að skipta á ISD og USD, fyrir þá sem vilja og þar með tryggja stöðugt gengi. Að auki, ávaxtar Myntráðið varaforðann í USD, sem tryggir að 100% skipti eru alltaf möguleg. Ríkissjóður fær allan rekstrarafgang Myntráðsins og er hann áætlaður 1,5 milljarðar Króna árlega.

Til fullkomins öryggis gegn svikulum stjórnmálamönnum, verður fyrirkomulag Myntráðsins fest í Stjórnarskrána. Hins vegar er hægt að breyta Stjórnarskránni, ef vilji þjóðarinnar stendur til. Því er hægt, fyrir opnum tjöldum, að skipta um grunn-mynt og taka þess vegna upp Evru ef meirihluti er fyrir slíku. Slík skipti á grunn-mynt (anchor currency) er svona dagsverk, eftir að Stjórnarskránni hefur verið breytt.

Nú er rétti tíminn til að koma á fót Myntráði Íslands. Ekki að bíða þar til svefn-væra færist yfir mannskapinn og enginn nennir að hugsa aftur. Flestar þjóðir sem tekið hafa upp myntráð, hafa gert það í óðaverðbólgu eða styrjaldarástandi og öllum hefur tekist að koma á efnahagslegum stöðugleika. Ég vara við þeirri hugmynd að láta tímann líða og athuga hvort Krónan rétti ekki við. Mistök á þessu sviði hafa orðið mörgum þjóðum dýrkeypt.

Íslendskan Dollar Strax með Myntráði Íslands og USD sem grunn-mynt !

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.12.2008 kl. 10:38

77 identicon

Sæl Lísa,

Þetta er að sjáflsögðu rétt að það var eitthvað brask þarna en vandinn liggur í því að við vitum ekkert  hver stærðagráða brasksins var miðað við eigið fé. Og því er þetta mjög takmarkaður grunnur.

Annars þá sagði Davíð á fyrsta fréttamannafundinum nokkuð merkilegt: "að um skammtímalauafjárvanda væri að ræða sem rekja mætti til falls bandaríska bankans Lehman Brothers." 

Nú eru liðnir 2+ mánuðir en enn hefur Davíð ekki komið fram og sagt að bankinn hafi verið í eiginfjárvanda. Af hverju er það svo. Hann hefur sagt nokkurn veginn allt annað. Þetta var alveg "textbook case" fyrir REPO láni.

http://visir.is/article/20080929/FRETTIR01/593022927&SearchID=73339137563631

Egill (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 10:45

78 identicon

Egill, það þarf veð fyrir þessum REPO lánum, Glitnir átti ekki til nógu góð veð. Þótt Jón Ásgeir hafi viljað meina að þau væru góð þá tek ég ekki mark á því.

Ertu nokkuð skyldur honum eða Hannesi?

sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 10:58

79 identicon

Veistu það að bæði ECB og FED hafa lækkað viðmiðin fyrir veðin til að þurfa ekki að lenda í svona. Spurning hvort það hefði ekki verið rétt að reyna að láta ekki svona reglur valda stærstu kreppu á seinni tímum.

Auk þess finnst mér það hæpið að  Glitnir hafi ekki átt eitthvað veðhæft veð. Glitnir átti t.d. flott húsnæðislánasafn í Noregi. En þó höfum við ekki góða stöðu til að meta þetta.

Nei ég er ekki skyldur þessum mönnum. Ert þú kannski skyldur Davíð Oddsyni?

Snýst þetta kannski um að réttlæta allt sem Davíð gerði og að kenna Jóni Ásgeiri eða einhverjum öðrum "óreiðumönnum" um allt illt?

Glitnir var tekinn yfir og það olli hruni bankakerfisins. Núna þarf að sannfæra fólk um að þetta hafi verið rétt ákvörðun og til þess þarf að sanna að Glitnir hafi verið í eiginfjárvanda og að bankinn hafi því verið gjaldþrota. Þrátt fyrir eitthvað brask sem var í gangi er ekki búið að sanna að þeir hafi verið í eiginfjárvanda. Þvert á það sagði Davíð sjálfur á fyrsta fréttamannafundinum að þetta væri "skammtíma lausafjárvandi" og í stöðu þegar bankar eru í lausafjárvanda en ekki eiginfjárvanda er það verk seðlabankans að leysa skammtíma lausafjárvanda. Ef það er ekki hægt að sanna að bankinn hafi verið í eiginfjárvanda þá voru þetta mistök hjá seðlabankanum og mistök sem kosta okkur stræstu kreppu á seinni tímum.

Egill (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 12:08

80 Smámynd: Jón Valur Jensson

Loftur minnist á rök mín fyrir upptöku dollars. Þau eru reyndar miklu fleiri en ég nefndi. Ecuador lenti í hrikalegri efnahagskreppu á árunum 1999–2000, landsframleiðsla minnkaði um 6%, og fátækt jókst mikið, enda hrundi bankakerfið. Í marz 2000 tók þingið þá stefnu að taka upp dollarann, og áhrifin urðu undraverð, ástandið gerbreyttist, og þar hefur verið góður hagvöxtur síðan.

Panama tók einnig upp dollarann sem gjaldmiðil, og þar er aukning þjóðartekna árið 2007 talin hafa verið um 11,2% (segir CIA-síðan, ég hafði áður heyrt 10%).

El Salvador tók líka upp Bandaríkjadal sem gjaldmiðil, og þar er aukning þjóðartekna árið 2007 talin hafa verið um 4,7%, en við verðum líka að horfa til þessara staðreynda (leturbr. mín): "With the adoption of the US dollar as its currency in 2001, El Salvador lost control over monetary policy and must concentrate on maintaining a disciplined fiscal policy," þ.e. landið verður að halda uppi hörðum aga við gerð fjárlaga. Spurning hversu vel okkur gengi við það hér til langframa! Og vitaskuld tapast þessi stjórn peningamála við upptöku annarrar myntar.

Þó ætla ég að bæta hér við enn einu, sem mælir með dollarnum: Viðskipti okkar við önnur lönd myndu liðkast verulega, og að nota algengustu myntina yrði einnig til að auðvelda verulega aukningu á viðskiptum við lönd eins og Kína, Japan og Indland.

Þá er hitt ekki síðra, að hér myndi skapast miklu betri markaður fyrir Bandaríkin og gagnkvæmt. Ein ábending góðs vinar míns er sú, að við myndum geta boðið Bandaríkjamönnum, sem notað getað lífeyri sinn til lækninga og heilsubótar, sérstakar heilsuferðir hingað og dvöl á bæði hressingarhælum og sjúkrahúsum. Gengið væri hagstætt, og hér er 1. flokks læknisþjónusta, sem var fyrir kreppuna mun ódýrari en í Bandaríkjunum, en er nú ennþá samkeppnishæfari. Þetta gæti orðið veruleg tekjulind fyrir viðkomandi heilbrigðisstéttir og landið allt, ásamt góðum margfeldisáhrifum, og verðlagningin yrði auðvitað ekki niðurgreidd af ísl. ríkinu! Þá er einnig viðbúið, að ferðalög Bandaríkjamanna o.fl. þjóða hingað myndu stóraukast, það væri a.m.k. enginn ókunnur ("illa treystandi?") gjaldmiðill að fæla neinn frá.

En sjálfur mæli ég sem fyrr með krónunni. Nýjasta hádegisfréttin um hana frá í dag er sú, að greiningardeild Glitnis spáir því, að gengi hennar hækki með nýja árinu, verði sennilega um 120 kr. á evruna fljótlega fyrir vorið í stað 155 kr. í dag, og þetta muni hafa áhrif til lækkunar verðlag, þannig að þótt stýrivextir verði enn 18% í marz, verði unnt að lækka þá niður í 7 (sjö) prósent í lok næsta árs.

Gefum krónunni því áfram sitt tækifæri til að þess að við getum haft aðstöðu til að sjórna sjálf okkar peningamálum.

En mikið var sorgleg fréttin af Þorgerði Katrínu í sömu hádegisfréttum – af furðulegu skvaldri hennar við norskan fjölmiðil.

Trúum á Ísland og okkar frábæru atvinnuvegi.

Jón Valur Jensson, 15.12.2008 kl. 13:05

81 identicon

Af hverju eru menn að rífast um það hvort einhver hefði reddað okkur þrautavaraláni eða ekki?  Það eru og verða bara pólitískar pælingar um hvað ef, jafnvel þó forsendurnar hefðu verið til staðar þá hefði líka þurft pólitískan vilja ESB til að gefa lánið, of mörg ef.  Það sem skipti máli er finna út hvernig við komumst í þess aðstöðu að þurfa á neyðarláni og hvernig vinnum við okkur út úr henni og fyrirbyggjum að þetta gerist ekki aftur næstu 50 árin.

Málið er einfalt á yfirborðinu .  Undir stjórn íslenskra stjórnvalda var allt stjórnlaust, eitt gargandi unglingafyllerí og foreldrarnir að heiman.  Löggjafinn sinnti ekki sínu hlutverki af kostgæfni, lagabálkurinn sem tengist innherjaviðskiptum, krosseignatengslum, hagsmunatengslum og svo framvegis er varla til staðar. Þetta var almenn vitneskja, stórfurðulegir gjörningar framkvæmdir í allra sýn og enginn gerði neitt.   Vegna pólitískra og eignatengsla gat heldur enginn sig hrært, allir höfðu nógu af óhreinu mjöli í sínum poka, allir bjuggu í glerhúsi.  Þeir sem áttu að gæta hagsmuna þjóðarinnar voru ekki hafnir yfir nokkurn vafa, allt sem þeir gerðu eða hefðu getað gert af réttsýnum hvötum myndi alltaf líta fyrir að vera vafasamt, vegna fyrri pólitískra tengsla eða viðskipa afskipta. 

Nú er komin tími til að þeir óvilhöllustu og vammminnstu komi fram og taki stjórn á heimilinu.  ISG, GHH og fleiri eru ekki til þess fallin að taka til, hvað þá heldur að fyrirbyggja að hlutirnir endurtaki sig ekki.  Alþingi Íslendinga þarf að verða að alvöru lagavaldi og verndara stjórnarskrárinnar, ekki þessu skrípi sem það því miður er í dag.

Gjaldeyrisskipti = USD (ef menn vilja Evruna seinna, þá verður einfaldara að fara úr dollar í Evru en að fara úr Íkr).

ESB = Skoðað það og kjósa svo um, ekki spyrða alltaf gjaldeyrisskipti og ESB saman.  Við getum sennilega ekki tekið upp Evru án ESB, sættum okkur við það, veljum það næst besta.

Þetta er fyrsta skref, svo má fara að taka til.  Utanríkisráðaneytið fyrst.  Sendiráð í USA, Brussel, London og á norðurlöndunum, ræðismenn þess utan.  Skera niður um 50% á næstu 2 árum, félagsmálaráðaneytið á að koma síðast.

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 13:07

82 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Valur kemur með marga góða punkta sem styðja hugmyndina um beina Dollaravæðingu með USD einum sem gjaldmiðli, eða Myntráði og bæði USD og ISD sem gjaldmiðla. Hann sýnir okkur glögglega megin kostinn við Dollaravæðingu, sem eftirfarandi setning lýsir svo vel, þótt hún eigi við El Salvador:

With the adoption of the US dollar as its currency in 2001, El Salvador lost control over monetary policy and must concentrate on maintaining a disciplined fiscal policy

Þetta er megin málið, að með Dollaravæðingu er búið að festa gengið og peningastefnuna til langframa. Stjórnvöld geta ekki lengur stundað peningaprentun vegna gæluverkefna. Með þessu móti er stöðugleiki fenginn til langframa.

Jón Valur vill gefa Krónunni tækifæri til að sýna hvað í henni býr. Nú skulum við hafa í huga að hér er Jón Valur raunverulega að tala um, að gefa stjórnmálamönnum tækifæri. Hafa Íslendskir stjórnmálmenn ekki fengið næg tækifæri ? Hafa stjórnmálamenn allra landa ekki fengið næg tækifæri ?

Staðreyndin er auðvitað sú, að stjórnmálamenn allra landa eru (nærstum) allir eins, þegar kemur að fjármálum. Efnahagslögmál eru jafnframt eins í öllum smáum löndum. Hægt er að fullyrða að 100 smæstu hagkerfi heims eru vanþróuð þegar kemur að gjaldmiðlum. Öll þessi hagkerfi og mörg stærri lenda reglulega í efnahagslegum kollsteypum, sem veikir gjaldmiðlar dýpka og eru oft beinlínis orsök hrunsins.

Með þessar staðreyndir fyrir framan okkur, ættum við ekki að vera svo barnaleg að halda að það sé annað en leikur að eldi, að gefa Krónunni enn eitt tækifæri. Með ISD sem gjaldmiðil og USD sem grunn-mynt (anchor currency) höfum við bæði Íslendskan gjaldmiðil og einnig stöðugleika USD. Myntráð Íslands mun einungis tryggja að ekki séu brögð í tafli.

Íslendskan Dollar Strax með Myntráði Íslands og USD sem grunn-mynt !

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.12.2008 kl. 14:00

83 Smámynd: Jón Valur Jensson

Loftur, krónan dugði, þegar hagkerfi okkar var tífalt minna en nú, jafnvel enn minna. Við verðum að beina athyglinni að því, hvað það er sem gerir hana veika fyrir. Áður fyrr voru engin jöklabréf, engin ofurþensla á við það, sem verið hefur síðustu 4–5 ár (með jafnvel stóraukningu ríkisframkvæmda, þegar aðrar framkvæmdir voru á fullu, í stað þess að takmarka þær fyrrnefndu á meðan), og umfram allt var þá enginn EES-samningur, sem gefið hefur fjárhættuspilurum tækifæri til ofurútrásar með baktryggingu í ríkistryggingasjóði inneigna og (með hæpnum rökum reyndar, eins og Sigurður Kári veit) í ríkissjóði sjálfum, þegar hitt dugði ekki til, ásamt með stórkostlegri áhættu fyrir ævisparnað Íslendinga, peningamarkaðsreikninga og hlutabréf almennings og lífeyrissjóðanna, hverra tap er hrikalegt. Að sömu fjármálagosum var sömuleiðis heimilt, sennilega á grundvelli sama EES-samnings, að láta hlutafélag skráð á Jómfrúreyjum eða í Lúxembúrg eiga stóran hlut í íslenzkum hlutafélögum og hirða arðinn þangað óskiptan (80 milljarða), án þess að ríkið fengi neinn tekjuskatt af honum, það er einnig yfirgengilegt og til dæmis um, að þetta "umhverfi" hentar okkur alls ekki. Það hentaði fjárspekúlöntum, sem síðan voga sér að reyna að eignast aftur íslenzku bankana!

Tryggjum stöðu krónunnar með því að segja upp þessum bannsettum EES-samningi, sem veldur því líka, að ráðuneytisfólk og verktakar sitja daginn út og inn við að þýða endalausa lagabálka sem við höfum ekkert við að gera – allt á okkar kostnað!

Jón Valur Jensson, 15.12.2008 kl. 14:39

84 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jón Valur, Krónan hefur aldreigi dugað ! Hún hefur alltaf verið óstöðug, það er að segja fallandi. Oftast hefur henni verið tyllt (pegged) en nú er í tísku að láta hana fljóta. Engu máli skiptir hvort Krónunni er tyllt eða hún látin fljóta, yfir lengri tíma liggur leiðin niður > niður.

Margir virðast ekki skilja, að þegar gjaldmiðillinn fellur gagnvart sterkum gjaldmiðli, eins og Dollar, er verið að færa verðmæti frá Íslendingum til útlendinga. Íslendskar fasteignir og Íslendsk laun lækka að verðmæti. Útlendingar geta fengið þetta fyrir færri Dollara. Er það svona samfélag sem menn vilja, að þótt Íslendingar puði og puði, þá geta útlendingar stöðugt keypt Íslendsk verðmæti á stöðugt lægra verði ?

Hvað gerir Krónuna veika er fullkomlega ljóst. Það er smæð hagkerfisins, sem veldur því að þegar Krónan fellur fáum við holskeflu verðhækkana yfir okkur. Krónan stendur sig vel á þenslu-tímum, en það er náttúrulögmál að ávallt skiptast á skin og skúrir. Jafnframt er gengdarlaus peningaútgáfa Seðlabankans að grafa undan Krónunni.

Með því að veita Ríki og sveitarfélögum, bönkum og Ríkisfyrirtækum lán gegn ástarbréfum, er Seðlabankinn að auka peningamagn og gera allan gjaldmiðilinn verðminni. Að lokum brestur stýflan og raunverulegt verðmæti gjaldmiðilsins kemur í ljós. Á bak við gjaldmiðil eiga að standa föst verðmæti, ekki einhver haldlaus loforð.

Stór hagkerfi eins og Dollara-svæðið verða ekki vör við gengisbreytingar, þar liggur munurinn. Þú ert trúmaður Jón Valur, en það dugar ekki að trúa á gjaldmiðilinn. Verðmæti gjaldmiðils ræðst af þekktum hagfræðilegum lögmálum. Þótt hagfræði sé ekki vísindi, eru samt þekkt ýmis orsakasambönd í efnahagsmálum. Hegðan gjaldmiðla er eitt af því sem menn vita mest um. Vandamálið liggur ljóst fyrir og það er auðskilið.

Íslendskan Dollar Strax með Myntráði Íslands og USD sem grunn-mynt !

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.12.2008 kl. 15:48

85 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Eitt sem ég er að velta fyrir mér.  Er ekki alveg það sama að tengja IKR við  USdollar sem grunnmynt og að búa til ISD með USdollar sem grunnmynt?  Og er ekki alltaf sama áhættan að tengingin haldi ekki?

Ef við tækjum upp Dollar einhliða þá hefðum við enga tengingu til að klúðra.  Þar sem við Íslendingar virðumst sérfræðingar í fjármálaklúðri þá er ég mjög hrædd um að myntráði verði klúðrað líka.  Og að það myndist alltaf einhver gengismunur þarna á milli.  Meiri eftirspurn eftur USD en ISD.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 15.12.2008 kl. 16:54

86 identicon

tja það er strangt til tekið ekki rétt að setja fram að Glitnir hafi verið í eiginfjárvanda. Hitt er annað mál ég myndi ekki fullyrða að þeir hafi ekki verið það.

En veðin hjá þeim reyndust ekki duga fyrir lántöku. Eignasafnið hjá þeim sem innihélt tíðrædd ástarbréf og fl.

Ekki gleima því heldur að eignaverð hafði fallið víða og gengi í mörgum tilfellum of hátt skráð. Seðlabankar hafa því þurft að kalla eftir nýjum sterkari veðum.

Ég hef bara enga ástæðu til þess að halda að hægt hefði verið að bjarga Glitni með öðrum aðgerðum en þeim að yfirtaka bankann. REPO lánin þurfa einnig veð og mögulega sterkari veð heldur en Seðlabankinn óskaði eftir. Þau hefðu því ekki fengist heldur, annars hefði sú leið einfaldlega verið farin.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 17:22

87 identicon

Davíð Oddson sagði þetta vera ástarbréf. Hann hefur nú sagt ýmislegt sem ekki hefur stenst.

 Eignaverð hefur verið að falla um allan heiminn og seðlabankar hafa tekið tillit til þess og lánað samt svo að ÞEIR VERÐI EKKI NÆSTA ÍSLAND.......

"Ég hef bara enga ástæðu til þess að halda að hægt hefði verið að bjarga Glitni með öðrum aðgerðum en þeim að yfirtaka bankann."

Burtséð frá veðunum hefði verið hægt að bjarga bankanum með skammtíma lausaféi og þá væri ekki stærsta kreppa síðar tíma núna.

Vertu gagnrýnin: versta bankakreppa í sögu heimsins, þ.e. með tilliti til höfðatölu, gengur nú yfir Ísland og henni var hrynnt á stað af Davíð Oddsyni.

Egill (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:31

88 identicon

"Ég hef bara enga ástæðu til þess að halda að hægt hefði verið að bjarga Glitni með öðrum aðgerðum en þeim að yfirtaka bankann."

Þú hefður ástæðu til að halda að þrautavaralán hefði bjargað bankanum enda segirðu sjálfur að þú vitir ekki hvort það var eiginfjárvandi í Glitni.

Egill (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:37

89 identicon

Dadvíð Oddsson er ekki valdur að bankahruninu.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:59

90 identicon

Fall Glitnis olli bankahruninu og það verður að rannsaka hvað gerðist þar.

Hlutverk Davíðs og aðra en eitt er víst: Þjóðnýtingin gaf til kynna að bankinn væri í eiginfjárvanda en ekki lausafjárvanda sem sendi þau skilaboð til umheimsins hlutir stæðu mikið verr á Íslandi en almennt var haldið.

Aftur á móti ef það var ekki eiginfjárvandi þá er það mjög alvarlegt.

Egill (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:09

91 identicon

nei nei, það er ekkert endilega málið að þarna hafi verið tæknilegur eiginfjárvandi á ferðinni.

Þú þarft að taka inn í myndina að Glitnismenn eru ekki heiðarlegir menn. Mér þykir leytt að sjá ungan mann eins og þig taka afstöðu með þrjótum og taka þeirra útúrsnúninga og afsakannir og gera þær að þínum.

Hér eru barnaheimili og spítalar sem þarf að halda opnum. 'Eg sé ekki eftir þessum bönkum og vona svo sannarlega að glæpamenn sem þessir komist ekki aftur í álnir hér eins og þeir hafa gert hingað til.

Ef að bankahrunið var nauðsynlegt til þess að línur skýrðust hér, þá er það af hinu góða.

REPO málinu þínu hefur verið svarað og það hrakið samkvæmt þínum eigin gögnum.

Ekki mitt vandamál. En nú nenni ég ekki lengur þessari umræðu við þig.

bkv

sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:25

92 identicon

 "Þú þarft að taka inn í myndina að Glitnismenn eru ekki heiðarlegir menn."

Þetta er einmitt miðjan af vandamálinu. Þetta má ekki spila inn í ákvörðun um þrautavaralán þ.e. persónulegt hatur eða fyrirleitni. Davíð var að vinna fyrir ríkið en ekki sjálfan sig. Hann var einfaldlega að vinna verk sem á ekki að vera persónulegt. Það misstu 1000 manns vinnuna sína í bönkunum og það er mjög alvarlegt. Svo misstu hát í tug þúsund manns vinnnuna í kjölfarið og sparnaðinn sinn einnig.

Það er ólöglegt fyrir embættismenn að láta persónulegt hatur stjórna verkum sínum og sérstaklega ef það veldur hrikalegum hörmungum þá er það saknæmt. Það er einfaldlega eitt form af spillingu.

Ég læt amk. ekki fordóma koma í veg fyrir rökrétta hugsun.

Egill (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:54

93 identicon

ekkert hatur, við eigum bara ekki peninga handa þessum mönnum.

vertu blessaður

sandkassi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 21:02

94 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta eru málefnalegar spurningar Lísa og mér er ánægja að svara þeim.

Undir Myntráði getum við notað innlendan gjaldmiðil með hvaða nafni sem er, til dæmis Krónu, Mark eða Dollar. Í öllum tilvikum yrði um Íslendska mynt að ræða. Grunn-myntin (anchor currency) getur verið hvaða erlend mynt sem er, eða gull eða silfur svo eitthvað sé nefnt. Skiptihlutfallið á milli innlenda gjaldmiðilsins og grunn-myntarinnar getur einnig verið hvaða hlutfall sem hentar.

  • Grunn-myntin? Megin krafan til grunn-myntarinnar er að hún sé sterkur gjaldmiðill, sem hefur mikla útbreyðslu um heiminn. US Dollar uppfyllir bezt þessar kröfur.
  • Nafn innlenda gjaldmiðilsins? Um þetta geta verið skiptar skoðanir, en ég tel einsýnt að bezt sé að nafnið sé hið sama og nafnið á grunn-myntinni. Þetta er gert til að koma í veg fyrir misskilning í verslun og raunar allri notkun gjaldmiðilsins.
  • Skipti-hlutfall? Ef við notuðum núgildandi Krónu væri eðlilegt að skipti-hlutfallið væri eitthvað nærri jafnvægisgengi utanríkisviðskipta, til dæmis 1 USD = 100 ISK. (þetta er bara dæmi og ekkert til að æsa sig útaf). Ef við tækjum upp Núkrónu, Mark eða Dollar er hentugast að skipti-hlutfallið sé eining (1:1). Þetta er gert til einföldunar við skipti á milli gjaldmiðla.

Mín tillaga er því, að nýja Íslendska myntin heiti Dollar (ISD) og skiptihlutfallið sé 1 ISD = 1 USD, eingöngu vegna hagnýtra sjónarmiða.

Til að tryggja tengingu innlendarar myntar og grunn-myntarinnar, er varasjóðurinn hafður 110% -115% af innlendu myntinni. Þessi yfirvikt er til frekara öryggis, því að hugsanlegt er að Bandarísku ríkisskuldabréfin, sem varasjóðurinn er geymdur í, lækki lítillega í verði. Allur hagnaður af Myntráðinu, sem gæti orðið 1,5 milljarðar á ári, er lagður til Ríkissjóði. Ekki er ráðlegt að Myntráðið ráði yfir meira fjármagni en nauðsynlegt er til tryggingar. Að öðrum kosti munu stjórnmálamenn leita með fingurna í sjóðinn og skerða trúverðugleika hans.

Til að tenging gjaldmiðlanna haldi fullkomlega, þarf að setja nákvæmt ákvæði í Stjórnarskrána um starfsreglur Myntráðsins. Þeim er hægt að breyta, en einungis á þann hátt sem Stjórnarskráin leyfir. Ég myndi seta í Stjórnarskrána ákvæði um að ekki mætti breyta reglum Myntráðsins, nema með þjóðar-atkvæðagreiðslu og þyrfti aukinn meirihluta atkvæða til breytingarinnar. Við gætum hugsað okkur að breytingar krefðust 3/4 hluta (75%) aðkvæða, eða meira.

Höfum í huga að reynslan af myntráðum er 100% góð. Engin myntráð hafa lent í gjaldþurrð, eða klúðrast af öðrum tæknilegum völdum. Berum það saman við sögu seðlabankanna. Myntráð hafa víða verið lögð niður en það er ávallt vegna ásælni stjórnmálamanna og oft að kröfu IMF, ekki af tæknilegum ástæðum. Þetta er fyrirkomulag sem ekki getur brugðist og sem kostar mjög lítið (10 starfsmenn), auk þess að hægt er að taka það í notkun Strax (á 60 dögum). Það er algjör misskilningur sem sumir halda fram, að efnahagslegt jafnvægi þurfi að vera til staðar við upptöku Myntráðs. Við eigum að taka það upp Strax og stöðva þannig gengissveiflur, verðbólgu, eignarýrnun og vísitölutryggingu.

Kveðjur.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.12.2008 kl. 21:19

95 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Sigurður Kári..takk fyrir að hafa kerfi þitt opið!  Það gera fæstir í þínum sporum og ertu maður að meiri!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 16.12.2008 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband