Bandaríkjamenn og hvalveiðar

Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins kom fram að Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefði lýst því yfir við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra Íslands, í gær að hún væri mjög óánægð og vonsvikin með hvalveiðar Íslendingar og vonaðist til að sjá stefnubreytingu hjá íslenskum stjórnvöldum í hvalveiðimálum.

Þessi yfirlýsing utanríkisráðherra Bandaríkjanna kemur ekki á óvart.

Hins vegar er spurning hvort ráðherrann ætti ekki að byrja á því að ræða um hvalveiðimál í sínu eigin landi.  Ég veit ekki betur en að Bandaríkin séu mesta eða að minnsta kosti ein mesta hvalveiðiþjóð heims!

Sigurður Kári


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ertu þá ekki að tala um veiðar inúíta á höfrungum? Man ekki betur en að talan hafi verið að nálgast 20.000 dýr á ári og þeir réttlæta þetta með því að segja að þetta sé hefð hjá þessum ættbálkum.

Eru okkar hvalveiðar ekki byggðar á langri hefð þó svo að norðmenn og fleiri þjóðir hafi sinnt þessu við klakann okkar. Hefðin á okkar veiðisvæði er til staðar til margra alda og því sé ég ekkert að því að nýta þá stofna sem ekki eru í hættu.

Pétur Kristinsson, 31.5.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Laukrétt er ályktun þín og lokaorð, Sigurður Kári (samanber þessi skrif).

Jón Valur Jensson, 31.5.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Halla Rut

Algjörlega sammála þér Sigurður og ánægð með þín viðhorf til þessara mála.

Halla Rut , 1.6.2008 kl. 12:25

4 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Enn eitt dæmið um hvernig bandaríkjamenn sjá flísina í auga náungans en sjá ekki bjálkann í eigin auga :)

Jóhann Kristjánsson, 1.6.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband