Framganga Magnúsar Þórs Hafsteinssonar

mth4Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með framgöngu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns Frjálslynda flokksins og aðstoðarmanns Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns sama flokks, í fjölmiðlum í dag.

Magnús Þór hefur farið hamförum í gagnrýni sinni á bæjaryfirvöld á Akranesi fyrir þau áform bæjarins að bjóða palestínskum konum og börnum frá Írak hæli hér á landi með búsetu á Akranesi.  Þá vandar Magnús Þór Karen Jónsdóttur, fyrrum bæjarfulltrúa Frjálslynda flokksins, og Gísla S. Einarssyni ekki kveðjurnar fyrir sinn þátt í málinu og fyrir að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.

Magnús Þór Hafsteinsson hefur í þeim fjölmörgu viðtölum sem hann hefur farið í í dag lagt áherslu á að hann vilji að íslensk stjórnvöld veiti konunum og börnunum sem mál þetta snýst um aðstoð þar sem þau eru nú búsett.

Það sjónarmið er góðra gjalda vert.  Hins vegar hefur mér fundist Magnús Þór horfa framhjá því að þetta fólk, sem er frá Palestínu, er flóttafólk á vergangi í Írak sem á hvergi höfði sínu að halla.  Því virðist vera tómt mál að tala um að veita slíka aðstoð í þessu tilviki.

Ég held að Magnús Þór Hafsteinsson hafi hvorki gert sjálfum sér eða Frjálslynda flokknum neinn greiða með framgöngu sinni í dag.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er Sjálfstæðismaður, en ég horfi öfundaraugum á Frjálslynda, því þeir hafa innan sinna raða fólk sem stendur á sinni meiningu.

Nú vill svo til að ég er sammála honum um að aðstoðin kæmi sér betur, ef hún væri veitt á staðnum. Er ég að gera Sjálfstæðisflokknum óleik með því að minnast á það?

Sem ábyrgur einstaklingur óska ég þess að menn komi hreint fram, en þegi ekki um skoðanir sínar. Ég geri þær kröfur líka til þingmanna sem ég hef kosið. Ég geri þær til þín, Sigurður Kári. Ef þú getur ekki uppfyllt þær kröfur, geri ég þá varakröfu að þú látir það ógert að ráðast á andstæðinga sem hafa þennan eiginleika.

Magnús Þór hefur rökstutt sitt mál mjög vel. Þú mættir eyða púðri í að ræða innihaldið og gagnrýna það sem þér þykir gagnrýnivert, en sleppa pólitíska keiluleiknum.

X-D (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Sigurður nú hefur þú verið einlægur stuðningsmaður þess að Ísland styddi dyggilega á bak við innrásina í Írak m.a. til þess að koma á viðunandi mannréttindum í landinu.

Nú hefur þessi stefna mistekist hrapalega og fólk flýr umvörpum landið - Er það á þeim forsendum að Sjálfstæðisflokknum finnst rétt að taka í skyndi við fjölda flóttamanna frá Írak og ef svo er hvað er eðllegt og sanngjarnt að Ísland taki við mörgum flóttamönnum?

Sigurjón Þórðarson, 15.5.2008 kl. 00:42

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Sigurður. Það er rétt hjá þér, að það "virðist vera tómt mál" að veita þessa aðstoð í Írak, en það má leysa málið öðruvísi og betur. Fyrir 2/3 af því fé, sem fer til þessa flóttafólks hér á landi, hefðum við með góðum milliríkjasamningi við eitthvert múslimsku landanna við Miðjarðarhafið getað búið þessu fólki glæsileg lífs- og menntunarskilyrði þar, fólkinu sjálfu til góðs og hinu nýja landi þess líka. Hér mæta því hins vegar tungumáls- og aðlögunarerfiðleikar. Það er lofsvert og nauðsynlegt að hjálpa þessu fólki, en að flytja það úr svækjunni í Írak upp á Akranes hefði fáum dottið í hug nema Ingibjörgu Sólrúnu og hennar skammsýna Samfylkingarkór.

Jón Valur Jensson, 15.5.2008 kl. 10:53

4 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég er ekki viss um, að þarna njóti Magnús réttmælis.

Hann marg ítrekaði, að Akraneskaupstaður væri EKKI Í FÆRUM TIL að taka á móti umræddu fólki, svo að sómi væri að, þar sem ljóst væri,--að skoðuðum biðlistum og öðru slíku um aðstoð frá sveitafélaginu, nýlegum uppsögnum starfsmanna í fiski og öðru svona hversdaglegu leiðinda hjakki.

Einnig vissi hann ekki, hvar börnin sem fyljga þesum hrjáðu konum, fengju inni í skólaplássum, þar sem verulegur skortur er á boðlegu húsnæði til slíks brúks nú þegar og innfæddir ekki í góðum málum þar heldur.

Svo er auðvitað hinn pólitíki vinkill að ata menn auri og væna um rasisma og allskonar svona PC óþolandi leiðindi.

Hvernig hyggst þú bregðast við, að nú kváðu Glitnismenn bjóða þann banka, sem hefur veð í all miklum Kvóta, nú falan öllum bröskurum, vogunarsjóðum og illþýði öðru???????

Hvernig hyggst þú bregðast við þeirri ætlan manna, að gera að engu orð Davíðs Oddssonar um, að þjóðin komi til með að njóta afraksturs einkavæðingarinnar á bönkunum, með VERULEGA AUKNUM SKATTGREIÐSLUM, SEM YRÐU MIKLU MIKLU HÆRRI FJÁRHÆÐUM bara ef litið væri til sölu hlutabréfa.

Þarna er á ferðinni grafalvarlegt mál.

Einnig er ófært, að lána megi lífeyrissjóði manna til áhættufjárfesta.

ÉG óska eftir svörum um þetta.

Umræðan um útlendinga geta beðið betri tíma.

Bjarni Kjartansson

Miðbæjaríhald

Bjarni Kjartansson, 15.5.2008 kl. 12:04

5 Smámynd: Egill Óskarsson

Er Magnús ekki fráfarandi formaður félagsmálanefndar Akraness? Ber hann þá ekki pólitíska ábyrgð á þeirri hryllilegu stöðu sem þar virðist vera í þeim málum?

Egill Óskarsson, 15.5.2008 kl. 17:40

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Ekki mikil hlýja í hjörtum manna sem tíma ekki að skjóta skjólshúsi yfir fólk sem á hvergi heima.  Það finnst mér a.m.k.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 15.5.2008 kl. 19:16

7 Smámynd: Íslands-Bersi

Sigurður ég er sjálfstæðis maður alla tíð, en er ánægður að Frjálslindir standi á sínu ,og fólk er hrætt að  fá þetta hingað og hugsaðu nú málið og lestu um Trjóuhestinn , mundu  þegar minkarnir vor fluttir til landsins,og pestir sem hafa komið með ýmsu  ,sem hefur ratað hingað  ,en þú ert kannski svona jákvæður svo Björn geti æft varaliðið á alvöru hryðjuverkamönum seina á skaganum  

Íslands-Bersi, 15.5.2008 kl. 21:47

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með Bjarna Miðbæjaríhaldi – en bíð svara þinna, Sigurður Kári, við innleggi mínu. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 17.5.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband