Á ferð í Kanada

ParliamentHillOttawa1Um helgina sótti ég fund þingmannanefndar um norðurskautsmál sem haldinn var í Ottawa í Kanada, en nefndin er samstarfsvettvangur þingmanna frá Íslandi og öðrum Norðurlöndum, Bandaríkjanna, Rússlands, Kanada og Evrópusambandsins.

Ferðin gekk, svo ekki sé meira sagt, afar brösuglega þar sem tengiflugi mínu til og frá Kanada var aflýst.  Því þurfti ég að eyða meiri tíma á flugvöllum og flugvallarhótelum en ég kæri mig um að rifja upp.

En þrátt fyrir miklar hremmingar á ferðalögum mínum um Norður-Ameríku tókst mér að mæta á fund nefndarinnar sem haldinn var í glæsilegu þinghúsi þeirra Kanadamanna.  Þar gerði ég grein fyrir helstu sjónarmiðum sem fram komu á fundi Nato, sem haldinn var í Reykjavík dagana 5. til 9. október sl., sem hafa þýðingu fyrir aðildarlönd samstarfsins um norðurskautsmál.

Jafnframt geri ég grein fyrir merku framtaki Háskólans á Akureyri sem um þessar mundir er að þróa námsleið á sviði heimskautalögfræði þar sem áhersla er lögð á löggjöf sem varðar þennan hluta heimsins, einkum á sviði umhverfisréttar, haf- og sjóréttar, auðlindaréttar og fleiri réttarsviða.  Í tengslum við þessa uppbyggingu Háskólans á Akureyri hyggst skólinn taka upp viðamikið samstarf við alþjóðlega háskóla á norðurslóðum.  Óhætt er að segja að framtak Háskólans á Akureyri hafi vakið mikla athygli og góðar undirtektir þeirra þingmanna sem fundinn sóttu.

Frá því að ég kom aftur heim til Íslands hef ég verið að fara yfir þær umræður sem hafa átt sér stað um frumvarp mitt og 16 samþingmanna minna um að heimila sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum meðan ég var í Vesturheimi.

Ég fæ ekki betur séð en að sú umræða hafi verið býsna fyrirferðamikil og að þar hafi komið fram ýmsar fullyrðingar sem ástæða er til að gera athugasemdir við.

Það mun ég gera á þessum vettvangi þegar mér vinnst tími til.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Mér heyrist á öllu hér að ofan að ferðin hafi verið ævintýraleg fyrir þig og skemmtileg, þrátt fyrir að vera svona pínu oggu óheppinn þarna með flugið þitt. En gott að vita að ferðin var góð.... en hvað ? er verið að gera heimskautslögfræði ? mér fannst þetta afar áhugavert og ekkert smá flott sko,...... þó ég sé ekki alveg búin að átta mig á þessu.

Alltaf bestu kveðjur til þín,

Inga Lára Helgadóttir 

Inga Lára Helgadóttir, 25.10.2007 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband