Veikt stjórnlagaráð

Tillaga um að skipa stjórnlagaráð var samþykkt á Alþingi í dag með einungis 30 atkvæðum.

Það þýðir að minnihluti alþingismanna greiddi tillögunni atkvæði sitt.

Það vakti athygli að tveir ráðherrar í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur greiddu tillögunni ekki atkvæði sitt, þeir Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, og Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.  Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, studdi heldur ekki tillöguna.

Ég efast ekki um að þennan dræma stuðning við tillöguna með skýra með því að með henni var lagt til að niðurstaða Hæstaréttar Íslands um að ógilda kosningu til stjórnlagaþings yrði að engu höfð og þannig látið að æðsti dómstóll landsins hefði aldrei fjallað um málið.

Um það voru allir þeir sérfræðingar sem um málið fjölluðu fyrir allsherjarnefnd Alþingis sammála.

En á þá var ekki hlustað og nú liggur niðurstaðan fyrir.

Eins og minn gamli prófessor, Sigurður Líndal, benti á grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið hinn 17. mars sl., þá er þetta ekki burðugt upphaf né gott veganesti í því mikilvæga verkefni sem endurskoðun stjórnarskrárinnar er.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar á Alþingi í dag sýnir hversu vanhugsuð sú hugmynd að skipa stjórnlagaráð á rústum stjórnlagaþingsins var.  Um hana var engin samstaða á Alþingi og um hana er engin samstaða í samfélaginu.  Í raun má segja að stjórnlagaráðið sé andvana fætt.

Nú bíður þeirra 25 einstaklinga sem hlutskarpastir voru í stjórnlagaþingskosningunum, sem síðar voru ógiltar, það erfiða hlutskipti að ákveða hvort þeir hyggist taka sæti í hinu nýja stjórnlagaráði í skugga niðurstöðu Hæstaréttar Íslands og þeirra hörðu deilna sem um það hafa risið.

Þeir sem það gera þurfa að gera sér grein fyrir því að í ljósi þess hvernig til stjórnlagaráðsins er stofnað, og ekki síður í ljósi þess að einungis minnihluti alþingismanna samþykkti á endanum að koma því á fót, veikir mjög umboð þess.

Það sjá allir.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband