Tvískinnungur Vinstri grænna

Nú berast ályktanir frá flokksfélögum Vinstri grænna í Suðurkjördæmi þar sem skorað er á Atla Gíslason að segja af sér þingmennsku eftir að hann og Lilja Mósesdóttir ákváðu að segja skilið við þingflokk Vinstri grænna.

Vinstri grænir segja að Atli eigi að sjá sóma sinn í því að hverfa af þingi þar sem hann sitji þar ekki lengur í umboði þeirra sem hann kusu.

Ég spyr:  En hvað með Þráinn Bertelsson?

Þráinn situr í þingflokki Vinstri grænna þrátt fyrir að vera ekki kjörinn á þing fyrir þann flokk. 

Fyrir þá sem ekki muna var Þráinn Bertelsson kjörinn á þing fyrir Borgarahreyfinguna sem síðan sprakk í loft upp og varð að Hreyfingunni.

Hann sat reyndar á Alþingi um skamma hríð sem óháður þingmaður áður en hann gekk til liðs við þingflokk Vinstri grænna.

Ekki varð ég var við að sú ákvörðun Þráins að ganga til liðs við þingflokk Vinstri grænna hafi valdið miklu uppnámi í flokksfélögum Vinstri grænna.  Ekki einu sinni í félögunum í Suðurkjördæmi.  Þá samþykktu Vinstri grænir engar ályktanir, heldur fögnuðu liðstyrknum.

En nú er allt annað hljóð komið í strokkinn.

Er sem sagt í lagi að þingmenn úr öðrum flokkum gangi í þingflokk Vinstri grænna, en ekki úr honum?

Það sjá allir tvískinnunginn í þessum málflutningi.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband