Ekki byrjar það vel!

Ekki eru fyrstu skref minnihlutastjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna gæfuleg.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hefur boðað það sem hann ætli að endurskoða skattkerfið.  Bleik er illa brugðið ef hinn nýji fjármálaráðherra notar ekki tækifærið eins og vinstrimanna er siður með því að láta sverfa til stáls gegn fólkinu í landinu með skattahækkunum.

Sjávarútvegsráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, hefur líka boðað að hann ætli sér að endurskoða allar ákvarðanir Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, um úthlutun aflaheimilda, þ.á.m. vegna hvalveiða, en Steingrímur og aðrir forsvarsmenn minnihlutastjórnarinnar hafa haft uppi miklar heitstrengingar um að snúa þeirri ákvörðun við.  Skagamaðurinn Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og verðandi forseti Alþingis, lýsti því yfir í fjölmiðlum í dag að hann vilji að ákvörðun Einars K. um að leyfa hvalveiðar standi óbreytt.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, hefur sagt að þau viðfangsefni sem hans bíða í viðskiptaráðuneytinu séu gríðarleg umfangsmikil og að óteljandi verkefni bíði úrlausnar.  Í því felast ekki sérlega góð meðmæli með fyrirrennara hans í starfi, Björgvin G. Sigurðssyni.

Kolrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, sagði í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að framkvæmdir við álver á Bakka við Húsavík væru ekki á dagskrá minnihlutastjórnarinnar.  Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði hins vegar í fréttum Stöðvar 2 fyrri áform um uppbyggingu álvers við Bakka séu enn í gildi, enda sé í gildi samkomulag milli ríkisstjórnarinnar, Alcoa og Norðurþings.  Ákvæði í verkefnaskrá minnihlutastjórnarinnar eigi því hvorki við um álver í Helguvík né á Bakka.

Allt er þetta með miklum ólíkindum.

Það óhætt að segja að fyrsti dagur nýrrar ríkisstjórnar byrji ekki vel!

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já aumingja Kolbrún að taka við uppáhaldinu sínu og þurfa að byrja á því að kyngja að hún getur EKKERT gert til að stöðva fyrirhugaðar framkvæmdir við Helguvík. Og líklega ekki við Bakka ef Alcoa vill fara af stað. Held að Gylfi hafi ekki verið að gagnrýna Björgvin. Það er bara ótalmargt sem á eftir að koma í framkvæmd sem honum tókst, einhverra hluta vegna, ekki að koma áfram í fyrri stjórn. Af hverju ekki? Steingrímur og hvalir. Þarna sést strax áherslumunur VG og Samfylkingar.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:15

2 identicon

Mér finnst að menn ættu að hugsa aðeins áður en menn fara að gagnrýna aðra, þið skilduð nú ekki beint vel við sjálfstæðismenn.

Arnbjörn Eiríksson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:36

3 identicon

Þetta sýnir einfaldlega það sem að allir vissu að flokkarnir gætu aldrei náð saman. Og ég hef mikilar áhyggjur af því svo ágreiningar einsog þú veltir upp hér að ofan séu einfaldlega til þess fallnir að lítið sem ekkert gerist fram að kostningum. Sem er einmitt það sem þjóðin þarf ekki núna, alls ekki.

hrafn Bjarnson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:42

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Er ekki búið að nefna nóg sem þið gerðuð ekki gott, þó að eitthvað hafi verið jákvætt líka. Ég efa ekki að þeir muni vera á sitthvorri skoðun með eitthvað og það er líka allt í lagi. En mér finnst algjör óþarfi að byrja með skítkast út í þau þegar þau eru að byrja að gera sitt besta til að "þrífa upp".

Inga Lára Helgadóttir, 2.2.2009 kl. 21:44

5 identicon

Gera sitt besta til að þrífa upp ?

Ég veit ekki betur en að þau séu með aðgerðaráætlun X-D í fullum gangi og séu meirasega að reyna að eigna sér heiðurinn af góðum verkum sjálfstæðismanna (sbr frumvörpin 2 sem þau reyndu að stela í gær).

Og það er einfaldlega það mikill ágreiningur innan þessara flokka, að ég get ekki séð að þetta geti nokkurntíman gengið, þá var stjórn samfylkingarinnar og sjálfstæðismanna margfalt efnilegri, þar greindi mönnum ekki á í málefnum, nema þá hugsanlega ESB sem er aukaatriði fram að kostningum og svo auðvitað Davíð Oddson, en samfylkingir lætur auðvitað stjórnast á hatri á þeim manni. Sem er auðvitað eitt af aðalatriðum í því að samfylkingin er búin að tefja þingstörf um 10 DAGA á þessum erfiðu tímum.

hrafn Bjarnson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 21:56

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skuldir ríkissjóðs eftir þjóðargjaldþrot okkar eru mjög varlega áætlaðar 1500-2000 milljarðar króna, eða þetta 5-6 ára skatttekjur ríkissjóðs. Einhvern veginn þarf að borga þetta (sjálfsagt fer fjórðungur til þriðjungs af skatttekjunum bara í vexti af þessum risaskuldum) og þá er ekki um margt að ræða; varla er hægt að hækka skatta á gjaldþrota landslýð sem er að missa vinnuna tugþúsundum saman, vænlegra virðist að sækja landið aftur sem hefur verið stolið skipulega og flutt út. Sækja fjármunina, endurheimta eignirnar, stolið góss getur aldrei unnið sér lagalega hefð.

Baldur Fjölnisson, 2.2.2009 kl. 22:09

7 Smámynd: Elfur Logadóttir

Hrafn, hvers konar vitleysa er þetta. Greindi menn ekki á í málefnum í stjórnarsamstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks??? Öðruvísi mér áður brá.

Fréttir hafa borist af því að Samfylkingin hafi bókað sérstaklega andstöðu sína við áframhaldandi setu núverandi (bráðum fyrrverandi) Seðlabankastjóra. Ég veit ekki betur en að barist hafi verið fyrir því af hálfu Samfylkingarinnar innan ríkisstjórnarinnar að takmarka flatan niðurskurð allra ráðuneyta eins og fyrirmæli komu um frá fjármálaráðuneytinu. Annað tveggja mála sem þú ásakar nýja ríkisstjórn um að stela frá íhaldinu er upphafleg hugmynd Samfylkingarmanna sem var útþynnt í meðförum dómsmálaráðuneytisins og birtist væntanlega landsmönnum í þeirri útþynntu mynd á miðvikudag - nema menn ætli að taka upphaflega frumvarpið sem Jóhanna talaði um að hefði farið frá Björgvini úr viðskiptaráðuneytinu í maí 2008.

Ég gæti haldið endalaust áfram, en það svarar svo sannarlega ekki kostnaði.

Til Sigurðar Kára vil ég segja að fremur vil ég að ég og hann og allir þeir sem hafa mánaðarlaun á okkar kaliber og hærri borgi meira til samfélagsins heldur en láglaunafólkið, eins og margra ára stefna Sjálfstæðisflokksins hefur fært okkur. Sigurður Kári, þú ert ekkert of góður til þess að borga hlutfallslega meira til samfélagsins heldur en manneskjan sem þrífur skrifstofuna þína eða gætir barna vina þinna og ættingja. Við sem höfum haft tækifæri og burði til þess að ljúka langskólagöngu eigum að létta byrði þeirra sem héldu rekstrinum gangandi á meðan við vorum þiggjendur og auka sjóði til þess að gera öðrum kleift að ganga menntaveginn með sæmd.

Í rústabjörgun af völdum Sjálfstæðismanna er skattahækkun algjörlega óhjákvæmileg, eins og Sjálfstæðismenn sjálfir sýndu með skattahækkuninni sl. áramót.

Elfur Logadóttir, 2.2.2009 kl. 22:31

8 identicon

Allavega ásakar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkinn um að hafa verið að tefja það að frumvörpin væru lögð fyrir, en raunin er önnur. Þ.e að samfylkingin hafi legið á þessu í einhvern tíma og tafið fyrir afgreiðslu mála. Sem segir okkur að það hafi væntanlega verið gert til að sverta Sjálfstæðisflokkinn.

Og málefnaágreiningurinn í gömlu ríkisstjórninni var af allt öðrum toga, hatur flokksins á einum manni er ekki málefni fyrir 5 aura að MÍNU MATI. En það liggur alveg fyrir að það þarf að skera niður, og það verulega, sjálfstæðisflokkurinn hefur kjark til að taka vinsælar og óvinsælar ákvarðanir, en vinstri flokkar hafa átt í meiri vandræðum með slíkt.

T.d það sem Ögmundur gerir í dag, með að afnema komugjöld, eða innritunargjöld eða hvað það nú var. Það var sett á til þess að halda þjónustustigi heilbrigðiskerfisins uppi, til að koma í veg fyrir það þyrfti að skera meira niður. En hvar hefur Ögmundur hugsað sér að fá þessa peninga sem þurfa að koma á móti þessari aðgerð hjá honum ?

Hrafn Bjarnson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:10

9 Smámynd: Elfur Logadóttir

Afsakið Hrafn, mér finnst það hreint ekki ekki kjarkmikið að láta veika og slasaða standa strauminn af heilbrigðiskerfinu einmitt þegar þeir eru viðkvæmastir fyrir. Ég er þeirrar skoðunar að heilbrigðir eigi að greiða fyrir heilbrigðiskerfið til þess að það sé til staðar fyrir þá þegar að því kemur að þeir sjálfir verða veikir og þurfa á því að halda. Það fer nefnilega enginn í gegnum lífið án þess að þurfa á einhverjum tímapunkti að styðja sig við heilbrigðiskerfið.

Elfur Logadóttir, 2.2.2009 kl. 23:22

10 identicon

Ég get auðvitað ekki verið ósammála þessari skoðun þinn, en hóflegt gjald myndi nú ekki ganga að fólki dauðu, en það er önnur saga.

En mín skoðun á þessu máli er reyndar sú að hækka persónuafsláttinn, einsog hefur verið gert ríflega, af sjálfstæðisflokknum og á móti hækka skattpósentuna hóflega á móti en samt um einhver %, auk þess sem að það skera niður. Niðurskurðurinn að mínu mati ætti að vera meira í formi lanalækkana hjá þeim sem hæstu launin hafa, ráðherrabílarnir og slíkt. En það liggur alveg fyrir að það þarf að skera niður í heilbrigðiskerfinu einsog annastaðar.

En það hefði verið sterkur leikur hjá Ögmundi að sýna fram á hvar hann ætlar að fá peninga fyrir þessu ? Það þarf alltaf að gera grein fyrir slíku. En ég lít þannig á að þessir menn séu bara að fiska atkvæði einsog þeir geta fyrir kostningar, svo þeir hugsa ekki allt til enda.

Hrafn Bjarnson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:32

11 Smámynd: Smjerjarmur

Það er erfitt fyrir VG að vera sammála flokki sem ekki er sammála sjálfum sér.  Þetta er bara gamla Sundurfylkingar mynstrið. 

Smjerjarmur, 3.2.2009 kl. 01:17

12 Smámynd: Gerður Pálma

Blessadur sigurdur Kári,

Ég bid thig ad skoda upphaf alvinnslu, alvinnsla, th. e. vinnsla súrálsins, eingongu nátturuna sjálfa heldur allt líf sem í kringum thad, fólkid, dýralífid, gródurinn, hrikalegt. Vid erum partur af ad stydja thennan idnad okkur til stórskammar... eg bid alla sem vilja vita hvad er í gangi ad skoda thatt um súrálvinnsl í Jamaica... er thvi midur ekki med linkinn, eftir ad hafa skodad thad, tha skulum vid spyrja okkur hver vid erum og hverju vid viljum fórna og til hvers.  Álvinnsla er thjódarskomm, og ekki nokkur ardur getur afsakad thattoku okkar í thessum vidbjódi.

Gerður Pálma, 3.2.2009 kl. 19:58

13 identicon

Sæll Sigurður.

Ég skil vel vonbrigði þín.

Valdemar Ásgeirsson.

Valdemar Ásgeirsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 20:07

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll nafni,

Sammála þér með allt í greininni, þvílík og önnur eins byrjun á ríkisstjórnarsamstarfi.  2 dagar liðnir og 3 bullandi ágreiningsmál strax komin upp ????

Og óska þér líka til hamingju með upprisu Sjálfstæðisflokksins skv. nýjustu skoðanakönnun Baugsmiðilsins.  Ég er mjög hissa á því að eigendur stöðvar tvö skyldu yfir höfuð hafa leyft birtingu þessarar fréttar.

Áfram X-D

Sigurður Sigurðsson, 3.2.2009 kl. 20:56

15 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Sporin skelfa ...

Ég verð að segja að þessi nýja ríkisstjórn virðist vera jafn ósamstíg á byrjunarreitnum og samfylkingin var á endareitnum.

Það virðist einsýnt að þetta verði mjög sundurlynd ríkisstjórn

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.2.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband