Mánudagur, 2. febrúar 2009
Hafa skal það sem sannara reynist!
Það var með algjörum ólíkindum að fylgjast með Jóhönnu Sigurðardóttur, nýjum forsætisráðherra minnihlutastjórnarinnar, lýsa því yfir í fjölmiðlum í gær að vegna seinagangs ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi frumvarp um greiðsluaðlögun eða skuldaaðlögun ekki náð fram að ganga í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ætlaði sér hins vegar að bæta úr þessu meinta sleifarlagi Sjálfstæðisflokksins.
Þessar ásakanir Jóhönnu Sigurðardóttur í garð fyrrum ráðherra og þingflokks Sjálfstæðisflokksins eru rangar. Raunar eru yfirlýsingar forsætisráðherrans svo fráleitar að það er ekki hægt að sitja undir þeim.
x x x
Staðreyndin er sú að við sjálfstæðismenn lögðum í tíð fráfarandi ríkisstjórnar gríðarlega mikla áherslu á að frumvarp um greiðsluaðlögun næði fram að ganga enda töldum við þá og teljum enn að það feli í sér mikilvægar aðgerðir í þágu þeirra einstaklinga sem glíma við greiðsluerfiðleika á þessum erfiðu tímum.
Þess vegna lagði fráfarandi dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, frumvarp þessa efnis í þávarandi ríkisstjórn Íslands. Frumvarpið var samþykkt í ríkisstjórn, þó Jóhanna Sigurðardóttir hafi verið í fararbroddi þeirra ráðherra Samfylkingarinnar sem tregastir voru í taumi.
Frumvarpið var hins vegar tekið í gíslingu í þingflokki Samfylkingarinnar og aldrei afgreitt þaðan út til Alþingis. Á því höfum við sjálfstæðismenn aldrei fengið neinar skýringar. Það var hins vegar samþykkt í byrjun janúar úr þingflokki okkar sjálfstæðismanna, fullbúið til afgreiðslu á Alþingi til hagsbóta fyrir almenning í landinu sem nú á í greiðsluerfiðleikum.
x x x
Frumvarpið liggur hins vegar fullbúið fyrir og þess vegna tók þingflokkur Sjálfstæðisflokksins þá ákvörðun á þingflokksfundi sínum í dag að leggja málið fram á Alþingi um leið og þing kemur saman á ný eftir stjórnarskiptin, þ.e. sama frumvarp og þingflokkur Samfylkingarinnar tók í gíslingu fyrir áramót. Þessa ákvörðun okkar kynntu fulltrúar okkar á blaðamannafundi nú síðdegis.
Þar kom eftirfarandi meðal annars fram:
1. Frumvarpið var afgreitt úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins í janúar og einnig lagt fyrir þingflokk Samfylkingarinnar en var ekki afgreitt þaðan.
2. Í frumvarpinu felst að málsmeðferð verður einfölduð þegar einstaklingur óskar nauðungasamninga við kröfuhafa sína.
3. Frumvarpið mælir fyrir um að við þriðja þátt laganna verði bætt nýjum kafla sem ber heitið ,,Skuldaaðlögun" - þar sem gert er ráð fyrir því að skuldari geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum leitað nauðasamnings til skuldaaðlögunar.
4. Framvarpið hefur það að markmiði að greiða fyrir því að raunhæf úrræði standi til boða fyrir eisntaklinga sem ekki hafa stundað atvinnurekstur undanfarin þrjú ár og ljóst er að um fyrirséða framtíð muni ekki geta staðið í skilum með skuldbindingar sínar.
Það verður fróðlegt að bera saman það frumvarp sem minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggjast leggja fram um þessi sömu úrræði.
Þá er ekki síður nauðsynlegt að skýringar fáist á því frá Jóhönnu Sigurðardóttur og öðrum forsvarsmönnum Samfylkingarinnar hvers vegna frumvarp það sem við sjálfstæðismenn höfum nú ákveðið að leggja fram var kæft í þingflokki Samfylkingarinnar.
x x x
Samhliða því frumvarpi sem að ofan greinir kynnti þingflokkur Sjálfstæðisflokksins í dag að við myndum leggja fram annað mikilvægt frumvarp sem einnig dagaði uppi í höndum ráðherra og þingmanna Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að samkomuleg hefði náðst við Samfylkinguna um að málið yrði lagt fram hið fyrsta.
Það frumvarp varðar heimildir einstaklinga til að taka úr séreignasparnað sinn til greiðslu veðskulda og annarra skulda.
Í stuttu máli má segja eftirfarandi um það frumvarp:
1. Það var fullsamið og tilbúið í fjármálaeftirlitinu í síðustu viku.
2. Frumvarpið gerir ráð fyrir að heimilt verði að greiða út séreignasparnað verði eftir því óskað til greiðslu veðskulda og annarra skulda.
3. Í því sambandi gerir frumvarpið ráð fyrir að húsnæðis- og veðskuldabréf hafi forgang.
4. Vörsluaðili sjái um greiðslu og heldur eftir tekjurskattsgreiðslum og sér um að standa skil á þeim við ríkissjóð.
5. Ljóst er að frumvarpið myndi létta verulega undir með fólki sem á í greiðsluerfiðleikum þar sem með lagabreytingunni gæti það varið sparnaði sínum, sem að óbreyttu væri bundinn í séreignasjóði, til greiðslu á lánum.
x x x
Þau frumvörp sem ég hef hér nefnt og lögð verða fram um leið og þing kemur saman á ný eftir stjórnarskipti eru afar brýn og fela í sér mikilvægar aðgerðir í þágu einstaklinga og heimila á erfiðum tímum.
Hins vegar á eftir að koma í ljós hvort hin nýja minnihlutastjórn og þeir flokkar sem að henni standa muni taka það í mál að frumvörpin verði afgreidd sem lög frá Alþingi.
Ef eitthvað er að marka forsvarsmenn minnihlutastjórnarinnar um að hún hyggist slá skjaldborg um heimilin í landinu er einboðið frumvörpin verði samþykkt.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Það fer nú bara yfirleitt eftir því hvern maður spyr hvort reynist sannara. Ætlar svo nýja stjórnarandstaðan að berjast fyrir því að þessi lög nái ekki að komast í gegn? pólitíkin hljómar alltaf undarlega í mínum eyrum.
Staðreyndin er sú að allir þingmenn eru að reyna að ná því fram sem þeir telja best fyrir þjóðina(líka VG) Þeir eru trúir sínu skoðunum og fylgja þeim. Vandamálið er hinsvegar það oft þarf að semja um sátt sem blandast af kröfum ólíkra skoðana.
Gagnrýni á gjörðir hvers annars auðveldar ekki sáttagerðina.
Offari, 2.2.2009 kl. 17:44
Sigurður, þetta virðist einfaldlega vera þannig að hin nýja ríkisstjórn reyni að sverta störf Sjálfstæðisflokksins eins og hægt er, hvað sem aþð kostar, lygar t.d.
Offari - "Staðreyndin er sú að allir þingmenn eru að reyna að ná því fram sem þeir telja best fyrir þjóðina(líka VG) Þeir eru trúir sínu skoðunum og fylgja þeim" - Ég get ekki séð að VG séu trúir skoðunum sínum og fylgi þeim eftir. Það sem Steingrímur er ekki búinn að fara offari í umræðum sínum um IMF, búinn að lýsa því yfir að skila beri láninu og ég veit ekki hvað og hvað, svo núna er hann einfaldlega búinn að samþyggja stefnu sjálfstæðisflokksins til björgunaraðgerða nokkurnveginn eins og hún leggur sig. Semsagt hann hefur þá verið með allskonar fyrirslátt um breytingar og umbætur (Sem að mínu mati voru ekkert annað en afturför, en það hljómaði engu að síður vel) einfaldlega til að komast til valda hvað sem það kostar, og það sama má sega um fyrirslátt samfylkingarinnar um það að ef að X-D breytti ekki stefnu sinni í garð ESB þá yrði samstarfinu einfaldlega slitið, þetta er ekkert annað en að fylgja ekki sannfæringu sinni, þ.e að gefa Evrópumálin uppá bátin fyrir áframhaldandi setu í Ríkisstjórninni.
Hrafn Bjarnson (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.