Miðvikudagur, 3. september 2008
,,Þegi þú nú Guðni!"
Samheldni og samstaða eru ekki þau orð sem helst koma upp í hugann þegar maður hlustar á orðaskipti formanna tveggja stærstu stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi, þeirra Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, og Guðna Ágústssonar, formanns Framsóknarflokksins, á þessu haustþingi.
Nú standa yfir umræður utan dagskrár um stefnu ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum. Málshefjandi í þeirri umræðu var formaður Vinstri grænna sem jós úr skálum reiði sinnar enda má hann ekki heyra minnst á að auðlindir þessa lands séu nýttar til hagsbóta fyrir þjóðarbúið, svo einkennilegt sem það út af fyrir sig, ekki síst í því efnahagsástandi sem nú ríkir hér á landi.
Steingrímur J. hafði rétt hafið skammarræðu sína og mótmæli gegn virkjun Neðri-Þjórsár þegar kollegi hans í stjórnarandstöðunni, Guðni Ágústsson, kallaði fram í fyrir honum og mótmælti því sem Steingrímur hafði fram að færa.
Og ekki stóð á svari Steingríms J.:
,,Þegi þú nú Guðni!"
Það er ekki á hverjum degi sem mönnum er sagt að þegja á Alþingi og alls ekki í orðaskiptum milli manna sem eru eru í forystuhlutverkum og eiga að kalla samherjar í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ein einhverntíma verður allt fyrst.
Ég held að orðaskipti formanna stærstu stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi í dag sýni í hvers konar öngstræti þessi stjórnarandstaða er komin.
Ég skal játa að fram til þessa hef ég ekki haft mikla samúð með stjórnarandstöðunni á Alþingi. En það jaðrar við að maður fari að vorkenna því fólki sem nú starfar í stjórnarandstöðu.
Þeim eru allar bjargir bannaðar.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Ekki nenni ég að eyða skoti á dauða hrafna. Það er satt best að segja óþarfi að eyða púðri á Guðna Ágústsson. Þeir hafa séð um það sjálfir að kála sér pólitískt, framsóknarklíkan. Ég held að þjóðin sé búin að átta sig á því að hún þarf að gera það sama við óværu eins og framsóknarflokkinn og var gert með holdsveikina og berklana á sínum tíma, sem var útrýmt að heita má. Þessi sóðaskapur hverfur í næstu kosningum, vittu til.
bóbó (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:17
Maður er að miklu leiti sammál þessu,en örlar ekki á því sama oft i stjórnarsamstarfinu/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 3.9.2008 kl. 16:19
Krónan kolféll í dag og markaðurinn gaf forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokknum falleinkunn eftir efnahagsumræður gærdagsins. Ég held að sumum farist að tala um bannaðar bjargir... hvað á þessi aumi forsætisráðherra að sitja lengi aðgerðarlítill öllum til tjóns í þínu skjóli?
G. Valdimar Valdemarsson, 3.9.2008 kl. 16:38
Hvert er erindið Sigurður með þessari færslu ? Fatta ekki alveg hvað þú ert að diunda þér við þarna á skrifstofunni hjá Alþingi !
Þú hlýtur að hafa eithvað betra við tímann að gera en að vera velta þér upp úr bullinu í Guðna ! Ég vil sjá vitrænt blogg frá þér Sig. Kári.
Ef þu veist ekki hvað þú átt að blogga um, skaltu leita ráða hjá þér eldri og reyndari manni. Ég fékk „kjánahroll" þegar ég las þessa færslu. Meira kjöt næst takk fyrir. Ég kaus þig félagi !
Bjarni Baukur, 3.9.2008 kl. 17:34
Hvaða máli skiptir það þó orðin "samheldni og samstaða" séu ekki lýsandi fyrir stjórnarandstöðuna? Minnihluti með 20 þingmenn á móti 43 gerir tæplegast ráð fyrir því að skella Ríkisstjórninni og taka við eftir næstu kosningar án þáttöku S og D. Til hvers þá að reyna þá að ná samstöðu í stjórnarandstöðu um t.d. virkjanamálin þegar flokkarnir eru á sitthvorum ásnum?
Nær væri að Ríkisstjórnin talaði einni röddu í þessum málum og að embættisfærslur allra ráðherra væru í samræmi við hana, ég efast reyndar ekki um að þú takir undir það.
Karl Hreiðarsson, 3.9.2008 kl. 22:55
Sammála Bjarna Bauk.
Og svo máttu alveg upplýsa okkur um það hvers vegna þér finnst Eyjan á algjörum villuigötum, nokkrum færslum neðar. "Ég skil ekki" er ekki fullnægjandi svar.
Einar Jón, 4.9.2008 kl. 04:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.