eyjan.is á algjörum villigötum.

eyjanForsvarsmenn vefsíðunnar eyjan.is eiga að mínu mati mikið og gott hrós skilið fyrir vefsíðu sína og fyrir að hafa fundið uppskrift að gagna- og skoðanaveitu á netinu sem virkar.

En ritstjórum síðunnar eru greinilega mislagðar hendur.

Það þykir mér miður, sem dyggum lesanda síðunnar.

Fyrr í dag skrifaði ég pistil á þessa heimasíðu undir fyrirsögninni ,,Siðareglur fyrir stjórnmálamenn?"

eyjan.is vekur athygli á þessum pistli mínum á forsíðu sinni undir fyrirsögninni:  ,,Sigurður Kári:  Siðareglur óþarfar".

Mér er gjörsamlega hulin ráðgáta hvernig þeim sem var á vaktinni á eyjan.is datt í hug að koma hugleiðingum mínum um þetta álitaefni á framfæri með þeim hætti sem hann gerði, vegna þess að efni pistils míns er ekki í nokkru samræmi við þá fyrirsögn sem birtist lesendum vefsíðunar eyjan.is.

Dæmi hver fyrir sig.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Í færslunni segir þú:
Almennt hef ég verið þeirrar skoðunar að ekki sé nein sérstök þörf á því að setja þingmönnum sérstakar siðareglur til að fylgja í störfum sínum.  [...]  og hef ekki orðið var við að spilling sé til staðar [...] sem kalli á að slíkar siðareglur verði settar.

Ertu ekki þarna að segja orðrétt að þú teljir siðareglur stjórnmálamanna óþarfar?
Þó að þú segir síðar í færslunni að kannski væri ágætt að hafa einhverjar reglur, ef sú óhugsandi staða kæmi upp að stjórnmálamenn séu ekki fullkomnir, er þín skoðun sú að þær séu óþarfar - ekki satt?

Og er ekki eðlilegt að draga saman setninguna "Sigurður Kári telur siðareglur stjórnmálamanna óþarfar" í fyrirsögnina "Sigurður Kári: Siðareglur óþarfar"?

Hvaða titil hefðir þú valið?

Einar Jón, 30.8.2008 kl. 04:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband