Stefán Hilmarsson heiðurslistamaður Kópavogs

459759AÍ dag var ég viðstaddur athöfn í Salnum í Kópavogi í dag þar sem heiðurslistamaður bæjarins árið 2007 var krýndur.

Fyrir valinu þetta árið var´góður vinur minn Stefán Hilmarsson, söngvari.

Ekki verður um það deilt að Stefán Hilmarsson er vel að þessari heiðursnafnbót kominn.  Það er ekki á hverjum degi sem svo ungur listamaður hlýtur slíkan heiður.  Þá er ekki algengt að listamaður á sviði popptónlistar hljóti náð fyrir augum þeirra sem slíka heiðursnafnbót veita, en eins og Stefán sagði sjálfur í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í kvöld þá sýnir valið fram á framsækni og djörfung þeirra sem um stjórnartauma halda í Kópavogi.

Mér finnst full ástæða til þess að óska Stefáni Hilmarssyni innilega til hamingju með nafnbótina.

Hann er sannarlega vel að henni kominn.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband