,,Sigurđur Kári borgađi ekki skólagjöld"

Mér ţótti vćnt um ađ sjá á síđum Fréttablađsins 2. maí sl. ađ einhverjir framtaksamir menn skyldu minnast mín í kröfugöngunni sem blásiđ var til á baráttudegi verkalýđsins 1. maí.  Ţar var birt mynd af kröfuspjaldi sem haldiđ var á lofti ţennan dag, en á ţví stóđ:

,,Sigurđur Kári borgađi ekki skólagjöld"

Ţađ er rétt hjá ţeim ágćtu mönnum sem höfđu fyrir ţví ađ útbúa ţetta merka spjald og bera ţađ í kröfugöngunni ađ ég greiddi ekki skólagjöld međan ég stundađi nám viđ lagadeild Háskóla Íslands, enda innheimti skólinn ekki skólagjöld af nemendum sínum ţá frekar en nú.  Ţađ voru skattgreiđendur ţessa lands sem greiddu ţann kostnađ sem hlaust af námi mínu sem ég nýt góđs af í dag.

Fyrir ţađ er ég ţakklátur og ég vona ađ ţeir sem útbjuggu kröfuspjaldiđ góđa og báru (sem ég geri ráđ fyrir ađ séu nemendur viđ Háskóla Íslands) séu mér og öđrum skattgreiđendum jafn ţakklátir nú fyrir ađ standa straum af ţeim kosnađi sem hlýst af ţeirra háskólanámi.

Í ţessu sambandi finnst mér ţó rétt ađ benda kröfuspjaldsberunum á ađ mín góđa kona stundar nú MBA-nám viđ Háskólann í Reykjavík.

Skólagjöld vegna ţess náms eru líklega ţau hćstu sem ţekkjast á Íslandi.

Ţau greiđum viđ međ glöđu geđi af ráđstöfunarfé heimilisins.

Sigurđur Kári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Tryggvason

Viđ Sigurđur Kári greiddum reyndar báđir skólagjöld - ţó ađ ţau hafi veriđ lćgri en nú tíđkast eins og Sigurđur Kári bendir á. Er ég kom heim frá framhaldsskóla- og háskólanámi, sem danska ríkiđ hafđi bćđi kostađ og styrkt mig til, var svokallađ skrásetningargjald reyndar ţrefaldađ međ einfaldri ákvörđun menntamálaráđherra í kringum 1992, úr u.ţ.b. 8.000 kr. ef ég man rétt í um 24.000 kr. en mig kann ađ misminna um nákvćmar tölur. Ţetta - ađ háskólinn og ráđherra en ekki ţjóđkjörnir ţingmenn međ lögum - ákvćđu ađ taka upp skólagjöld taldi ég ekki standast ţá lögfrćđi sem ég var ţá ađ lćra. Undir ţađ tók umbođsmađur Alţingis 1995 eftir kvörtun mína innan og utan háskólans. Tók Alţingi í kjölfariđ lögmćta ákvörđun um ađ hćkka skólagjöld međ lögum um nákvćma fjárhćđ ţeirra ţannig ađ ókjörnir opinberir starfsmenn gćtu ekki hćkkađ ţau međ reikningskúnstum.

Gísli Tryggvason, 5.5.2008 kl. 20:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband