Laun

Þessa dagana fer fram mikil umræða um launakjör starfsmanna Reykjavíkurborgar í kjölfar umdeildrar ráðningar Jakobs Frímanns Magnússonar sem einhverskonar Mið-Borgarstjóra.

Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að svokallaðir sviðstjórar hjá Reykjavíkurborg fá 850.000 krónur í laun á mánuði, en við það bætist ,,kjaranefndareining" að fjárhæð 117.000 krónur.

Laun sviðsstjóra hjá Reykjavíkurborg nema því 967.000 krónum á mánuði.

Það eru býsna góð laun!

Á sama tíma er mikil umræða um launakjör alþingismanna, eins og ég hef áður vikið að á þessari síðu.

Mér hefur alltaf fundist merkilegt hvað kollegar mínir á Alþingi eru viðkvæmir fyrir sínum launakjörum og eru alls ekki reiðubúnir til þess að viðurkenna að laun þeirra þurfi að hækka.  Það gera þeir ekki opinberlega þó svo að þeir séu flestir eða allir þeirrar skoðunar.

Þingfararkaup alþingismanna eru 540.000 krónur á mánuði.  Formenn nefnda fá 15% álag á laun sín.  Þingmenn sem ekki eru nefndarformenn fá ekki greitt fyrir nefndarsetur, öfugt við það sem gerist og gengur í sveitarstjórnum.

Í ljósi fréttar Stöðvar 2 vaknar sú spurning hvort einhverjir alþingismenn gangi með þann draum í maganum að verða sviðstjórar hjá Reykjavíkurborg.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil minna þig á Sig.Kristjánsson, ef þú veist það ekki, að ef við ætlum að ná niður verðbólgunni sem fer vaxandi þá verður að minnka kaupmátt hjá öllum, þá meina ég öllum, líka þingmönnum.

Kveðja, GG.

Guðmundur Guðlaugsson (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 00:51

2 identicon

Ætli það væri þá ekki nær að afnema sérstök laun fyrir nefndarsetu hjá sveitarfélugunum frekar en að bæta þeim við hjá ykkur. Ég get ekki ýmindað mér annað en að þessum nefndarstörfum sé aðallega sinnt á venjulegum vinnutíma og því ættu dagvinnulaun ykkar að sjálfsögðu að dekka þetta. Ef ég man rétt að þá eru starfsdagar Alþingis um 120 á ári þótt að þið þiggið laun fyrir um 260 daga, þannig að mér sýnist þetta alveg geta rúmast innan rammans launalega séð.  En eins og Jurgen sagði hér að ofan, að þá er ykkur frjálst að finna ykkur önnur störf, og í rauninni væri mikil þörf á því fyrir almenning að ca 70% af þingmönnum færi að gera einnhvað annað, því hugsjón og almannahagur eru hugtök sem skipt hefur verið út fyrir eiginhagsmuna- og vinapot, valdasýki á háu stigi (sama hvað það kostar), og ýmislegt fleira sem ekki rúmast inn í umboði ykkar frá fólkinu. 

Sighvatur (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 11:11

3 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ég vil benda á að þegar Smáralindin var byggð fyrir nokkrum árum síðan, þá fengust hingað smiðir og verkamenn frá Skandinavíu. Laun þeirra voru betri en í þeirra landi og sendu þeir pening heim eins og Pólverjar gera í dag. Í dag koma eingöngu austantjaldsþjóðir því launin eru ekki boðleg Norðurlandaþjóðum lengur. Nú er svo komið að Pólverjar eru farnir að pakka saman líka því launin eru ekki boðleg þeim heldur. Mun þetta þá ekki enda með því að við Íslendingar förum að pakka saman líka og þið háu herrar sitjið eftir með kanski Búlgara og Rúmena á fátækrastyrkjum. Þá getið þið farið að metast um aurana ikkar.

Jón V Viðarsson, 11.5.2008 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband