Landspítalinn ohf.?

getfileEins og fram kom í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins telur Björn Zoëga, starfandi forstjóri Landspítalans, vel koma til greina að gera spítalann að opinberu hlutafélagi.  Hann segir til greina koma að einfalda stjórnun spítalans, hvort sem það verði gert með því að breyta lögum eða rekstrarformi hans.

Þá kom fram í sömu frétt að formaður nefndar um Landspítalann, Vilhjálmur Egilsson, telur að slíkt rekstrarform geti aukið sveigjanleika í rekstri spítalans.  Vilji sé til þess innan spítalans að ráðast í slíkar breytingar og að reynsla Norðmanna af slíku rekstrarformi sé góð.

Þessar hugmyndir eru mjög athyglisverðar.

Þær hljóta að koma til alvarlegrar skoðunar enda eru þær settar fram af mönnum sem eru gjörkunnugir rekstri spítalans og starfsemi, ekki síst ef þær eru til þess fallnar að auka sveigjanleika í rekstri hans til hins betra.

Það verður fróðlegt að heyra hvaða einkunn slíkar hugmyndir fá hjá stjórnmálamönnum á vinstri vængnum.

Hvað ætli til dæmis Ögmundi Jónassyni finnist um slíkar hugmyndir?

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Þetta er bara undafari þess að einkavæða heilbrigðiskerfið  .
Og vitað er hverjir hagnast mest á því - og það eru ekki íbúar þessa lands.

Halldór Sigurðsson, 20.4.2008 kl. 21:11

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er ekki í lagi með stjórnendur Landsspítalans að láta sér detta í hug að "einkavæða", er það ekki vonlaust að græða á þessari þjónustu?  Ég vona að við lendum ekki í svipuðu og er raunveruleiki í Ameríku í dag.  Ríka fólkið fær alla þjónustu en þeir sem eru fátækir lenda á vergangi.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.4.2008 kl. 01:43

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ég tel einsýnt, að menn verða að skoða allar leiðir til breytinga á þessu batteríi.

Þetta ,,monster" hefur ekki virkað vel allt frá upphafi.

Það er á allra vitorði, að svonefnd ,,einkasjúkrahús"virkuðu miklu miklu betur hér í þá daga að þeim var leift að starfa.

Landakotsspítali var rekin á helmingi þeirra ,,daggjalda" sem greiddar voru með sjúklingum.  Þetta vita allir og viðurkenna að sé rétt enda vildu læknar mun frekar vinna undir stjórn Bjarna ,,beina" læknis á Landakoti.

Hver yfirburða læknirinn vildi vera þar en EKKI á monsterinu.  Banrnalæknar á heimsmælikvarða. augnlæknar og rannsakendur á gláku og hornhinmnuskurðlækningum.

Erlendis var litið stórum augum á þessa litlu spítala, svo sem Landakot, hvar hver læknirinn af öðrum höfðu numið við helstu skóla í BNA , Bretlandi, Þýskalandi og víðar.

Báknið Landsspítalinn er of stórt og því verða helstu annmarkar opinberar stofna- hefða hvað ljósastir.  Fagfélögin hafa nánast kverkatak á framförum og uppbyggingu, líkt og gerist í Kennslu starfsemi hjá ríkinu svo sem Grunnskóla.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 21.4.2008 kl. 09:35

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Stjórnun spítalans getur vart orðið verri en hún er í dag. Það er kominn tími til að koma rekstrinum úr höndum ríkisins og draga hið snarasta úr miðstýringu heilbrigðiðskerfisins.

Júlíus Valsson, 21.4.2008 kl. 13:06

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er náttúrlega bara skref í átt til einkavæðingar. Taktíkin er þekkt; allt látið drabbast, ekki haft samráð við starfsfólk sem segir upp störfum vegna óánægju, verktakastarfsemi tekin upp í auknum mæli og passað að láta líta svo út að ekki sé hægt að reka þessa stofnun í óbreyttri mynd. Þá kemur einkavæðingin eins og frelsandi engill og leysir stofnunina úr álögum. Allir sjá að ekkert vit er í að hafa svo mikilvæga stofnun í slíku stjórnleysi sem verið hefur og því tekur fólk ohf-væðingunni fegins hendi. - Sigurður Kári, Spurðu Guðlaug Þ. frekar en Ögmund. - Guðlaugur hefur ekkert tjáð sig um þetta og Ömmi ræður engu.

Haraldur Bjarnason, 22.4.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband