Tekjuafgangur ríkissjóðs árið 2007

money_3Í gær afgreiddum við þingmenn fjáraukalög fyrir árið 2007 sem lög frá Alþingi.  Þar með liggur fyrir hversu mikill tekjuafgangur varð af fjárlögum þessa árs.

Afgangurinn nam 82,8 milljörðum króna.  Ég hygg að aldrei í sögunni hafi ríkissjóður áður skilað jafn miklum tekjuafgangi. 

Sé ekki tekið tillit til tekna ríkisins af sölu eigna ríkisins á Keflavíkurflugvelli nemur tekjuafgangur ríkisins 68,3 milljörðum króna.  Slík niðurstaða myndi einnig slá öll met.

Þetta er mikið fagnaðarefni og sýnir hversu sterk staða ríkissjóðs er um þessar mundir.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Þetta er náttúrulega hið besta mál,EN hvað eru skuldirnar miklar?

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 7.12.2007 kl. 08:33

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Er þá ekki sjálfgefið að Alþingismenn þurfi ekki að endurskoða lög sem sett voru á Alþingi í árslok 2003 svokölluð: Eftirlaunaréttindi Alþingismanna og æðstu stjórnenda Íslenska ríkisins.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 7.12.2007 kl. 19:55

3 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta segir manni harla lítið. Fjárhagsárið er ekki einu sinni byrjað. Reynslan hefur kennt að betra er að skoða niðurstöðuna þegar dæmið hefur verið reiknað til enda. Þetta dæmi verður í keiknistokknum til ársloka 2008. Þetta áttu nú að vera búinn að læra vinur.

Þórbergur Torfason, 7.12.2007 kl. 22:57

4 identicon

Við bíðum bara eftir skattalækkunum!

Sævar Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.12.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: Sigurður Kári Kristjánsson

Við Ara Guðmar vil ég segja þetta:

Á sama tíma og ríkissjóður er að skila metafgangi tekna hefur ríkissjóður verið að greiða upp skuldir sínar og því sem næst skuldlaus.

Við Þórberg vil ég segja þetta:

Niðurstöðutölurnar sem ég nefndi eru vegna ársins í ár, þ.e.vegna fjárlaga 2007.  Því ári er að ljúka og þetta er lokaniðurstaðan.  Þær munu ekki breytast og þvíí er ekki hægt að segja að þær segi okkur harla lítið eins og þú heldur fram.  Þær segja alla söguna.

Sigurður Kári.

Sigurður Kári.

Sigurður Kári Kristjánsson, 8.12.2007 kl. 00:11

6 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Sigurður Kári ? viltu lesa althingispóstinn þinn ? ég varð að ná á þig og sé ekki aðra leið til þess þarf pínu hjálp fyrir næsta mánudag þetta er mjög mjög lítið og tekur ekki nema svona 20 sekúndur.

Kveðja,

Inga Lára Helgadóttir

Inga Lára Helgadóttir, 8.12.2007 kl. 03:09

7 identicon

Nú ertu búinn að svara Ara og þórbergi og ég bíð eftir svari til Sævars. Hvenær ætlar þessi stjórn að lækka skatta á almenning?

Hilmar (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband