Stjórnleysi

Ţađ ríkir stjórnleysi og stjórnmálakreppa á Íslandi.

Ţegar Jóhanna Sigurđardóttir tók viđ embćtti forsćtisráđherra var sagt ađ rómađir verkstjórnarhćfileikar hennar myndu koma ađ góđum notum viđ erfiđar ađstćđur í kjölfar efnahagshruns.

Nú tveimur árum síđar hefur komiđ í ljós ađ verkstjórinn er ekki starfi sínum vaxinn og geta Jóhönnu til ađ stýra ţjóđarskútunni stórlega ofmetin.

Ţar nćgir einungis ađ líta til síđustu daga í lífi ţessarar ríkisstjórnar.  Óhćtt er ađ segja ađ ţeir hafa ekki veriđ neinn dans á rósum.

Raunar hefur ríkisstjórninni veriđ mislagđar hendur allt frá ţví ađ hún tók viđ.

En ţađ hefur veriđ beinlínis átakanlegt ađ fylgjast međ ríkisstjórn Jóhönnu síđustu 10 daga eđa svo.

1. Í byrjun síđustu viku missti ríkisstjórnin tvo ţingmenn, ţau Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslason, fyrir borđ. Ţví haldiđ fram ađ ţađ styrkti ríkisstjórnina.

2. Í kjölfariđ komst kćrunefnd jafnréttismála ađ ţví ađ Jóhanna Sigurđardóttir hefđi brotiđ jafnréttislög. Stuđningsmenn hennar hafa reyndar reynt ađ gera lítiđ úr ţví og reynt af veikum mćtti ađ sannfćra almenning um ađ um ,,faglegt lögbrot" hafi veriđ ađ rćđa.

3. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra, lýsti andstöđu viđ frumvarp eigin ríkisstjórnar um breytingar á stjórnarráđinu og Ögmundur Jónasson, innanríkisráđherra, gerđi alvarlega fyrirvara frumvarpiđ.

4. Stjórnlagaráđi var komiđ á fót međ minnihluta atkvćđa ţingmanna og án stuđnings forseta Alţingis, Ástu Ragnheiđar Jóhannesdóttur, og tveggja ráđherra í ríkisstjórninni, Jóns Bjarnasonar og Ögmundar Jónassonar.

5. Ríkisstjórnin festi gjaldeyrishöft í sessi til ársins 2015, viđ litlar vinsćldir, og rammađi ţar inn vantrú sína á eigin hagkerfi.

6. Vinstri grćnir komust á lista hinna viljugu og stađföstu vegna hernađarađgerđanna í Líbíu, fyrir tilstuđlan Össurar Skarphéđinssonar, utanríkisráđherra.

Ţćr ađgerđir styđur Össur, en Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráđherra, og félagar hans í Vinstri grćnum ekki og segjast nú ekki hafa veriđ spurđur álits.

Fyrir utanađkomandi virđist sem utanríkisráđherrann sé  í annarri ríkisstjórn en fjármálaráđherrann.  Og sjávarútvegsráđherrann er upp á kant viđ ţá báđa!

7. Heilbrigđiskerfiđ er í uppnámi, ţar sem samningar sérfrćđilćkna eru ađ renna út og ekkert sem bendir til ţess ađ viđ ţá verđi samiđ.

8. Og Samtök atvinnulífsins gáfust upp á ríkisstjórninni og kjarasamningar á almennum vinnumarkađi eru upp í loft.

Svona voru síđustu dagar í lífi ţessarar ríkisstjórnar og hefur ţá ekkert veriđ minnst á ţađ ađ hér ganga 14 ţúsund manns atvinnulausir, fyrir utan ţá sem flúiđ hafa land, hagvöxtur er enginn, skuldavandi heimilanna virđist viđvarandi og svo mćtti lengi telja.

Vera kann ađ Össur Skarphéđinsson, utanríkisráđherra, sitji fastur viđ sinn keip og haldi ţví fram ađ allt ţetta hafi styrkt ríkisstjórnina.

Viđ öđrum blasir viđ ađ ţađ ríkir algjört stjórnleysi í landinu.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma til ráđherra á Alţingi í gćr lýsti ég ţessari skođun minni viđ sjálfan verkstjórann, Jóhönnu Sigurđardóttur forsćtisráđherra.

Ég bađ hana útskýra fyrir mér, vćri hún mér ósammála, hvađ fćlist í hugtakinu ,,stjórnleysi" ef ofangreint gerđi ţađ ekki.

Ég fékk ţau svör frá forsćtisráđherranum ađ hér ríkti ekkert stjórnleysi.  Ríkisstjórnin hefđi náđ gríđarlegum árangri og ađ allt vćri á réttri leiđ.

Mér varđ ţví ekki ađ ósk minni um ađ fá skýringu á hugtakinu ,,stjórnleysi".

En Jóhönnu tókst ljómandi vel ađ útskýra fyrir mér hugtakiđ ,,fullkomin afneitun".

Sigurđur Kári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband