Hvar eru myndirnar af Jóhönnu og Steingrími?

Ég hef fylgst nokkuð spenntur með auglýsingum Áfram-hópsins sem berst fyrir því að Icesave-lögin verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn.

Það skal skýrt tekið fram að ég tilheyri ekki þeim hópi og styð ekki þann málstað sem hann berst fyrir.

Í yfirgripsmikilli auglýsingaherferð Áfram-hópsins hefur þeirri þekktu áróðursherferð verið beitt að birta myndir af fólki sem styður samþykkt laganna.

Reyndar hafa áróðursmeistarar hópsins bryddað upp á þeirri vafasömu nýjung að birta myndir af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, án þess að hafa fyrir því að spyrja þá kurteisislega leyfis.

Allir sjá hver tilgangurinn með slíkum myndbirtingum er, þó efast megi um hversu vönduðum meðölum er þar beitt.

Í auglýsingaflóði Áfram-hópsins hefur eitt vakið sérstaka athygli mína, að undanskyldum hákarlinum.

Af einhverjum ástæðum hefur Áfram-hópurinn enn ekki séð ástæðu til að birta myndir af þeim sem lögðu Icesave-frumvarpið fram, börðust fyrir því og hafa mesta pólitíska hagsmuni af því að lögin verði samþykkt þjóðaratkvæðagreiðslunni.

Það eru ráðherrar núverandi ríkisstjórnar og þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna.

Hvers vegna birtir Áfram-hópurinn ekki myndir af Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingrími J. Sigfússyni, fjármálaráðherra, í auglýsingum sínum?

Ég efast um að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefði mikið á móti því að fá að birtast í einni auglýsingu eða tveimur, væri stemming fyrir því.

Getur verið að ástæðan sé sú að Áfram-hópurinn telur að það skaði málstaðinn að birta myndir af þessu ágæta fólki?

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband