Sunnudagur, 6. mars 2011
Á svig við Hæstarétt Íslands
Þrír þingmenn þriggja stjórnmálaflokka á Alþingi, Samfylkingar, Vinstri grænna og Hreyfingar, hafa nú lagt fram tillögu á Alþingi þar sem lagt er til að skipað verði 25 manna stjórnlagaráð sem ætlað er að gera tillögur um breytingar á stjórnarskránni.
Þingmennirnir leggja til að Alþingi hafi niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, æðsta dómstóls landsins, um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings, að engu.
Ógild kosning
Rifjum upp að það var kosið til stjórnlagaþings á síðasta ári. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd kosninganna bryti í bága við lög landsins. Þess vegna var kosningin ógilt og í kjölfarið kjörbréf þeirra sem bestum árangri náðu. Kosningin hafði því ekkert gildi að lögum.
Engu að síður leggja þingmennirnir nú til að áfram skuli haldið eins og ekkert hafi í skorist. Þeir 25 einstaklingar sem hlutskarpastir voru í hinum ógildu kosningunum, og hafa þar af leiðandi ekki lengur kjörbréf frá landskjörsstjórn upp á vasann, skuli engu að síður taka sæti á þessari samkomu, sem nú verður gefið annað nafn, stjórnlagaráð. Verkefni þeirra verður það sama og launakjör væntanlega óbreytt.
Grafið undan Hæstarétti
Það blasir auðvitað við öllum að með tillögu sinni eru þingmennirnir að leggja til að Alþingi fari á svig við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands og hafi hana að engu. Það sjá ekki bara pólitískir andstæðingar þingmannanna. Undir þá skoðun hafa tveir lagaprófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík tekið. Það hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður dómsmála á Íslandi, eðlilega líka gert, enda getur hann ekki annað. Dómsmálaráðherra landsins getur ekki stutt tillögu sem hefur það að markmiði að hafa niðurstöðu æðsta dómstóls landsins að engu. Hann getur ekki tekið þátt í því að grafa undan Hæstarétti með þessum hætti. Það segir sig sjálft.
Það er auðvitað mjög alvarlegt mál að á Alþingi Íslendinga fyrirfinnist fólk sem sér enga ástæðu til þess að farið sé að niðurstöðum Hæstaréttar. Enn alvarlegra er að þingmennirnir virðast njóta liðsinnis og stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra landsins við þennan fráleita tillöguflutning.
Æskilegt fordæmi?
Þeir alþingismenn sem flytja eða ætla að styðja tillöguna um stjórnlagaráð, eins og hún er fram sett, verða að svara þeirri spurningu hvort þeir telji yfir höfuð að það sé ástæða til þess að hér á landi sé starfræktur Hæstiréttur. Afstaða þeirra til niðurstöðu dómstólsins í stjórnlagaþingsmálinu hlýtur að benda til þess að þeir telji hann óþarfan, fyrst þeir sjá ekki ástæðu til að fara að niðurstöðum hans.
Þar við bætist sú skammsýni sem í tillögunni felst.
Hvernig geta þeir alþingismenn sem að tillögunni standa ætlast til þess að almenningur á Íslandi hlíti niðurstöðum æðsta dómstóls landsins í öðrum málum, ætli þeir sér ekki að gera það sjálfir í þessu?
Þeirri spurningu verða þingmennirnir auðvitað að svara.
Og hvað ætli yrði sagt ef Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til Alþingis, en hópur manna myndi engu að síður ákveða að þeir sem bestum árangri næðu í hinni ógildu kosningu myndu engu að síður taka sæti á Alþingi, sem starfa ætti það kjörtímabilið en undir nýju nafni?
Það hefði verið full ástæða fyrir þingmennina og þá sem styðja tillöguflutning þeirra að velta því fyrir sér hvaða fordæmi þeir eru að setja til framtíðar.
Stjórnmál í ógöngum
Hafi Ísland glatað trausti umheimsins í efnahagshruninu er þessi tillöguflutningur ekki til þess fallinn að endurheimta það traust sem glatast hefur.
Sameiginlegir hagsmunir okkar Íslendinga felast að minnsta kosti í því að fréttir af því að hópur alþingismanna leggi það til við Alþingi að niðurstöður Hæstaréttar Íslands verði að engu hafðar berist ekki langt út fyrir landsteinana.
Slíkur fréttaflutningur myndi endurspegla með skýrum hætti í hversu miklar ógöngur stjórnmál á Íslandi hafa ratað.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Þingmennirnir leggja til að Alþingi hafi niðurstöðu Hæstaréttar Íslands, æðsta dómstóls landsins, um ógildingu kosninga til stjórnlagaþings, að engu.
Ógild kosning
Rifjum upp að það var kosið til stjórnlagaþings á síðasta ári. Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að framkvæmd kosninganna bryti í bága við lög landsins. Þess vegna var kosningin ógilt og í kjölfarið kjörbréf þeirra sem bestum árangri náðu. Kosningin hafði því ekkert gildi að lögum.
Engu að síður leggja þingmennirnir nú til að áfram skuli haldið eins og ekkert hafi í skorist. Þeir 25 einstaklingar sem hlutskarpastir voru í hinum ógildu kosningunum, og hafa þar af leiðandi ekki lengur kjörbréf frá landskjörsstjórn upp á vasann, skuli engu að síður taka sæti á þessari samkomu, sem nú verður gefið annað nafn, stjórnlagaráð. Verkefni þeirra verður það sama og launakjör væntanlega óbreytt.
Grafið undan Hæstarétti
Það blasir auðvitað við öllum að með tillögu sinni eru þingmennirnir að leggja til að Alþingi fari á svig við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands og hafi hana að engu. Það sjá ekki bara pólitískir andstæðingar þingmannanna. Undir þá skoðun hafa tveir lagaprófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík tekið. Það hefur Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður dómsmála á Íslandi, eðlilega líka gert, enda getur hann ekki annað. Dómsmálaráðherra landsins getur ekki stutt tillögu sem hefur það að markmiði að hafa niðurstöðu æðsta dómstóls landsins að engu. Hann getur ekki tekið þátt í því að grafa undan Hæstarétti með þessum hætti. Það segir sig sjálft.
Það er auðvitað mjög alvarlegt mál að á Alþingi Íslendinga fyrirfinnist fólk sem sér enga ástæðu til þess að farið sé að niðurstöðum Hæstaréttar. Enn alvarlegra er að þingmennirnir virðast njóta liðsinnis og stuðnings forsætisráðherra og fjármálaráðherra landsins við þennan fráleita tillöguflutning.
Æskilegt fordæmi?
Þeir alþingismenn sem flytja eða ætla að styðja tillöguna um stjórnlagaráð, eins og hún er fram sett, verða að svara þeirri spurningu hvort þeir telji yfir höfuð að það sé ástæða til þess að hér á landi sé starfræktur Hæstiréttur. Afstaða þeirra til niðurstöðu dómstólsins í stjórnlagaþingsmálinu hlýtur að benda til þess að þeir telji hann óþarfan, fyrst þeir sjá ekki ástæðu til að fara að niðurstöðum hans.
Þar við bætist sú skammsýni sem í tillögunni felst.
Hvernig geta þeir alþingismenn sem að tillögunni standa ætlast til þess að almenningur á Íslandi hlíti niðurstöðum æðsta dómstóls landsins í öðrum málum, ætli þeir sér ekki að gera það sjálfir í þessu?
Þeirri spurningu verða þingmennirnir auðvitað að svara.
Og hvað ætli yrði sagt ef Hæstiréttur Íslands ógilti kosningar til Alþingis, en hópur manna myndi engu að síður ákveða að þeir sem bestum árangri næðu í hinni ógildu kosningu myndu engu að síður taka sæti á Alþingi, sem starfa ætti það kjörtímabilið en undir nýju nafni?
Það hefði verið full ástæða fyrir þingmennina og þá sem styðja tillöguflutning þeirra að velta því fyrir sér hvaða fordæmi þeir eru að setja til framtíðar.
Stjórnmál í ógöngum
Hafi Ísland glatað trausti umheimsins í efnahagshruninu er þessi tillöguflutningur ekki til þess fallinn að endurheimta það traust sem glatast hefur.
Sameiginlegir hagsmunir okkar Íslendinga felast að minnsta kosti í því að fréttir af því að hópur alþingismanna leggi það til við Alþingi að niðurstöður Hæstaréttar Íslands verði að engu hafðar berist ekki langt út fyrir landsteinana.
Slíkur fréttaflutningur myndi endurspegla með skýrum hætti í hversu miklar ógöngur stjórnmál á Íslandi hafa ratað.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.