Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 5. janúar 2009
Í mál við bresk stjórnvöld!
Lögin veita fjármálaráðherra heimild, fyrir hönd íslenska ríkisins, að styðja fjárhagslega við bakið á málsókn gegn breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra gegn íslenskum fyrirtækjum og íslenskum hagsmunum í október síðastliðnum.
Í greininni kemur skýrt fram sá einlægi vilji okkar að höfðað verði mál gegn breskum stjórnvöldum vegna framgöngu þeirra, en greinin er svohljóðandi:
"Skömmu áður en jólaleyfi skall á samþykkti Alþingi lagafrumvarp sem við sömdum í sameiningu.
Frumvarpið var flutt af þingmönnum allra stjórnmálaflokka á Alþingi, en það heimilar fjármálaráðherra, fyrir hönd íslenska ríkisins, að styðja fjárhagslega við málsóknir gegn breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra gegn íslenskum lögaðilum og íslenskum hagsmunum í byrjun október, aðgerða sem höfðu í för með sér afdrifaríkar afleiðingar fyrir íslensk fyrirtæki og íslenskt efnahagslíf.
Framganga Breta
Íslendingar mega ekki gleyma með hvaða hætti bresk stjórnvöld komu fram við okkur í þann mund sem fjármálakerfið á Íslandi var að hrynja.
Hinn 7. október sl. tóku gildi á Íslandi svokölluð neyðarlög. Á grundvelli þeirra tók Fjármálaeftirlitið íslenska yfir rekstur Landsbanka Íslands hf., Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. dagana 7.-9. október og setti yfir þeim skilanefndir. Landsbankinn var fyrsti bankinn til þess að fara í þetta ferli en Kaupþing sá síðasti. Hinn 8. október sl. frystu bresk stjórnvöld eignir Landsbanka Íslands hf. á grundvelli ákvæða sem er að finna í svokölluðum hryðjuverkalögum (e. Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001). Með því settu bresk stjórnvöld bankann á stall með hryðjuverkasamtökum á borð við Al Queda, Talibönum og löndum á borð við Norður-Kóreu, Íran og Súdan, sem stutt hafa við bakið á hryðjuverkastarfsemi í heiminum. Sama dag gripu bresk stjórnvöld til aðgerða sem leiddu til þess að stærsta dótturfélag Kaupþings banka hf., Singer & Friedlander-bankinn, var knúinn í greiðslustöðvun. Í kjölfarið varð Kaupþing banki hf. ógjaldfær. Samhliða þessu beittu bresk stjórnvöld áhrifum sínum í þarlendum fjölmiðlum til að gera hlut Íslendinga sem verstan.
Flennifyrirsagnir dagblaða og umfjöllun breskra ljósvakamiðla hinn 9. október sl. breyttu vondri stöðu Íslands í skelfilega. Fjölmörg fyrirtæki og einstaklingar glötuðu viðskiptatækifærum og fjármunum vegna þessa. Ljóst er að bresk stjórnvöld og breskir fjölmiðlar hefðu aldrei hagað aðgerðum sínum með þessum hætti gegn öflugra ríki en því íslenska. Eina vörn okkar er sú að leita réttar okkar fyrir dómstólum.
Höfða skal mál
Þegar Alþingi samþykkti áðurnefnt frumvarp fékk íslenska ríkið afdráttarlausa heimild til þess að styðja þétt við bakið á þeim sem vilja og geta höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum vegna þeirra forkastanlegu aðgerða sem þeir gripu til gegn Íslendingum og íslenskum hagsmunum.
Verði ráðist í slíka málsókn er auðvitað ekki hægt að gefa sér fyrirfram hvort hún skilar jákvæðum árangri eða ekki.
Yrði niðurstaða málsóknar jákvæð myndi hún án vafa styrkja rétt Íslendinga til þess að sækja skaðabætur úr hendi breskra stjórnvalda í framhaldinu. Jafnframt og ekki síður felst gildi málsóknar á hendur Bretum í því að skapa styrkan grunn til að koma málstað okkar Íslendinga á framfæri gagnvart almenningi í Bretlandi og víðar í Evrópu. Að okkar mati væri æskilegt að samhliða málsókn yrði gripið til kynningarherferðar erlendis til að ýta undir málefnalega umræðu um stöðu Íslands, forsendur þess að ákvæðum hryðjuverkalaga var beitt og hvort líklegt sé að fleiri þjóðir verði í kjölfarið látnar sæta sömu meðferð.
Skýr skilaboð
Alþingi Íslendinga hefur á síðustu vikum og misserum legið undir ámæli fyrir að vera afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórnina. Við teljum að með samþykkt frumvarpsins hafi Alþingi sýnt þann styrk sem í því býr.
Með því að samþykkja frumvarpið hefur Alþingi sent breskum stjórnvöldum skýr skilaboð um að það feli ríkisstjórninni að styðja fjárhagslega við bakið á þeim sem vilja og geta höfðað dómsmál vegna aðgerða þeirra gagnvart Íslendingum og íslenskum hagsmunum. Með því undirstrikar Alþingi Íslendinga með formlegum, táknrænum og afgerandi hætti að íslenska þjóðin sættir sig ekki við að þurfa að sæta því að vera beitt hryðjuverkalögum af annarri þjóð og sé reiðubúin til þess að berjast gegn því með oddi og egg að þurfa að sæta slíkri meðferð. Sú þverpólitíska yfirlýsing Alþingis verður vart misskilin.
Við teljum að fylgja þurfi þeirri afdráttarlausu yfirlýsingu Alþingis, að Íslendingar séu ekki hryðjuverkamenn og sætti sig ekki við að vera meðhöndlaðir sem slíkir, fast eftir með málsókn á hendur breskum stjórnvöldum.
Sigurður Kári er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Helgi Áss er sérfræðingur við Lagastofnun HÍ."
Sigurður Kári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 24. desember 2008
Gleðileg jól
Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Sigurður Kári.
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Frumvarp vegna málsókna gegn breskum stjórnvöldum
Það gefur augaleið að þar er átt við málsóknir gegn breskum stjórnvöldum vegna beitingar þeirra á hryðjuverkalögum gagnvart Íslendingum og íslenskum fyrirtækjum í byrjun október.
Frumvarpið sömdum við Helgi Áss Grétarsson, sérfræðingur við Lagastofnun Háskóla Íslands, en ásamt mér flytja frumvarpið þingmennirnir Árni Páll Árnason, Samfylkingu, Katrín Jakobsdóttir, Vinstrihreyfingunni grænu framboði, Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, og Jón Magnússon, Frjálslynda flokknum.
Eins og sjá má ríkir þverpólitísk samstaða um frumvarpið á Alþingi.
Tilgangur þess er fyrst og fremst sá að tryggja að íslenska ríkið geti stutt fjárhagslega við bakið á þeim sem höfða vilja mál gegn breskum stjórnvöldum vegna aðgerða þeirra gegn Íslendingum og íslenskum hagsmunum.
Verði frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi felur það í sér mikilvæga pólitíska yfirlýsingu frá Alþingi Íslendinga um að þingið og þingmenn þess sætti sig ekki við beitingu hryðjuverkalaga gagnvart Íslendingum.
Samþykkt frumvarpsins myndi fela í sér skýr skilaboð til breskra stjórnvalda um að við Íslendingar ætlum ekki að sitja undir því að vera beittir hryðjuverkalögum. Íslendingar eru ekki hryðjuverkamenn og munu ekki sitja undir því að vera meðhöndlaðir sem slíkir.
Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a:
,,Hinn 7. október sl. tóku gildi lög um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/2008. Þessi lög hafa verið nefnd neyðarlög. Á grundvelli laganna tók Fjármálaeftirlitið yfir rekstur Landsbanka Íslands hf., Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. dagana 7.-9. október sl. og setti yfir þeim skilanefndir. Landsbankinn var fyrsti bankinn til að fara í þetta ferli en Kaupþing sá síðasti.
Hinn 8. október sl. frystu bresk stjórnvöld eignir Landsbanka Íslands hf. á grundvelli ákvæða sem er að finna í svokölluðum hryðjuverkalögum (e. Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001). Sama dag gripu bresk stjórnvöld til aðgerða sem gerðu að verkum að stærsta dótturfélag Kaupþings banka hf., Singer & Friedlander, var knúið í greiðslustöðvun. Í kjölfarið varð Kaupþing banki hf. ógjaldfær.
Landsbanki Íslands hf. og Kaupþing banki hf. eru nú í því ferli sem kveðið er á um í ákvæðum neyðarlaganna sem og laga nr. 129/2008, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, og er yfirstjórn þeirra í höndum áðurnefndra skilanefnda eða eftir atvikum aðstoðarmanns í greiðslustöðvun.
Á Íslandi voru viðbrögð við framgöngu og aðgerðum breskra stjórnvalda gagnvart Íslendingum á einn veg. Bretar voru fordæmdir og því mótmælt af hálfu Íslendinga að íslenskur einkabanki þyrfti að sæta því að vera beittur hryðjuverkalögum og þannig með óbeinum hætti gefið til kynna að Íslendingar ættu að vera á bás með þekktum hryðjuverkasamtökum og löndum sem styðja við bakið á slíkri starfsemi.
Allt frá því að bresk stjórnvöld gripu til aðgerða hefur sú skoðun notið mikils stuðnings á Íslandi að höfða ætti mál gegn breskum stjórnvöldum fyrir breskum dómstólum til að freista þess að fá það viðurkennt að með aðgerðum sínum hafi bresk stjórnvöld brotið lög og farið offari gagnvart Íslendingum og íslenskum hagsmunum. Þetta er ekki síður nauðsynlegt til að sýna fram á með formlegum, táknrænum og afdráttarlausum hætti að Íslendingar sætta sig ekki við að vera beittir hryðjuverkalögum af hálfu annarrar þjóðar. Slíkur málarekstur getur einnig verið æskilegur til að styrkja mögulegar herferðir sem fara þarf í á Bretlandi og víðar til að bæta orðspor Íslands. Brýnt er að leggja þetta frumvarp fram nú vegna þess að fyrir liggur að viðeigandi málshöfðunarfrestir samkvæmt breskum lögum, a.m.k. í máli Kaupþings banka hf., eru að renna út.
Samkvæmt almennum reglum gjaldþrotaréttar, sbr. lög um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/ 1991, eru það kröfuhafar þrotabúa sem ráða því hvort bú höfði mál til að afla því meiri eigna og fjármuna. Nærtækast er að líta á Landsbanka Íslands hf. og Kaupþing banka hf. sem ígildi tveggja þrotabúa. Að óbreyttu eru það fyrst og fremst kröfuhafar bankanna tveggja sem ákveða hvort höfða skuli mál gegn breskum stjórnvöldum vegna athafna þeirra hinn 8. október sl. Telja verður hins vegar líklegt að kröfuhafarnir hafa annaðhvort takmarkaðan áhuga á að fjármagna málshöfðun gegn breskum stjórnvöldum eða þá að þeir treysta sér ekki til þess af ýmsum ástæðum.
Flutningsmenn frumvarpsins telja það varða miklum almannahagsmunum að í málsókn á hendur breskum yfirvöldum verði ráðist til að freista þess að fá úr því skorið hvort aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum lögaðilum á tímabilinu 1. október til 1. desember 2008 hafi brotið gegn lögum. Verði niðurstaða slíkrar málshöfðunar jákvæð getur stofnast til skaðabótaréttar á hendur breska ríkinu. Þegar af þeim ástæðum er mikilvægt að til slíks málareksturs sé stofnað. Það er skoðun flutningsmanna að löggjafarvaldinu og íslenskum stjórnvöldum beri að gera allt sem í valdi þeirra stendur til að tryggja að mögulegt verði að höfða mál innan málshöfðunarfresta gegn breskum stjórnvöldum vegna þeirra stjórnvaldsaðgerða sem bresk stjórnvöld beittu gagnvart íslensku bönkunum tveimur jafnvel þó svo að kröfuhafar bankanna kjósi að velja ekki þann kost. Telja flutningsmenn að hagsmunir þeirra sem í hlut kunna að eiga og hagsmunir íslensku þjóðarinnar af slíkri málsókn séu svo veigamiklir að óvissa um það hver beri fjárhagslega og lagalega ábyrgð á slíkri málsókn megi ekki standa henni í vegi. Og í ljósi þess að þær stofnanir sem að slíkri málsókn kunni að koma eru flestar eða allar með einum eða öðrum hætti á vegum og ábyrgð ríkisins telja flutningsmenn réttlætanlegt að mæla fyrir frumvarpi sem þessu.
Með málshöfðun af þessu tagi, óháð því hver aðild kunni að eiga að henni, telja flutningsmenn að íslenska þjóðin væri að koma á framfæri skýrum skilaboðum gagnvart breskum stjórnvöldum um að framferði þeirra gagnvart íslenskum hagsmunum verði ekki liðið og að nauðsynlegt sé að skera úr um lögmæti aðgerðanna fyrir dómstólum."
Sigurður Kári.
Sunnudagur, 14. desember 2008
Það verður að höfða mál gegn Bretum!
Það er mikilvægt að við gleymum ekki framferði breskra stjórnvalda gagnvart Íslendingum í íslenskum hagsmunum sem þau gripu til í byrjun október á þessu ári.
Til þess að rifja þá atburði upp má nefna að þann 7. október sl. voru samþykkt á Alþingi svokölluð neyðarlög vegna stöðu íslensku viðskiptabankanna, Glitnis, Landsbanka og Kaupþings. Þann 8. október frystu bresk stjórnvöld eignir Landsbanka Íslands á grundvelli hryðjuverkalaga. Þennan sama dag gripu bresk stjórnvöld til aðgerða sem leiddu til þess að stærsta dótturfélag Kaupþings, Singer & Friedlander bankinn, varð gjaldþrota og móðurfélagið Kaupþing ógjaldfært.
Á Íslandi voru viðbrögð við þessari framgöngu breskra stjórnvalda gagnvart Íslendingum á einn veg. Allir sem létu skoðun sína í ljós fordæmdu framferði breskra stjórnvalda í harðlega og mótmæltu því að Íslendingar þyrftu að sæta því að vera beittir hryðjuverkalögum og væri skipað á bás með þekktum hryðjuverkasamtökum og löndum sem styðja við bakið á slíkri starfsemi. Engu skipti hvort um stjórnmálamenn, fjölmiðla, forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja eða almenna borgara var að ræða. Viðbrögðin voru öll á einn veg.
Á þeim tíma naut sú skoðun mikils stuðnings á Íslandi að okkur bæri að draga bresk stjórnvöld fyrir dómstóla til þess að freista þess að fá viðurkennt að þau hefðu farið offari gagnvart Íslendingum og íslenskum hagsmunum, en ekki síður til þess að sýna fram á með formlegum, táknrænum og afdráttarlausum hætti að Íslendingar sættu sig ekki við að þurfa að sæta því að bera beittir hryðjuverkalögum af annarri þjóð, sem fram til þessa hefur verið litið á sem vinaþjóð okkar.
Í fjölmiðlum fyrir helgi bárust svo fréttir af því að bresk lögmannsstofa sem tekið hefur að sér hagsmunagæslu fyrir íslenskt fyrirtæki fengi ekki nauðsynleg gögn í hendur frá stjórnvöldum til þess að hægt væri að draga bresk stjórnvöld fyrir dóm vegna framferðis þeirra. Þá hefur sá kvittur verið á kreiki að erfiðlega hafi gengið að tryggja fjárhagslega fyrirgreiðslu vegna starfa bresku lögmannanna. Af fjölmiðlaumfjöllun að dæma virðist sem tímafrestir sem settir eru fyrir málsókn gegn breska ríkinu séu að renna út. Til að mynda hafi Kaupþing frest til 7. janúar næstkomandi til þess að höfða mál vegna aðgerða breskra yfirvalda gagnvart dótturfélagi bankans, Singer & Friedlander, þann 8. október.
Þessi mál komu til kasta Alþingis í umræðum á þinginu á fimmtudaginn var og tók ég þátt í þeim umræðum.
Í máli Bjarna Benediktssonar, formanns utanríkismálanefndar og samþingmanns míns í þingflokki sjálfstæðismanna, kom fram að stjórnvöld gerðu sér grein fyrir þeim tímafrestum sem taka þyrfti tillit til í tengslum við hugsanlegar málssóknir. Slík yfirlýsing er mikilvæg, hyggi íslenska ríkið á málsókn gagnvart breska ríkinu.
Hins vegar er líklegra að þau fyrirtæki sem sættu með beinum hætti aðgerðum breskra stjórnvalda vilji höfða mál gegn Bretum. Þar á ég ekki síst við Landsbanka Íslands hf., sem færður var á hryðjuverkalista breskra stjórnvalda, eða Kaupþing vegna aðgerðanna gegn dótturfélagi þess, Singer & Friedlander.
Í umræðum á Alþingi kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, að ákvarðanir slíkar málsóknir væru í höndum skilanefnda bankanna. Í yfirlýsingu sem Fjámálaeftirlitið sendi frá sér á föstudag kom hins vegar fram að ákvarðanir um málsókn væri í höndum kröfuhafa bankanna.
Vegna fyrri starfa minna og reynslu er ekki hægt að gefa sér fyrirfram hvort slík málshöfðun myndi skila árangri. Um það er ekkert hægt að fullyrða fyrirfram.
Ég er engu að síður afdráttarlaust þeirrar skoðunar að íslensk stjórnvöld og þær stofnanir sem undir þær heyra eigi að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að hægt verði að höfða mál gegn breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þeir beittu gegn Íslendingum í krafti hryðjuverkalaganna.
Þar breytir engu í mínum huga hvort ákvörðun um málsókn eigi að vera í höndum skilanefnda bankanna eða hinna erlendu kröfuhafa. Það er að mínu mati aukaatriði.
Það sem mestu máli skiptir er að mál verði höfðað gegn bresku ríkisstjórninni.
Með því að höfða mál gegn bresku ríkisstjórninni sýnum við Íslendingar fram á að við sættum okkur ekki við það að hryðjuverkalögum sé beitt gegn okkur eða fyrirtækjum okkar og hagsmunum. Með því að höfða mál gegn þessum mönnum sendum við þeim skilaboð sem þeir skilja.
Hvort sem íslenska ríkið, Kaupþing, Landsbanki eða hverjir aðrir sem hagmuni eiga höfða slíkt mál þá tel ég að íslenska þjóðin, íslenskir skattgreiðendur, sem orðið hafa fyrir miklum búsifjum, eigi rétt á því að það sé gert, því slík málsókn varðar okkur öll.
Hún skiptir líka verulega miklu máli um ásýnd þjóðarinnar.
Við viljum ekki gefa þau skilaboð út til umheimsins að við sættum okkur við þá meðferð sem við þurftum að sæta af hálfu breskra yfirvalda án þess að berjast á móti með öllum tiltækum ráðum.
Sigurður Kári.
Laugardagur, 13. desember 2008
Hótun?
Af virðingu við núverandi stjórnarsamstarf og þann flokk sem Sjálfstæðisflokkurinn er í samstarfi við um þessar mundir í ríkisstjórn hef ég hingað til reynt að forðast að gagnrýna samstarfsflokkinn, þingmenn hans og ráðherra opinberlega. Ég hef reynt að vinna eftir þeirri reglu að skynsamlegra sé að leysa ágreiningsmál milli stjórnarflokkanna annarsstaðar en í fjölmiðlum.
Ég er þeirrar skoðunar að slík vinnubrögð séu bæði árangursríkari og heiðarlegri gagnvart samstarfsfólki mínu en sú leið að menn belgi sig út í fjölmiðlum í hvert skipti sem þeim mislíkar eitthvað eða vilja aðrar áherslur eða aðrar leiðir en samstarfsaðilinn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, var gestur Hallgríms Thorsteinssonar í þættinum Vikulokin á Rás 1 í morgun. Þar var meðal annars rætt um stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum og niðurstöðu landsfundar flokksins sem haldinn verður í janúarlok.
Viðtalið við formann Samfylkingarinnar var fréttnæmt og á fréttavef Ríkisútvarpsins eru ummælum hennar gerð skil en þar segir:
,, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar segir að ríkisstjórnarsamstarfinu sé sjálfhætt ákveði landsfundur sjálfstæðisflokksins að sækja ekki um aðild að Evrópusambandinu."
Í ljósi þessa hlýtur maður að velta því fyrir sér hvort formaður Samfylkingarinnar sé raunverulega að hóta Sjálfstæðisflokknum stjórnarslitum eða setja honum afarkosti taki Sjálfstæðisflokkurinn ekki upp stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum!
Getur það verið?
Getur það verið að formanni Samfylkingarinnar þyki eðlilegt og málefnalegt að sjálfstæðismenn taki afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu undir þeirri hótun að komist þeir ekki að niðurstöðu sem er öðrum stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sem ekkert hafa með málefni Sjálfstæðisflokksins að gera ekki þóknanleg þá sé ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sjálfhætt?
Ég vona að formaður Samfylkingarinnar hafi sagt meira en hún ætlaði sér í viðtalinu í morgun.
Ég vona líka að forysta Sjálfstæðisflokksins og fulltrúar flokksins á komandi landsfundi Sjálfstæðisflokksins láti ekki stilla sér upp við vegg með þessum hætti þegar þeir taka afstöðu til spurningarinnar um aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Afstaða okkar sem sækjum landsfund Sjálfstæðisflokksins hlýtur að eiga að byggja á málefnalegum forsendum sem taki mið af hagsmunum þjóðar okkar og pólitískri sannfæringu okkar sjálfra.
Ekki þrýstingi frá forystu annarra stjórnmálaflokka.
Sé sá þrýstingur raunverulegur og ætli formaður Samfylkingarinnar að reyna að stilla sjálfstæðismönnum upp við vegg með þessum hætti, hlýtur slíkt að kveikja á viðvörunarljósum innan annarra stjórnmálaflokka sem ganga með þann draum í maganum að mynda ríkisstjórn með Samfylkingunni.
Myndu þeir láta slíka afarkosti yfir sig ganga?
Þeir verða að svara því sjálfir.
Ég er í það minnsta fullviss um að formaður Samfylkingarinnar kæri sig ekkert sérstaklega um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins reyni með slíkum hætti að hafa áhrif á stefnu Samfylkingarinnar.
Að lokum þetta:
Þeir sem vilja hafa áhrif á innri málefni eða stefnu Sjálfstæðisflokksins er frjálst að gera það með því að ganga í Sjálfstæðisflokkinn, mæta á landsfund og berjast þar fyrir stefnumálum sínum og sannfæringu. Það höfum við sem tekið höfum þátt í störfum Sjálfstæðisflokksins þurft að gera og það sama gildir um aðra.
Þar eru allir velkomnir.
Sigurður Kári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (99)
Föstudagur, 12. desember 2008
ESB mun taka Svarfjallalandi opnum örmum þrátt fyrir allt!
Þeir sem hingað til hafa líst sig andsnúna einhliða upptöku evru á Íslandi eða hafa líst yfir efasemdum um að slík upptaka sé framkvæmanleg halda því gjarnan fram að einhliða upptaka sé óframkvæmanleg af þeirri ástæðu að Evrópusambandið muni ekki sætta sig við að það verði gert og að Íslendingar muni falla í ónáð hjá Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess tækju þeir upp evru einhliða.
Því hefur gjarnan verið haldið fram að einhliða upptaka evru muni kalla á hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu Evrópusambandinu gagnvart Íslandi og að hugsanlegt sé að Evrópusambandið setji EES-samninginn í uppnám grípi íslensk stjórnvöld til slíkra aðgerða.
Þessum sjónarmiðum vísaði Bretinn Michael Emerson á bug í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið, og ég birti hér á síðunni, þann 4. desember sl., en Emerson er fyrrverandi yfirmaður efnahags- og fjármálasviðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fyrrverandi sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu.
Slíkur maður ætti að vera öllum hnútum kunnugur innan Evrópusambandsins.
Um áramótin 1999/2000 tóku Svartfellingar einhliða upp evru sem gjaldmiðil. Því hefur gjarnan verið haldið fram að vegna einhliða upptöku þeirra á evru hafi þeir fallið í ónáð hjá Evrópusambandinu og muni því í náinni framtíð mæta andúð Evrópusambandsins vilji þeir ganga í sambandið.
Í dag birtist hins vegar frétt á vefsíðu Morgunblaðsins:
"Tékkar, sem taka við forsæti yfir Evrópusambandinu þann 1. janúar næstkomandi, hafa lýst því yfir að aðildarumsókn frá Svartfjallalandi yrði tekið opnum örmum. Yfirvöld í Svartfjallalandi sögðust í dag stefna að því að sækja um aðild nú eftir helgi.
Svartfjallaland fékk sjálfstæði árið 2006 og fullnægði í fyrra kröfum ESB um stöðugleika og vöxt, sem er fyrsta skrefið í átt að aðild.
Yfirvöld í Tékklandi hafa sagst munu setja það í forgang á næsta ári að vinna að inngöngu landanna af vestanverðum Balkanskaga í ESB."
Af fréttinni að dæma virðist einhliða upptaka Svartfellinga á evru fyrir um átta árum ekki hafa aflað þeim meiri óvinsælda en svo að þeim verði tekið opnum örmum af Evrópusambandinu vilji þeir sækja um aðild að sambandinu.
Sigurður Kári.
Föstudagur, 12. desember 2008
Hvers vegna ekki Ísland?
,,Það er sem fyrr álit okkar sem þessar línur ritum að upptaka evru á grundvelli fullrar aðildar að Evrópusambandinu og myntbandalagi þess sé eina haldbæra lausnin á peningamálum landsins. Þess vegna eigi að leita aðildarviðræðna við ESB þegar í stað. Hugmyndir um einhliða upptöku evru eða dollars á grundvelli myntráðs, sem borið hefur á góma að undanförnu, eru ekki raunhæfar í landi þar sem bankakerfi hefur hrunið og fjármálatraust glatast. Það er ekki eftir neinu að bíða."
Það er rétt hjá þeim Einari og Jónasi að upptaka evru sem slíkrar á grundvelli fullrar aðildar að Evrópusambandinu og myntbandalagi þess er kostur í þeirri stöðu sem nú er uppi í íslenskum efnahagsmálum. Út frá öðrum hagsmunum Íslands sem í húfi væru má hins vegar draga í efa hvort sá kostur sé góður eða slæmur.
Augljós galli við þessa leið er hins vegar sá að sækti Ísland um aðild að Evrópusambandinu og myntbandalaginu nú, þyrftum við að bíða í 6 til 8 ár eftir nýjum gjaldmiðli, ef eitthvað er að marka yfirlýsingar stækkunarstjóra Evrópusambandsins, Olli Rehn. Draga má í efa að íslenska efnahagslífið geti beðið svo lengi eftir nýjum gjaldmiðli.
Á hitt get ég ekki fallist með þeim Einar og Jónasi að hugmyndir um einhliða upptöku evru eða dollars á grundvelli myntráðs séu ekki raunhæfar í landi þar sem bankakerfi hefur hrunið og fjármálatraust glatast, því slíkar hugmyndir hafa reynst öðrum þjóðum afar vel, sem einnig hafa lent í miklum fjármálalegum hrakningum.
Nægir þar að nefna Hong Kong, sem tengdi gjaldmiðil sinn við Bandaríkjadollar árið 1983 með góðum árangri, Svartfjallaland sem tók einhliða upp evru árið 2000, líkt og Kosovo árið 2002, svo ekki sé minnst á El Salvador og Ekvador sem tóku einhliða upp dollar og sjá ekki eftir því í dag.
Hvers vegna skyldu slík úrræði sem gagnast hafa öðrum þjóðum, sem glatað hafa fjármálatrausti og horft upp á bankakerfi sitt hrynja til grunna, en ekki okkur Íslendingum?
Það er vandséð.
Sigurður Kári
Fimmtudagur, 11. desember 2008
Hvernig má koma í veg fyrir bankaáhlaup við einhliða upptöku annars gjaldmiðils?
Ein helsta röksemd þeirra sem hafa efasemdir um einhliða upptöku annars gjaldmiðils á Íslandi er sú að verði það gert skapist hætta á innlendum fjármagnsflótta. Hætta á bankahruni aukist þar sem bankarnir hafi eftir einhliða upptöku annars gjaldmiðils ekki lánveitanda til þrautavara sem bakhjarl. Í slíku kerfi sé hætta á bankahruni meiri, en ef Íslendingar væru aðilar að Evrópusambandinu. Slíkt myndi veikja samkeppnisstöðu íslensku bankanna og kynni að skapa fjármagnsflótta úr landi.
Þessar staðhæfingar er efnislega að finna í leiðara Morgunblaðsins í vikunni.
x x x
Sú kenning virðist vera býsna lífseig þessa dagana um að Seðlabankar Evrópuþjóðanna, einkum Seðlabanki Evrópu, sé lánveitandi evrópskra banka til þrautavara.
Kenningin gengur hins vegar ekki upp, eins og sést best á falli belgíska Fortis-bankans, eins stærsta banka Evrópu. Seðlabanki Evrópu kom honum ekki til hjálpar heldur þurftu viðkomandi ríki sem bankinn starfar í, Belgía, Lúxemburg og Holland að þjóðnýta hvert sinn hluta Fortis-bankans.
Það eru því ríkisstjórnir, eða ríkissjóðir hvers lands, sem eru lánveitendur evrópsku bankanna til þrautarvara, en ekki Seðlabanki Evrópu.
x x x
Hitt er annað mál að vilji íslensk stjórnvöld taka annan gjaldmiðil upp einhliða þarf engu að síður að svara þeirri spurningu hvernig koma megi í veg fyrir bankaáhlaup, þ.e. koma í veg fyrir að Íslendingar tækju fjármuni sína út úr bönkunum og flyttu þær úr landi.
Tvær leiðir má hugsa sér til þess að koma í veg fyrir bankaáhlaup eftir einhliða upptöku annars gjaldmiðils.
x x x
Það má til dæmis gera með því að leggja íslensku bönkunum, sem allir eru í eigu ríkisins, til núverandi gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem einnig er í eigu ríkisins.
Þá mætti hugsa sér að lífeyrissjóðir landsins leggðu erlendar eignir sínar sem tryggingu gegn útflæði úr bönkunum. Slíkar aðgerðir samhliða einhliða upptöku annars gjaldmiðils myndu tryggja svo gott sem allar innistæður landsmanna í bönkunum.
Til samanburðar má nefna að hæsta hlutfall slíkra trygginga sem fyrirfinnst er í bankakerfi Hong Kong. Þar nær tryggingin til um 20% bankainnistæðna, en væri hins vegar nær 75% á Íslandi, sem væri það hæsta í heiminum í dag. Þar við bætast þau gjaldeyrishöft sem nú eru í gildi sem gera myndi bankaáhlaup ómögulegt.
x x x
Aðra útfærslu mætti einnig hugsa sér.
Á forsíðu Fréttablaðsins í vikunni kom fram að um þessar mundir séu í gangi viðræður milli ríkisins og erlendra lánardrottna Glitnis og Kaupþings um að þeir breyti kröfum sínum á hendur bönkunum í hlutafé og erlent eignarhald þeirra þar með tryggt.
Nú liggur ekki fyrir hvort þessum viðræðum lykti þannig. Ef sú yrði niðurstaðan yrðu í raun starfræktir erlendir bankar á Íslandi sem nytu bakstuðnings eigenda sinna og eftir atvikum erlendra ríkja.
Yrði sú raunin að annar gjaldmiðill yrði tekinn einhliða upp á Íslandi ásamt því að eignarhald bankanna yrði erlent með því að breyta kröfum erlendra lánardrottna á hendur íslensku bönkunum í hlutafé í þeim, myndi slíkt fyrirkomulag peningamála og bankakerfis á Íslandi draga verulega úr líkum á bankaáhlaupi og raun nánast útiloka það.
x x x
Mér þætti vænt um það ef mér væri bent á aðrar eða betri hugmyndir til úrlausnar því viðfangsefni sem ég hef hér gert að umfjöllunarefni.
x x x
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það hversu mikill ávinningur íslenskra fyrirtækja og fólksins í landinu væri af einhliða upptöku annars gjaldmiðils á Íslandi. Í stuttu máli má fullyrða að:
- 1. Vextir myndu snarlækka. Vaxtastig á Íslandi myndi vera sambærilegt vaxtastigi þess myntsvæðis sem við myndum velja okkur, sem er um 3% á evrusvæðinu og um 1% í Bandaríkjunum, að viðbættu landsálagi sem ræðst af skuldastöðu ríkisins, sem í dag myndi vera milli 0,5 - 1,5%.
- 2. Verðbólga myndi jafnframt lækka með tilkomu nýs gjaldmiðils, enda er verðbólgan í dag einkum tilkomin vegna gengisfalls krónunnar.
- 3. Verðtrygging myndi deyja út, með endurfjármögnun skuldbindinga.
- 4. Atvinna fólksins væri betur tryggð vegna mun hagstæðara rekstrarumhverfis fyrirtækja sem leiðir af liðum 1-3.
Það er því til mikils að vinna.
Sigurður Kári
Föstudagur, 5. desember 2008
Glöggt er gests augað!
Þeir sem hingað til hafa líst sig andsnúna einhliða upptöku evru á Íslandi eða hafa líst yfir efasemdum um að slík upptaka sé framkvæmanleg halda því gjarnan fram að einhliða upptaka sé óframkvæmanleg af þeirri ástæðu að Evrópusambandið muni ekki sætta sig við að það verði gert og að Íslendingar muni falla í ónáð hjá Evrópusambandinu og aðildarríkjum þess tækju þeir upp evru einhliða.
Því hefur gjarnan verið haldið fram að einhliða upptaka evru muni kalla á hugsanlegar refsiaðgerðir af hálfu Evrópusambandinu gagnvart Íslandi og að hugsanlegt sé að Evrópusambandið setji EES-samninginn í uppnám grípi íslensk stjórnvöld til slíkra aðgerða.
Um þessi atriði hefur síðan verið deilt, nú síðast í Spegli Ríkisútvarpsins í kvöld.
Í Fréttablaðinu í gær birtist grein undir fyrirsögninni ,,Hvað ef Ísland tekur einhliða upp evru?"
Þar er þessum röksemdum svarað.
Höfundur greinarinnar er Bretinn Michael Emerson, sem er fyrrverandi yfirmaður efnahags- og fjármálasviðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, en samkvæmt mínum heimildum er hann einnig fyrrum sendiherra Evrópusambandsins í Moskvu.
Maður sem gengt hefur slíkum ábyrgðarstöðum á vegum Evrópusambandsins verður seint sakaður um andúð á sambandinu eða fáfræði þegar kemur að málefnum tengdum því.
Nær væri að halda því fram að þar færi innvígður og innmúraður Evrópusambandsmaður.
Í greininni skrifar Michael Emerson:
Ísland leitar nú logandi ljósi leiða til að koma skikki á fjármála- og efnahagsástandið. Landið hefur gert samkomulag við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um tveggja milljarða dollara lán (og fær fyrir vikið há lán frá öðrum til viðbótar). Ríkisstjórnin hefur útvegað háar fjárhæðir til bjargar bönkunum heima fyrir og hefur sest að samningaborðum um hvernig verði staðið við erlendar skuldbindingar. En hún á eftir að festa fjármálakerfið í sessi þannig að það tryggi fjárhagslegan stöðugleika til framtíðar, án þess að leggja miklar byrðar á landið með auknum skuldum þjóðarbúsins.
Ein möguleg leið fyrir Ísland er að taka upp evru, það er að skipta krónunni út fyrir evru og miða kostnað, verðlag, bókhald fyrirtækja og fjármál ríkisins við hana.
Þrátt fyrir þær háu erlendu skuldir sem vofa yfir Íslandi væri þetta ekki svo erfitt í framkvæmd. Jafnvirði peningamagnsins sem er í umferð á Íslandi er aðeins um hundrað milljónir evra en gjaldeyrisforði Seðlabankans er miklu meiri, nálægt tveim þúsund milljónum evra. Daginn sem evruvæðingin ætti sér stað myndi Seðlabankinn útdeila evrum til bankanna og þeim skipt inn fyrir íslenskar krónur, sem yrði síðan eytt. Bankareikningar yrðu einfaldlega umreiknaðir úr krónum í evrur á fyrirfram ákveðnu gengi.
Evrópusambandið hefur aftur á móti lýst yfir að því hugnist ekki þessi leið því hún brjóti í bága við grunnreglu um formlega útvíkkun evrusvæðisins; fyrst gangi ríki í Evrópusambandið og eftir tiltekinn tíma fái þau aðild að myntbandalaginu, að uppfylltum ströngum skilyrðum Maastricht-samkomulagsins, sem lúta að verðbólgu, ríkisskuldum og gengisstöðugleika með aðild að gengissamstarfi Evrópu.
Hvernig getur Ísland metið kosti þess að ná efnahagslegum stöðugleika á kostnað þess að komast í ónáð hjá ESB? Hvaða lagalegu úrræða gæti Evrópusambandið gripið til og hverjar gætu hinar pólitískar afleiðingar orðið? Hér verður farið yfir nokkur atriði sem gætu hjálpað Íslendingum að vega og meta stöðuna.
Undantekningar við sérstakar aðstæður
Í fyrsta lagi er ekkert í lögum Evrópusambandsins eða alþjóðalögum sem bannar neinum að afla sér evra og nota í sparnað, viðskipti, bókhald og millifærslur. Evran er fyllilega innleysanlegur gjaldmiðill og engar svæðisbundnar takmarkanir við notkun hennar.
Í öðru lagi eru fordæmi fyrir upptöku evru hjá smáríkjum utan ESB sem eru í nánum tengslum við sambandið. Mónakó, San Marínó, Vatíkanið og Andorra hafa öll tekið upp evru sem gjaldmiðil með samkomulagi við ESB; fyrstu þrjú ríkin hafa auk þess fengið leyfi ESB til myntsláttu í takmörkuðu upplagi. Segja má að þetta séu þrjú örríki meðan Ísland sé smáríki, með álíka marga íbúa og Malta. ESB lét sér það hins vegar lynda, með semingi þó, þegar Svartfjallaland tók einhliða upp evru áramótin 1999/2000, en íbúar Svartfjallalands eru um 650 þúsund, rúmlega helmingi fleiri en á Íslandi. Að auki ákváðu ESB og Sameinuðu þjóðirnar að færa Kosovo (þar sem nærri tvær milljónir búa) inn á evrusvæðið árið 2002, eftir stríðið við Serbíu. Tvö síðastnefndu dæmin sýna að sérstakar aðstæður hafa réttlætt undantekningar frá hinni almennu reglu. Fjármálakreppuna, sem ríður nú yfir heiminn og hefur komið sérstaklega illa niður á Íslendingum, má sannarlega kalla sérstakar aðstæður; hún á rætur að rekja til hinna fjárhagslegu höfuðborga heims, sem hafa valdið Íslandi miklum búsifjum.
Lagaleg úrræði ESB
Í þriðja lagi er það spurningin um hvort ESB gerði allt sem það gæti til að koma í veg fyrir að Ísland tæki einhliða upp evru og beitti efnahagslegum refsiaðgerðum.
Ísland hefur verið aðili að samningnum um evrópska efnahagssvæðið (EES) síðan 1994 og þar með innleitt og framfylgt mörgum lagabálkum ESB, auk þess sem það leggur talsverðar fjárhæðir (fyrir Ísland) til grunnstofnana ESB. Ísland hefur aðgang að innri markaði ESB með sömu skilmálum og aðildarríki sambandsins. Gæti ESB reynt að rifta EES-samningum við Ísland eða reynt að takmarka hann? Líkurnar á því eru svo litlar að þetta eru fyrst og fremst fræðilegar vangaveltur. Gengju menn svo langt að jafnvel íhuga þennan möguleika vakna ýmis álitamál sem lúta að löggjöf ESB og EES og valdssviði ESB og EFTA-dómstólsins. Það er nokkuð skýrt að ekkert er kveðið á um peningastefnu í EES-samningnum og því engin lagaleg stoð fyrir efnahagslegum refsiaðgerðum í garð Íslands. Slíkri kröfu yrði því hiklaust vísað frá af dómstólum ESB og EFTA. Það er líka illmögulegt að rifta EES-samningnum við Ísland, því það krefðist einróma samkomulags aðildarríkjanna 27, sem er ólíklegt að myndi nást.
Pólitískar afleiðingar
Í fjórða lagi er það spurningin hvort einhliða upptaka evru skaðaði möguleika Íslands á inngöngu í ESB ef það myndi sækja um aðild? Það snýst ekki um lögfræðileg álitamál heldur pólitíska ákvörðun af hálfu ESB, bæði hvað aðildarviðræðurnar og niðurstöðu þeirra áhrærir.
Hverjir eru kostir og gallar þess að bæta evrunni við EES-samninginn, samanborið við að stíga skrefið til fulls með inngöngu í ESB? Frá hagfræðilegum sjónarhóli má segja að EES + evra jafngildi nánast fullri aðild. Hversu hyggileg þessi leið er í pólitískum skilningi skal ósagt látið. Það verða Íslendingar sjálfir að meta.
Þegar umsókn um inngöngu hefur verið lögð inn byrjar ráðherraráð ESB ávallt á því að óska eftir umsögn framkvæmdastjórnar þess. Í ljósi þess að einhliða upptaka evru er illa séð innan ESB myndu Íslendingar gera sér bjarnargreiða með því að taka upp evru skömmu áður en þeir sæktu um inngöngu. ESB gæti einfaldlega gefið út yfirlýsingu um að það kysi ekki að hefja aðildarviðræður við þessar kringumstæður.
Hins vegar gæti liðið langur tími frá upptöku evru fram að mögulegri aðildarumsókn. Þörfin á fjárhagslegum stöðugleika er mikil á Íslandi, og ákvæðu íslensk stjórnvöld að taka upp evru gerðu þau það líklega á fyrri hluta árs 2009. ESB liggur hins vegar ekkert á að ráðast í frekari stækkun, að minnsta kosti ekki þar til barið hefur verið í bresti Lissabonsáttmálans og hann samþykktur og að fenginni meiri reynslu á skilvirkni sambandsins eftir nýlega risastækkun. Fyrir Íslendinga er spurningin um gjaldmiðilinn brýn og aðkallandi, spurningin um inngöngu í ESB er það ekki.
Hafa má fordæmi Svartfjallalands til hliðsjónar. Evrópusambandið var lítt hrifið af einhliða upptöku evru þar í landi. Nú er búist við að Svartfjallaland sæki um fulla aðild að ESB í árslok 2009 og virðist evruupptakan ekki vera neitt ágreiningsefni. Með tíð og tíma gæti þetta fjórða og síðasta álitamál líka leyst af sjálfu sér fyrir Ísland."
Glöggt er gests augað!
Við þær aðstæður sem nú eru uppi í íslensku samfélagi er kallað eftir því víða í samfélaginu að íslensk stjórnvöld leiti ráðgjafar og álits erlendra sérfræðinga um hin ýmsu álitaefni sem nú eru uppi.
Slíka ráðgjöf er að finna í grein Michaels Emerson varðandi einhliða upptöku evru á Íslandi.
Það er kannski kominn tími til að ýmsir sem hafa tjáð sig upp á síðkastið um þessi mál fari að taka mark á sjónarmiðum erlendra sérfræðinga í þessum efnum.
Þeir sem hafa haldið því fram að einhliða upptaka evru á Íslandi sé ýmist óframkvæmanleg eða að minnsta kosti efasemdir um að hún sé möguleg hljóta að minnsta kosti eftir lestur greinar fyrrverandi yfirmanns efnahags- og fjármálasviðs framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fyrrum sendiherra ESB í Moskvu að líta í eigin barm og velta því fyrir sér hvort þeir hafi haft rangt fyrir sér.
Sigurður Kári
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Meirihluti vill annan gjaldmiðil án aðildar að ESB
Í þættinum ítrekaði ég þá skoðun mína að við þær aðstæður sem nú eru uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar eigi stjórnvöld að skoða af fullri alvöru þann möguleika að taka upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar, ýmist einhliða eða með samkomulagi við önnur ríki. Ég benti á að þær óvenjulegu aðstæður sem nú eru uppi kölluðu á óvenjulegar lausnir.
Mér fannst viðmælandi minn úr Framsóknarflokknum ekki taka hugmyndinni illa, en hún óttaðist að þessi skoðun mín nyti ekki hljómgrunns innan Sjálfstæðisflokksins og þjóðfélaginu, heldur væri ég einangraður.
x x x
Ég hef á síðustu vikum átt samræður við fjölmarga aðila, innlenda og erlenda sérfræðinga, framámenn og konur og atvinnulífinu, stjórnmálamenn, innan og utan Sjálfstæðisflokksins, og almenna borgara, um möguleg gjaldmiðilsskipti, ýmist með einhliða upptöku annars gjaldmiðils eða tengingu hans við annan gjaldmiðil.
Og ég finn ekki betur en að þessar hugmyndir njóti mikils og víðtæks stuðnings hvar sem borið er niður og að það sé fjarri sanni að skoðanir mínar í þessum efnum séu einangraðar í mínu höfði. Að minnsta kosti fæ ég ekki betur séð en að ýmsir málsmetandi aðilar séu reiðubúnir til þess að skoða þessa möguleika af alvöru.
Síðastliðinn laugardag birtist til dæmis stórmerkileg frétt á vefsíðu Morgunblaðsins af viðtali Reuters fréttastofunnar við Geir H. Haarde, forsætisráðherra, um gjaldmiðilsmál.
Þessi frétt hlaut einhverra hluta vegna ekki þá athygli sem hún verðskuldar, en hún er eftirfarandi:
Geir H. Haarde, forsætisráðherra Íslands, segir í viðtali við Reuters fréttastofuna, að það sé óráðið hvort Íslendingar hafi áfram sinn eigin gjaldmiðil til lengri tíma litið eða hvort þeir tengi gjalmiðil sinn annað hvort við evruna eða Bandaríkjadollar. Þetta kemur fram á fréttavefnum Javno.
Haft er eftir Geir að efnahagsþregningarnar á Íslandi að undanförnu hafi undirstrikað þau vandamál sem því fylgi að halda úti sjálfstæðum gjaldmiðli í litlu, opnu hagkerfi.
Fólk er að skoða möguleikanan á tengingu við dollara eða einhliða upptökuevru sem myndi sennilega fá ýmsa innan Evrópusambandsins til að lyfta brúnum. Þriðji möguleikinn gæti verið gjaldeyrissamvinna. Þetta eru allt spurningar sem eftir á að svara."
Geir segir það þó vera forgangsverkefni núna að tryggja stöðugleika krónunnar. Við erum að ganga í gegn um viðkvæmt tímabil og það væri mjög hættuleg að missa gengið niður í eitthvað hyldýpi. Það er það sem við erum að reyna að komast hjá núna í þeirri vissu að núverandi gengi sé of lágt.""
Einhverra hluta vegna hlaut þessi stjórmerkilega frétt ekki þá athygli sem hún sannarlega verðskuldar.
x x x
Sjávarútvegurinn er sú atvinnugrein á Íslandi sem á síðustu áratugum hefur aflað þjóðarbúinu meiri gjaldeyris en nokkur önnur atvinnugrein. Síðustu misserin öfluðu fjármálafyrirtækin þjóðarbúinu meiri gjaldeyris en sjávarútvegurinn. En eftir hrun fjármálakerfisins er þetta breytt og sjávarútvegurinn nú aftur orðinn lykilatvinnugrein á Íslandi sem aflar okkur mestra gjaldeyristekna.
Af þeirri ástæðu hlýtur framlag forystumanna í sjávarútvegi að skipta miklu máli í umræðunni um gjaldmiðla.
Á laugardaginn var lét Landsamband íslenskra útvegsmanna að sér kveða í umræðunni um gjaldmiðilsmál, en á vefsíðu LÍÚ birtist neðagreint:
,,Stjórn Landssambands íslenskra útvegsmanna hefur samþykkt eftirfarandi áskorun til stjórnvalda: ,,Stjórn LÍÚ skorar á stjórnvöld að kanna nú þegar kosti þess að taka einhliða upp annan gjaldmiðil."
Í greinargerð með áskoruninni segir forysta útvegsmanna:
,,Frá því að horfið var frá fastgengisstefnu árið 2001 hefur gengi krónunnar í raun verið stýrt með háum vöxtum. Þetta varð til þess að gengi krónunnar var allt of sterkt um margra ára skeið og leiddi að endingu til skipbrots peningamálastefnunnar. Nauðsynlegt er að grópa hratt til aðgerða til þess að koma á stöðugleika í efnahagslífinu, lækka vexti og afnema gjaldeyrishöft. Koma þarf í veg fyrir að fyrirtæki og heimili komist í þrot vegna hárra vaxta og verðbólgu og afstýra stórfelldu atvinnuleysi."
Krafa Landssambands íslenskra útvegsmanna um að kannaður verði sá kostur að taka einhliða upp annan gjaldmiðil á Íslandi en krónuna er skýr og eindregin. Jafn skýr og eindregin og andstaða útvegsmanna gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið.
Framhjá slíkri kröfu verður ekki horft, ekki síst þegar hún er sett fram af þeirri atvinnugrein sem mestra gjaldeyristekna aflar fyrir þjóðina.
x x x
Í dag var ég í viðtali við þá félaga Kristófer Helgason, Þorgeir Ástvaldsson og Braga Guðmundsson, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.
Þar ræddum við niðurstöður skoðanakönnunar sem þeir framkvæmdu og birtu í þætti sínum síðdegis.
Með skoðanakönnuninni var kannað viðhorf almennings til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og upptöku evru sem gjaldmiðils hér á landi, en spurt var:
,,Hver af eftirtöldum kostum finnst þér vænlegastur?
1. Standa utan ESB og halda krónunni.
2. Standa utan ESB og skipta um gjaldmiðil.
3. Ganga í ESB og halda krónunni.
4. Ganga í ESB og skipta um gjaldmiðil."
Niðurstöður könnunarinnar voru eftirfarandi:
12% vildu standa utan ESB og halda krónunni.
51% vildu standa uan ESB og skipta um gjaldmiðil.
1% vildu ganga í ESB og halda krónunni.
36% vildu ganga í ESB og skipta um gjaldmiðil.
x x x
Niðurstöður könnunarinnar eru auðvitað mjög athyglisverðar.
Ljóst er að meirihluti þeirra sem afstöðu taka telja að Ísland eigi að standa utan ESB, en skipta um gjaldmiðil, eða 51%, á meðan 36% telja að Ísland eigi að ganga í ESB og skipta jafnframt um gjaldmiðil.
Út úr þessari könnun má jafnframt lesa þá niðurstöðu að 63% þeirra sem þátt tóku telji að Ísland eigi að standa utan ESB, en 37% vilja aðild að sambandinu.
Þá er ljóst að 87% þátttakenda vilja taka upp annan gjaldmiðil.
x x x
Niðurstaða skoðanakönnunar Reykjavík síðdegis staðfestir þá skoðun mína sem ég hef margoft líst að sú krafa sem nú er uppi um inngöngu Íslands í Evrópusambandið byggir ekki á vilja eða þrá Íslendinga til þess að undirgangast hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins, eða félagsmálapakka þess, eða landbúnaðarstefnu, eða hvað þetta allt saman heitir.
Hún snýst um gjaldmiðilinn.
Niðurstaða skoðanakönnunar Reykjavík síðdegis gefur einnig til kynna að líklega sé ég ekki einn um þá skoðun að við þær aðstæður sem nú eru uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar eigi stjórnvöld að skoða af fullri alvöru þann möguleika að taka upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar, ýmist einhliða eða með samkomulagi við önnur ríki.
Það er gott að vita til þess að sú skoðun njóti svo mikils fylgis.
Sigurður Kári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh