Þriðjudagur, 10. mars 2009
Stjórnlagaþing?
Væri ekki skynsamlegra að nota þennan eina og hálfa milljarð króna af skattfé í einhver önnur verkefni?
Og verður þessi rándýra hugmynd ekki einn furðulegri í ljósi þess að nú þegar er starfrækt stjórnlagaþing á Íslandi?
Alþingi Íslendinga er stjórnlagaþing í þeim skilningi að þar eru stjórnlög sett, þ.e. frumvörp til stjórnskipunarlaga eru lögð fram, flutt og samþykkt og svo borin undir þjóðaratkvæði.
Í ljósi þessa veltir maður því eðlilega fyrir sér hvort ekki væri skynsamlegra að verja þessum fjármunum með öðrum hætti.
Við núverandi aðstæður í efnahagslífinu er ég þeirrar skoðunar að ríkisstjórnin ætti frekar að einbeita sér að því að finna leiðir til þess að koma heimilum þessa lands til bjargar. Til þess að koma hjólum atvinnulífins í gang á nýjan leik og til þess að endurreisa bankakerfið.
Breytingar á stjórnarskránni hafa ekkert með þessi viðfangsefni að gera.
Sigurður Kári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.3.2009 kl. 00:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 9. mars 2009
Ingibjörg Sólrún hættir
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hún væri hætt afskiptum af stjórnmálum og myndi hvorki bjóða sig fram til endurkjörs á landsfundi Samfylkingarinnar né í komandi Alþingiskosningum.
Brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar af vettvangi stjórnmálanna eru auðvitað mikil tíðindi, en þar hverfur á braut sterkasti leiðtogi Samfylkingarinnar.
Tímasetning brotthvarfs Ingibjargar Sólrúnar er auðvitað óheppileg fyrir Samfylkinguna því flokkurinn heldur prófkjör sitt innan skamms og landsfundur hans er framundan, auk þess sem alþingiskosningar nálgast óðum.
Erfitt er að segja til um hvaða áhrif brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar mun hafa á Samfylkinguna sem stjórnmálaflokk og gengi hans í komandi kosningum. Ingibjörg Sólrún hefur verið óskoraður leiðtogi jafnaðarmanna og því er brotthvarf hennar áfall fyrir flokkinn og flokksmenn.
Nú gengur maður undir manns hönd við að sannfæra Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um að taka við formennsku í Samfylkingunni. Jóhanna hefur sjálf lýst því yfir að hennar hugur standi ekki til formennsku í Samfylkingunni. Á meðan standa aðrir hugsanlegir formannskandídatar á hliðarlínunni og bíða þess sem verða vill.
Láti Jóhanna Sigurðardóttir ekki undan þrýstingi um að taka við formennsku í Samfylkingunni er ljóst að mikið valdatafl er framundan í Samfylkingunni sem kann að leiða til þess að flokkurinn muni laskast verulega í aðdraganda alþingiskosninga. Við sem höfum fylgst með þróun mála innan Samfylkingarinnar í nokkru návígi vitum að innan raða flokksins má finna einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að ganga með formennsku í Samfylkingunni í maganum, en eiga að öðru leyti fátt annað sameiginlegt.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með þróun mála innan Samfylkingarinnar á komandi vikum.
Ingibjörg Sólrún lýsti því á blaðamannafundinum í dag að hún hyggðist nú einbeita sér að því að ná bata eftir þau erfiðu veikindi sem hafa hrjáð hana á síðustu vikum og mánuðum.
Ég óska Ingibjörgu Sólrúnu góðs bata og alls hins besta í komandi framtíð.
Sigurður Kári.
Sunnudagur, 8. mars 2009
Mikið fjölmenni í laugardagskaffi á kosningaskrifstofunni – Myndir
Fjölmargir sjálfstæðismenn í Reykjavík lögðu leið sína á kosningaskrifstofuna, Skeifunni 17, í dag en þar bauð ég upp á laugardagskaffi og með því.
Það er óhætt að segja að mikil og góð stemming hafi verið á kosningaskrifstofunni í dag, en myndir frá kaffiboðinu hafa verið birtar á heimasíðunni www.sigurdurkari.is
Sigurður Kári
Föstudagur, 6. mars 2009
Laugardagskaffi með Sigurði Kára - Skeifunni 17 - Klukkan 14.00.
Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, býður sjálfstæðismönnum í Reykjavík í kosningakaffi á kosningaskrifstofu sinni, Skeifunni 17, laugardaginn 7. mars klukkan 14.00.
Allir hjartanlega velkomnir.
Komdu og spjallaðu við þingmanninn.
Barnahornið er á sínum stað.
Stuðningsmenn
Föstudagur, 6. mars 2009
Lágmörkum skaðann
Ég skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar fjalla ég um skuldastöðu íslenska ríkisins og bendi á leiðir til þess að lágmarka skuldsetningu ríkissjóðs og komandi kynslóða.
Greinin er svohljóðandi:
"Eitt helsta áhyggjuefni nútímans er yfirvofandi skuldsetning ríkisins og komandi kynslóða í kjölfar efnahagshrunsins. Bent hefur verið á að sá skuldaklafi muni reynast komandi kynslóðum þungur kross að bera. Verkefni stjórnmálamanna nú er að tryggja að skaðinn verði lágmarkaður.
Mikilvægasta verkefnið
Á köflum hefur verið erfitt að henda reiður á umræðunni um yfirvofandi skuldir ríkissjóðs. Það er einkum tvennt sem mér finnst þýðingarmikið að benda á. Í fyrsta lagi, að það er rétt sem bent hefur verið á, að verstu spár gefa of dökka mynd af þeim vanda sem stefnir í. Í öðru lagi, að nú ríður á að takmarka sem allra mest þá skuldsetningu sem ríkissjóður gæti þurft að sitja uppi með. Þetta er eitt mikilvægasta verkefnið sem stjórnvöld ættu að vera að sinna þessa dagana.
Verstu spár sem ég hef séð um yfirvofandi skuldir ríkisins hljóða upp á um 2.200 milljarða króna. Mér sýnist að þeir sem settu fram slíkar spár hljóti að hafa gleymt að gera greinarmun á skuldunum sem kunna að falla á ríkissjóð og lánunum sem tekin verða til að greiða þessar skuldir. Það er vitaskuld tvítalning að leggja þetta tvennt saman. Ef milljón króna víxill fellur á ábyrgðarmann og hann tekur milljón króna lán til að geta borgað, þá skuldar hann auðvitað bara eina milljón en ekki tvær milljónir.
Hver er skuldastaðan?
En hver er staðan? Skuldir ríkissjóðs um síðustu áramót voru um 650 milljarðar króna. Í fjárlögum er gert ráð fyrir um 150 milljarða halla, sem bætist þá við skuldirnar. Ríkissjóður hefur gefið út skuldabréf til að greiða Seðlabanka Íslands fyrir skuldabréf bankanna. Útgáfan nam 270 milljörðum en á móti er áætlað virði eignanna um 50 milljarðar þannig að nettó vaxtaberandi skuld ríkissjóðs eykst um 220 milljarða við þetta.
Ofangreint leiðir til þess að skuldir ríkisins verði rétt um 1.000 milljarðar króna í lok þessa árs, eða um það bil 70-80% af landsframleiðslu. Það er ekki lítið en þó ekki meira en svo að það er nálægt OECD meðaltalinu eins og það var síðastliðið haust, áður en bankar víða um heim tóku að hrynja hver um annan þveran. Meðaltal OECD mun því væntanlega hækka umtalsvert fram til ársloka.
Hér á hins vegar eftir að taka tillit til tveggja þátta sem geta haft afgerandi áhrif á skuldastöðu ríkisins: Icesave-skuldbindinganna alræmdu og eiginfjárframlags ríkisins til bankanna þriggja sem fóru í þrot í haust.
Icesave
Nýjustu fregnir af Icesave-innlánunum herma að skuldbinding ríkisins vegna þeirra verði mun minni en talið var í fyrstu. Skilanefnd Landsbankans telur nú að fjárhæðin nemi 72 milljörðum króna, sambærilegri fjárhæð söluandvirðis Landssíma Íslands. Það er vissulega feiknarmikið fé en þó aðeins um 6% af landframleiðslu og ætti því ekki að gerbreyta framangreindri mynd. Þar að auki tel ég að eitt mikilvægasta verkefni næstu ríkisstjórnar verði að ná ásættanlegum samningum við bresk yfirvöld um lúkningu þessa máls, þannig að taki ríkissjóður yfirleitt á sig skuldbindingar verði lánskjör með þeim hætti að lánin verði lítt íþyngjandi. Íslensk stjórnvöld virðast hafa veitt eitthvað viðnám við afarkostum, fyrst enn hefur ekki verið samið um þessi mál. En það verður að gera betur.
385 milljarða lán?
Síðast en ekki síst þarf að skoða hugsanlegt eiginfjárframlag ríkisins til bankanna þriggja. Rætt hefur verið um að það nemi 385 milljörðum króna, sem ríkissjóður myndi þurfa að taka að láni. Það samsvarar um 30% af landsframleiðslu. Slík lántaka myndi því setja ríkið í þá ógnvænlegu stöðu að skulda meira en 100% af landsframleiðslu og vera þar með í hópi allra skuldugustu OECD þjóða.
Það er að mínu viti alls ekki forsvaranlegt fyrir ríkið að eyða slíkum fjárhæðum til þess að kaupa þrjá banka úr þrotabúum gömlu bankanna. Mér er kunnugt um að erlendir kröfuhafar hafi lýst yfir áhuga á að eignast Kaupþing og Íslandsbanka, sem myndi þýða að ríkissjóður þyrfti ekki að leggja þeim til neitt eigið fé. Ég er eindregið hlynntur því að sú leið verði skoðuð til hlítar, enda er ég ekki talsmaður þess að ríkið eigi banka, hvað þá stofni þá með óheyrilegum tilkostnaði. Sé ekki með sama hætti áhugi á Landsbankanum ætti ríkið annað hvort að kaupa minni hlut úr þrotabúi bankans með minna eiginfjárframlagi en rætt hefur verið um, eða hreinlega að bjóða hinum bönkunum tveimur að kaupa innlenda starfsemi hans.
Afstaða mín
Afstaða mín gagnvart málefnum bankanna helgast einkum af tvennu. Annars vegar er ég enn þeirrar skoðunar, þrátt fyrir örlög bankanna, að ríkið eigi ekki að stunda samkeppnisrekstur. Til lengri tíma litið væri það skref úr öskunni í eldinn. Hitt skiptir ekki síður máli, og um það held ég að jafnvel hörðustu andstæðingar mínir í stjórnmálum geti verið mér sammála, að ríkissjóður hefur hreinlega ekki ráð á því að taka risavaxin lán til þess að kaupa þrjá banka.
Þó skuldastaða ríkisins og kynslóða framtíðarinnar sé verulegt áhyggjuefni þá höfum við tækifæri til þess lágmarka skaðann. Þessi tækifæri er nauðsynlegt að grípa.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag."
Föstudagur, 6. mars 2009
Hörð gagnrýni á forgangsröðun ríkisstjórnarinnar
Ég gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi í dag.
Í umræðum um störf þingsins rifjaði upp að í verkefnaskrá ríkisstjórnarinnar kæmi fram að meginverkefni þessarar ríkisstjórnar væri að slá skjaldborg um heimilin í landinu, koma hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik og að vinna að endurreisn bankakerfisins. Þessi áform hefðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar margítrekað í fjölmiðlum frá því að hún komast til valda.
Ég kallaði eftir því að í þessi brýnu verkefni yrði ráðist í stað þess að ríkisstjórnin eyddi heilli vinnuviku á Alþingi í umræður um breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá, eins og gert hefði verið.
Ég benti í því sambandi á að breytingar á stjórnarskrá lækkuðu ekki greiðslubyrði heimilanna. Breytingar á stjórnarskránni hefðu ekkert með endurreisn atvinnulífsins að gera og að hvorugt þessara mála stuðluðu að endurreisn bankakerfisins.
Brýnna væri að leysa þessi verkefni en að eyða dýrmætum tíma þingsins í umræður um breytingar á kosningalögum og stjórnarskrá.
Sjá: www.sigurdurkari.is
Sigurður Kári.
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá - Þeim getur ekki verið alvara
Í gær var frumvarp til breytinga á stjórnarskrá Íslands lagt fram á Alþingi. Flutningsmenn frumvarpsins eru Jóhanna Sigurðardóttir, Birkir J. Jónsson, Steingrímur J. Sigfússon og Guðjón A. Kristjánsson.
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að fest verði í stjórnarskrá nýtt ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur, en í ákvæðinu segir:
,,Frumvarp til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari má bera upp á Alþingi. Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarpið skal það borið undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu í leynilegri atkvæðagreiðslu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarppsins á Alþingi. Sé meirihluti gildra atkvæða fylgjandi frumvarpinu, þó minnst 25 af hundraði allra kjósenda á kjörskrá, skal það staðfest af forseta Íslands og öðlast þá gildi sem stjórnskipunarlög.
Þetta þýðir á mannamáli að einungis 25% kosningabærra manna í landinu getur breytt stjórnarskránni, grundvallarlögum lýðveldisins.
Það þýðir að lítill hluti þjóðarinnar getur samþykkt grundvallarbreytingar á stjórnskipan landsins, fullveldi þess og þeim réttindum sem borgurunum eru tryggð í stjórnarskánni.
Ég trúi því ekki að flutningmönnum frumvarpsins sé alvara með þessum tillöguflutningi.
Það hlýtur að mínu mati að vera lágmarkskrafa að breytingar á stjórnarskránni þurfi að hljóta samþykki að minnsta kosti meirihluta þjóðarinnar til þess að þær öðlist gildi.
Það er einfaldlega ekki í samræmi við þau grundvallarsjónarmið lýðræðisins sem ég aðhyllist að einungis 25% þjóðarinnar geti knúið fram breytingar á sjálfri stjórnarskránni.
Sigurður Kári.
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Eftirlaunalög numin úr gildi
Alþingi samþykkti með öllum greiddum atkvæðum í dag að nema úr gildi svokölluð eftirlaunalög sem lögfest voru árið 2003.
Ég greiddi atkvæði með frumvarpinu og gerði í umræðum grein fyrir afstöðu minni. Þar beindi ég þeim tilmælum til ríkisstjórnarinnar að hlutast til um að núverandi fyrirkomulag yrði afnumið, þ.e. að þingmenn væru sjálfir að setja lög um eigin kjör.
Ég er þeirrar skoðunar að réttast sé að Kjararáði verði fengið það hlutverk að úrskurða um öll kjör þingmanna, ráðherra, hæstaréttardómara og forseta Íslands. Í dag úrskurðar Kjararáð um fjárhæð þingfararkaups Alþingismanna. Eðlilegra væri að ráðið úrskurðaði einnig um önnur kjör þessara hópa, svo sem lífeyriskjör.
Með slíku fyrirkomulagi gætu þingmenn og ráðherrar eytt orku sinni og tíma í að fjalla um önnur og brýnni viðfangsefni en sín eigin kjör.
Sigurður Kári
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Fyrirspurn um öryggis- og björgunarmál
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði ég Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, um öryggis- og björgunarmál.
Tilefni fyrirspurnarinnar voru uppsagnir innan Landhelgisgæslunnar og afleiðingar þeirra fyrir öryggi sæfarenda.
Vefrit Morgunblaðsins gerði málinu skil á vefsíðu sinni, en í fréttinni segir:
Hugsanlegt að Gæslan taki við verkefnum af VarnarmálastofnunSigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði Rögnu um mál Landhelgisgæslunnar í ljósi þess, að segja ætti upp þyrluflugmönnum, sem myndi leiða til að björgunargeta stofnunarinnar muni skerðist verulega og ekki verði hægt að halda úti tvöfaldri vakt þyrluáhafna.
Sagði Sigurður algerlega óviðunandi að öryggi sjómanna sé teflt í hættu með þessu móti. Spurði hann hvort kannað hefði verið hvort hægt væri að fela Landhelgisgæslunni þau verkefni, sem Varnarmálastofnun sinnir og nota þá fjármuni, sem ætlaðir eru Varnarmálastofnun, um 1,5 milljarða króna á þessu ári. Sagðist Sigurður Kári vera sannfærður um að nota megi þessa fjármuni betur, þar á meðal til að styrkja innviði Landhelgisgæslunnar.
Ragna sagði, að fara yrði varlega í hagræðingaraðgerðum þegar komi að öryggi sjómanna og annarra. En Landhelgisgæslunni væri markaður útgjaldarammi árið 2009, og það væri ekki á valdi framkvæmdavaldsins að breyta því.
Ragna sagði, að hagræðingaraðgerðir stofnunarinnar miðuðu að því að skerða leitar- og björgunargetu hennar sem minnst. Fara þyrfti í gegnum sársaukafullar aðgerðir en flugrekstardeildin þurfi að þola minnsta skerðingu og fimm þyrluvaktir af sex haldi sér. Uppsagnir hjá einni þyrluvakt koma að fullu til framkvæmda í lok sumars en Ragna sagði, að sér væri tjáð að björgunargetan muni ekki skerðast.
Tilfærsla verkefna frá Varnarmálastofnun til Landhelgisgæslunnar væri einn af hagræðingarmöguleikunum sem verði að skoða. Hins vegar verði skoða hvort sameining stofnana skili raunverulegri hagræðingu áður en viðræður um slíka sameiningu hefjast.
Sigurður Kári.
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Tími til kominn að snúa sér að aðalatriðunum
Þessi ríkisstjórn er að mörgu leyti merkileg.
Á upphafsdögum hennar sögðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar að meginverkefnin væru að slá skjaldborg um heimilin í landinu, endurreisa bankakerfið og koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik.
Önnur verkefni yrðu að bíða.
Frá því að þessi ríkisstjórn tók við völdum hafa eftirfarandi frumvörp verið samþykkt sem lög frá Alþingi.
- - Lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis.
- - Lög um kosningar til Alþingis.
- - Lög um tekjustofna sveitarfélaga og gatnagerðargjald.
- - Lög um uppbyggingu og rekstur fráveitna.
- - Lög um Seðlabanka Íslands.
Á Alþingi var dagurinn helgaður frumvarpi sem ættað er úr smiðju ríkisstjórnarinnar til breytinga á kosningalögum þar sem lagt er til að tekið verði upp persónukjör í komandi alþingiskosningum.
Í kvöld kynnti ríkisstjórnin svo frumvarp til breytinga á stjórnarskránni lagt.
Þessi afrekslisti er merkilegur fyrir þær sakir að hann hefur ekkert með þau meginmarkmið að gera sem að var stefnt að ná í upphafi.
Ekkert þessara mála lýtur að því að slá skjaldborg um heimilin í landinu og enn síður lúta þau að endurreisn bankakerfisins og því að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýjan leik.
Ég held að það sé ekki seinna vænna fyrir ríkisstjórnina að fara að snúa sér að aðalatriðunum.
Þolinmæðinni eru ákveðin takmörk sett.
Sigurður Kári.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh