Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Annað bankahrun?
Eitt helsta deilumál síðustu áratuga á Íslandi hefur snúist um kvótakerfið í sjávarútvegi. Um það hafa verið mjög skiptar skoðanir, enda viðurkenna flestir að kerfið sé ekki gallalaust. Fram til þessa hefur þó engum stjórnmálaflokki tekist að útfæra fiskveiðistjórnunarkerfi sem er skynsamlegra fyrir hagsmuni þjóðarinnar en það sem við búum við í dag.
Í aðdraganda þessara alþingiskosninga hafa vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, lofað kjósendum að afturkalla kvóta útgerðarfyrirtækja og smábátasjómanna, og hlotið hrós fyrir.
Þegar betur er að gáð er slíkt hrós óverðskuldað því loforð um afturköllun aflaheimilda eru stórhættuleg fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar.
Ástæðan er þessi:
Um leið og stjórnvöld taka ákvörðun um afturköllun kvótans fellur veðhæfi fiskiskipanna sem sett hafa verið að veði fyrir kaupum á kvótanum. Bankarnir sem hafa lánað fjármuni fyrir kaupum á veiðiheimildunum standa eftir með verðlausar tryggingar. Útgerðarfyrirtækin og smábátasjómennirnir fara á hausinn og bankarnir fara aftur í þrot.
Þetta þýðir að efni Samfylkingin og Vinstri grænir loforð sín um að afturkalla kvóta útgerðarfyrirtækja og smábátasjómanna mun það leiða til annars bankahruns. Við slíkar aðstæður verður ekki mögulegt að halda uppi mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi sem sómi er að.
Þjóðin hefur ekki efni á því að slíkar hörmungar endurtaki sig, jafnvel þó svo að margir efist um ágæti kvótakerfisins.
Höfundur er alþingismaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Falleinkunn
Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð var sagt að forgangsverkefni hennar væri að slá skjaldborg um heimilin í landinu og koma hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik. Hvorugt hefur tekist. Formaður Framsóknarflokksins, sem varði stjórnina vantrausti, gaf henni á endanum falleinkunn.
Því er merkilegt að hlusta nú á Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon hreykja sér af því hvað ríkisstjórnin hafi náð góðum árangri þegar ljóst er að þeim hefur mistekist að leysa þau brýnu verkefni sem við blasa og fólkið í landinu kallar eftir að verði leyst.
Raunar er staðreyndin sú að staðan í íslensku samfélagi hefur versnað í flestu eða öllu tilliti eftir að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum.
Hér eru nokkur dæmi sem styðja þá fullyrðingu:
- Um 12.000 Íslendingar voru atvinnulausir þegar ríkisstjórn þeirra tók við. Þeir eru nú um 18.000.
- Eignarhlutur fólks í fasteignum sínum hefur rýrnað.
- Verðmæti fasteigna hefur rýrnað.
- Skuldir heimilanna hafa aukist.
- Skuldir ríkisins hafa aukist.
- Gengi krónunnar hefur hríðfallið.
- Fleiri bankar og fjármálastofnanir hafa fallið í tíð þessarar ríkisstjórnar en hinnar fyrri.
- Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað.
- Gjaldþrotum einstaklinga hefur fjölgað.
- Gjaldeyrishöft hafa verið hert og viðskiptafrelsi skert.
- Vextir eru enn himinháir.
Þessi listi gæti verið mun lengri, en árangurinn er ekkert til þess að hreykja sér af.
Skjaldborg hefur hvorki verið slegin um vinnu né velferð.
Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að snúa þessari þróun við. Við ætlum að koma atvinnulífinu af stað á nýjan leik. Við ætlum að tryggja 20.000 ný störf. Við ætlum að nýta auðlindir landsins fyrir fólkið í landinu. Við ætlum að lækka greiðslubyrði húsnæðislána um 50%. Við ætlum ekki að lækka laun og hækka skatta.
Við ætlum að standa með fólkinu og fyrirtækjunum í landinu.
Höfundur er alþingismaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 22. apríl 2009
Vinstri grænir eru á móti olíuvinnslu við Ísland!
Hún lýsti því yfir að hún væri á móti olíuleit og olíuborun á Drekasvæðinu og að Vinstri grænir myndu berjast gegn því að byggður yrði upp olíuiðnaður á Íslandi fyndist olía á Drekasvæðinu.
Er það nema furða að maður haldi því fram að Vinstri grænir séu ekki líklegir til þess að skapa verðmæti og draga úr atvinnuleysi þegar forystumenn Vinstri grænna tala með þessum hætti.
Það væru að mínu mati gríðarleg gleðitíðindi fyrir íslensku þjóðina ef olía fyndist á Drekasvæðinu, sannkallaður happafengur fyrir þjóð í vanda.
Og finnist olíulindir úti fyrir Íslandi þá eigum við auðvitað að nýta okkur þær.
Það hvarflar að manni þegar maður hlustar á Kolbrúnu Halldórsdóttur og forystumenn Vinstri grænna að þeir vilji ekki að ástand efnahagsmála á Íslandi batni.
Miðað við stöðu efnahagsmála, fyrirtækjanna og fólksins í landinu er afstaða Vinstri grænna til olíuvinnslu á Drekasvæðinu óskiljanleg.
Það er einfaldlega ekki hægt að taka fólk sem talar með þessum hætti alvarlega.
Hvað þá að treysta því fyrir landsstjórninni!
Sigurður Kári
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Sjálfhætt?
Í því fólgst sú krafa Ingibjargar Sólrúnar að Sjálfstæðisflokkurinn tæki upp stefnu Samfylkingarinnar í Evrópumálum. Það duldist engum.
Nú er sagan að endurtaka sig.
Á borgarafundi á Selfossi í gær lýsti Björgvin G. Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í suðurkjördæmi, því yfir að ekkert yrði að samstarfinu með Vinstri grænum nema ágreiningurinn um aðild Íslands að Evrópusambandinu yrði til lykta leiddur. Samfylkingin myndi ekki gefa aðildarviðræður við Evrópusambandið eftir aftur.
Með öðrum orðum sagði Björgvin að ef Vinstri grænir beygðu sig ekki undir vilja Samfylkingarinnar í Evrópumálum þá væru dagar þessarar ríkisstjórnar taldir.
Hótanir Samfylkingarinnar í garð annarra stjórnmálaflokka virðast engin takmörk sett og þær sýna þá lítilsvirðingu sem Samfylkingin sýnir viðhorfum fólks í öðrum stjórnmálaflokkum.
Vinstri grænir eru á móti aðild Íslands að Evrópusambandinu og hafa alltaf verið. Þekkjandi viðhorf Steingríms J. Sigfússonar, Ögmundar Jónassonar, Álfheiðar Ingadóttur og Jóns Bjarnasonar, svo nokkur dæmi séu tekin, tel ég útilokað að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna muni geta komið sér saman um niðurstöðu í Evrópumálunum.
Með öðrum orðum er afar ólíklegt Vinstri grænir séu á leiðinni með Samfylkingunni í Evrópusambandið, eins og Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, hélt fram í viðtali við Morgunblaðið í dag.
Og þá vaknar spurningin um hvort kosningabandalagi þessara tveggja flokka er ekki sjálfhætt úr því að Samfylkingin er ekki að ná fram vilja sínum?
Sigurður Kári.
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Tilviljun?
Í dag slettu grímuklæddir menn skyri og grænni málningu á kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins.
Ætli það sé tilviljun að þessir grímuklæddu menn skyldu ekki láta til skarar skríða á kosningaskrifstofum Vinstri grænna?
Sigurður Kári.
Mánudagur, 20. apríl 2009
Kosningaloforð ársins: Lægri laun og hærri skatta!
Kosningaloforð ársins eiga Vinstri grænir.
Vinstri grænir ætla að slá skjaldborg um heimilin í landinu með því að lækka laun opinberra starfsmanna og hækka skatta.
Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna, á borgarafundi á þriðjudaginn var.
x x x
Áform Vinstri grænna um lækkun launa og hækkun skatta hafa ítrekað verið staðfest af þingmönnum þeirra í þeim umræðum sem ég hef staðið fyrir um málið á Alþingi síðustu daga.
Endanleg staðfesting fékkst síðan á borgarafundi á Akureyri í vikunni. Þá ítrekaði Steingrímur J. Sigfússon áform sín og Vinstri grænna um að lækka laun fólksins í landinu og leggja á það auknar byrðar.
Raunar gekk formaður Vinstri grænna lengra en varaformaðurinn, því hann útfærði launalækkunarhugmynd sína. Á fundinum sagðist Steingrímur J. vilja lækka laun þeirra sem væru með hærri tekjur en 250-300 þúsund krónur á mánuði.
x x x
Í kjölfar yfirlýsingar Steingríms J. aflaði ég mér upplýsinga um það hverjar meðalheildartekjur Íslendinga eru um þessar mundir.
Sú athugun leiddi í ljós að meðalheildartekjur Íslendingsins eru um 380.000 kr. á mánuði.
Þetta þýðir að Vinstri grænir ætla sér ekki að láta við það sitja að lækka einungis laun þeirra sem hæstu tekjurnar hafa í ríkiskerfinu, heldur ætla þeir líka að þjösnast á fólki sem er með tekjur sem eru lægri en meðaltekjur.
Sú staðreynd ein og sér er ansi merkileg, eiginlega alveg ótrúleg. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum mánuðum að stjórnarandstæðingurinn Steingrímur J. Sigfússon stæði að tillöguflutningi um að lækka laun fólks sem ekki nær meðaltekjum og telst því vera allt að því láglaunafólk?
Ekki ég að minnsta kosti.
Og enn síður hefði ég trúað því upp á stjórnarandstæðinginn Steingrím að hann vildi líka hækka skattana á þetta sama fólk, svona í kaupbæti.
Til að bæta gráu ofan á svart njóta þessar hugmyndir stuðnings innan Samfylkingarinnar.
x x x
Áform Vinstri grænna um að lækka laun opinberra starfsmanna og um að hækka skatta til viðbótar er aðför að fjölskyldunum og heimilunum í landinu. Sú aðför lýsir ekki fagurri framtíðarsýn, heldur varpar hún frekar ljósi á það hversu mikil firring hefur gripið um sig innan forustu Vinstri grænna.
Áform Vinstri grænna um lægri laun og hærri skatta sýna auk þess að íslenskir vinstrimenn hafa ekki upp á neinar aðrir lausnir að bjóða gagnvart vanda heimilanna en að láta sverfa til stáls gegn þeim.
x x x
Vinstri grænir virðast ekki hafa áttað sig á því að fjölskyldurnar í landinu mega ekki við því að ráðstöfunartekjur þeirra verði skertar meira en orðið er. Fjölskyldurnar í landinu hafa nú þegar orðið fyrir svo miklum áföllum og kjaraskerðingum að það er ekki verjandi að bæta við þau.
Um 18.000 Íslendingar ganga nú um atvinnulausir, en þeim hefur fjölgað um 6.000 síðan ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar tók við völdum. Þeir sem eru svo heppnir að hafa ekki misst vinnuna hafa þurft að sætta sig við launalækkanir. Gjaldþrotum fjölgar og vanskil aukast. Þar við bætist að vextir eru himinháir. Verðbólgan líka. Gengi krónunnar hefur hrunið og svo mætti lengi telja.
Í ljósi þess veltir maður því auðvitað fyrir sér hvernig nokkrum stjórnmálaflokki dettur í hug að setja það fram sem stefnumál skömmu fyrir kosningar að lækka laun opinberra starfsmanna og hækka skatta.
x x x
Áform Vinstri grænna um lækkun launa og hækkun skatta er baneitraður kokteill.
Verði þau að veruleika munu þau leiða til þess að ráðstöfunartekjur opinberra starfsmanna munu minnka. Fjölskyldufólki mun því reynast erfiðara að greiða afborganir af húsnæðislánum sínum og bjóða börnum sínum upp á þau lífskjör sem þeim eru sæmandi.
Þá er viðbúið að verði laun opinberra starfsmanna lækkuð muni almenni markaðurinn fylgja í kjölfarið. Þar við bætist að í kjölfarið munu greiðslur til lífeyrisþega, þ.e. eldri borgara, skerðast.
Þær skattahækkanir sem Vinstri grænir og Samfylkingin ætla síðan að bjóða öllum almenningi í landinu munu aðeins bæta gráu ofan á svart.
Þær munu einungis leiða til þess að sá vandi sem nú steðjar að heimilunum mun stóraukast.
x x x
Sá stjórnmálamaður sem einna mest hagnaðist á þeim breytingum sem gerðar voru með setningu hinna umdeildu eftirlaunalaga var Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, en lögin tryggðu honum 50% álag á þingfararkaup, sem formanni í stjórnarandstöðuflokki.
Þó svo að þjóðin hafi einungis séð í iljarnar á Steingrími þegar hann flúði upp á fjöll þegar eftirlaunalögin voru til umræðu á Alþingi er ástæða til að halda því til haga að siðan þau lög tóku gildi, þann 30. desember 2003, hafa tekjur formanns Vinstri grænna hækkað um milljónir. Steingrímur J. hefur með öðrum orðum hagnast mest á eftirlaunalögunum umdeildu.
Og þegar eftirlaunalögin voru numin úr gildi, var kaupauki formanna stjórnarandstöðuflokkanna, sem nýst hefur Steingrími J. svo vel, látinn standa óbreyttur, af einhverjum ástæðum.
x x x
Vera má að þeir forystumenn Vinstri grænna sem helst hafa talað fyrir lækkun launa og hækkun skatta, þau Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir, megi við launaskerðingu og hærri sköttum.
Það er hins vegar misskilningur að barnafjölskyldurnar í landinu geti tekið slíkar byrðar á sig til viðbótar við himinhátt vaxtastig, verðbólgu, atvinnuleysi og þær launalækkanir sem þegar hefur verið gripið til.
Það er líka til merkis um veruleikafirringu að halda að fólk sem er með tekjur undir meðaltekjum geti tekið á sig launalækkanir og skattahækkanir, eins og þær sem Vinstri grænir hafa boðað.
Það fólk er ekki á ráðherralaunum eins og formaður og varaformaður Vinstri grænna og má því ekki við því að missa spón úr aski sínum og stærri hlut launa sinna í vasa fjármálaráðherra Vinstri grænna.
Tillögur Vinstri grænna um lægri laun og hærri skatta er til merkis um að forystumenn flokksins séu afar illa meðvitaðir um launakjör fólksins í landinu.
x x x
En þó svo að tillögur Vinstri grænna um lækkun launa opinberra starfsmanna og hækkun skatta á heimilin í landinu komi á óvart, kemur það ekki síður á óvart að Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, láti sig hafa það að sitja hljóður undir þessum tillöguflutningi eigin flokks.
Ögmundur er nefnilega formaður B.S.R.B. ásamt því að vera ráðherra í ríkisstjórn.
Sú var tíð að Ögmundur Jónasson mátti ekki heyra á það minnst að kjör hans eigin félagsmanna yrðu skert. En nú þegar hans eigin flokkur leggur til launalækkanir til handa félagsmönnum í B.S.R.B., og skattahækkanir í kaupbæti, þegir formaðurinn þunnu hljóði í stað þess að taka upp hanskann fyrir félagsmenn sína með okkur sjálfstæðismönnum.
Hugsanlegt er að ráðherrastóll Ögmundar sé svo þægilegur að hann hafi misst málið um leið og hann settist í hann.
x x x
Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki styðja þá aðför sem Vinstri grænir og Samfylkingin eru nú að leggja drög að gagnvart heimilunum í landinu.
Þvert á móti mun Sjálfstæðisflokkurinn berjast harkalega gegn áformum vinstrimanna um lægri laun og hærri skatta.
Ég trúi því ekki að fólkið í landinu muni kjósa stjórnmálaöfl sem hafa þá yfirlýstu stefnu að skerða kjör þeirra með þeim hætti sem vinstriflokkarnir hafa boðað.
Slíkt kallast á mannamáli að vera sjálfum sér verstur.
Sigurður Kári.
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Falleinkunn Samfylkingar og Vinstri grænna
Það er dálítið merkilegt að hlusta á formenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, þau Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon, hreykja sér af því í aðdraganda alþingiskosninga hvað minnihlutastjórn þeirra hafi náð góðum árangri á öllum sviðum.
Þegar minnihlutastjórnin var mynduð lýstu þau Jóhanna og Steingrímur því yfir að forgangsverkefni stjórnarinnar væri að slá skjaldborg um heimilin í landinu og að koma hjólum atvinnulífsins í gang á nýjan leik.
Hvorugt hefur tekist. Það sagði að minnsta kosti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í viðtali við útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í vikunni, þegar hann gaf ríkisstjórninni falleinkunn, en Framsóknarflokkurinn ákvað að verja minnihlutastjórn Jóhönnu og Steingríms J. vantrausti.
Það er útaf fyrir sig sérstakt og verðugt rannsóknarefni fyrir stjórnmálafræðinga og aðra áhugamenn um stjórnmál að velta því fyrir sér hvers vegna Framsóknarflokkurinn varði ríkisstjórnina vantrausti, ríkisstjórnina sem flokkurinn sjálfur gaf falleinkunn.
Hvort sú ráðgáta verður leyst eða ekki tek ég undir með formanni Framsóknarflokksins.
Ríkisstjórnin fær falleinkunn.
Ástæðan er sú að hún hefur lítið sem ekkert gert til þess að slá skjaldborg um heimilin og til þess að koma atvinnulífinu til bjargar.
Þó svo að þau Jóhanna og Steingrímur J. noti hvert einasta tækifæri sem gefst á Alþingi, í fjölmiðlum og nú í kosningaauglýsingum, til þess að lýsa því að ríkisstjórnin standi í ströngu við að leysa þau brýnu verkefni sem við blasa þá er staðreyndin sú að árangurinn er lítill sem enginn.
Raunar er staðreyndin sú að staðan í íslensku samfélagi hefur versnað í flestu eða öllu tilliti eftir að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við völdum í febrúar síðastliðnum.
Hér eru nokkur dæmi sem styðja þá fullyrðingu:
- Um 12.000 Íslendingar voru atvinnulausir þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar tók við. Nú eru um 18.000 einstaklingar atvinnulausir og hefur því fjölgað um 6.000.
- Fyrirséð er að atvinnulausum muni fjölga hratt því ríkisstjórnin hefur lítið sem ekkert gert til að sporna við atvinnuleysi þeirra þúsunda námsmanna sem senn koma út á vinnumarkaðinn. Óskiljanlegt er hvers vegna þeim standa ekki til boða að stunda nám sitt í sumar á námslánum í stað þess að mæla götunar á atvinnuleysisbótum.
- Laun þeirra sem enn hafa vinnu hafa lækkað.
- Eignarhlutur fólks í fasteignum sínum hefur rýrnað.
- Verðmæti fasteigna hefur rýrnað.
- Skuldir heimilanna hafa hækkað.
- Skuldir ríkisins hafa hækkað.
- Gengi íslensku krónunnar hefur hríðfallið.
- Fleiri bankar og fjármálastofnanir hafa fallið í tíð þessarar ríkisstjórnar en hinnar fyrri.
- Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fjölgað.
- Gjaldþrotum einstaklinga hefur fjölgað.
- Gjaldeyrishöft hafa verið hert og viðskiptafrelsi skert.
- Vextir eru enn himinháir.
Þessi listi gæti verið mun lengri, en árangurinn er ekkert til þess að hreykja sér af, eins og gert hefur verið.
Þessi listi sýnir svart á hvítu að Samfylkingunni og Vinstri grænum hefur gjörsamlega mistekist að slá skjalborg um heimilin í landinu og koma fyrirtækjunum í landinu til bjargar, eins og að var stefnt.
Verðskuldi einhver falleinkunn, þá er það ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna.
Og loforð sem flokkarnir setja nú á oddinn í aðdraganda kosninga ættu ekki að auka á bjartsýni heimilanna í landinu.
Þær skattahækkanir og launalækkanir sem Samfylkingin og Vinstri grænir hóta nú fjölskyldunum í landinu munu engan vanda leysa.
Þvert á móti munu þær auka vandann verulega.
Sigurður Kári.
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Múrinn
Eftir að skipt var um ríkisstjórn og yfirstjórn Seðlabanka Íslands voru gjaldeyrishöftin hert.
Á ársfundi Seðlabanka Íslands á föstudaginn tilkynnti Sven Harald Öygard, seðlabankastjóri, þau áform bankans að herða enn frekar þau gjaldeyrishöft sem fyrir eru.
Hér eru á ferðinni mikil ótíðindi.
Með gjaldeyrishöftunum má segja að reistur hafi verið múr hringinn í kringum landið sem kemur í veg fyrir að fé fari úr landi og að eðlileg viðskipti geti átt sér stað milli Íslands og annarra landa. Áform ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur og Seðlabankans um að auka og herða gjaldeyrishöftin fela það í sér að múrinn verður hækkaður sem gerir það að verkum að enn erfiðara verður að eiga viðskipti við önnur lönd.
Ómögulegt er að segja fyrir um hvar þessi þróun endar, en ljóst er að það styttist í að gjaldeyriseftirliti verði komið aftur á fót á Íslandi.
Í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar var Evrópu skipt í tvo hluta, vestræn lýðræðisríki, annars vegar, og sósíalísk einræðisríki, hins vegar.
Höfuðborg Þýskalands, Berlín, var skipt í tvennt, Austur- og Vestur-Berlín.
Til þess að koma í veg fyrir kúgaðir íbúar Austur-Berlínar flýðu yfir í frelsið í vestri byggði austur-þýska kommúnistastjórnin múr til þess að koma í veg fyrir að fólkið gæti farið frjálst ferða sinna og lokaði það inni í landinu um áratuga skeið.
Múrar eins og þeir sem hér eru nefndir hafa aldrei verið til góðs og séu þeir ekki rifnir niður skapa þeir mun meiri vandamál en þeir leysa.
Vonandi sjá Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. og aðrir þeir íslensku vinstrimenn sem nú stjórna málum hér á Íslandi að vandi íslensks samfélags verður ekki leystur með því að byggja reisa slíka múra.
Ekki frekar en þau áform Vinstri grænna og Samfylkingarinnar að lækka laun fólksins í landinu og hækka skattana.
Sigurður Kári.
Laugardagur, 18. apríl 2009
Endurvinnsla
Allir helstu fjölmiðlar landsins sögðu frá því í dag að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefði tilkynnt á ársfundi Seðlabanka Íslands að eignir Kaupþings væru nægar til þess að gera upp við þýska innistæðueigendur sem áttu fé inni á Kaupthing-Edge netreikningunum.
Mér finnst merkilegt að þessi tilkynning Jóhönnu hafi yfir höfuð ratað í fréttir.
Það hefur legið fyrir mánuðum saman að eignir Kaupþings stæðu undir því að greiða innistæðueigendum inneignir þeirra á Kaupthing-Edge reikningum.
Sigurður Kári.
Föstudagur, 17. apríl 2009
Jóhanna Sigurðardóttir og sægreifarnir
Við höfum þurft að sæta því að liggja undir þeim ásökunum frá vinstriflokkunum að vera sérstakir varðhundar svokallaðra sægreifa.
Það er auðvitað miður að málflutningur þeirra sem að stjórnarskrárfrumvarpinu skuli ekki vera burðugri en þetta.
En vegna þessa málflutnings finnst mér ástæða til að vekja sérstaka athygli á Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vék að réttarstöðu sægreifanna svokölluðu í 1. umræðu um frumvarpið, en þá sagði Jóhanna meðal annars:
,,Virðulegi forseti. Háttvirtur þingmaður spyr hvort þau ákvæði sem eru í frumvarpinu haggi í engu núverandi kvótakerfi. Ég kom mjög inn á það atriði í máli mínu og tel mikilvægt að árétta að stjórnarskrárákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign muni ekki skerða réttindi þeirra sem hafa veiðiheimildir í kvótakerfinu eða svipta þá kvótanum. Þau réttindi munu eftir sem áður njóta verndar sem atvinnuréttindi þeirra er stunda útgerð eða með öðrum orðum sem óbein eignarréttindi."
Vonandi lesa sem flestir forustumenn Samfylkingarinnar þessi ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur og best væri ef hún gerði það sjálf.
Í ljósi þeirra verður fróðlegt að sjá hvort formaður Samfylkingarinnar verði í kjölfarið sakaður um að ganga erinda svokallaðra sægreifa.
Sigurður Kári.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 203711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh