Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Þetta eru verkefnin
Það eru miklir umbrotatímar í íslenskum stjórnmálum. Óvissa síðustu daga og vikna hefur verið afar óheppileg við þær alvarlegu aðstæður sem uppi eru í efnahagslífinu. Þó liggur fyrir að gengið verður til alþingiskosninga í lok apríl.
Miklu máli skiptir að tíminn fram að kosningum verði vel nýttur til þess að vinna að þeim verkefnum sem við blasa og þarfnast nauðsynlega úrlausnar. Nú ríður á að stjórnmálamenn sýni þann þroska og ábyrgð að láta þau pólitísku átök sem eru samfara alþingiskosningum ekki hafa þær afleiðingar að sú efnahagskreppa sem herjar á okkur standi ekki lengur en hún hefði annars gert. Á því brenndu Finnar sig þegar þeir glímdu við efnahagskreppu samhliða stjórnarmálakreppu með skelfilegum afleiðingum fyrir finnsku þjóðina.
Ég hvet því stjórnvöld til þess að ráðast strax í eftirfarandi aðgerðir:
1. Endurreisn bankanna. Eitt mikilvægasta verkefnið nú er að endurreisa bankana. Virki bankakerfið ekki, mun atvinnulífið ekki ná sér á strik á nýjan leik. Tryggja þarf að endurmat á eignum bankanna og samningar við kröfuhafa gömlu bankanna um greiðslur fyrir eignir nýju bankanna umfram yfirteknar skuldir þeirra gangi skjótt fyrir sig. Ríkið getur þá loksins lagt þeim til eigið fé og starfsemi þeirra komist í eðlilegt horf. Atvinnulífið í landinu getur ekki án skilvirks bankakerfis verið. Gangi endurreisn bankanna ekki hratt og vel fyrir sig mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið. Samhliða þessu þarf að kanna hvort skynsamlegt sé að grípa til sameiningar á bankamarkaði til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu.
2. Icesave. Nýr utanríkisráðherra þarf að endurskoða stefnumörkun og aðgerðir vegna deilunnar við bresk stjórnvöld um uppgjör vegna Icesave-reikninganna. Í því máli verður að verjast af fullri hörku. Til þess er nauðsynlegt að leitað verði liðsinnis erlendra sérfræðinga og erlendra samningamanna sem hafa reynslu af samningaviðræðum sem þessum. Það er ekki valkostur að skuldbinda íslenska ríkið og kynslóðir framtíðarinnar um allt að 700 milljarða króna. Undir slíkri skuldsetningu geta kynslóðir framtíðarinnar ekki staðið. Ég tel að íslenskum stjórnvöldum sé ekki stætt á því að skuldsetja framtíð barna okkar og barnabarna með þeim hætti. Það verður að koma í veg fyrir að það verði gert.
3. Gjaldmiðillinn. Marka þarf skýra framtíðarstefnu í gjaldmiðilsmálum á Íslandi. Fólkið og fyrirtækin eiga heimtingu á því að vita hvert stefnir í gjaldmiðilsmálum. Í dag ríkir mikil óvissa um það. Íslenska krónan hefur reynst okkur fjötur um fót og á það höfum við verið óþyrmilega minnt á síðustu mánuðum. Forðast ber í lengstu lög að draga á lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til þess að verja gengi krónunnar. Með því er hætt við að lánsféð brenni á heitu báli, en eftir sitji komandi kynslóðir með óbærilegan skuldaklafa á bakinu til langrar framtíðar. Mikilvægt er að stjórnvöld fái færustu sérfræðinga sem völ er á til þess að skoða með markvissum hætti þá valkosti sem bjóðast í gjaldmiðilsmálum, einkum einhliða upptöku alþjóðlegs gjaldmiðils á Íslandi samhliða öðrum kostum. Að þeirri skoðun lokinni ættum við að vera í stakk búin til þess að taka ákvörðun um framtíðarskipan gjaldmiðilsmála á Íslandi.
4. Niðurskurður ríkisútgjalda. Ríkissjóður, sem á undanförnum árum hefur verið rekinn með afgangi, er nú rekinn með gríðarlegum halla, eða 160 milljörðum króna. Þegar tekjur dragast saman þarf að draga úr útgjöldum. Það lögmál gildir alveg jafnt um rekstur ríkisins eins og annan rekstur. Menn verða að sníða sér stakk eftir vexti og því verður að skera myndarlega niður svo endar nái saman. Um slíkan niðurskurð þarf að ríkja sátt í samfélaginu. Allir þurfa að leggja sitt af mörkum. Öll ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki á vegum ríksins munu þurfa að missa spón úr aski sínum. Sumar stofnanir þarf að leggja niður eða sameina og verkefnum þarf að slá á frest. Slíkar niðurskurðaraðgerðir eru sársaukafullar, en afar nauðsynlegar, enda er mælt fyrir um þær í samkomulaginu viðAlþjóðagjaldeyrissjóðinn. Verði ekki í þær ráðist mun hallarekstur okkar kynslóða skella á komandi kynslóðum. Slíkt er óverjandi.
5. Atvinnusköpun. Aukin atvinnusköpun hefur líklega aldrei verið mikilvægari en nú. Þúsundir mann hafa misst atvinnuna. Við slíkar aðstæður verða stjórnvöld að kappkosta að skapa grundvöll fyrir atvinnuuppbyggingu á öllum sviðum. Til þess verður að nýta þær auðlindir sem landið hefur uppá að bjóða til lands og sjávar. Útflutningsgreinar þjóðarinnar munu gegna lykilhlutverki við að afla þjóðabúinu tekna. Þær þarf að vernda. Auka þarf framleiðslu og leita leiða til að efla erlenda fjárfestingu í landinu. Ennfremur þarf að virkja þann sköpunarkraft sem býr í fólkinu í landinu og efla nýsköpun til nýrrar atvinnusóknar á öllum sviðum. Hlúa þarf að sprotafyrirtækjum og auðvelda framtakssömu fólki að stofna fyrirtæki um hugmyndir sínar.
6. Vernd heimilanna. Það er eðlilegt að við núverandi aðstæður að fólk óttist um framtíð sína. Eignir fólks, t.d. í fasteignum, rýrna. Á sama tíma hafa margir misst vinnuna eða lækkað í launum. Kaupmáttur hefur dregist saman og greiðslugeta fólks minnkað. Við slíkar aðstæður þarf að leita allra leiða til þess að tryggja að fjölskyldurnar í landinu missi ekki heimili sín til viðbótar við önnur vandamál sem þær þurfa að takast á við. Það mætti gera með einfaldri lagasetningu þar sem kveðið yrði á um að íbúðarhúsnæði fólks verði ekki boðið upp á nauðungaruppboðum í tiltekinn tíma, að minnsta kosti meðan mestu efnahagslegu ófarirnar ganga yfir. Slík aðgerð ætti að slá á ótta fjölskyldna við að missa heimili sín.
7. Lækkun vaxta. Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu sem þekkjast eða 18%. Á sama tíma eru stýrivextir í Evrópu um 3% en 0% í Bandaríkjunum. Heimilin í landinu þola ekki þessi vaxtakjör. Það gera fyrirtækin ekki heldur. Með gildandi gjaldeyrishöftum voru gríðarlegar hömlur settar á flutning fjármagns úr landi. Að sama skapi var þeim sem afla sér tekna erlendis gert skylt að flytja fjármuni sína til Íslands að viðlagðri refsiábyrgð. Við slíkar aðstæður er allt að því ómögulegt að rökstyðja hvers vegna stýrivextir eru svo háir. Rökréttara væri að þeir væru afar lágir. Ég tel að ráðast þurfi í myndarlegar vaxtalækkanir án tafar, til þess að verja heimilin og atvinnustarfsemi í landinu. Verði það ekki gert munu fleiri fyrirtæki leggja upp laupana og atvinnuleysi aukast.
8. Endurskapa þarf traust í samfélaginu. Það vantraust sem nú ríkir milli almennings og stjórnvalda gengur ekki til lengdar. Sú ákvörðun um að boða til kosninga er vonandi til þess fallin að endurskapa það traust sem ríkja þarf. Samhliða þarf að ráðast í endurskipulagningu á íslenska stjórnkerfinu í heild sinni og aðlaga það að breyttum aðstæðum, nýjum veruleika. Upplýsa þarf almenning reglulega um gang þeirra verkefna sem unnið er að hverju sinni. Ekki síst þarf að upplýsa reglulega um gang rannsóknar á aðdraganda og orsökum falls bankanna sem nú er hafin á vegum sérstakrar rannsóknarnefndar. Slíkt gagnsæi og regluleg og markviss upplýsingagjöf um gang einstakra verkefna sem unnið er að hverju sinni ætti að endurskapa það traust sem glatast hefur á undanförnum vikum og mánuðum.
Þetta eru verkefnin sem ráðast þarf í. Fleiri verkefni mætti nefna, en þessi eru mikilvægust. Verði ekki í þau ráðist er viðbúið að sú kreppa sem nú herjar á okkur muni framlengjast og dýpka.
Það skiptir öllu máli fyrir endurreisn efnahagslífsins, hagsmuni almennings í landinu, atvinnulífsins og komandi kynslóða að stjórnmálamenn missi ekki sjónar á þessum brýnu verkefnum sem bíða úrlausnar meðan á kosningabaráttu stendur. Ábyrgð stjórnmálamanna er mikil. Þeim ber skylda til að setja þjóðarhag framar eigin hagsmunum og flokka sinna og ráðast í þær aðgerðir sem hér hafa verið nefndar.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Segðu mér nafni, af hverju gengið þið ekki tafarlaust í þetta á meðan þið fóruð fyrir ríkisstjórn?
Sigurður Ingi Jónsson, 4.2.2009 kl. 15:30
Margt góðra punta EN.
1. Ekki og aldrei þa að gefa kröfuhöfum erlendum, sem léðu fé í útlánastarfsemi á borð við þá, sem nú er upp um komið og var að mestu til erlendra ,,fésýslumanna" af varhugaverðari sortinni. Afkomendur mínir EIGA ekki að vera húskarlar slíkra manna og þrælar kreditora glæpahyskis.
2. Aldrei og ég meina aldrei skal það viðurkennt, að nokkrir erlendir Kreditorar eignist með einum eða öðrum hætti okkar auðlindir, hvorki afnotarétt né annarskonar rétt til að hirða afrakstur af þeim. Stæsrtur hluti þessara skulda eru til komnar vegna gambls með fé og rannsóknarverðra samninga við element í Miðausturlöndum, og slíkum stöðum, hvar lög og réttur ku ekki vera á pari við það sem gott þykir hér.
3. verðtrygginguna VERÐUR að afnema STRAX. EF ekki, eru menn búnir að leggja blessun á áralangan þjófnað svonefndra ,,bankamanna" sem nú verða hverjir á fætur öðrum berir að vera ekkert annað en braskarar, lygahnýti og óheiðarlegir gasprarar.
Hér lími ég við mína túlkun á því hvað telja verður ólöglega aðgerð þeirra sem ættu að vera að vernda innlánseigendur og viðskipta,,vini" bankans en hefur öllu verið á haus snúið og lögum um félög og félagaform brotin vísvitandi, af flottum Endurskoðunarskrifstofum með útlendum nöfnum og Lögmannsstofum, sem eitt sinn höfðu þokkalegt repp.
Ég tel ólögmætt, að krefja skuldara greiðslu verðbóta til banka og sjóða, sem tóku þátt í, að gera atlögur að ískr.Það getur ekki verið satt og rétt, að greiða fyrir vinnu þjófa við að ræna menn aurum þeirra.Það var iðja þeirra SEM ÁTTU BEINA HAGSMUNI AF ÞVÍ að króna okkar veiktist og verðbólga fór á fullt. Þetta var gert með beinum hætti 2004 á haustdögum og svo með reglubundnum hætti síðan.Best sést þetta á gröfum, sem birt eru á vef SÍ og birtir með grafískum hætti, gengisvísitöluna og svo til samanburðar VERÐBÓTAÞÁTT vaxta á sama tímabili. Þar sést svo ekki verður um villst, að þarna er BEINT orsakasamband og því er með nokkurri vissu hægt að segja, að þeir sem eru að rukkar Verbætur eru þeir sömu og komu hækkun verðbótanna á, því er með öllu ósanngjarnt, að viðskiptamenn bankana sem svona höguðu sér, þurfi að blæða fyrir þjófnaði viðskiptabanka sinna.Ég get ekki nefnt svona viðskipti öðru nafni en stuld, því ekki er um heilindi að ræða né, að þeir sem viðskiptin áttu hafi jafna réttarstöðu eða aðstöðu til að hafa áhrif á upphæðir sem til verða vegna um,,saminna" verðbóta.Að ofanrituðu skoðuðu, tel ég alsendis óvíst, að dómstólar gætu með réttu gert skuldara að greiða verðbætur sem svona eru til komnar, vísað til jafnræðislaga og fl.Með viðringu.MiðbæjaríhaldiðAð þessu viðbættu vil ég biðja menn hugsa um, hvernig fjármálafyrirtækin fóru að ráði sínu í hvert sinn, sem stjórnvöld ætluðu að setja þeim skorður.
Þeir kærðu og kærðu til EES stofnana, --eins lengi og hlandið var volgt í þeim.
Það sem furðulegast var, náðu kærumál þeirra jafnan fram að ganga og dómsorðin ævinlega hlynnt þeinm en andstæð okkar stjórnvöldum, þar sannast loks allt sem ég vildi sagt hafa og sagði um inngöngu okkar í þann skítaklúbb.
Við hefðum betur farið að dæmum Svisslendinga og samið TVÍHLIÐA við ESB.
Nóg í bili, rífumst meir síðar.
Miðbæjaríhaldið
e.s afsakaðu langhundinn en mér er afar mikið niðri fyrir í þessum efnum.
Bjarni Kjartansson, 4.2.2009 kl. 15:38
Og ég sem hélt að aðalmálið væri að selja vín í matvörubúðum
Tryggvi (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 16:32
Ég segi bara sama hann Sigurður Ingi hér að ofan, en annars er sagt í fréttum að sjálfstæðisflokkurinn muni veita öfluga stjórnar andstöðu, ég er hef verið sjálfstæðismaður og er flokksbundin en það ræðst á næstu vikum hvort ég verði það áfram, ef þið þingmenn farið í að tefja mál sem flutt eru á þingi og eru til að laga stöðuna fyrir heimili og fyrirtæki, þá verður það ykkur og flokknum til skammar og þá er miklar líkur að flokkurinn tapi mörgum flokks og stuðningsmönnum í næstu kostningum. Annað mál er landsfundur, þá ætla ég að vona að það verði tekin afgerandi afstaða hvort það verði sótt um aðild að ESB eða ekki, síðan verður að verða mikil uppstokkun í ykkar hóp, ég átti þátt í að koma þér Sigurður Kári á lista í prófkjöri á sínum tíma en ég hef ekki séð mikið koma frá þér nema núna síðustu vikuna þar sem þú ert í því að setja út á allt og ekkert, enda ertu komin í stjórnar andstöðu nú ætla ég að byðja þig að hætta þessum sandkassaleik og reyna að fara að vinna fyrir okkur fólkið sem kom þér á þing og nota tíman vel fram að kostningum.
Sævar Matthíasson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 18:29
Sæll,
skil ég þig rétt að þú vilt lækka vexti áður en verðbólgan hjaðnar? Sem sagt að vextir verði lægri en verðbólgan?
Gunnar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:12
Æji hvað listinn er langur. Synd að sjálfstæðismenn gátu ekki gert neitt á hvað 17 ára valdaferli nema skilja við þrotabú. Sorglegt!
Baldur Gautur Baldursson, 4.2.2009 kl. 21:11
Ekki minnist Sigurður Kári einu orði á réttlætismálin - að afnema flokksræðið og tryggja lýðræðinu nýjan farveg. Einfaldlega af því að Sjálfstæðismenn vilja ekki lýðræði í því flokksræðisumhverfi sem þeir hafa barist svo hatramlega fyrir að búa til sl. 18 ár.
Tek svo undir með þeim hér að ofan og spyr, hvers vegna gerðuð þið ekkert í þessu í þá 4 mánuði sem þið löfðuð á völdum í skjóli lögregluríkis, og enn fremur í þau 18 ár sem þið sópuðuð auðnum í hendur spillingaraflanna?
Þór Jóhannesson, 5.2.2009 kl. 14:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.