Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Það skiptir öllu máli hver konan er!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, hefur látið ýmis þung orð falla í garð Sjálfstæðisflokksins og forystu hans í tengslum við stjórnarslitin. Hún hefur líst Sjálfstæðisflokknum sem valdagírugri klíku sem hugsi fyrst og fremst um sjálfan sig og sitt fólk en ekki þjóðarhag, öfugt við Samfylkinguna auðvitað sem einungis hugsar um fólkið í landinu og ekkert annað.
Ég verð að segja að mér finnst ummæli Ingibjargar Sólrúnar á forsíðu Morgunblaðsins í dag ekki hafa hlotið þá athygli sem þau verðskulda, en þar sagði Ingibjörg:
,,Af hverju hefði ég átt að líta á það sem sérstakt verkefni mitt að láta konu úr Sjálfstæðisflokknum verða fyrsta til að taka við þessu embætti, þegar annar möguleiki var í boði."
Þessi ummæli Ingibjargar Sólrúnar sýna auðvitað svart á hvítu að kröfur Samfylkingarinnar um að fá forsætisembættið, eða "verkstjórnina" á Samfylkingarmáli, í sínar hendur snérist allt um persónur, hégóma og flokkshagsmuni Samfylkingarinnar. Þau sýna líka að allt tal Ingibjargar Sólrúnar um að Sjálfstæðisflokkurinn hugsi einungis um sjálfan sig en ekki þjóðarhag kemur úr hörðustu átt.
Ég nefndi í pistli mínum hér á síðunni í gær að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefði boðist til þess að víkja úr sæti forsætisráðherra í stað staðgengis síns, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, í viðleitni sinni til þess að halda stjórninni saman. Því boði hafnaði Ingibjörg Sólrún.
Mig grunaði að ástæðan fyrir því að Samfylkingin hafnaði því að Þorgerður Katrín tæki við forsætisráðherraembættinu af Geir væri sú að Ingibjörg Sólrún hefði ekki getað lifað við þá tilhugsun að fyrsta konan til þess að gegna embættinu kæmi úr röðum okkar Sjálfstæðismanna.
Ég fæ ekki betur séð en að ummæli Ingibjargar Sólrúnar á forsíðu Morgunblaðsins í dag staðfesti að grunur minn var á rökum reistur.
Afstaða Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur vekur auðvitað furðu, ekki síst í ljósi þess að hún hefur allan sinn stjórnmálaferil, sem þingmaður Kvennalistans, sem borgarstjóri í Reykjavík og sem formaður Samfylkingarinnar, lagt í orði ofuráherslu á jafnrétti og framgang kvenna á öllum sviðum þjóðfélagsins.
Á borði virðist hins vegar öllu máli skipta í hennar huga hvaða kona á hlut að máli.
Eitt virðist ekki yfir þær allar ganga í hennar huga.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Athugasemdir
En gæti ekki verið að hún bæri meira traust til Jóhönnu um að rétta af hag þjóðarinnar og heimilana?
Gunnlaugur B Ólafsson, 29.1.2009 kl. 00:27
Það er nákvæmlega málið, Gunnlaugur.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 29.1.2009 kl. 00:41
Þetta er nú nokkuð sérkennileg flétta hjá þér, Sigurður Kári.
En ef sjálfstæðismenn þurfa að trúa þessu til að réttlæta það að þeir hafi slitið ríkisstjórn þá skaltu endilega hafa söguna svona.
Berglind (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 00:46
Sæll Sigurður.
Þeim sem ég vorkenni allra mest er Styrmir Gunnarsson. Það er svo lítil eftirspurn eftir setningunni "I told you so". Styrmir reyndi að vara við Ingibjörgu Sólrúnu. Hann las skapgerð hennar og óbilgirni nokkuð vel. Það færi betur að reynslumikill og ráðagóður maður sem hann héldi athygli Sjálfstæðismann ögn betur, það mættu t.d. fleiri hlýða á hans málflutning um ESB
Haraldur Baldursson, 29.1.2009 kl. 00:58
Þorgerður Katrín????
Elsku kallinn minn. Hún þarf að gera grein fyrir eignarhaldsfélagi þeirra hjónakornanna og kostnaði við prófkjör sitt upp á aur til þess að eiga einhvern tíma afturkvæmt í pólitík.
Eins og hún sagði sjálf: Allt upp á borðið!
Já og við bíðum enn ....
skúmur (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 01:33
Sigurður Kári ! Seg þú mér eitt í trúnaði , ég skal lofa að fara ekki með það lengra ; Er þessi afar slæma veiki , veruleikafyrring , grasserandi um allann f(l)okkinn hjá þér og þínum ? F(l)okkurinn er búinn að vera við völd á átjánda ár , og ENGINN í þessum líka "sóma" f(l)okk ber snefil af ábyrgð á því hvernig komið er . Reyn þú ekki að voga þér að bera á móti þessum staðreyndum , því ef annað væri raunin , þá , - já þá vitum við hvað menn hefðu gert . Svo mátt þú mjög gjarnan , sjálfs þín vegna rifja upp með þér símahlerunarmálið sem upplýstist fyrir 9-10 mánuðum síðan , hvaða orð herbjörn (bíbí) lét falla um þá grunsamlegu "sakamenn" sem símarnir voru hleraðir hjá og hvað gerði æxlið , jú flaggaði föður hanns í 17. júní montræðu sinni , það var besti dagurinn til að breiða yfir skítinn . Sumir skammast sín , sumir hafa ekki grænann grun hvað það er .
Hörður B Hjartarson, 29.1.2009 kl. 02:03
Villt þú fá símanúmerið hjá mér , svo þú getir látið hlera það , það gæti verið of erfitt fyrir þig að leita að því í símaskránni ?
Hörður B Hjartarson, 29.1.2009 kl. 02:05
Þú ert svo bitur ungur maður þó eldri en ég sé. Það er eiginlega ólýsanlegt.
Halldór Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.