Laugardagur, 30. ágúst 2008
Sarah Palin, flokksþing demókrata og íslenskir sósíaldemókratar
Sósíaldemókratar hafa lengi leitað sér að átrúnaðargoðum í hverfulum heimi.
Um hríð var Tony Blair helsta goðið, hann féll af stalli þegar hann ákvað að ráðast inn í Írak. Þá voru haldnar stærstu mótmælaaðgerðir í heiminum til að styðja einn argasta harðstjóra sögunnar.
Svo var sagt að Blair hefði stjórnað eftir fókusgrúppum. Nei, það gerði hann einmitt ekki.
Ingibjörg Sólrún hefur horft mjög til Zapateros á Spáni, en fæstir Íslendingar skilja spænsku; þeir vita of lítið um Spán til að ágrúnaðargoð þaðan geti gert gagn.
Zapatero hefur reyndar verið að gera ágæta hluti, í óþökk einnar leiðinlegustu stofnunar í heimi, spænsku kirkjunnar.
En nú hefur nýtt átrúnaðargoð stigið fram á sviðið.
Barack Obama.
Þeir samfylkingarmenn sem ekki eru komnir til Denver að hlusta á hann halda ræðu láta sig dreyma um að vera þar."
x x x
Það er rétt hjá Agli að sósíaldemókratar haga lengi leitað sér að átrúnaðargoðum og nú telja þeir sig hafa fundið einn slíkan á flokksþingi Demókrataflokksins bandaríska í Denver, Colorado, Barak Obama.
Til Denver flykkjast sósíaldemókratarnir og af fréttum að dæma er þar mættur meira að segja sjálfur Dagur B. Eggertsson.
Það er ekkert leyndarmál að íslenskir sósíaldemókratar styðja Obama allir sem einn. Þeir halda varla vatni yfir honum, mæta á flokksþingið og reyna að upplifa flokkinn sem systur- eða móðurflokk sinn, flokk sem þeir vilja taka sér til fyrirmyndar.
Það fyndna í þessu öllu saman er það að hugmyndafræðilega er bandaríski demókrataflokkurinn líklega töluvert hægrisinnaðari en Sjálfstæðisflokkurinn.
Því skilur maður ekki hvaða erindi íslenskir sósíaldemókratar eiga á þetta flokksþing. Þeir væru líklega ekki alveg jafn hrifnir ef bandarískir demókratar væru þátttakendur í íslenskum stjórnmálum, enda eiga þeir ekki mikla hugmyndafræðilega samleið með þeim
x x x
John McCain, forsetaframbjóðandi Repúblíkana, hefur útnefnt varaforsetaefni sitt. Sú er ríkissjóri Alaskaríkis, og heitir Sarah Palin.
Sarah Palin flutti ræðu við setningu þingmannarstefnu um Norðurskautsmál sem ég sótti fyrir hönd Alþingis og haldin var í Fairbanks í Alaska á dögunum, og ég hef gert grein fyrir á heimasíðu þessari.
Ég þekki ekki nákvæmlega hennar áherslur eða fortíð í stjórnmálum, þó ég hafi hitt hana og spjallað stuttlega við hana í Fairbanks, Alaska. En hún kom mér fyrir sjónir sem afar frambærilegur stjórnmálamaður enda nýtur hún mikilla vinsælda. Palin er glæsileg kona sem mun klárlega reynast McCain vel í kosningabaráttunni gegn Barak Obama.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Merkilegt hvað ýmsir á vinstrivæng íslenzkra stjórnmála og þá einkum þeir sem setja Obama á stall hafa verið að andskotast út í Palin síðan fréttir bárust af vali McCain, reyndar mjög máttleysislega. Ef hún er svona ómöguleg að mati þessara aðila, hvert er þá vandamálið?
Vitna að öðru leyti í Friðjón Rex:
"Ég var áðan að horfa á MSNBC þar sem einmitt var bent á að reynsla Palin og Obama er sambærileg og reyndar hefur nún meiri reynslu af ákvarðanatöku í framkvæmdavaldi. Þar hefur Obama aldrei verið. Fyrir 43 mánuðum var Obama í fylkisþingi Illinois. Ástæða þess að hann er ekki með meiri forystu er aðallega sú að hann er óþekktur og reynslulaus.
Hvað Biden varðar þá eru væntingarnar þannig að ef hún kemst ósködduð úr debati þeirra þá telst hún sigurvegari. Það skiptir í raun ekki máli um hvað kappræðurnar snúast, hún vinnur ef hún segir nafnið sitt skammlaust. Væntinarnar snúast ekki um kynferði heldur orðspor Biden sem orðháks."
http://bryndisisfold.blog.is/blog/bryndisisfold/entry/628630/
Hjörtur J. Guðmundsson, 30.8.2008 kl. 11:32
Ég vona að Bandaríkjamenn kjósi sér forseta sem þjóðin getur sameinast um þegar hann er kominn í embættið. Ég vona að þeir kjósi hann algerlega og gersamlega án tillits til hvað Evrópubúar megi hugsa. Kjósi þeir hinsvegar forseta sem þeir halda að öðrum þjóðum falli í geð, eins og til dæmis Evrópubúum, þá er voðinn algerlega vís. Flestir forstar Bandaríkjanna sem hafa verið óvinsælir í Evrópu hafa hinsvegar reynst heimunum ákaflega vel og nefni ég þar einn sem dæmi: Ronald Reagan. Honum var hent á ruslahaugana hérna í kommavæddri Evrópu, stanslust öll hans embættisár. Það var átakanlegt að upplifa.
Svo já. það er eitthvað sem hringir sem aðvörunarbjalla í bakhöfðinu á mér þegar og skoða næstum ótakmarkaðar goðdýrkunar vinsældir Barak Obama hér í Evrópu. Svo aftur - já og já, ég hallast að því að McCain muni reynast betri kostur því ég er ennþá svo ákaflega þakklátur fyrir það frelsi og öryggi sem Ronald Reagan skaffaði okkur hér í Evrópu, flestum euro-kommum til mikillar gremju.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.8.2008 kl. 16:01
Já, það er alltaf gaman að vinstri mönnum og fylgilag þeirra við demókrata. Ég hef einmitt frekar aðhyllst stefnu demókrata en repúblikana með einni undantekningu og það var einmitt Ronald Reagan. Hann er líklega - allavega hér á landi - einn vanmetnasti stjórnmálamaður sögunnar. Staðfesta hans var það sem á endanum braut niður Berlínarmúrinn og lyfti járntjaldinu.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.8.2008 kl. 21:54
j'a, það er alltaf gaman af hægri mönnum og fylgisspekt þeirra við Repúblikana!
Þú og vinir þínir hérna vilja kannski halda því fram fyrst Demókratarnir eru hægramegin við Sjálfstæðisflokkin, þá séu Republikanarnir vinstra megin eða á sömu línu!, eða hvað eru menn að fara? AFskaplega kjánalegur málflutningur og satt best að segja hlægillegur.Íslensk stjórnmál eða stjórnarfarið hér á auðvitað yfir höfuð lítt skylt með því ameríska, en auðvitað sjá menn hér ýmislegt í stefnum beggja stórflokkanna, sem hægt er að heimfæra upp á eigin skoðanir. Þessi gagnrýni þín og sem skoðanabræður þínir taka undir um óeðlilega fylgisspekt jafnaðarmanna við ameriska Demókrata, fellur um sjálfa sig um leið og þið í hinu orðinu farið að tjá ykkar eigin fylgisspekt við Repúblikana og þeirra frambjóðendur.
Nema, sem ég sagði, að hægt sé að finna það út að Bush og Co. séu svona samsvarandi allt í einu við Sjálfstæðisflokkin? Eða er það kannski raunin, að repúblikanar séu systurflokkur Sjálfstæðisflokksins?
Magnús Geir Guðmundsson, 31.8.2008 kl. 20:21
"Ég vona að Bandaríkjamenn kjósi sér forseta sem þjóðin getur sameinast um þegar hann er kominn í embættið. Ég vona að þeir kjósi hann algerlega og gersamlega án tillits til hvað Evrópubúar megi hugsa. Kjósi þeir hinsvegar forseta sem þeir halda að öðrum þjóðum falli í geð, eins og til dæmis Evrópubúum, þá er voðinn algerlega vís."
Þannig skv. sömu rökum þá er Bush góður forseti. Ég vona að BNA-menn noti ekki sama hugsunarhátt og þú notar þegar það velur sér forseta.
egillm (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.