Telur Össur að ríkisstjórnin hafi enn styrkt sig í sessi?

Þegar Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sögðu sig úr þingflokki Vinstri grænna lýsti Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, því yfir að brottför þeirra úr stjórnarliðinu styrkti ríkisstjórnina.

Í gær fór Ásmundur Einar Daðason sömu leið og Atli og Lilja.  Össur hlýtur að vera þeirrar skoðunar að brotthvarf Ásmundar Einars styrki ríkisstjórnina enn frekar.

En auðvitað er það ekki svo.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar hefur aldrei staðið veikar og í rauninni er það svo að líf hennar hangir á bláþræði.  Hún styðst einungis við minnsta mögulega þingmeiri hluta 32 alþingismanna.  Hefði Þráinn Bertelsson ekki gengið til liðs við ríkisstjórnina þegar hann yfirgaf Borgarahreyfinguna hefði ríkisstjórnin ekki meirihlutastuðning á Alþingi.

Sú staðreynd að ríkisstjórnin nýtur nú aðeins stuðnings 32 alþingismanna þýðir í raun að hver og einn þingmaður Samfylkingar og Vinstri grænna hefur neitunarvald í öllum málum ríkisstjórnarinnar.

Það er afleit staða fyrir Jóhönnu og Steingrím.  Ekki síst í ljósi þeirra erfiðu verkefna sem framundan eru og ekki síður vegna þess að þingflokkur Vinstri grænna logar enn í illdeilum sem ekki sér fyrir endann á.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband