Miðvikudagur, 26. janúar 2011
Dómsdagsklúður
Ríkisstjórn sem ekki getur staðið skammlaust að kosningum í landinu er vanhæf. Og ljóst má vera að hún er fullkomlega óhæf til þess að leysa önnur, brýnni og flóknari verkefni en það sem æðsti dómstóll landsins hefur gert hana afturreka með.
Allir dómarar réttarins voru sammála um niðurstöðuna. Hún var 6-0, eins og sagt er, og því eins afgerandi og mögulegt var.
x x x
Það var viðbúið að Hæstiréttur yrði fyrir hörðum árásum frá þeim sem taka niðurstöðunni illa. Nú er reynt að gera dómarana sem komust að þeirri niðurstöðu að kosninguna bæri að ógilda tortryggilega og að taglhnýtingum Sjálfstæðisflokksins þar sem sumir þeirra voru skipaðir til dómstarfa af fyrrverandi ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.
Slíkar tilraunir eru ómerkilegar og óboðlegar í garð þeirra dómara sem í hlut eiga.
Ekki minnist ég þess að slíkar árásir hafi til dæmis verið hafðar uppi gagnvart Páli Hreinssyni, svo dæmi sé tekið, sem var einn dómaranna, þegar hann kynnti niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis, sem nú hefur leitt til þess að Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið ákærður og verður væntanlega senn dreginn fyrir landsdóm.
Það hljóta allir að sjá hversu fráleitur slíkur málatilbúnaður er.
x x x
Það virðast engin takmörk vera fyrir því hversu illilega þessari ríkisstjórn tekst að klúðra öllum sínum málum, í stóru jafnt sem smáu.
Ógilding stjórnlagaþingskosninganna er einungis dropinn sem fyllir mælinn í allri vitleysunni.
Icesave-málið og þjóðaratkvæðagreiðslan um það, Svavarssamningurinn, ESB-umsóknin, lausnin á skuldavanda heimilanna, skjaldborgin, atvinnuuppbyggingin, Vestia-málið, Sjóvá-málið, málefni Sparisjóðanna, Magma-málið, stöðugleikasáttmálinn, sjávarútvegsmálin, mál íslenska drengsins á Indlandi og mörg fleiri hneykslis- og klúðursmál staðfesta vanhæfni þessarar ríkisstjórnar.
Listinn er nánast endalaus.
Það var aumkunarvert að fylgjast með framgöngu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á Alþingi í gær reyna að varpa ábyrgðinni á málinu af sér og yfir á undirmenn sína. Sú tilraun kom hins vegar ekki á óvart, því það er háttur Jóhönnu að kenna undirmönnum sínum um þegar hún lendir í vandræðum.
En auðvitað blasir ábyrgðina á þessu dómsdagsklúðri ber verkstjórinn, Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórn hennar og enginn annar.
x x x
Og ekki tók betra við þegar forsætisráðherrann fór yfir þá kosti sem hún taldi að væru í stöðunni nú þegar kosningin hefur verið úrskurðuð ógild.
Þá nefndi Jóhanna, að því er virðist í alvöru, að til greina kæmi að Alþingi myndi skipa þá 25 einstaklinga sem náðu kjöri í hinum ólöglegu kosningum í einhverskonar stjórnarskrárnefnd og þannig láta eins og ekkert hefði í skorist.
Ef forsætisráðherrann eða aðrir ráðherrar ríkisstjórnar hennar leggja slíkt til þá eru þeir í raun að mæla fyrir því að niðurstaða æðsta dómstóls landsins skuli að engu höfð.
Verði sú leið farin væri grafið undan sjálfstæði dómstólanna í landinu og meginregla stjórnarskrárinnar um þrígreiningu ríkisvaldsins að engu höfð.
Sú leið kemur því ekki til greina.
x x x
Talsmenn þess að til stjórnlagaþings boðað verða að gera það upp við sig hvort þeir telja verjandi að halda þessu máli áfram eða setja punkt fyrir aftan niðurstöðu Hæstaréttar.
Verði sú niðurstaðan þarf að byrja málið frá grunni og setja ný lög um stjórnlagaþingskosningar. Núgildandi lög um stjórnlagaþing eru ekki nothæf. Þau eru gölluð. Það blasir við þegar farið er yfir niðurstöðu Hæstaréttar Íslands.
Þar við bætist að sá kostnaður sem íslenskir skattgreiðendur hafa nú þegar þurft að leggja út í vegna stjórnlagaþings hleypur á hundruðum milljóna króna.
Í ljósi þess þurfa þeir sem taka ákvörðun um næstu skref í málinu að velta því fyrir sér hvort það sé verjandi að ráðast í frekari fjáraustur en orðið er, ekki síst í ljósi þess að einungis tæplega 36% kosningabærra manna tóku þátt í síðustu stjórnlagaþingskosningum.
x x x
Það er síðan ekki hægt að láta hjá líða að nefna að það var í raun stórbrotið að fylgjast með spunavél Samfylkingarinnar eftir að niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir. Hún hrökk í gang með miklum látum og var umsvifalaust sett í fimmta gír.
Spuninn sem Samfylkingin setti í gang gekk út á það að reyna að kenna Sjálfstæðisflokknum um niðurstöðu Hæstaréttar og að því haldið fram að Sjálfstæðisflokkurinn vildi hafa stjórnlagaþingið af þjóðinni!
,,Íhaldið" var sagt ,,skíthrætt" við stjórnlagaþingið og vildi ekki að sett yrði ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir.
Ekkert er fjær sanni. Og það er alveg makalaust að forystumenn ríkisstjórnarinnar komist upp með það að stjórnarandstaðan stjórni landinu, en ekki ríkisstjórnin, og beri ábyrgð á öllu því sem aflaga fer hjá ráðherrum ríkisstjórnarinnar.
Alþjóð veit að það var Hæstiréttur Íslands sem ógilti kosninguna. Ekki Sjálfstæðisflokkurinn.
Það er ekkert annað en dónaskapur af forsætisráðherra þjóðarinnar að bjóða fólkinu í landinu upp á þessa þvælu þegar hún og ríkisstjórn hennar hefur svo eftirminnilega verið gerð afturreka með eitt af sínum aðal stefnumálum.
En tilgangurinn helgar meðalið hjá ríkisstjórninni. Allt er gert til að breiða yfir eigin klúður með því að benda á aðra.
Sem betur fer sjá allir í gegnum svona yfirklór og trix.
x x x
Hver sem niðurstaðan verður ekki framhjá því litið, sem Einar K. Guðfinnsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að niðurstaða Hæstaréttar Íslands er hrein hneisa fyrir ríkisstjórnina og hún er meiriháttar áfall fyrir Ísland sem þróað lýðræðisríki. Aldrei áður hafa almennar lýðræðislegar kosningar verið dæmdar ógildar á Íslandi, í landi sem stærir sig af elstu lýðræðishefð í heimi. Og slíkt þekkist varla í þróuðum lýðræðisríkjum.
Það er hætt við því að Ísland verði fyrir alvarlegum álitshnekki í samfélagi þjóðanna nú þegar staðfest er af æðsta dómstól þjóðarinnar að við völd í landinu er ríkisstjórn sem er vanhæf til þess að standa skammlaust og löglega að almennum kosningum.
Og það skyldi engan undra í ljósi atburða gærdagsins að aðrar þjóðir fari að líta okkur Íslendinga sömu augum og sumar þjóðir sem við kjósum ekki að bera okkur saman við.
,,Norræna velferðarstjórnin" er því orðin þjóðinni dýrkeypt á öllum sviðum.
Á hennar klúðri þarf einhver að bera ábyrgð.
Jóhanna Sigurðardóttir má ekki komast upp með það í þetta skiptið að varpa þeirri ábyrgð enn einu sinni yfir á undirmenn sína.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.