Miðvikudagur, 18. ágúst 2010
Faglegt?
Þegar Gylfi Magnússon var skipaður í embætti efnahags- og viðskiptaráðherra var sagt að sú skipan væri fagleg.
Framganga og embættisfærslur Gylfa Magnússonar í tengslum við gengistryggðu lánin og ársgömul lögfræðiálit lögmannsstofunnar Lex og lögfræðings Seðlabanka Íslands um ólögmæti þeirra eru hins vegar hvorki faglegar né boðlegar.
Þær eru þvert á móti ófaglegar og óboðlegar.
Það er auðvitað ekki verjandi að á sama tíma og venjulegt fólk, sem tók gengistryggð lán, barðist í bökkum í samskiptum sínum við lánafyrirtækin og reyndi að komast hjá gjaldþrotum og nauðungasölum vegna þeirra, hafi Gylfi Magnússon og ríkisstjórnin legið á og leynt lögfræðiálitum um ólögmæti lánanna.
Og margt bendir til þess að með því að leyna álitunum hafi ríkisstjórnin bakað íslenska ríkinu fjárhagslegu tjóni og jafnvel skaðabótaábyrgð.
Hlutur Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra í þessu máli hefur hins vegar enn ekki verið upplýstur.
Ég hef tekið eftir því að bæði Jóhanna og Steingrímur hafa haldið því fram að hvorki þau sjálf né ráðuneyti þeirra hafi fengið álitin í hendur.
Með því eru þau Jóhanna og Steingrímur að mínu mati einfaldlega að reyna að koma sér undan ábyrgð á formsatriðum.
Það skiptir nefnilega ekki öllu máli hvort forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafi fengið lögfræðiálitin boðsend í ráðuneyti sín.
Stóra spurningin er sú hvort þau vissu af þessum lögfræðiálitum, efni þeirra og niðurstöðum.
Þeirri spurningu hafa hvorki Steingrímur né Jóhanna svarað.
Ég get ekki ímyndað mér að nokkur maður trúi því að Gylfi Magnússon hafi ekki upplýst forsætisráðherra og fjármálaráðherra um lögfræðiálitin og niðurstöður þeirra.
Það þarf enginn að segja mér að ábendingar lögfræðinga og Seðlabanka Íslands hafi ekki borið á góma í samskiptum ráðherranna, til dæmis í tengslum við endurskipulagningu bankakerfisins eða í tengslum við aðgerðir í þágu skuldugra heimila.
Og það er kannski þess vegna sem þau Steingrímur og Jóhanna keppast nú við að lýsa yfir stuðningi við Gylfa Magnússon.
Líklega vita þau að Gylfi Magnússon ætlar ekki að láta þeim eftir að fórna sér einum svo þau sjálf geti setið áfram í embættum sínum eins og ekkert hafi í skorist.
Líklega sættir Gylfi sig ekki við að þurfa að bera einn ábyrgð á þessu hneykslismáli sem samráðherrar hans bera jafn mikla ábyrgð á.
Það skyldi þó ekki vera?
Sigurður Kári.
Mánudagur, 21. júní 2010
Rannsókn á Icesave-málinu
Afdrif þessara lánasamninga þekkja allir. Lög um ríkisábyrgð vegna þeirra var veitt með ströngum fyrirvörum sem stjórnarandstöðuflokkarnir á Alþingi höfðu veg og vanda af. Þá fyrirvara sættu viðsemjendur Íslendinga sig ekki við og lánasamningarnir frá 5. júní 2009 komu ekki til framkvæmda.
Þeim efasemdum vísuðu forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar á bug.
Í umræðum á Alþingi hinn 15. júní 2009 sagði fjármálaráðherrann:
,,Um málið að öðru leyti er það að segja að ríkisstjórnin hafði fullt samningsumboð og fyrirmæli frá Alþingi um að leiða það til lykta með samningum. ... Í framhaldinu verður svo útbúið frumvarp sem ég mun leggja fram í ríkisstjórn og væntanlega fá heimild til þess að leggja fram sem stjórnarfrumvarp í trausti þess að það njóti tilskilins meiri hluta á Alþingi og eftir það verði málið í höndum Alþingis.
Í umræðum á Alþingi hinn 11. júní 2009 sagði forsætisráðherrann:
,,Mér er auðvitað kunnugt um að það voru að einhverju leyti skiptar skoðanir í þingflokki Vinstri grænna um málið en mér er ekki kunnugt um og hefur ekki verið tjáð annað af formanni Vinstri grænna en að málið hafi fylgi ríkisstjórnarinnar og að stjórnarfrumvarp um þetta mál verði lagt fram. Ég verð auðvitað að treysta því að málið hafi fullan stuðning stjórnarflokkanna þegar þetta kemur til atkvæða.
Síðar í sömu umræðu sagði forsætisráðherra m.a.:
,,Stjórnarflokkarnir hafa 34 þingmenn í meiri hluta á móti 29 hjá stjórnarandstöðunni og ég trúi ekki öðru en það dugi til að tryggja þetta mál í höfn.
,,Frá upphafi hef ég ásamt félögum mínum í þingflokki VG, hæstvirtum ráðherra Ögmundi Jónassyni og háttvirtum þingflokksformanni Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, verið á móti Icesave-samningnum. Þessi andstaða okkar kom skýrt fram á fundi þingflokks VG fyrir rúmum tveimur mánuðum þegar við höfnuðum beiðni hæstvirts fjármálaráðherra um umboð til að klára Icesave-lánasamningana.
Síðar tók sami þingmaður síðan af allan vafa um að ríkisstjórn Íslands og fulltrúar hennar hefðu fyrir hönd íslenska ríkisins undirritað Icesave-lánasamningana án þess að fyrir því væri meirihlutastuðningur á Alþingi.
Í frétt Stöðvar 2 hinn 8. mars sl. var það haft eftir þingmanninum að mistekist hefði að ná samstöðu innan stjórnarflokkanna um framgang Icesave-málsins strax í byrjun síðasta árs. Í fréttinni sagði jafnframt:
,,Þá hafi fimm þingmenn lagst gegn því í þingflokki Vinstri grænna að Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins og fjármálaráðherra færi og undirritaði samninginn. Hann hafi samt gert það.
Yfirlýsingar Lilju Mósesdóttur geta vart verið skýrari. Og það er engin ástæða til að draga þær í efa, enda hefur þeim ekki verið andmælt opinberlega.
Meirihlutastuðning skorti
Það er grafalvarlegt mál þegar ráðherrar í ríkisstjórn hafa forgöngu um að samþykkja fjárskuldbindingar á hendur ríkissjóði án þess að slík ákvörðun njóti stuðnings meirihluta Alþingis.
Í tilviki Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, og núverandi ríkisstjórnar verður ekki betur séð en að ríkisstjórnin hafi, að undirlagi fjármálaráðherra, undirritað lánasamninga sem fela í sér fjárskuldbindingu sem jafngilti samkvæmt efni sínu tæpri einni þjóðarframleiðslu íslenska ríkisins. Og það sem er verra er að ekki verður betur séð en að fjármálaráðherrann hafi ákveðið að gangast undir slíkar skuldbindingar, fyrir hönd íslenska ríkisins, án lagaskyldu og þrátt fyrir að hann hafi verið fullvissaður um af sínum eigin samherjum að sú ákvörðun nyti ekki stuðnings meirihluta alþingismanna.
Ámælisverðar embættisfærslur fjármálaráðherra
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, verður að svara því hvort þær eigi við rök að styðjast. Séu þær réttar verður fjármálaráðherrann jafnframt að skýra út hvers vegna lánasamningarnir við Breta og Hollendinga voru undirritaðir af hans hálfu og ríkisstjórnarinnar þegar fyrir lá að meirihluti Alþingis var þeirri ákvörðun mótfallinn. Ennfremur verður fjármálaráðherrann að svara því hvort hann telji að þær embættisfærslur sem hér hefur verið lýst, og hann ber stjórnskipulega ábyrgð á, séu í samræmi við þau lög og þær reglur sem gilda um heimildir stjórnvalda til þess að gangast undir fjárhagslegar skuldbindingar fyrir hönd íslenska ríkisins.
Að sama skapi verður Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að svara því hvort henni hafi verið kunnugt um að lánasamningarnir við Breta og Hollendinga hafi verið undirritaðir án þess að sú ákvörðun hafi notið meirihlutastuðnings á Alþingi.
Skipa þarf rannsóknarnefnd
Á dögunum lagði ég, ásamt félögum mínum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, fram þingsályktunartillögu á Alþingi sem mælir fyrir um að rannsakaðar verði embættisfærslur og ákvarðanir íslenskra stjórnvalda og samskipti þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave-málinu. Þar er lagt til að sérstök rannsóknarnefnd leggi mat á hvort ráðherrar og embættismenn á þeirra vegum hafi fylgt þeim lagareglum sem um störf þeirra gilda, brotið starfsskyldur sínar eða gerst sekir um mistök eða vanrækslu í hagsmunagæslu fyrir íslenska ríkið og íslensku þjóðina.
Að mínu mati er afar nauðsynlegt að slík rannsókn fari fram. Umfjöllun um Icesave-málið í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kallar á slíka rannsókn. Það sama má segja um þær yfirlýsingar sem hér hafa verið raktar. Og tilefnin eru fleiri. Það er nauðsynlegt að leiða í ljós með hvaða hætti íslensk stjórnvöld gættu hagsmuna íslenska ríkisins í málinu, hvernig ákvarðanir voru teknar og hvort þær voru í samræmi við þau lög sem gilda í landinu um slíkar ákvarðanatökur.
Alþingismenn hafa áður óskað eftir slíkri rannsókn af minna tilefni.
Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. júní 2010.
Föstudagur, 19. mars 2010
Svona virka ,,bjargráð" ríkisstjórnarinnar fyrir heimilin í landinu.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, lét hafa það eftir sér að með þeim aðgerðum sem hún kynnti væri ríkisstjórnin búin að leysa vandann. Þetta væri lokasvar ríkisstjórnarinnar.
Undir þetta tóku aðrir ráðherrar.
Hér er lítið dæmi um sýnir í fljótu bragði hvaða áhrif aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa á venjulega íslenska fjölskyldu sem þarf á leiðréttingu sinna mála að halda:
-----
Fjölskyldan skuldar 40 milljónir í húsnæði sínu.
Mánaðarleg greiðslubyrði lánanna er u.þ.b. 200.000. kr. á mánuði.
Verðmæti íbúðar fjöldskyldunnar er 25 milljónir.
Ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar veita henni svigrúm til þess að greiða um 150.000. kr. á mánuði af lánum sínum.
Sú mánaðargreiðsla samsvarar afborun af húsnæðisláni sem nemur 30 milljónum.
Lánveitandinn, banki eða Íbúðarlánasjóður leiðréttir skuldastöðu fjölskyldunnar og afskrifar 10 milljónir af láninu.
Þá kemur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og ríkisstjórnin til skjalana.
Steingrímur skattleggur helming afskriftar eða 5 milljónir króna.
Skatthlutfallið er u.þ.b. 40% og álagður skattur því 2 milljónir sem eiga að koma til greiðslu á 3 árum, eða 56.000 krónur á mánuði.
Þetta hljómar í fljótu bragði ágætlega.
Vandi fjölskyldunnar er hins vegar sá að þær 56.000 krónur sem Steingrímur ætlar að innheimta af henni á mánuði eru ekki til, enda þarf fjölskyldan eftir sem áður að greiða 150.000 krónurnar.
Og greiðslubyrði fjölskyldunnar versnar um 6.000 krónur á mánuði miðað við enga afskrift.
Í fljótu bragði virðist niðurstaðan vera sú að það borgar sig ekki fyrir fjölskylduna að óska eftir afskriftum sinna skulda samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar.
Venjuleg fjölskylda eins og sú sem fjallað er um í þessu dæmi er verr sett en áður.
Henni eru flestar bjargir bannaðar.
-----
Þetta dæmi sýnir hvernig skjaldborg ríkisstjórnarinnar um heimilin í landinu virkar.
Eflaust mun ríkisstjórnin reyna að tjasla upp á tillögur sínar með einhverskonar fegrunaraðgerðum.
En þær munu ekki duga til.
Það þarf að nálgast þetta vandamál á allt öðrum forsendum en ríkisstjórnin kynnti á blaðamannafundi sínum á miðvikudaginn var.
Sigurður Kári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 19. mars 2010
Hvað segir Steingrímur núna?
Af því tilefni er ástæða til þess að rifja upp frétt sem birtist í Morgunblaðinu þann 24. nóvember 2008. Tilefni fréttarinnar var að þann dag mælti Steingrímur J. Sigfússon, þá stjórnarandstæðingur, fyrir vantrauststillögu á ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.
Þar kom ýmislegt athyglisvert fram:
Ríkisstjórnin nýtur ekki trausts og hefur almenning ekki með sér. Hún er sundurþykk og hefur gerst sek um mikið aðgerðaleysi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, þegar hann mælti fyrir vantrauststillögu á ríkisstjórnina á Alþingi í dag.
Formenn allra stjórnarandstöðuflokkanna leggja tillöguna fram og lagði Steingrímur áherslu á að ný ríkisstjórn og ný andlit verði að leiða uppbyggingarstarfsemina. Þjóðin treysti ekki þeim sem komu henni á kaldan klaka til að gera það.
Steingrímur rifjaði upp ummæli ráðherra frá því fyrr á árinu og minnti á að Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hefði sagt í mars að botninum væri náð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, hefði sagt í lok ágúst að hér á landi væri engin kreppa. Eina spilið þeirra væri núna að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Alvarlegast sagði Steingrímur vera þær miklu skuldir sem þjóðinni verður steypt í. Kostnaður við fyrirhugaðar lántökur verði gríðarlegur sem og kostnaður vegna Icesave-deilunnar. Þá sagði Steingrímur Samfylkinguna eiga Íslandsmet ef ekki heimsmet í óábyrgum málflutningi stjórnarflokks.
Spurði Steingrímur hvað menn óttuðust við kosningar. Lýðræðið væri besta leiðin til að takast á við stöðuna í dag. Við hvað eru menn hræddir?" spurði Steingrímur og minnti á að allt vald sprytti frá þjóðinni. Það væri því hennar að taka ákvörðun um kosningar."
Sigurður Kári.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 17. mars 2010
Opið bréf til umhverfisráðherra
Á næstu dögum kemur í ljós hversu trúir þið þingmenn Vinstri grænna eruð samvisku ykkar og hversu mikla virðingu þið berið í raun fyrir umhverfinu og náttúru Íslands.
Það mun gerast þegar greidd verða atkvæði á Alþingi um svokallað skötuselsfrumvarp flokksbróður þíns, Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra.
Ég ætla að geyma mér það í bili að gagnrýna að með frumvarpinu sé fyrsta skrefið stigið við innleiðingu á fyrningarleið í sjávarútvegi og spyrja þig þess í stað um afstöðu þína til annars efnisatriðis þess.
Í frumvarpinu, sem sjávarútvegsráðherrann lagði fram, með samþykki þínu og annarra ráðherra í ríkisstjórn Íslands, er lagt til að þessum sama sjávarútvegsráðherra verði veitt heimild til ákveða að veiðar á skötusel megi vera 80% umfram þann heildarafla sem fiskifræðingarnir hjá Hafrannsóknastofnun ráðleggja.
Með öðrum orðum gengur frumvarpið út á það að heimila hinum vinstri græna sjávarútvegsráðherra og flokksbróður þínum að veita sjálfum sér ákvörðunarvald um að hefja ofveiði úr einum fiskistofni við Íslandsstrendur.
Oft hafið þið þingmenn Vinstri grænna komið mér á óvart og sjaldnast skemmtilega.
En ekki átti ég von á því að þið, sem á tyllidögum talið um mikilvægi umhverfis- og náttúruverndar, sjálfbærrar þróunar og grænnar atvinnustefnu, ætluðuð að standa að lagasetningu um ofveiði í náttúru Íslands.
Í ljósi þess að á næstu dögum verður gengið til atkvæða um frumvarpið ætla ég að leyfa mér að spyrja þig eftirfarandi spurninga sem ég óska svara við:
1. Hvernig samræmist það stefnu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um umhverfis- og náttúruvernd og um ábyrga umgengni um náttúru Íslands að heimila ofveiði úr einum fiskistofni við Íslandsstrendur?
2. Telur þú að það samræmast áherslum Vinstri grænna um sjálfbæra þróun að heimila slíka ofveiði?
3. Telur þú slíka stefnumörkun samræmast áherslum þínum og flokksins þíns um græna atvinnustarfsemi?
4. Telur þú frumvarpið vera til marks um faglega stefnumörkun stjórnvalda á sviði auðlindanýtingar?
5. Hyggst þú styðja frumvarpið með atkvæði þínu?
6. Ef svo er, hvernig rökstyður þú þá afstöðu þína?
Með von um skjót svör.
Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Bréfið birtist í Morgunblaðinu í dag.
Sigurður Kári.
Sunnudagur, 7. mars 2010
Gjá
Það hefur myndast djúp gjá milli stjórnarráðsins og þjóðarinnar.
Sigurður Kári.
Laugardagur, 6. mars 2010
NEI
Þeir sem vilja standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar og styrkja samningsstöðu Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og segja NEI.
Aðrir kostir eru ekki í boði.
Ég skora á landsmenn alla að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og segja nei.
Sigurður Kári.
Föstudagur, 5. mars 2010
,,Jóhanna ætlar að sitja heima"
Þessi hugsun flaug mér í hug þegar ég sá aðalfyrirsögnina á forsíðu Fréttablaðsins í dag:
,,Jóhanna ætlar að sitja heima"
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hvergi á byggðu bóli þekkist það að forsætisráðherra lýðræðisríkis taki ekki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu sem efnt er til samkvæmt ákvæðum stjórnarskrár viðkomandi ríkis.
Ég tala nú ekki um þegar greidd eru atkvæði um lög sem forsætisráðherrann sjálfur og ríkisstjórn hans hefur sjálfur lagt fram, mælt fyrir og samþykkt.
Í tilviki íslenska forsætisráðherrans lagði hann auk þess sjálfur til með sérstakri lagasetningu að þjóðaratkvæðagreiðslan skyldi fara fram á morgun, 6. mars.
Í fréttum Ríkisútvarpsins í hádeginu var svo upplýst að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, væri um það bil að slást í hópinn með Jóhönnu Sigurðardóttur og ætlaði líka að sitja heima.
Framganga forystumanna ríkisstjórnarinnar hlýtur að vera algjört einsdæmi. Einsdæmi sem er þeim ekki til mikils sóma.
Samfylking og Vinstrihreyfingin grænt framboð, hafa árum saman haft það á stefnuskrám sínum að auka hlut þjóðaratkvæðagreiðslna í okkar stjórnskipulagi.
Loksins þegar flokkunum verður að ósk sinni hafa flokkarnir hvorki getu né burði til þess að standa við þá lýðræðisást sem þeir hafa predikað árum saman og formenn þeirra ætla að sitja heima.
Þessi framkoma er auðvitað yfirgengileg.
Hún minnir óneitanlega á viðbrögð smábarna sem ekki fá það sem þau vilja.
Hún helgast að mínu mati af tvennu:
- Þjóðaratkvæðagreiðslan á morgun fer fram í óþökk stjórnvalda.
- Jóhanna og Steingrímur hafa játað sig sigruð. Þau vita að stríðið sem þau sjálf hófu og lögðu pólitískt líf sitt að veði fyrir er tapað. Hagsmunir þeirra og þjóðarinnar fara ekki saman og það geta þau ekki sætt sig við.
Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar, sem er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, er síðan annar kapítuli.
Jóhanna og Steingrímur hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til þess að reyna að tryggja að sem fæstir taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni, með því að segja hana marklausan skrípaleik, þó í húfi séu einhverjir mestu hagsmunir sem íslenska þjóðin hefur staðið frammi fyrir.
Upplýsingabæklingur til almennings barst seint og illa.
Og ríkisstjórnin hefur látið sér nægja að minna þjóðina á atkvæðagreiðsluna í smáauglýsingum dagblaðanna.
Íslenskir fjölmiðlar gætu gert margt vitlausara en að setja sig í samband við sérfræðinga frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, til þess að spyrja þá hvort framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave á Íslandi samræmdist þeim reglum sem krafist er að farið sé eftir þegar efnt er til lýðræðislegra kosninga.
Fyrir þá sem ekki vita hefur ÖSE haft með höndum kosningaeftirlit í Evrópu um árabil.
Ég er ekki viss um að kosningaeftirlitsmenn ÖSE gæfu ríkisstjórn Íslands háa einkunn að þessu sinni.
Sigurður Kári.
Þriðjudagur, 2. mars 2010
Þjóðaratkvæðagreiðslan
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa gefið misvísandi upplýsingar um hvernig þeir hyggjast greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Sumir þeirra gæla jafnvel við þann möguleika að mæta ekki á kjörstað. Þá hafa einstakir þingmenn stjórnarflokkanna, sem sjálfir greiddu Icesave-lögunum atkvæði sitt, líst þeirri skoðun sinni að við blasi að enginn muni styðja málið, sem þeir þó sjálfir studdu fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, velti því fyrir sér á Alþingi í dag hvers vegna þjóðaratkvæðagreiðslan ætti að fara fram.
Það virðist hafa farið framhjá forsætisráðherranum að stjórnarskráin mælir fyrir um að þjóðaratkvæðagreiðsla skuli fara fram þegar forseti Íslands synjar lögum staðfestingar. Þá má minna forsætisráðherrann á að ríkisstjórnin ákvað sjálf að atkvæðagreiðslan skyldi fara fram þann 6. mars næstkomandi. Og í raun er hún löngu hafin utankjörstaðar. Fjöldi fólks hefur þegar sagt hug sinn til laganna utan kjörstaðar.
Ríkisstjórnin hefur með öðrum orðum náð að stefna þessu einfalda máli í fullkomnar ógöngur og tekist að gera það að fullkomnu vandræðamáli fyrir sig.
Það er ekki síst merkilegt í ljósi þess að báðir ríkisstjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, hafa árum saman haft það á stefnuskrám sínum að auka hlut þjóðaratkvæðagreiðslna í okkar stjórnskipulagi.
Loksins þegar þeim verður að ósk sinni hafa flokkarnir hvorki getu né burði til þess að standa með sómasamlegum hætti að þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Og það sem er enn merkilegra er sú staðreynd að forystumenn ríkisstjórnarflokkanna reyna að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að sem fæstir landsmenn taki þátt í atkvæðagreiðslunni á laugardag.
Að minnsta kosti hefur ríkisstjórnin ekki lagt sig neitt sérstaklega fram við að auglýsa þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Á hana var reyndar minnt í smáauglýsingum blaðanna um helgina. Og hlutlausi upplýsingabæklingurinn sem Lagastofnun Háskóla Íslands var falið að semja verður borinn út í hús, einungis fjórum dögum fyrir kjördag.
Það verður fróðlegt að sjá hvort Samfylkingin mun ekki örugglega leggja jafn lítið upp úr því að auglýsa þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild Íslands að Evrópusambandinu sem sagt er að efnt verði til á næstu árum.
Sigurður Kári.
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Nýja Ísland
Eigendur smærri fyrirtækja sem lent hafa í rekstrarvanda í kjölfar efnahagshrunsins kannast fæstir við að hafa hlotið sambærilega meðferð í bankakerfinu og eigendur stórfyrirtækjanna.
Á sama tíma hækkar höfuðstóll lána venjulegs fólks sem á enga von um að fá sambærilega meðferð í bankakerfinu. Heimilin í landinu hafa einfaldlega þurft að sætta sig við að skuldavanda þeirra sé slegið á frest, að minnsta kosti á meðan verið er að afskrifa skuldir útrásarvíkinganna.
Venjulegu fólki misbýður
Það er engin furða að venjulegu fólki skuli misbjóða þessi vinnubrögð. Með þessari málsmeðferð og verklagi senda bankarnir eftirfarandi skilaboð út í samfélagið: Eftir því sem þú skuldar meira, því meiri fyrirgreiðslu færðu í bankakerfinu og því meiri möguleika áttu á að halda eignum þínum.
Þetta er það Nýja Ísland" sem hin norræna velferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms býður Íslendingum upp á nú þegar hún fagnar ársafmæli sínu. Jafnræðissjónarmið virðast ekki gilda lengur og engin leið er að átta sig á því eftir hvaða reglum er farið við afskriftir skulda, endurfjármögnun og endurskipulagningu fyrirtækja. Þó virðist sem á skuldamálum þeirra aðila sem mest ítök höfðu í bankakerfinu fyrir bankahrun sé tekið með silkihönskum á meðan varnarlaust og venjulegt fólk, sem ekkert hefur til sakar unnið, þarf að sætta sig við að vera tekið mun fastari tökum.
Með þessu er ég ekki að segja að ekki megi gera neitt fyrir neinn. Það er hins vegar grundvallaratriði að jafnræði ríki, sömu reglur gildi fyrir alla, reglurnar séu gagnsæjar og að þeim sé beitt með sanngjörnum og skynsamlegum hætti. Því er ekki að heilsa um þessar mundir.
Svör forsætisráðherra
Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar fyrir helgi sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands, að sér fyndist óeðlilega að málum staðið, en ríkisstjórnin gæti ekki gripið til neinna aðgerða. Það væri eftirlitsnefndar og Bankasýslu ríkisins að bregðast við.
Í Kastljósi sjónvarpsins á dögunum var Jóhanna innt álits á því sem er að gerast í bankakerfinu. Þá sagði hún meðal annars:
Veistu það að það er margt sem ég hef séð hérna í fréttunum sem ég er yfir mig hneyksluð á og alveg sammála fólkinu í landinu með það." Svo bætti hún við: Já, ég hef margsinnis bara verið agndofa yfir sjónvarpinu, að sjá þessar fréttir."
Ekki gera ekki neitt
Af framgöngu Jóhönnu Sigurðardóttur síðustu daga og vikur virðist það því miður hafa farið framhjá henni að það er hún sjálf sem er forsætisráðherra í þessu landi, en ekki einhver annar.
Misbjóði forsætisráðherranum það sem er að gerast í bankakerfinu eða annars staðar í þjóðfélaginu nægir ekki að hún hneykslist bara með okkur hinum, lýsi sig sammála fólkinu í landinu og haldi svo áfram að horfa á sjónvarpið. Forsætisráðherrann getur ekki skýlt sér á bak við embættismenn og stofnanir sem þeir starfa við.
Henni og ríkisstjórninni ber að grípa til raunverulegra aðgerða til þess að koma í veg fyrir að þeir hlutir sem almenningi misbýður haldi áfram. Það telur núverandi forsætisráðherra sig því miður ekki geta gert og virðist auk þess hvorki hafa vilja né burði til þess að grípa til aðgerða sem allir sjá að nauðsynlegt er að ráðast í. Hún ætlar ekki að gera neitt. Á meðan ná þeir sem síst skyldi fram vilja sínum í bankakerfinu og almenningi er áfram misboðið.
Forsætisráðherra sem þannig bregst við þeim alvarlegu aðstæðum sem uppi eru hlýtur að velta því alvarlega fyrir sér hvort hún og ríkisstjórn hennar eigi eitthvert raunverulegt erindi lengur við fólkið í landinu.
Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður formanns Sjálfstæðisflokksins.
Greinin birtist í Morgunblaðinu í dag.
Sigurður Kári.
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh