Föstudagur, 4. maí 2007
Ögmundur vill bankana úr landi!
Það var eftir því tekið í vikunni hvernig Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, reyndi í viðtali á RÚV að gera lítið úr ummælum Ögmundar Jónassonar, þingflokksformanns sama flokks, um mikilvægi þess að reka bankana úr landi í þeim tilgangi að auka tekjujöfnuð á Íslandi. Raunar vildi Steingrímur J. ekkert kannast við ummæli Ögmundar í viðtalinu.
Það kemur svo sem ekki á óvart að Steingrímur J. sé nú á harðahlaupum undan þessum gölnu hugmyndum síns eigin fjármálaráðherraefnis. Það er stutt í kosningar og Steingrímur veit sem er að þær eru einungis til þess fallnar að skaða flokk hans.
Hins vegar verður ekki framhjá því litið að Ögmundur Jónasson hefur með mjög skilmerkilegum hætti gert grein fyrir þeirri skoðun sinni að rétt sé að senda bankana úr landi í þeim tilgangi að ná fram tekjujöfnuði. Framhjá þeim ummælum er ekki hægt að líta og þau standa.
Þann 4. nóvember sl. gerði Fréttablaðið grein fyrir þessari skoðun Ögmundar, en þar sagði:
,,Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu.
Ögmundur segir misskiptingu og ranglæti þrífast og breiða úr sér sem aldrei fyrr. Bankarnir greiði aðeins 12 milljarða fjármagnstekjuskatt af 120 milljarða hagnaði og hóti að hverfa úr landi verði skatturinn hækkaður.
Spurning sé hvort jafnaðarsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkifötum. Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já," skrifar Ögmundur."
Tilefni þessarar fréttar voru skrif Ögmundar á sína eigin heimasíðu þann 1. nóvember sl. Þar svaraði Ögmundur fyrirspurn dyggs lesanda síðu hans með þessum hætti:
,,Sú hugsun sem skrif Ólínu vekja er þessi: Með einkavæðingunni, gróðahyggjunni og braskvæðingunni hefur íslenskt samfélag breyst eða öllu heldur, því hefur verið breytt. Eignir samfélagsins hafa verið settar í hendur nokkurra einstaklinga, sem makað hafa krókinn. Misskipting og ranglæti þrífst og breiðir úr sér sem aldrei fyrr. Spurningin er þá eftirfarandi: Er jafnaðarsamfélaginu fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkigöllum; þotuliðið? Eða eigum við að snúa spurningunni við: Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er játandi, einnig svar Ólínu."
Það er ástæða til að hrósa Ögmundi fyrir það hversu hreinskilinn stjórnmálamaður hann er. En hann fær seint hrós fyrir viðhorf sitt til þeirrar starfsemi sem aflar þjóðarbúinu ómældra tekna og þúsunda einstaklinga atvinnu.
Ef einhver heldur að fjármálaráðherraefni Vinstri grænna hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni til fjármálafyrirtækjanna og markaðslögmálanna og tali nú af aukinni ábyrgð um efnahagsmál, þá hefðu þeir hinir sömu átt að leggja við hlustir þegar Ögmundur hélt ræðu sína á baráttudegi verkalýðsins þann 1. maí sl.
Í ræðunni veltir Ögmundur því meðal annars fyrir sér hvernig standi á því að auðmennirnir stofni aldrei nein ný fyrirtæki, skapi ekki ný atvinnutækifæri, finni aldrei neitt upp og fái fyrir höfuð aldrei neinar hugmyndir.
Síðar í ræðunni kemur Ögmundur enn og aftur til dyranna eins og hann er klæddur og lýsir sýn sinni á ,,auðmennina" með eftifarandi dæmisögu:
,,Þekkt er sagan af froskinum og sproðdrekanum sem sátu við árbakkann. Sporðdrekinn bað froskinn um far en froskurinn taldi það hættuspil fyrir sig. ,,Hví skyldi ég stinga þig," sagði sporðdrekinn, ,,þá myndum við báðir deyja?" Satt er það sagði froskurinn og lagði til sunds með sporðdrekann á bakinu. Í miðri ánni, fann froskurinn skerandi sting í bakinu. Sporðdrekinn hafði stungið hann dauðastungu. ,,Hvers vegna gerðirðu þetta?" sagði froskurinn, ,,nú munum við báðir deyja?" ,,Ég get ekki annað," sagði sporðdrekinn, ,,þetta er mitt eðli". Auðmenn gera sitt gagn í samhengi hlutanna. En við skulum muna að flytja engan þeirra yfir ána án þess að hafa vara á okkur."
Þessi sýn Ögmundar Jónassonar á eðli fjársterkra aðila er auðvitað að sínu leyti áhugaverð. En hún er einnig ágætis áminning um það að Vinstri grænir eru ekki bara grænir. Þeir eru líka eldrauðir.
Mér varð hugsað til Ögmundar þegar ég hlustaði á morgunfréttir Ríkisútvarpsins í morgun. Þar kom fram að skoðanabróðir Ögmundar, Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefði nú í hótunum við bankana í landinu, en fréttin hljóðaði svo:
"Hugo Chavez, forseti Venesúela, sakaði í dag banka landsins og mesta stálframleiðanda þess, Sidor, um ófyrirleitni og hótar að þjóðnýta fyrirtækin.
Sagði Chavez að það ætti að vera algjört forgangsverkefni bankanna að fjármagna iðnað innanlands með lágum kostnaði. Chavez sagði að ef bankarnir gengju ekki að þessu þá yrðu þeir þjóðnýttir og notaðir í þágu þjóðarinnar en ekki í spákaupmennsku og gróðabrask. Þá hótaði Chavez að þjónýta stærsta stálframleiðanda landsins, Sidor."
Ég efast ekki um að Ögmundur hefur glottað við tönn þegar hann heyrði þessa frétt Ríkisútvarpsins, þakklátur fyrir stuðninginn við sjónarmið sín.
Í tengslum við allt það sem að ofan greinir er rétt að vekja athygli á frétt sem birtist á blaðsíðu 6 í Fréttablaðinu í morgun. Þar kemur fram að samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja, Glitnis, Kaupþings og Landsbankans og Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hafi samanlagt numið 47,1 milljarði króna á fyrsta ársfjórðungi. Í fréttinni kemur einnig fram að fjármálaþjónustufyrirtækið Exista hafi hagnast um 57,2 milljarða og fjárfestingarfélagið FL Group um 15,1 milljarð. Nemur samanlagður hagnaður þessara félaga því 119,4 milljörðum króna.
Eins og kunnugt er þá er greiða þessi fyrirtæki 18% tekjuskatt af hagnaði sínum í ríkissjóð og 10% fjármagnstekjuskatt, auk þess sem starfsmenn þeirra greiða milljarða í tekjuskatta af launum sínum.
Ef mynduð yrði vinstristjórn á Íslandi með Ögmund Jónasson sem fjármálaráðherra yrði ríkissjóður af gríðarlegum skatttekjum, að minnsta kosti ef Ögmundur myndi hrinda hugmyndum sínum um að flæma bankana úr landi í nafni tekjujöfnuðar í framkvæmd.
Ég er hræddur um að ef sú yrði raunin myndi ríkið hafa minna svigrúm en annars til þess að styrkja og efla velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfið, svo dæmi séu tekin.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Athugasemdir
Það er nú allt í lagi að benda á að þið stjórnmálamenn hafið misst völdin til bankanna og lífeyrissjóðirnir í eigu almennings eru þeir sjóðir sem byggt hafa grunn bankakerfisins fyrir utna mikla skuldsetningu þeirra.
Er ekki í lagi líka að flýta sér hægt í þessari útrás ? Taka eitt skref í einu og reyna að reka fyrirtækin sem nú þegar hafa verið keypt og sýna hagnað á rekstri en ekki engöngu með millifærslum á bréfum þvers og krus?
Sjálfstæðismenn þurfa eins og aðrir að sýna þessum forustumönnum aðhald og hætta að mæra þá sem fengið hafa sjóði almennings til þess að leika sér með.
Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 15:14
Sigurður Kári,
Það er alveg að bera í bakkafullan lækinn að vera skrifa svona langhund um mál sem byggir ekki beint á orðum Ögmundar heldur því sem Fréttablaðið heldur að hann hafi sagt.
Þú gerir manninum upp þvílíka heimsku að þú myndir líklega skammast þín fyrir að sitja við hliðina á honum. Ég reyndar stórefast um að þú myndir segja þetta upp í opið geðið á honum ef þú hittir hann. Þú hlýtur að geta verið málefnalegri í þessari kosningabaráttu en þetta.
Haukur Nikulásson, 4.5.2007 kl. 15:18
Hárrétt athugað Haukur. Í fyrsta lagi var spurning frammaranns úr salnum fullkomlega óskiljanleg með öllu, hann fékk þá tækifæri á því að endurtaka hana, sem hann gerði jafnílla og í fyrra skiptið. Ekki nóg með þetta, heldur var þetta ekki kvót frá Ögmundi og þessvegna ekkert skrítið að Steingrímur skyldi ekki kannast við það, heldur frá Össuri Skarphéðins. Ég myndi halda að það hafi verið vel við hæfi að votta þessum mikla speking samúð sína einsog Steingrímur gerði í þættinum. Ekki á færi allra að klúðra einni spurningu á svona marga mismunandi vegu.
Það merkilega er hinsvegar að viðkomandi spyrill úr salnum er í framboði fyrir framspillingarflokkinn. Það er aulgjóslega mikið hallæri á þeim bæ ef svona snillingar eru á lista framsóknar. Guð forði okkur frá því að þessi maður komist til einhverja valda!
Gaukur Úlfarsson, 4.5.2007 kl. 21:49
Haukur; eftirfarandi er copy & paste af ogmundur.is; sem sagt Ögmundur skrifaði þetta sjálfur:
,,Sú hugsun sem skrif Ólínu vekja er þessi: Með einkavæðingunni, gróðahyggjunni og braskvæðingunni hefur íslenskt samfélag breyst eða öllu heldur, því hefur verið breytt. Eignir samfélagsins hafa verið settar í hendur nokkurra einstaklinga, sem makað hafa krókinn. Misskipting og ranglæti þrífst og breiðir úr sér sem aldrei fyrr. Spurningin er þá eftirfarandi: Er jafnaðarsamfélaginu fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkigöllum; þotuliðið? Eða eigum við að snúa spurningunni við: Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er játandi, einnig svar Ólínu."
Bjarni M. (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 00:53
Nú hlaupa þeir til, einn af öðrum, hjarðsveinar VG í örvæntingu sinni og reyna að bjarga andliti flokksins og túlka orð gúrúanna sinna á mildandi veg til að draga úr skaðanum sem þeir eru að valda flokknum og skýra má með fallandi fylgi í skoðanakönnunum. Ekkert nema örvænting fær menn til að túlka orð annarra, fyrir þá. Háðuglegt er svo, ekki verði meira sagt og ber þess vott hve óttinn er orðin nagandi á þeim bæ að ótrúleg svör formannsins séu afsökuð með því að spurningin hafi verið svo óskilmerkileg! Þá er gráu bætt ofan á svart með því að draga fjöður yfir skaðvænlegar skoðanir “fjármálaráðherraefnisins”? og skýringin að hann “kvóti” sjálfan sig vitlaust á heimasíðunni. Grímulaus fáránleiki örvæntingarinnar.
Mér dettur umsvifalust í hug svar starfsmannsins sem tók niður skilaboð til yfirmanns síns í síma og þegar yfirmaðurinn snéri aftur með miðann og sagði “ það er ómögulegt að lesa þetta hrafnaspark” þá var afsökun starfsmannsins; “já, símasambandi var svo asskoti slæmt”
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 06:13
Vá, það er bara einsog Thor Vilhjálms hafi skrifað þetta Sigurjón, þetta er svo háfleygt. Ef þú átt við mig, sem hjarðsvein VG, þá er ég óflokksbundinn og óákveðinn. En rétt skal vera rétt í þessu og ég held að það hagnist enginn á því að hagræða sögunni á þann hátt sem þið hafið gert. Það kom ein manneskja ílla útúr þessu atriði og það var spyrjandinn úr salnum. Það vill svo til Sigurjón, að ég hef ekki gert upp hug minn hvort ég kýs Sjálfstæðisflokkinn eða VG, en svona sandkassa-stælar og afbakanir heilla mig ekkert sérstaklega..
Gaukur Úlfarsson, 7.5.2007 kl. 01:46
Ég vil halda fjármálafyrirtækjunum í landinu því, eins og þú segir, græðum við öll á þeim. Þessi fyrirtæki borga náttúrulega skatta í ríkissjóð og starfsmenn þeirra líka. Ég hef heldur ekki heyrt minnst á hvað verði um allt starfsfólkið ef fyrirtækin flytja. Hvað á að gera við þann aragrúa af fólki?
Persónulega hef ég grætt með bönkunum. Ég verð nú seint talin auðmanneskja eða meðlimur "þotuliðsins", en ég fékk samt, eins og svo margir aðrir jafnaldrar mínir, hlutabréf í Eimskipafélaginu þegar ég var lítil. Það fyrsta eignaðist ég þegar ég var skírð. Svo hefur maður fengið jöfnunarhlutabréf í gegnum tíðina og þó innistæðan sé nú ekkert svakaleg, fékk ég ansi vænan tékka núna um daginn. Líkt og fjöldi fólks, venjulegra Íslendinga, fékk ég arðinn minn greiddan. Bravó!
Þennan málflutning Gauks og fleiri skil ég engan veginn. Ögmundur skrifaði þetta á eigin vefsíðu og því verður ekkert breytt. Er nokkuð erfitt að skilja það?
Lilja Haralds (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 02:28
Ef Gaukur er ekki hjarðsveinn VG þá er Sigurjón með málflutning sinn svolítið úti á gresjunni því ég er heldur ekki kjósandi VG, hvorki fyrr né síðar. Hvað þetta mál varðar eru Gaukur og Haukur greinilega sammála þótt hvorugir teljist til skósveina Ögmundar. Hér er bara spurning um það hvort menn séu að ræða mál af einhverju viti óháð pólitískri skoðun eða skoðanaleysi. Hér er bara gengið of langt í því að gera mönnum upp heimsku. Það má alveg lesa í það sem Ögmundur er að hugsa án þess að nota það eins og krakki að hætti Sigurðar Kára.
Haukur Nikulásson, 7.5.2007 kl. 11:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.