Miðvikudagur, 23. desember 2009
Án dóms og laga
Hverjum manni sem álitið les á að verða ljóst að frumvarpið um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninganna má ekki samþykkja. Það verður að fella. Álitið varpar skýru ljósi á að hversu illilega hagsmunir íslenska ríkisins og Íslendinga eru fyrir borð bornir í samningunum og hversu afleitlega ríkisstjórninni og samninganefnd hennar fórst það verk úr hendi að gæta hagsmuna okkar í samningaviðræðunum við Breta og Hollendinga.
Undir þessi sjónarmið hafa nokkrir af virtustu lögfræðingum landsins, svo sem lagaprófessorarnir Sigurður Líndal og Stefán Már Stefánsson, og hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Lárus Blöndal, tekið eftir að álit bresku lögmannsstofunnar var gert opinbert.
Helstu talsmenn þess að hengdur verði skuldaklafi á íslenskan almenning, börn okkar og barnabörn til ófyrirséðrar framtíðar, þeir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, þrjóskast hins vegar enn við og reyna að telja almenningi trú um að það sé þjóðinni og framtíðarkynslóðum hennar að skuldsetja sig upp í rjáfur. Sú barátta þeirra félaga er hins vegar töpuð. Íslenskur almenningur sér í gegnum holan málflutning þeirra og ætlar sér ekki að sætta sig við þær kúganir Breta og Hollendinga sem Steingrímur og Guðbjartur, með liðsinni Jóhönnu Sigurðardóttir, forsætisráðherra, keppast við beygja sig undir. Það sýna afgerandi niðurstöður skoðanakannana, þjóðaratkvæðagreiðslna og undirskriftir tugþúsunda Íslendinga á vefsíðu Indefence-hópsins.
Ég tók eftir því að í fréttum Ríkisútvarpsins í gær reyndi Steingrímur fjármálaráðherra að gera lítið úr áliti bresku sérfræðinganna, ásamt því að kvarta yfir því að um álitið væri fjallað í fjölmiðlum. Hann sagði álit þeirra byggja á misskilningi og að þeir hefðu greinilega ekki haft nauðsynleg fylgigögn við hendina þegar þeir skrifuðu álit sitt.
Við lestur lögfræðiálitsins kemur hins vegar fljótt í ljós að bresku lögmennirnir höfðu undir höndum öll þau gögn sem Steingrímur tiltók í fréttinni að þeir hefðu ekki séð. Það verður ekki betur séð en að Steingrímur hafi gert þau reginmistök að fella sleggjudóma um lögfræðiálit sem hann hafði ekki lesið.
Slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra, ekki einu sinni fyrir Steingrím J. Sigfússon.
Siðaðar þjóðir sem virða lög og rétt hafa aldrei sætt sig við að mönnum sé varpað í fangelsi án dóms og laga.
Um það snýst kjarni Icesave-málsins.
Þeir sem nú berjast fyrir samþykki Icesave-frumvarpsins vilja að almenningur á Íslandi, sem ekkert hefur til saka unnið, verði hnepptur í skuldafangelsi án dóms og laga.
Þeir sem velja sér slík baráttumál á vettvangi stjórnmálanna eiga að snúa sér að öðru. Þeir eru ekki að gæta hagsmuna íslensku þjóðarinnar.
Vonandi snýst þessu ágæta fólki hugur yfir jólahátíðirnar.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.