Þriðjudagur, 1. desember 2009
Steingrímur kvartar og kveinar
Að kenna öðrum um ófarir sínar hefur fram til þessa ekki þótt góð latína.
Í þá gryfju er Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, nú fallinn. Það kom berlega í ljós í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hann sagðist efast um að Alþingi réði við það verkefni að endurreisa efnahag landsins.
Tilefni þessara ummæla er það óefni sem Steingrímur, Jóhanna Sigurðardóttir og ríkisstjórnin eru komin í með sitt dapurlega Icesave-frumvarp.
Í vinsælli kvikmynd Stuðmanna var um það haft á orði að ein sögupersónan væri svo langt leidd í afneitun sinni að hún einblíndi á flísina í auga náunga síns, en tæki ekki ,,notice af bjálkanum í sínu eigin.
Þessi lýsing á ljómandi vel við Steingrím J. Sigfússon og ríkisstjórnina alla.
Nú reyna spunameistarar hennar af öllu afli að beina athyglinni frá þeim vandræðum sem ríkisstjórnin er komin í og reyna að klína óorði á aðra sem utan hennar standa.
Sannleikurinn er sá að sá vandi sem Steingrímur lýsti í fréttum Stöðvar 2 hefur ekkert með Alþingi að gera.
Það sem blasir við er að það er sú ríkisstjórn sem Steingrímur situr í sem ræður ekkert við það verkefni að endurreisa efnahag landsins.
Það er nú öllum orðið ljóst.
Allir þeir sem fylgjast með stjórnmálum á Íslandi vita að innan ríkisstjórnarinnar er bullandi ágreiningur í grundvallarmálum.
Allir sjá að það er ekki raunverulegur þingmeirihluti fyrir Icesave-frumvarpi Steingríms. Og allir að í raun var aldrei meirihluti á Alþingi fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Ráðherrarnir hlaupa nú eins og fætur toga undan fjárlagatillögum þeirrar ríkisstjórnar sem þeir sjálfir eiga sæti í og eru auk farnir að krefja hvorn annan opinberlega um skýringar á einstökum yfirlýsingum sem gefnar eru á fundum úti í bæ. Ríkisstjórnin kynnir tillögur sem hún dregur jafnharðan til baka og ráðherrar tala út og suður í grundvallarmálum.
Sorglegast er þó að horfa upp á ríkisstjórnina uppskera eins og hún hefur sáð. Nú finna hundruðir fjölskyldna um allt land á eigin skinni hvaða afleiðingar skattahækkunaráform þessarar ríkisstjórnar hafa. Uppsagnir sem forsvarsmenn fyrirtækjanna sem til þeirra þurfa að grípa útskýra með skattahækkunaráformum ríkisstjórnarinnar.
Það blasir við að sú ríkisstjórn sem nú er við völd á Íslandi ræður engan veginn við þau verkefni sem henni er ætlað að leysa.
Aðgerðir hennar gera aðeins illt verra.
En Steingrímur J. Sigfússon lét sér ekki nægja að lítilsvirða Alþingi og alþingismenn í fréttum Stöðvar 2.
Hann kvartaði einnig hástöfum yfir því að þingmenn stjórnarandstöðunnar töluðu mikið á Alþingi í Icesave-málinu sem nú er þar til umræðu og sagði að umræðan um málið staðið í heilar 60 klukkustundir og spurði hvort stjórnarandstaðan væri að reyna að tala ríkið ofan í ruslflokk lánshæfisfyrirtækja!
Málflutningur eins og þessi er auðvitað hvorki Steingrími J. né ríkisstjórninni til sóma.
Það ætti hins vegar ekki að koma Steingrími á óvart að þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna hafi ýmislegt til málanna að leggja í Icesave-málinu. Icesave-málið varðar mestu þjóðarhagsmuni sem rekið hafa á fjörur Alþingis á lýðveldistímanum. Það mál er svo stórt í sniðum að samþykkt þess kann að stefna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í hættu. Þar við bætist að málsmetandi lögfræðingar, eins og Sigurður Líndal, lagaprófessor, og Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður,, hafa bent á að efni þess kunni að brjóta í bága við ákvæði stjórnarskrár. Þá má ekki gleyma því að stjórnarflokkarnir komu í veg fyrir að málið yrði útrætt í þingnefndum og því er að sjálfsögðu eðlilegt að sú umræða sem þar átti að eiga sér stað fari fram í þingsölum. Steingrímur og félagar geta því sjálfir sér um kennt.
Þó svo að þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafi ekki brjóst í sér til þess að taka þátt í umræðunum standa fyrir máli sínu, er auðvitað ekkert athugavert við að þingmenn stjórnarandstöðunnar geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að standa vörð um hagsmuni Íslendinga og framtíðarkynslóða þessa lands, fyrst Steingrímur og ríkisstjórnin kjósa að gera það ekki.
Ég tók eftir því að fréttastofa Ríkissjónvarpsins gerði sérstaka frétt um það að umræður um Icesave-málið hefði staðið í 60 klukkustundir.
Ég saknaði þess hins vegar að þessi sama fréttastofa birti samanburð á lengd umræðunnar um Icesave-málið og lengd umræðna um önnur og smærri mál sem Alþingi hefur haft til meðferðar á undanförnum árum.
Þegar skoðaður er samanburður á ræðulengd í einstökum málum á síðustu árum á Alþingi og þau sett í samhengi við þá hagsmuni og álitamál sem uppi eru í Icesave-málinu kemur í ljós að umræða um það mál hefur í sögulegu samhengi ekki tekið langan tíma.
Hér verða nokkur dæmi nefnd um einstök mál og tímalengd umræðna um þau:
Vatnalög 57 klukkustundir og 40 mínútur.
Fjölmiðlafrumvarp 92 klukkstundir og 59 mínútur.
EES-samningurinn 100 klukkustundir og 37 mínútur.
Ríkisútvarpið 119 klukkustundir og 46 mínútur.
Allar eiga þessar umræður þær sameiginlegt að í þeim var stjórnarandstæðingurinn Steingrímur J. Sigfússon virkur þátttakandi. Þessi sami Steingrímur kvartar nú sáran undan því að núverandi stjórnarandstæðingar hafi ýmislegt við Icesave-málið að athuga, mál sem varðar miklu meiri hagsmuni en öll þau frumvörp sem hér hafa verið nefnd til samans.
Í ljósi þess hversu miklir þjóðarhagsmunir eru í húfi er fullkomlega eðlilegt að um þá sé rætt, án þess að fjármálaráðherrann kvarti undan því og kveini.
Og það er ekki síður eðlilegt að þúsundir Íslendinga hafi nú tekið sig saman og gripið til örþrifaráðs til þess að reyna að koma í veg fyrir að Icesave-frumvarp Steingríms J. Sigfússonar og ríkisstjórnar Íslands nái fram að ganga.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
allib
-
almaogfreyja
-
andrigeir
-
audbergur
-
audunnh
-
abg
-
axelaxelsson
-
arniarna
-
aslaugfridriks
-
astamoller
-
baldher
-
baldvinjonsson
-
benediktae
-
bergrun
-
kaffi
-
bergurben
-
bjarnihardar
-
bjarnimax
-
bjorgvinr
-
sveifla
-
binnag
-
bryndisharalds
-
skordalsbrynja
-
brandarar
-
charliekart
-
dansige
-
doj
-
deiglan
-
doggpals
-
egillg
-
erla
-
erlendurorn
-
skotta1980
-
ea
-
fsfi
-
vidhorf
-
hressandi
-
gammurinn
-
gerdurpalma112
-
gisliivars
-
gisliblondal
-
gillimann
-
grettir
-
gudni-is
-
gummibraga
-
phoenix
-
gunnarbjorn
-
gussi
-
laugardalur
-
habbakriss
-
smali
-
haddi9001
-
hhbe
-
handsprengja
-
730bolungarvik
-
heimssyn
-
herdis
-
hildurhelgas
-
drum
-
hjaltisig
-
hlekkur
-
kolgrimur
-
hlodver
-
don
-
hvitiriddarinn
-
ingabesta
-
golli
-
ibb
-
bestiheimi
-
jakobk
-
fun
-
stjornun
-
skallinn
-
jonasegils
-
forsetinn
-
jonmagnusson
-
bassinn
-
jonsnae
-
julli
-
komment
-
karisol
-
kje
-
kjarrip
-
kjartanvido
-
kolbrunb
-
kristinrichter
-
kristjanb
-
kristjangudm
-
liljabolla
-
altice
-
maggaelin
-
gummiarnar
-
martasmarta
-
mal214
-
nielsfinsen
-
ottoe
-
olibjossi
-
obv
-
nielsen
-
skari
-
pkristbjornsson
-
jabbi
-
pbj
-
storibjor
-
iceland
-
pjeturstefans
-
raggibjarna
-
raggiraf
-
raggipalli
-
ragnar73
-
schmidt
-
bullarinn
-
salvor
-
fjola
-
sigbragason
-
vitaminid
-
joklamus
-
sv11
-
sjonsson
-
siggikaiser
-
sisi
-
siggisig
-
sigurgeirorri
-
mogga
-
sigurjonb
-
sms
-
sjalfstaedi
-
hvala
-
hvirfilbylur
-
stebbifr
-
eyverjar
-
styrmirh
-
summi
-
brv
-
sveinn-refur
-
stormsker
-
saethorhelgi
-
tidarandinn
-
daystar
-
valdimarjohannesson
-
valgerdurhalldorsdottir
-
vefritid
-
nytthugarfar
-
vibba
-
villagunn
-
va
-
villithor
-
xenon
-
thorbjorghelga
-
steinig
-
thorsteinnhelgi
-
thorasig
-
doddidoddi
-
thorolfursfinnsson
-
toddi
-
hugsun
-
ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.