Lýðskrum?

Það er greinilegt að þingmönnum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna líður illa þessa dagana.

Þessi vanlíðan kom berlega í ljós í umræðum á Alþingi í dag þegar þau Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Magnús Orri Schram og Lilja Mósesdóttir beinlínist öskruðu á þingmenn Sjálfstæðisflokksins þegar þeir voguðu sér að spyrjast fyrir um þau skattahækkunaráform ríkisstjórnarinnar sem kynnt hafa verið í fjölmiðlum.

Þremenningarnir kalla það lýðskrum af verstu sort þegar þingmenn Sjálfstæðisflokksins taka til varna fyrir skattgreiðendur í sölum Alþingis.

Það virðist hafa farið framhjá hinum skattþyrstu vinstimönnum að þessar skattahækkanir, sem eru líklega þær mestu í Íslandssögunni, munu hafa hrikalegar afleiðingar fyrir fjölskyldurnar og fyrirtækin í landinu.  Á það hefur ítrekað verið bent á í fjölmiðlum á síðustu sólarhringum.

Til að mynda lýsti framkvæmdastjóri BHM, Stefán Aðalsteinsson, því yfir í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær að hann hefði miklar áhyggjur af afkomu sinna félagsmanna komi skattahækkunaráform ríkisstjórnarinnar til framkvæmda.

Með þeim hefði ríkisstjórnin gefið út veiðileyfi á félagsmenn í BHM, sem margir hafa mánaðartekjur á bilinu 300 - 500 þúsund krónur á mánuði.

Í ljósi þessa er full ástæða til að rifja upp fyrir dyggum lesendum þessarar vefsíðu hver aðildarfélög BHM eru:

Félag fréttamanna.

Félag dýralækna.

Félag geislafræðinga.

Félag háskólakennara.

Félag háskólakennara á Akureyri.

Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins.

Félag íslenskra félagsvísindamanna.

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Félag íslenskra náttúrufræðinga.

Félag leikstjóra á Íslandi.

Félag lífeindafræðinga.

Félag prófessora.

Félag tækniháskólakennara.

Félagsráðgjafafélag Íslands.

Fræðagarður.

Iðjuþjálfafélag Íslands.

Kennarafélag Kennaraháskóla Íslands.

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga.

Leikarafélag Íslands.

Ljósmæðrafélag Íslands.

Stéttarfélag bókasafns - og upplýsingafræðinga.

Stéttarfélag háskólamanna á matvæla- og næringarsviði.

Stéttarfélag lögfræðinga.

Sálfræðingafélag Íslands.

Stéttarfélag sjúkraþjálfara.

Þroskaþjálfafélag Íslands.

Miðað við yfirlýsingar þremenninganna á Alþingi í dag hljóta þeir að álíta, Stefán Aðalsteinsson, framkvæmdastjóra BHM lýðskrumara af verstu sort, fyrst hann vogaði sér að taka til varna fyrir félagsmenn sína.

Þann dóm á framkvæmdastjórinn ekki skilinn, ekki frekar en aðrir þeir sem sjá sóma sinn í því að taka upp hanskann fyrir venjulegt fólk í landinu sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna ætlar nú að þjarma að, svo um munar.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband