Kaldhæðni örlaganna

Þennan dag, fyrir 20 árum síðan, féll múrinn sem kommúnistar reistu í Berlín til þess að koma í veg fyrir að íbúar Austur-Þýskalands flýðu draumaríkið.

Það verður að teljast kaldhæðni örlaganna að þennan dag, 20 árum eftir fall Berlínarmúrsins, skuli vera sagðar fréttir af því að ríkisstjórn Íslands ætli að skattpína íslenskan almenning með mestu skattahækkunum Íslandssögunnar.

Íslenskir vinstrimenn munu ekki geta komið í veg að fólk flýji það draumaríki sem þeir eru nú að reyna að skapa með sömu aðferðum og kollegar þeirra í Austur-Þýskalandi beittu forðum daga.

Ég á hins vegar erfitt með að trúa því að fólk muni láta bjóða sér þær hrikalegu skattahækkanir sem ríkisstjórnin nú boðar.

Haldi íslenskir vinstrimenn að með slíkum aðgerðum blási þeir fólkinu í landinu bjartsýni í brjóst og veki hjá því von um betri tíma, þá er það alger misskilningur.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband