Ríkisstjórnin samdi af sér

Það segir auðvitað allt sem segja þarf um afleitan árangur ríkisstjórnarinnar í samningunum við Breta og Hollendinga að íslenska ríkið skuli samþykkja að greiða 5,55% vexti samkvæmt Icesave-samningunum, á sama tíma og Orkuveita Reykjavíkur fær lán frá Evrópska fjárfestingabankanum á 1,25% vöxtum eða vexti sem eru 40 punktum yfir libor-vöxtum.

Ekki er langt síðan að forystumenn Vinstri grænna héldu því fram að Orkuveita Reykjavíkur væri fjarvana og allt að því gjaldþrota fyrirtæki.

Engu að síður hefur Orkuveitan nú samið um lán á 4% betri vaxtakjörum en íslenska ríkisstjórnin samdi um við Breta og Hollendinga.

Í því sambandi má ekki gleyma því að hvert prósentustig vaxta samkvæmt Icesave-samningunum nemur milljörðum króna fyrir ríkissjóð á ári hverju.

Þessi lánakjör hljóta annars vegar að vera til marks um mikið lánstraust Orkuveitu Reykjavíkur.

Hins vegar eru þau til marks um það hversu illilega ríkisstjórnin samdi af sér í samningunum við Breta og Hollendinga.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband