Sunnudagur, 27. september 2009
Nýr seðlabankastjóri féll á fyrsta prófinu
Már Guðmundsson byrjar ekki feril sinn vel sem bankastjóri Seðlabanka Íslands. Hann féll á fyrsta prófinu.
Á fimmtudaginn ákvað peningastefnunefnd Seðlabankans að lækka ekki stýrivexti heldur halda þeim óbreyttum í 12%. Seðlabankinn og nýji bankastórinn hélt við það tækifæri blaðamannafund þar sem bankinn rökstuddi stýrivaxtaákvörðun sína.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði, þegar að hann útskýrði stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans á fimmtudaginn, að litlar líkur væru á því að stýrivextir lækkuðu, krónan næði sér á strik og að gjaldeyrishöftum væri aflétt á meðan að endurskoðun efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri óafgreidd. Þá sagði seðlabankastjórinn:
,,Þetta hefur því miður strandað á Icesave-málinu, það er alveg rétt að segja það eins og það er, þannig að þeir sem um það véla ættu að hugsa sig tvisvar, þrisvar, fjórum sinnum áður en þeir taka ákvarðanir um framhald þess máls.
Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands og ummæli Más Guðmundssonar bankastjóra eru óskiljanleg.
Í fyrsta lagi er óskiljanlegt að Seðlabanki Íslands skuli ekki lækka stýrivextina. Í öllum öðrum löndum þar sem efnahagskreppan hefur dunið yfir hafa seðlabankar landanna lækkað stýrivexti myndarlega. Hér á Íslandi kýs Seðlabanki Íslands að halda stýrivöxtum í hæstu hæðum sem þekkjast. Stýrivextir hér hafa nú í á þriðja ár staðið í þriggja stafa tölu. Þeir koma ákaflega hart niður á heimilum og fyrirtækjum landsins og það sér hver maður, a.m.k. utan seðlabankans, að undir svo háum stýrivöxtum getur þjóðfélagið ekki staðið. Erlendir jöklabréfaeigendur eru þeir einu sem hagnast á háum stýrivöxtum. Á meðan blæðir þjóðfélaginu út.
Í öðru lagi er óskiljanlegt að að seðlabankastjóri skuli tvinna lausn Icesave-málsins saman við ákvörðun peningastefnunefndar um að halda stýrivöxtum óbreyttum með þeim hætti sem hann gerði. Með því bankastjóri Seðlabankans að blanda sér í pólitískar deilur og taka pólitíska afstöðu til, og að því er virðist gegn, ákvörðun sem Alþingi Íslendinga hefur þegar tekið. Embættismenn á borð við seðlabankastjóra ættu að forðast að blanda sér í pólitísk átök með þessum hætti.
Í þriðja lagi er ekki hægt að skilja ummæli seðlabankastjóra öðruvísi en svo að hann sé þeirrar skoðunar að íslensk stjórnvöld eigi að gefast upp og fallast á kröfur Hollendinga og Breta í Icesave-málinu, í skiptum fyrir stýrivaxtalækkun frá eigin seðlabanka. Með því hefur seðlabankastjóri gengið til liðs við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, með Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra, í broddi fylkingar, en þau tvö og samráðherrar þeirra, að Ögmundi Jónassyni, heilbrigðisráðherra frátöldum, hafa allt frá því að Icesave-málið kom til kasta þeirra talað máli Hollendinga og Breta og tekið málstað þeirra í deilunni við Íslendinga.
Slíkt hlutskipti er dapurlegt.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:06 | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.