Þriðjudagur, 15. september 2009
"Maður fylgir sínu liði"
Dagný Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, sætti fyrir nokkrum misserum mikilli og harðri gagnrýni úr öllum áttum fyrir afstöðu sína til frumvarps Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra, um opinbera háskóla.
Því var meðal annars haldið fram að Dagný hefði látið sannfæringu sína lönd og leið og tekið afstöðu með eigin flokki og þeirri ríkisstjórn sem hún studdi í stað þess að fylgja sannfæringu sinni.
Dagný var einkum gagnrýnd fyrir þessi orð sem hún lét falla um málið 12. desember 2004:
,,Það sem mér þótti skrýtið var að stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem hana ritaði virðist ekki gera sér grein fyrir að á þingi eru tvö lið og eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði.
Það er ekkert nýtt að stjórnmálamenn séu gagnrýndir með þessum hætti og þeir sakaðir um að vera látnir sæta flokksaga eða sagðir þjást af hjarðhegðunarheilkenni.
Einhverra hluta vegna hefur hins vegar minna farið fyrir gagnrýni eins og þessari síðusta misserið þó ærin ástæða hefði verið til þess, svo sem í tengslum við Icesave-málið svo ekki sé minnst á Evrópusambandsmál ríkisstjórnarinnar þar sem hjarðhegðun þingmanna vinstri grænna náði nýjum og áður óþekktum hæðum. Ég ætla að láta ástæður þess liggja milli hluta að sinni.
En hver er ástæðan fyrir því að ég rifja nú upp þessa gagnrýni sem Dagný Jónsdóttir þurfti að sæta?
Ástæðan er sú að um helgina fór fram landsfundur Borgarahreyfingarinnar þar sem ný og umdeild lög voru samþykkt. Í þeim lögum er meðal annar kveðið á um það að frambjóðendur hreyfingarinnar skuli skrifa undir heit um að þeir vinni eftir stefnu hennar, eins og hún er samþykkt á landsfundi. Gangi sannfæring þeirra hins vegar gegn stefnu hreyfingarinnar, skuli félagsfundur Borgarahreyfingarinnar fjalla um hvort viðkomandi skuli víkja sæti við afgreiðslu málsins eða ekki.
Þetta þýðir með öðrum orðum að flokkseigendafélag Borgarahreyfingarinnar fær vald til þess að ákveða hvort kjörnum fulltrúum hennar verði sviptur þeim sjálfsagða rétti fylgja sannfæringu sinni þegar þeir taka afstöðu til einstakra mála eða ekki.
Það sem er merkilegast við þetta mál er að með þessum nýsamþykktu lögum er Borgarahreyfingin að ganga lengst allra stjórnmálaflokka í því festa í sessi flokksræði og flokksaga, stuðla að hjarðhegðun og tryggja skýrara eignarhald flokkseigendafélags hreyfingarinnar en dæmi eru um og fórna í leiðinni sjálfsögðum réttindum kjörinna fulltrúa sinna til þess að taka afstöðu til mála á grundvelli gagnrýninnar hugsunar, sannfæringar og hugsjóna.
Og það sem er einkennilegast við málið allt er að lög þessi skuli samþykkt á landsfundi hreyfingar fólks sem sagðist fyrir kosningar vilja berjast fyrir gjörbreyttum og bættum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum.
Nýsamþykkt lög Borgarahreyfingarinnar fela vissulega í sér breytingar. Þær breytingar fela í hins vegar í sér afturhvarf til gamalla tíma sem flestir héldu að væru liðnir.
Þær skylda félagsmenn í Borgarahreyfingunni til þess að fylgja sínu liði, sama hvað á dynur.
Slík lagasetning er ekki til bóta.
Sigurður Kári
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 203711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.