Jón og séra Jón

Jón Magnússon, hćstaréttarlögmađur og fyrrverandi alţingismađur, verđur ekki skipađur í embćtti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins.

Ástćđan sem dómsmálaráđuneytiđ ber fyrir sig er ekki sú ađ Jón Magnússon hafi ekki menntun, ţekkingu eđa reynslu til ađ bera til ađ hljóta skipun í embćttiđ.  Slíkar ástćđur getur ráđuneytiđ ekki boriđ fyrir sig.

Í bréfi sem dómsmálaráđuneytiđ sendi umsćkjandanum kemur fram ađ Jón hafi ítrekađ tekiđ til umfjöllunar á heimasíđu sinni málefni tengd bankahruninu og greint frá skođunum sínum bćđi á mönnum og málefnum í ţeim mćli ađ hćtt sé viđ ađ verulega myndi reyna á álitaefni um sérstakt hćfi hans sem saksóknara í tengslum viđ ţau mál sem embćttiđ hefur til međferđar yrđi hann skipađur.

Ţađ má vel vera ađ vanhćfisreglur íslenskra laga hefđu komiđ til skođunar hefđi Jón Magnússon veriđ skipađur í embćtti sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, enda hefur hann sagt skođanir sínar og gagnrýnt harđlega framferđi fyrrum stjórnenda fjármálafyrirtćkja og útrásarvíkinga.

En ég spyr:  Hver er munurinn á gagnrýni Jóns Magnússonar, annars vegar, og opinberri gagnrýni Evu Joly, ráđgjafa sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, hins vegar, á framferđi fyrrum stjórnendum fjármálafyrirtćkja og útrásarvíkinga sem sú ágćta kona hefur sett fram í innlendum og erlendum fjölmiđlum?

Munurinn er auđvitađ enginn.

Sigurđur Kári.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband