Föstudagur, 21. ágúst 2009
Á Vestfjörðum
Það er býsna langt um liðið síðan ég skrifaði síðast á þessa heimasíðu. Ég ætlaði mér að taka mér smá frí frá heimasíðuskrifum í byrjun sumars. Það frí stóð hins vegar lengur en lagt var upp með.
Hins vegar hefur lítið verið um frí í sumar. Hagir mínir breyttust reyndar umtalsvert eftir Alþingiskosningar en skömmu eftir að þær voru um garð gengnar bauðst mér að gerast aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Það frábæra tækifæri tók ég að sjálfsögðu, enda stóð hugur minn þá og stendur enn til þess að starfa á vettvangi stjórnmálanna.
Samstarf okkar Bjarna hefur frá þeim tíma gengið einkar vel eins og það hefur gert allar götur síðan samstarf okkar hófst fyrir mörgum árum, fyrst í lögmennsku, en síðar á Alþingi. Bjarni Benediktsson hefur alltaf verið ákaflega góður samstarfsmaður og fyrir mig eru það forréttindi að fá tækifæri til þess að starfa áfram í stjórnmálum og svo náið með honum sem formanni Sjálfstæðisflokksins.
x x x
Þetta sumar hefur verið frábrugðið að því leyti að Alþingi hefur verið að störfum nánast sleitulaust í allt sumar. Slíkt er afar óvenjulegt, en helgast af því nú að ríkisstjórn vinstriflokkanna, Vinstri gænna og Samfylkingarinnar, hefur lagt ofuráherslu á að afgreiða tvö stórmál frá Alþingi, aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu og ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna, þó bæði þessi mál hafi um langt skeið sætt mikilli andstöðu innan þingflokks Vinstri grænna.
x x x
Af þessum ástæðum hafa flest áform um sumarfrí farið í vaskinn. Þó náði fjölskyldan að fara í nokkurra daga ferðalag um Vestfirði dagana í kringum Verzlunarmannahelgina.
Það er óhætt að segja að við höfum ekki verið svikin af því ferðalagi, enda eru Vestfirðirnir eitthver fallegasti hluti landsins. Sjálfur á ég ættir mínar að rekja til Vestfjarða. Bjarney Guðmundsdóttir, amma mín í föðurætt, er fædd í Hælavík og uppalin Hlöðuvík á Hornströndum.
Á ferðalagi okkar um Vestfirði heimsóttum við meðal annars Heydal við Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi. Það er óhætt að mæla með bændagistingunni hjá henni Stellu í Heydalnum sem tók okkur afar vel. Þaðan fórum við til Bolungarvíkur með viðkomu í Litlabæ í Skötufirði, á Súðavík og á Ísafirði. Í Bolungarvík gistum við í tvær nætur, fórum á Bolafjall og keyrðum inn í Skálavík, sem að mínu mati er einn fallegasti staður landsins. Frá Bolungarvík héldum við til Flateyrar og tókum hús á vinum okkar á Sólbakka. Þaðan var farið á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, forseta, gengum upp að Dynjandisfossi á leið okkar til Bíldudals. Í Bíldudal gistum við í tvær nætur við afar góðan kost og heimsóttum meðal annars Skrýmslasetrið og hið stórmerka tónminjasafn Melódíur minninganna. Eftir dvölina á Bíldudal heimsóttum við vini okkar á Saurbæ á Rauðasandi, með viðkomu á Patreksfirði, en að því loknu héldum við í Kvígindisfjörð þar sem við djöldum í afar góðu yfirlæti sumarbústað vinafólks okkar.
Það verður enginn svikinn af því að sækja Ísland heim og þá ekki síst Vestfirðina. Náttúrufegurðin þar er einstök ótrúlega margir merkilegir staðir sem vert er að heimsækja.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 203711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.