Annað bankahrun?

Eitt helsta deilumál síðustu áratuga á Íslandi hefur snúist um kvótakerfið í sjávarútvegi. Um það hafa verið mjög skiptar skoðanir, enda viðurkenna flestir að kerfið sé ekki gallalaust. Fram til þessa hefur þó engum stjórnmálaflokki tekist að útfæra fiskveiðistjórnunarkerfi sem er skynsamlegra fyrir hagsmuni þjóðarinnar en það sem við búum við í dag.

Í aðdraganda þessara alþingiskosninga hafa vinstri flokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir, lofað kjósendum að afturkalla kvóta útgerðarfyrirtækja og smábátasjómanna, og hlotið hrós fyrir.

Þegar betur er að gáð er slíkt hrós óverðskuldað því loforð um afturköllun aflaheimilda eru stórhættuleg fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar.

Ástæðan er þessi:

Um leið og stjórnvöld taka ákvörðun um afturköllun kvótans fellur veðhæfi fiskiskipanna sem sett hafa verið að veði fyrir kaupum á kvótanum. Bankarnir sem hafa lánað fjármuni fyrir kaupum á veiðiheimildunum standa eftir með verðlausar tryggingar. Útgerðarfyrirtækin og smábátasjómennirnir fara á hausinn og bankarnir fara aftur í þrot.

Þetta þýðir að efni Samfylkingin og Vinstri grænir loforð sín um að afturkalla kvóta útgerðarfyrirtækja og smábátasjómanna mun það leiða til annars bankahruns. Við slíkar aðstæður verður ekki mögulegt að halda uppi mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfi sem sómi er að.

Þjóðin hefur ekki efni á því að slíkar hörmungar endurtaki sig, jafnvel þó svo að margir efist um ágæti kvótakerfisins.

Höfundur er alþingismaður og skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Greinin birtist í Fréttablaðinu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband