Vinstri grænir eru á móti olíuvinnslu við Ísland!

Það var fróðlegt, raunar ótrúlegt, að hlusta á Kolbrúnu Halldórsdóttir, umhverfisráðherra og frambjóðanda Vinstri grænna, í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Hún lýsti því yfir að hún væri á móti olíuleit og olíuborun á Drekasvæðinu og að Vinstri grænir myndu berjast gegn því að byggður yrði upp olíuiðnaður á Íslandi fyndist olía á Drekasvæðinu.

Er það nema furða að maður haldi því fram að Vinstri grænir séu ekki líklegir til þess að skapa verðmæti og draga úr atvinnuleysi þegar forystumenn Vinstri grænna tala með þessum hætti.

Það væru að mínu mati gríðarleg gleðitíðindi fyrir íslensku þjóðina ef olía fyndist á Drekasvæðinu, sannkallaður happafengur fyrir þjóð í vanda.

Og finnist olíulindir úti fyrir Íslandi þá eigum við auðvitað að nýta okkur þær.

Það hvarflar að manni þegar maður hlustar á Kolbrúnu Halldórsdóttur og forystumenn Vinstri grænna að þeir vilji ekki að ástand efnahagsmála á Íslandi batni.

Miðað við stöðu efnahagsmála, fyrirtækjanna og fólksins í landinu er afstaða Vinstri grænna til olíuvinnslu á Drekasvæðinu óskiljanleg.

Það er einfaldlega ekki hægt að taka fólk sem talar með þessum hætti alvarlega.

Hvað þá að treysta því fyrir landsstjórninni!

Sigurður Kári


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband