Jóhanna Sigurðardóttir og sægreifarnir

Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og fleiri forustumenn Samfylkingarinnar hafa haldið því fram að andstaða okkar sjálfstæðismanna við frumvarp þeirra til breytinga á stjórnarskrá lýðveldisins megi skýra með því að við viljum slá skjaldborg um sérhagsmuni tiltekinna aðila í íslensku atvinnulífi, einkum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Við höfum þurft að sæta því að liggja undir þeim ásökunum frá vinstriflokkunum að vera sérstakir varðhundar svokallaðra sægreifa.

Það er auðvitað miður að málflutningur þeirra sem að stjórnarskrárfrumvarpinu skuli ekki vera burðugri en þetta.

En vegna þessa málflutnings finnst mér ástæða til að vekja sérstaka athygli á Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, vék að réttarstöðu sægreifanna svokölluðu í 1. umræðu um frumvarpið, en þá sagði Jóhanna meðal annars:

,,Virðulegi forseti.  Háttvirtur þingmaður spyr hvort þau ákvæði sem eru í frumvarpinu haggi í engu núverandi kvótakerfi.  Ég kom mjög inn á það atriði í máli mínu og tel mikilvægt að árétta að stjórnarskrárákvæði um náttúruauðlindir í þjóðareign muni ekki skerða réttindi þeirra sem hafa veiðiheimildir í kvótakerfinu eða svipta þá kvótanum.  Þau réttindi munu eftir sem áður njóta verndar sem atvinnuréttindi þeirra er stunda útgerð eða með öðrum orðum sem óbein eignarréttindi."

Vonandi lesa sem flestir forustumenn Samfylkingarinnar þessi ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur og best væri ef hún gerði það sjálf.

Í ljósi þeirra verður fróðlegt að sjá hvort formaður Samfylkingarinnar verði í kjölfarið sakaður um að ganga erinda svokallaðra sægreifa.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband