Listamannalaun

Ný lög um listamannalaun voru samþykkt á Alþingi í gær.

Með þessum nýju lögum fjölgar listamönnum á launaskrá ríkisins.  Listamönnum sem þiggja laun frá ríkinu verður fjölgað á þriggja ára tímabili um 400 sem þýðir að á árinu 2012 verði samtals 1.600 mánaðarlaun til ráðstöfunar til starfslauna og styrkja í stað 1.200 mánaðarlauna nú.

Ég greiddi atkvæði gegn frumvarpinu.

Afstaða mín til frumvarpsins helgast ekki af andúð minni á listamönnum.  Síður en svo.  Hins vegar þarf varla að fara mörgum orðum um að nýju lögin um listamannalaun hafa í för með sér veruleg útgjöld fyrir ríkissjóð og skattgreiðendur.

Eins og ég benti á í umræðum á Alþingi þá hefur ríkissjóður ekki efni á því að fjölga listamönnum á launaskrá ríkisins.  Það sjá allir.  Og frumvarpið sem samþykkt var á Alþingi staðfestir þá skoðun, því ætlun ríkisstjórnarinnar er sú að fjármagna þessar auknu launagreiðslur með lántökum.

Ég velti því fyrir mér í umræðum um þetta mál hvort fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, hyggðist fjármagna þetta verkefni með því að lækka laun opinberra starfsmanna og með hækkun skatta á heimilin í landinu, eins og hann, Katrín Jakobsdóttir og aðrir forystumenn Vinstri grænna hafa boðað.

Þeirri spurningu er ósvarað.

Hitt er ljóst að einhversstaðar þarf að finna þessa peninga og háttur vinstrimanna er sá að taka þá úr vösum fólksins í landinu.

Sigurður Kári.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband