Mánudagur, 6. apríl 2009
Málþóf?
Ég mótmæli því harðlega að Sjálfstæðisflokkurinn beiti málþófi í umræðum um breytingar á stjórnarskránni og því að hafa verið þátttakandi í því.
Þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna kasta hins vegar steinum úr glerhúsi þegar þeir saka okkur um málþóf.
Þessir sömu þingmenn sem hafa nú uppi slíkar athugasemdir eru þeir þingmenn sem lengst hafa gengið í málþófi um léttvægari mál en stjórnarskránna.
Mér er til dæmis minnisstætt þegar Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar ákvað að lesa bókin ,,Frelsið", eftir John Stuart Mill í umræðum um fjölmiðlafrumvarpið. Mér líður líka seint úr minni sú nótt sem ég þurfti að eyða í þingsalnum þar sem ég hlustaði á rúmlega 6 klukkustunda ræðu Ögmundar Jónassonar um Ríkisútvarpið.
Til samanburðar hef ég rætt um stjórnarskrárfrumvarpið samtals í eina klukkustund í þeirri umræðu sem nú stendur yfir.
Á þetta benti ég í umræðum um hádegisbil á Alþingi í dag, en ég lét taka saman athyglisverða tölfræði um ræðulengd á síðustu árum á Alþingi, en þar kemur eftirfarandi fram hversu langan tíma umræður um ýmis mál hafa tekið:
- Vatnalög 57 klukkustundir og 40 mínútur.
- Fjölmiðlafrumvarp 92 klukkustundir og 59 mínútur.
- EES-samningurinn 100 klukkustundir og 37 mínútur.
- Ríkisútvarpið 119 klukkustundir og 46 mínútur.
Þegar ég vakti athygli á þessari tölfræði hafði umræða um stjórnarskránna staðið í 34 klukkustundir og 30 mínútur.
Það er auðvitað dálítið merkilegt að þingmenn, einkum þingmenn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna, sem sjálfir hafa séð ástæðu til að eyða tíma Alþingis í á annað hundrað klukkustundir um málefni eins fjölmiðlafyrirtæki skuli telja sig umkomna þess að saka aðra um málþóf í umræðum á Alþingi, ekki síst þegar til umræðu eru breytingatillögur á grundvallarlögum íslenska lýðveldisins.
Það er líka merkilegt að fjölmiðlar skuli ekki rifja upp framgöngu þeirra sjálfra á Alþingi á síðustu árum.
,,Stjórnarskráin er grunnlög lýðveldisins og þar er mikilvægt að um þau sé fjallað af mikilli ábyrgð og það sé reynt að ná sem breiðastri og víðtækastri samstöðu um þau mál."
Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, núverandi utanríkis- og iðnaðarráðherra, í ræðu sem hann hélt á Alþingi hinn 9. mars 2007, þá sem stjórnarandstæðingur.
Þó Össur virðist vera búinn að gleyma sínum eigin orðum nú, aðeins tveimur árum eftir að þau voru látin falla, þá er ég sammála Össuri.
Það á að fjalla um breytingar á stjórnarskrá af ábyrgð og það er nákvæmlega það sem við Sjálfstæðismenn höfum verið að gera á Alþingi.
Við sættum okkur ekki við að minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, með stuðningi Framsóknarflokksins, þröngvi í gegn breytingum á stjórnarskrá sem þingflokkur okkar og nánast allir þeir fræðimenn og hagsmunaaðilar sem veitt hafa umsagnir um framvarpið vara við.
Við teljum það skyldu okkar að berjast gegn öllum slíkum tilburðum.
,,Stjórnarskránni á ekki að breyta í þeim tilgangi að afla kjörfylgis í aðdraganda kosninga, en framganga Framsóknarflokksins, sérstaklega í þessu máli, ber öll þess merki."
Sagði Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hinn 9. mars 2007.
Það sætir furðu að nú aðeins tveimur árum seinna sé Ögmundur Jónasson ekki sammála sjálfum sér.
Breytingar á stjórnarskránni munu ekki koma heimilunum og fyrirtækjunum til hjálpar. Það vita allir.
Þess vegna eiga Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, að sjá sóma sinn í því að setja mál sem varða heimilin og fyrirtækin í landinu á dagskrá þingsins.
Það vald er í þeirra höndum.
Ekki okkar sjálfstæðismanna.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 203711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.