Laugardagur, 4. apríl 2009
Eigum við ekki að staldra aðeins við?
Allar þessar umsagnir bera það með sér að stjórnarskrárfrumvarpið er gríðarlega umdeilt og allir þeir aðilar sem ég hef hér vitnað til taka undir með okkur sjálfstæðismönnum á Alþingi og vara við þeim tilraunum sem flutningsmenn frumvarpsins reyna nú að keyra í gegnum þingið.
Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag er vikið að þessum alvarlegu athugasemdum umsagnaraðilanna, en þar segir:
,,Erum við á réttri braut?
Hvað eiga Landsvirkjun, RARIK, Samorka, Samtök atvinnulífsins, Landssamband smábátaeigenda, Viðskiptaráð, Félag umhverfisfræðinga, Orkustofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, LÍÚ og Samtök um lýðræði og almannahag, Reykjavíkurakademían og laganefnd Lögmannafélags Íslands sameiginlegt?
Jú, öll gagnrýna þau hvernig er verið að keyra í gegnum Alþingi breytingar á stjórnarskránni, án þess að nægilegur tími gefist til skoðunar á því, hvaða afleiðingar þær hefur.
Það er sláandi að lesa þessar umsagnir fræðimanna og hagsmunaaðila til sérnefndar um stjórnarskrármál.
Sigurður Líndal telur að skoða þyrfti 1. grein frumvarpsins betur ,,vegna óljósrar merkingar orða og hugtaka sem þar eru notuð." Davíð Þorláksson lögfræðingur tekur undir það og segir ,,verulega misráðið af stjórnarskrárgjafanum að binda 1. gr. frumvarpsins í stjórnarskrána".
Ragnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti, segir ,,að með því að naumur meirihluti á þingi samþykki stjórnarskrárbreytingarnar í andstöðu við stóran stjórnmálaflokk sé stjórnarskráin færð inn í hringiðu stjórnmálanna."
Davíð Þór Björgvinsson, dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, segir: ,,Veittur var frestur til 20. mars til að skila inn umsögn. Þennan frest verður að telja mjög skamman þegar umfang málsins er haft í huga."
Eigum við að staldra aðeins við"
Við sjálfstæðismenn teljum fulla ástæðu til að staldra við. Það er alvarlegt mál af hálfu þeirra sem að þessum tillöguflutningi standa að ætla sér að breyta sjálfum grundvallarlögum lýðveldisins sem stjórnarskráin er í bullandi ágreiningi við flesta þá fræðimenn og hagsmunasamtök sem um málið hafa fjallað.
Ég tel og hef lagt það til við forseta Alþingis og forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar að umræðu um stjórnarskrárfrumvarpið á Alþingi verði frestað og að Alþingi Íslendinga hefji þess í stað umræðu og vinnu við að fjalla um aðgerðir sem varða heimilin og fyrirtækin í landinu.
Þær breytingar á stjórnarskránni sem Samfylkingin, Vinstri grænir og Framsóknarmenn leggja nú til og reyna að keyra í gegnum þingið munu ekki skipta neinu um skuldastöðu heimilanna. Stjórnarskrárbreytingar munu heldur ekki færa þeim 17.944 Íslendingum sem nú eru á atvinnuleysisskrá atvinnu eða þeim þúsunda námsmanna sem nú horfa fram á atvinnuleysi í sumar. Þær munu heldur ekki gagnast atvinnulífinu eða stuðla að endurreisn bankanna.
Þær hafa með öðrum orðum ekkert með þann vanda sem nú steðjar að fólkinu og fyrirtækjunum í landinu að gera.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekkert með dagskrá Alþingis að gera. Hún er á ábyrgð forseta Alþingis og ríkisstjórnarinnar.
Það er í höndum þessara aðila að taka málefni heimilanna og fyrirtækjanna í landinu til umræðu á Alþingi.
Einhverra hluta vegna virðast þeir hins vegar ekki hafa áhuga á slíku.
Sigurður Kári.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 203711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- allib
- almaogfreyja
- andrigeir
- audbergur
- audunnh
- abg
- axelaxelsson
- arniarna
- aslaugfridriks
- astamoller
- baldher
- baldvinjonsson
- benediktae
- bergrun
- kaffi
- bergurben
- bjarnihardar
- bjarnimax
- bjorgvinr
- sveifla
- binnag
- bryndisharalds
- skordalsbrynja
- brandarar
- charliekart
- dansige
- doj
- deiglan
- doggpals
- egillg
- erla
- erlendurorn
- skotta1980
- ea
- fsfi
- vidhorf
- hressandi
- gammurinn
- gerdurpalma112
- gisliivars
- gisliblondal
- gillimann
- grettir
- gudni-is
- gummibraga
- phoenix
- gunnarbjorn
- gussi
- laugardalur
- habbakriss
- smali
- haddi9001
- hhbe
- handsprengja
- 730bolungarvik
- heimssyn
- herdis
- hildurhelgas
- drum
- hjaltisig
- hlekkur
- kolgrimur
- hlodver
- don
- hvitiriddarinn
- ingabesta
- golli
- ibb
- bestiheimi
- jakobk
- fun
- stjornun
- skallinn
- jonasegils
- forsetinn
- jonmagnusson
- bassinn
- jonsnae
- julli
- komment
- karisol
- kje
- kjarrip
- kjartanvido
- kolbrunb
- kristinrichter
- kristjanb
- kristjangudm
- liljabolla
- altice
- maggaelin
- gummiarnar
- martasmarta
- mal214
- nielsfinsen
- ottoe
- olibjossi
- obv
- nielsen
- skari
- pkristbjornsson
- jabbi
- pbj
- storibjor
- iceland
- pjeturstefans
- raggibjarna
- raggiraf
- raggipalli
- ragnar73
- schmidt
- bullarinn
- salvor
- fjola
- sigbragason
- vitaminid
- joklamus
- sv11
- sjonsson
- siggikaiser
- sisi
- siggisig
- sigurgeirorri
- mogga
- sigurjonb
- sms
- sjalfstaedi
- hvala
- hvirfilbylur
- stebbifr
- eyverjar
- styrmirh
- summi
- brv
- sveinn-refur
- stormsker
- saethorhelgi
- tidarandinn
- daystar
- valdimarjohannesson
- valgerdurhalldorsdottir
- vefritid
- nytthugarfar
- vibba
- villagunn
- va
- villithor
- xenon
- thorbjorghelga
- steinig
- thorsteinnhelgi
- thorasig
- doddidoddi
- thorolfursfinnsson
- toddi
- hugsun
- ornsh
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.